Dagur - 25.01.1989, Blaðsíða 11
25. janúar 1989 - DAGUR - 11
fþróttir
Knattspyrna:
Miklar breytingar hjá Völsungi
- Sveinn Freysson til Hugins - 10 leikmenn farnir
Sveinn Freysson hefur beðið
um félagsskipti úr Völsungi og
hyggst leika með Hugin frá
Seyðisflrði en það er einmitt
félagi hans Björn Olgeirsson
sem þjálfar liðið næsta sumar.
Reyndar er Sveinn ekki alveg
búinn að gera upp hug sinn að
sögn Ingólfs Freyssonar for-
manns knattspyrnudeildar Völs-
ungs en gerir það sjálfsagt næstu
daga.
Það verður því mjög breytt lið
sem Völsungar tefla fram næsta
sumar og eru um 10 leikmenn
hættir frá því í fyrra. Þetta eru
Guðmundur Þ. Guðmundsson
sem fer aftur í Breiðablik, Stefán
Viðarsson aftur í ÍA, Björn
Olgeirsson í Hugin, Aðalsteinn
Aðalsteinsson í Víking, Eiríkur
Björgvinsson og Grétar Jónasson
í Fram, Theodór Jóhannsson í
Hauka, Snævar Hreinsson lík-
lega í Selfoss, Þorfinnur Hjalta-
son hættir og Jónas Hallgrfmsson
hefur enn ekki gert upp við sig
hvað hann gerir og svo er það
spurning um Svein.
Á móti kemur að Kristján
Olgeirsson er að hugsa um að
taka fram skóna að nýju og leika
með Völsungi næsta sumar.
Er Sveinn á leið til Seyðisfjarðar?
Það er hins vegar engin upp-
gjöf hjá forráðamönnum félags-
ins. Sovéski þjálfarinn Ivan ^
Varlamov kemur í næstu viku en ,
hann er einn af virtari þjálfurum '
Sovétmanna. Hann þjálfaði m.a.
lið Spartak Moskvu í níu ár. „Við
munum því bjóða leikmönnum
okkar upp á einn færasta þjálfara
sem starfað hefur hér á landi,“
sagði Ingólfur Freysson formaður
knattspyrnudeildar.
, Völsungar senda 2. flokk til
keppni næsta sumar og er það í
fyrsta skipti síðan 1983 að félagið
er með þann aldursflokk. Þar eru
um 20 áhugasamir piltar sem ætla
sér að halda uppi merki félagsins
næsta sumar ásamt eldri leik-
mönnum Völsungs.
| Völsungarnir unnu 2. deildina
árið 1986 og náðu að halda sér í
1. deildinni í tvö ár. Þeir sluppu
inaumlega fyrra árið en þá féll
IVíðir á lakara markahlutfalli en
Völsungarnir. Hins vegar tókst
ekki að forða falli í fyrra þrátt
fyrir að liðið hafi leikið ágætlega í
mörgum leikjum.
Núna eru margir af þessum
mönnum farnir og blasir erfið
staða við Völsungunum því 2.
deildin er mjög sterk og mikill
metnaður í liðum að komast upp
í 1. deild.
Aðalsteinn Bernharðsson.
Meistaramótið í frjálsum:
Aðalsteinn sprettir
enn úr spori
- Þóra og Berglind stóðu sig vel
Þrátt fyrir að vera orðinn 35 ára
sýndi Aðalsteinn Bernharðsson
UMSE á Meistarmóti íslands í
, Unglingalandsliðið í knattspyrnu:
Ovenjulegt að sjá hermenn með alvæpni
- segja Axel Vatnsdal og Ásmundur Arnarsson um ferðina til ísraels
Islenska unglingalandsliðið í
knattspyrnu tók þátt í alþjóð-
legu móti í ísrael nú fyrir
skömmu. Tveir norðanmenn
voru í íslenska liðinu; þeir
Axel Vatnsdal úr Þór og
Ásmundur Arnarsson úr
Völsungi. Við ræddum við þá
um ferðina og hvernig þeim líst
á komandi keppnistímabil fyrir
hönd síns liðs.
Ef við snúum okkur nú fyrst að
ferðinni til ísrael. Gætuð þið sagt
okkur örlítið frá því hvaða mót
þetta var?
Það var Axel sem byrjaði:
„Þetta er árlegt alþjóðlegt knatt-
spyrnumót sem átta landslið taka
þátt í. Að þessu sinni voru það
landslið Rúmeníu, írlands,
Portúgal, Lichtenstein, íslands
og svo a- og b-lið ísraels sem
kepptu á mótinu. íslendingar
hafa tekið þátt í mótinu undan-
farin ár og gengið þokkalega."
- Hvernig gekk ykkur á mót-
inu?
Nú var það Ásmundur sem
hafði orðið fyrir þeim félög-
um. „Við lentum í 5. sæti á mót-
inu og við vorum hársbreidd frá
því að leika um 3. sætið, en Rúm-
enar voru með hagstæðara
markahlutfall en við og náðu 3.
sætinu. Það var lið 'ísraels sem
sigraði á mótinu.
Við komum á óvart í fyrsta
leiknum og lögðum íra að velli
2:1. Þeir unnu okkur 3:0 í fyrra
og þetta var því mjög ánægjuleg-
ur sigur. Það voru þeir Steinar
Adolfsson úr Val og Arnar Grét-
arsson úr Breiðabliki sem skor-
uðu mörk okkar í þessum leik.
Þar næst lékum við mjög sterkt
lið Rúmena og máttum sætta
okkur við 2:1 tap. Það var Arnar
sem skoraði okkar niark í þeim
leik.
Því næst var leikið við b-lið
ísraels og unnum við 1:0 í spenn-
andi leik. Þórhallur Víkingsson
úr Fylki gerði markið í leiknum.
Þess má geta að b-lið ísraels fór
síðan í úrslit á mótinu, en tapaði
þar fyrir a-liðinu.
Leikurinn við Portúgala var
eini skellurinn sem við hlutum á
þessu móti. Það var komin þreyta
í liðið og Portúgalarnir unnu 5:0.
Sem betur fer spiluðu hvorki
Axel né ég þennan leik,“ sagði
Ásumundur og brosti.
„Þessi skellur var nóg til þess
að við lékum ekki um þriðja sæt-
ið heldur urðum að sætta okkur
við að leika um 5. sætið við
Liechtenstein. Þann leik unnum
við frekar létt 2:0 og mörkin
gerðu Arnar Grétarsson og
Framarinn Ríkharður Daðason.
Við Axel lékum þrjá leiki,
gegn Rúmeníu, ísrael b og gegn
Liechtenstein."
- Var ferðin vel heppnuð?
„Já, mjög svo,“ sagði Axel og
tók við. „Það er mikil reynsla að
leika á svona alþjóðlegum mót-
um því þar er mun meiri harka en
t.d. í leikjum á íslandsmóti hér
heima og einnig er mun meira í
húfi. Allir eru að reyna að sanna
sig þannig að menn gefa sig 110%
í leikina."
- Var eitthvað í ísrael sem
kom ykkur á óvart?
Piltarnir litu á hvorn annan og
Ásmundur sagði að þeir hefðu
Axel og Ásmundur dansa ísraelskan þjóðdans á skemmtun eftir keppnina.
farið víða en ekki orðið var við
neinn óróleika. „fsraelsmennirn-
ir fóru auðvitað ekki með okkur
á Vesturbakkann eða Gaza-
svæðið þar sem Palestínu-
mennirnir eru með uppsteit,"
bætti hann við.
„Hins vegar er það nýtt fyrir
mann að sjá hermenn með
alvæpni á götum úti,“ sagði Axel.
„Maður gerir sér grein fyrir því
að þjóðin er við öllu búin og
meirihluti landsmanna getur
gripið til vopna með mjög litlum
fyrirvara. Það eru auðvitað ný
lífsreynsla fyrir íslending að gera
sér grein fyrir því,“ bætti Axel
við.
- En ef við snúum okkur nú að
ykkar félagsliðum, Þór og Völs-
ungi, þá verður mjög mikil breyt-
ing á hópnum hjá báðum liðum.
Hvernig haldið þið að liðin eigi
eftir að pluma sig næsta sumar?
„Já, það er rétt að við Þórsarar
höfum misst fimm fastamenn frá
því í fyrra en það þýðir ekkert að
gefast upp,“ sagði Axel. „Við
fáum einhverja nýja menn og svo
hef ég mikla trú á júgóslavneska
þjálfaranum sem kemur í byrjun
febrúar. Það er góður kjarni eldri
leikmanna hjá félaginu og svo
verðum við yngri leikmennirnir
að sýna okkur og sanna. Við
verðum örugglega vanmetnir og
þess vegna held ég að Þórsliðið
eigi eftir að koma á óvart næsta
sumar,“ sagði Axel Vatnsdal.
„Völsungarnir missa meirihlut-
ann af leikmönnum sínum næsta
sumar þannig að sumarið verður
erfitt,“ sagði Ásmundur. „Það er
hins vegar hugur í mönnum að
standa sig og maður verður að
vona að rússneski þjálfarinn geti
gert það besta úr þeim mannskap
sem við höfum,“ sagði Ásmund-
ur Arnarsson.
frjálsum íþróttum innanhúss að
hann er enn einn sprettharðasti
hlaupari landsins. Hann setti
Eyjafjarðarmet í 50 m grinda-
hlaupi og lenti í 2. sæti. Einnig
stóðu þær Þóra Einarsdóttir
UMSE og Berglind BjarnaSóttir
UMSS sig vel á mótinu.
Hástökk karla m
1. Gunnlaugur Grettisson, ÍR 2,05
2. Ólafur Guðmundsson, HSK 1,85
3. Guðm. Ragnarsson, USAH 1,85
3. Kristján Erlendsson, UMSK 1,85
Kúluvarp kvenna m
1. íris Grönfeldt, UMSB 11,96
•2. Guðbjörg Viðarsdóttir, HSK 11,26
3. Bryndís Guðnadóttir, ÍR 10.69
Kúluvarp karla m
1. Pétur Guðmundsson, HSK 18,95
2. Guðni Sigurjónsson, UMSK 15,22
3. Árni Jensen, ÍR 14,51
50 m hlaup karla sek.
1. Jón Arnar Magnússon, HSK 5,8
2. Stefán Þór Stefánsson. ÍR 6,0
3. Guðni Sigurjónsson, UMSK 6,1
50 m hlaup kvenna sek.
1. Súsanna Helgadóttir, FH ö,5
2. Heiða B. Bjarnadóttir, UMSK 6,5
3. GeirlaugGeirlaugsd., Ármanni 6,6
Langstökk karla m
1. Jón Arnar Magnússon, HSK 7,19
2. Ólafur Guðmundsson, HSK 7,08
3. Jón Oddsson, KR 6,99
50 m grindahlaup karla sek.
1. Stefán Þór Stefánsson, ÍR 6,8
2. Aðalst. Bernharðss., UMSE 6,9
3. Þorsteinn Þórsson, ÍR 7,1
50 m grindahlaup kvenna sek.
1. Berglind Bjarnadóttir, UMSS 7,9
2. Guðbjörg Svansdóttir, ÍR 7,9
3. Anna Gunnarsdóttir, ÍR 8,1
Langstökk kvenna m
1. Súsanna Helgadóttir, FH 5,68
2. Berglind Bjarnadóttir, UMSS 5,40
3. Björg Össurardóttir, FH 5,22
Þrístökk m
1. Ólafur Þórarinsson, HSK 14,20
2. Friðrik Þ. Óskarsson, ÍR 13,95
3. Hjálmar Sigurþórsson, HSH 12,56
1500 m hlaup karla mín.
1. Steinn Jóhansson, FH 4.13,1
2. Jóhann Ingibergsson, FH 4.15,5
3. Frímann Hreinsson, FH 4.17,2
Hástökk kvenna m
1. Elín Jóna Traustadóttir, HSK 1,60
2. Þóra Einarsdóttir, UMSE 1,60
3. Björg Össurardóttir, FH 1,60