Dagur - 21.01.1989, Page 11
barnosíðan
Gátur
1. Hvaö er líkt meö höltum hundi
og dreng sem leggur saman sex
og sjö?
2. Hvernig getur maður sannað að
köttur hafi þrjár rófur?
3. Hvor fótbrotnar fyrr, stúlka sem
dettur niður af borði eða stúlka
sem dettur niður úr turni?
4. Hvernig getur þú dregið 10 frá
10 og átt samt eftir 10?
5. Hvað hafa margir stórir menn
fæðst á Akureyri?
6. Hvenær er gæsin best?
7. Er hægt að slá blómavasa
harkalega utan í ofn án þess að
hann brotni?
8. Hvaða karl hefur aldrei verið
barn?
9. Hve mörg hjól vantar á bíl sem
er í fullkomnu lagi?
10. Hvað er nauðsynlegast að hafa
með sér í fínt kvöldverðarboð?
Lausnir
ISA|JEIBU1 BQ90 ’CH
!6e| nuiuo>(||ni i ja uubh ‘ijs>|>|3 '6
•uu!|JB>)9|us '8
'|9A QBCj J[|OCj UU!UiO ‘?p l
'BUBC! BÍ>t!3)S QB J8 Q!nq JB60CJ g
■UJOqBUJS SUjBQB ‘UUI.6U3 g
'QBcj nqjn
-ps ?cj ‘B>|suBq jqcj jb b6ejp qb npuÁoy 'fr
■jnQiu jjáj jniua>| unq jac) ‘ujáj ns '8
jnjpj jb[jc| jnHO>j uura jnjeq bu68a ssaq
'jnuo>| uujöue ue BJjeu njpj |uu{e jnjeq
jnuo>| uu!3 'jnJ9J JæAj jnjeq jnuo>| uuí6u3 z
uu!8 BIUÁ86 60 jng!U b[jc( J!QBq Bfjss jjsq ' J
Málshættir
Þekkið þið einhverja málshætti? Hér
koma nokkrir málshættir sem eiga
það sameiginlegt að það vantar eitt
orð inn í þá. Reynið að setja rétt orð
í eyðurnar. Ef þið getið það ekki
verðið þið að snúa ykkur til pabba og
mömmu eða afa og ömmu.
1. Oft hlær...að hugsun sinni.
2. Neyðin kennir ... konu að
spinna.
3. Svona fór um....þá.
4....er máttur.
5. Sjaldan lýgur....
6. Svo bregðast .... sem önnur
tré.
7. Galli er á gjöf.
8. Best er heilum.heim að aka.
9. Sjaldan fellur . langt frá eik-
inni.
10. Oft er misjafn.í mörgu fé.
11. Græddur er geymdur...
12.....breytast og mennirnir með.
13. Enginn verður óbarinn.
14...er best með forsjá.
15. Þar fór góður biti í.
Selveiðar
Tvö börn setjast á gólfið flötum bein-
um með iljarnar saman, taka síðan
saman höndum og róa fram og aftur
eins og þegar bát er róið. Hin börnin
eru selir, sem eru á sveimi í sjónum
í kringum bátinn. Selirnir stinga sér
öðru hvoru, en koma svo upp og
teygja hausinn hátt upp úr sjónum
og horfa mjög forvitnislega á bátinn
og ræðarana. Sumir þeirra eru litlir
og heimskir kópar, sem vita ekki að
það er hættulegt að koma nálægt
mönnunum, og koma því mjög nærri
bátnum og glápa þar mjög heimsku-
lega. Þegar ræðararnir sjá sér færi
hætta þeir allt í einu að róa og reyna
að grípa selinn sem næstur er, sem
annað hvort kemst undan á flótta
eða er veiddur og tekinn upp í
bátinn, þ.e. ræðararnir leggja hann
hjá sér. Þeir byrja svo aftur að róa og
reyna að ná öðrum sel og þegar
v (i^l. janúar 1989 - DAQUR r-11
Umsjón: Stefán Sæmundsson.
Brynja Vala Guðmundsdóttir, 5 ára stúlka á Akureyri, teiknaði þessa mynd af sjálfri sér og foreldrum sínum. Sjálf er hún í miðjunni, pabbinn til
vinstri og mamman til hægri.
Orðakast
Orðaleikir geta verið býsna
skemmtilegir og ekki síður gagnleg-
ir. Við skulum líta á einn slíkan, en
hann nefnist orðakast. Hann er í því
fólginn að við köstum orðum á milli
okkar líkt og í boltaleik.
Algengast er að nota fjögurra
stafa orð þótt ekkert mæli á móti því
að nota lengri orð. í hvert sinn sem
við grípum fjögurra stafa orð frá mót-
spilaranum verðum við að búa til nýtt
orð með því að skipta um einn staf í
orðinu þannig að út komi fullkom-
lega gilt og gott orð. Við vörpum orð-
inu til hans og hann fer eins að. Sá
sem ekki getur búið til nýtt orð tapar.
Orðið má ekki hafa komið fyrir áður í
leiknum.
Við skulum taka orðið röst sem
dæmi. Við byrjum á því að skipta um
fyrsta stafinn og þá koma út orðin:
föst, löst, köst o.s.frv. Efvið skiptum
um annan bókstafinn koma út þessi
orð: rest, rist, ræst o.s.frv. Þegar við
skiptum um þriðja bókstafinn getum
við fengið orðið rölt og ef við breyt-
um síðasta stafnum þá kemur út
þetta orð: rösk.
Tökum að lokum dæmi af Siggu
og Nonna í orðakasti:
Sigga: Malt
Nonni: Salt
Sigga: Falt
Nonni: Fall
Sigga: Fala
Nonni: Bala
Sigga: Ball
Nonni: Bull
Sigga: Full
- og svo framvegis þangað til annað
hvort Sigga eða Nonni getur ekki
fundið nýtt orð.
Pennavinir
Langar ykkur til að
skrifast á við einhvern?
Þið getið auglýst eftir
pennavinum á Barnasíðunni.
Krakkar -
Takið eftir
Bamasíðan er blaðsíðan ykkar.
Sendið okkur teikningar, skrýtlur,
eða annað skemmtilegt efni.
Munið að láta nafn fylgja með.
Biðjið mömmu og pabba að hjálpa
ykkur með utanáskriftina sem er:
Dagur - Barnasíða
Pósthólf 58
602 Akureyri.
mundur, 4ra ára strákur á Akureyri.
þeim hefur tekist það leggja þeir
hann við hliðina á sér og hætta öllum
veiðiferðum og verða sjálfir að
selum, en selirnir sem þeir veiddu
verða að mönnum og leikurinn held-
ur þannig áfram. (Aðalsteinn Halls-
son - Leikir fyrir heimili og skóla,
1969).
Brandarar
Tveir ungir drengir komu inn á
tannlæknastofuna og annar
þeirra sneri sér djarflega að
tannlækninum og sagði:
- Læknir, ég þarf að fá
dregna tönn og það má alveg
sleppa deyfingunni því ég er að
flýta mér.
- Ja, nú er ég svo aldeilis
hissa, sagði læknirinn. - Það er
ekki oft sem hingað koma svona
kjarkmiklir strákar. Hvaða tönn
er það?
Drengurinn sneri sér að hinum
þögla félaga sínum og sagði:
- Sýndu honum upp í þig,
Albert.
- Hamingjan góða! Nú þarf ég
að fara að raka mig.
- Af hverju segirðu það?
- Ég leit í spegilinn þarna.
- Spegilinn! Þetta er ekki
spegill góði minn, þetta er hár-
bursti.
Pétur litli var fimm ára gamall og
pabbi hans var að kenna honum
ýmsar kurteisisreglur.
- Mundu það, Pétur minn, að
þegar þú situr í strætisvagni og
kona kemur inn, sem ekki getur
fengið sæti, þá áttu að standa
upp og segja: Gjörið svo vel og
sitjið í mínu sæti.
Nokkrum dögum síðar sat
Pétur á hné pabba síns í troðfull-
um strætisvagni, er ung og lag-
leg stúlka kom inn. Pétur spratt
upp og sagði:
- Gjörið svo vel, hérna er
sæti, og benti um leið á hné
pabba síns.
Bandaríkjakona nokkur var að
koma frá Evrópu. Hún kom með
nokkrar flöskur af ilmvatni, sem
hún faldi vandlega í einni tösk-
unni, svo að tollverðirnir myndu
ekki finna þær.
Tollverðirnir límdu miða á far-
angurinn, án þess að nokkur leit
væri gerð, en er þeir komu að
töskunni sem ilmvatnið var falið
í, sagði 8 ára dóttir konunnar:
- Mamma, nú fara þeir að
verða dálítið heitir, er það ekki?