Dagur - 21.01.1989, Síða 16

Dagur - 21.01.1989, Síða 16
Akureyri, laugardagur 21. janúar 1989 TRIDONtí- Vatnslásar og bensínsíur í flesta bíla þÓRSHAMAR HF. Viö Tryggvabraut ■ Akureyri • Sími 22700 Sameiningarmál frystihúsanna í Ólafsfiröi: „Heimamenn fá ekki að fylgjast með“ - „hundruðir sagna í gangi í bænum,“ segir Ágúst Sigurlaugsson Agúst Sigurlaugsson, hjá Ólafstjarðardeild Verkalýðs- félagsins Einingar, gagnrýnir mjög þá leynd sem hann segir vera yfir öllum umræðum nefndar um hugsanlega sam- einingu frystihúsanna í Ólafs- firði. Hann telur það með öllu óeðlilegt að bæjarbúar fái ekk- ert að fylgjast með gangi mála nema í gegnum fjölmiðla. Ágúst segist hafa krafist þess á fyrsta bæjarstjórnarfundi eftir áramót að fá einhverjar upplýs- ingar um gang mála og hafi tveir bæjarfulltrúar, sem jafnframt eru stjórnarformaður og fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar, veitt þær. „í þeirra máli komu fram smávægis upp- lýsingar sem ég tel nú að hefði engan skaðað þótt væri búið að greina bæjarbúum og öðrum frá fyrir lifandilöngu," segir Ágúst. „Mér finnst það í hæsta máta furðulegt að fá einungis fréttir úr fjölmiðlum sem stangast svo á. Einn daginn virðist allt vera að ganga upp en næsta dag hefur allt hlaupið í baklás. Svo eru hundr- uðir sagna í gangi um þessi mál í bænum. Maður veit heldur ekk- ert hvað er rétt í þeim,“ bætti Ágúst við. Á atvinnuleysisskrá í Ólafsfirði eru nú 112 manns. Þar af eru um 90 konur. Atvinnuleysisbæt- ur á mann á dag eru 1656 krón- ur. Þær eru greiddar í 180 daga og þá kemur 16 vikna uppi- hald atvinnuleysisbóta, hafi fólk ekki fengið vinnu að nýju, þar til fólk á aftur rétt á bótum. Starfs- fólk Hraðfrystihúss Magnúsar Gamalíelssonar fór á atvinnu- leysisbætur 27. september sl. og 14. október bættist starfsfólk Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar hf. við. Starfsfólk í salthúsi Magnús- ar Gamalíelssonar fór síðan á atvinnuleysisbætur þann 7. nóvember. óþh Sigurjón Bergsson starfsmaður Sana á Akureyri í óða önn að tappa Lageröli á dósir. Mjöðurinn verður sendur suður yfir heiðar hvar hægt verður að fá hann keyptan frá og með 1. inars. Starfsmenn Sana hófust handa við átöppunina nú í vikunni og bráðlega verður byrjað að tappa Löwenbrau bjórnum í handhægar umbúðir í verksmiðjunni. Mynd: TLV Stærsta Sameining Samvinnutrygginga og B.í. á íslandi „Það er auglóst að sameigin- lega komast félögin af með minni kostnað en ella. Þau hafa mikil viðskipti og þjón- „hagræðingin kemur viðskiptamönnum tvímælalaust til góða“ - segir Axel Gíslason forstjóri ustu víða um land sem gerir kröfu til að þeirri þjónustu verði áfram haldið uppi. Hlut- verk nýja félagsins verður að Tillögur landbúnaðarráðherra um fyrirgreiðslu til loðdýraræktar: Vonast eftir að niður- stöður fáist um helgina - segir Steingrímur J. Sigfússon Steingrímur J. Sigfússon, land- búnaðarráðherra, segist vænta þess að nú um helgina fáist til- lögur hans um fyrirgreiðslu til loðdýraræktarinnar afgreidd- ar. Hann gerir síðan ráð fyrir að á ríkisstjórnarfundi nk. þriðjudag verði málið endan- lega afgreitt frá ríkisstjórn. Steingrímur vill ekki tjá sig um hvað felist í tillögunum. Hann segir hins vegar að það sem fram hafi komið um þær í fjöl- miðlum hafi að miklu leyti ver- ið rangtúlkað. „Ég tel mun eðlilegra að skýra frá þeim þegar niðurstöður liggja fyrir í málinu,“ segir Steingrímur. Landbúnaðarráðherra segist hafa Iagt á það áherslu að í upp- hafi árs lægju fyrir skýrar línur með hvað stjórnvöld treystu sér til að gera til að koma til móts við loðdýrabændur á þessu ári. „Síð- an verður hver og einn að gera það upp við sig hvort þessi aðstoð dugar honum.“ Þær raddir hafa heyrst að í ljósi þeirra miklu þrenginga sem loð- dýraræktin býr við um þessar mundir, auk þess sem horfur um skinnaverð séu nú síður en svo bjartar, sé rétt að stíga skrefið til fulls og láta hana hreinlega fara á hausinn. Steingrímur segist vera þessu ósammála og telur að mjög óskynsamlegt sé að hætta með þessa ungu búgrein nú. Hann bendir á að fjárfestingar í loð- dýrarækt séu þegar orðnar nálægt 2 milljörðum króna og sú fjár- festing muni ekki nema að mjög litlu leyti nýtast til annarra hluta. „Ég vonast til að þær ráðstafanir sem nú verður gripið til auk fyrir- greiðslu Framleiðnisjóðs á næstu tveimur árum skapi greininni grundvöll í ákveðinn reynslutíma í viðbót. Ef ekki hefur birt til að þessum tíma liðnum tel ég að ástandið sé orðið mjög dökkt," segir Steingrímur J. Sigfússon. óþh rækja starfsemina áfram, draga ekki úr henni heidur gera hana hagkvæmari fyrir alla aðila,“ sagði Axel Gísla- son, forstjóri nýja trygginga- félagsins sem stofnað verður með sameiningu Brunabótafé- lags íslands og Samvinnutrygg- inga. Axel Gíslason sagði að hag- ræðingin af sameiningunni kæmi öllum sviðum trygginga til góða. Endurskipulagning í kjölfar stofnunarinnar myndi leiða af sér innri hagræðingu í rekstri og bætta og aukna þjónustu til við- skiptamanna. Á stöðum þar sem tvö útibú væru fyrir yrði samein- ast um eina myndarlega skrif- stofu. Brunabótafélagið var stofnað samkvæmt sérstökum Iögum og er gagnkvæmt tryggingafélag, eins og Samvinnutryggingar. Tryggingaráðherra er eftir lag- anna bókstaf æðsti yfirmaður B.í. en hjá Samvinnutryggingum hagar málum svo að fulltrúaráð fer með æðsta vald félagsins, kýs því stjórn og getur breytt sam- þykktum þess. Axel var spurður að því hve- nær hið nýja félag liti formlega dagsins ljós. Hann sagðist ekki geta svarað því nákvæmlega en margt benti til að það gerðist næsta vor. Félagið yrði stofnað formlega að afloknum fulltrúa- ráðsfundum síðar í mánuðinum. Því næst yrði sótt um leyfi til Tryggingaeftirlits ríkisins. í samtali við Axel Gíslason kom fram að vitneskja um sam- eininguna hefði ekki farið út fyrir mjög þröngan hóp manna, en eft- ir að báðar stjórnir félaganna hefðu samþykkt sameiningu sam- hljóða hefði starfsmönnum verið gerð grein fyrir málinu. Ljóst væri að nýja félagið þyrfti færra starfsfólk en hin tvö. „Það má ekki líta svo á að það sé af hinu illa að fækka starfsfólki. Starfs- kraftar allra vinnandi manna eru eitt af því dýrmætasta sem við eigum hér á landi. Ef unnt er að losa starfskrafta úr störfum þar sem þeirra er ekki þörf lengur til að þeir geti farið í önnur þýðing- armikil störf í þjóðfélaginu þá er það jákvætt,“ sagði forstjórinn. EHB Húsavík: 80 skráðir atvinmilausir í sýslunni Um 80 manns eru á atvinnu- leysisskrá hjá Verkalýðsfélagi Húsavíkur, og það eftir að vinna hófst á ný hjá Fiskiðju- samlagi Húsavíkur. Um helm- ingur fólksins sem skráð er atvinnulaust eru Húsvíkingar en hinn helmingurinn er fólk úr sveitunum. Að sögn Þór- halls Björnssonar hjá Verka- lýðsfélaginu þarf að leita allt Helst að beitingamenn vanti til vinnu aftur til ársins 1984 til að finna sambærilegar tölur um atvinnuleysi. Aðspurður sagði Þórhallur að sér litist ekkert allt of vel á nán- ustu framtíð því rólegt væri yfir atvinnumálunum. Nóg virtist þó vera að gera í byggingariðnaði og væri enginn byggingamaður á atvinnuleysisskrá. Komið er upp atvinnuleysi hjá verslunarmönn- um, eru átta verslunarmenn skráðir atvinnulausir og er það nýtt í stöðunni hjá skrifstofunni að sögn Þórhalls. Þórhallur sagði að miklar um- hleypingar hefðu verið að undan- förnu og rysjótt til sjávarins en þokkalegt fiskirí þegar gæfi, það væri bara alltof sjaldan. Töluvert væri um að vera neðan við bakk- ann þegar vel viðraði því talsverð vinna skapaðist kringum línu- útgerðina. Helst væri spurt eftir beitningamönnum á skrifstofu Verkalýðsfélagsins og við lægi að boðið væri í vana beitningamenn eins og enska fótboltamenn, en þeir væru orðnir vandfengnir. Einnig hefðu útgerðarmenn frá öðrum stöðum hringt til Húsa- víkur að spyrjast fyrir um beitn- ingamenn. IM

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.