Dagur - 25.01.1989, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 25. janúar 1989
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 70 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR.
RITSTJÓRI:
BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON (íþrótíir),
BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960),
EGILL H. BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON
(Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík),
MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON,
TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON,
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Skoðanakannanir
I síðustu viku var greint frá niðurstöðum tveggja
nýrra skoðanakannana á fylgi stjórnmálaflokkanna
og afstöðu til ríkisstjórnarinnar. Kannanirnar eru
unnar á sama tíma en af tveimur mismunandi aðil-
um, DV annars vegar og Skáís fyrir Stöð tvö hins
vegar. Niðurstöður beggja kannana eru merkilega
svipaðar og virðast því gefa góða mynd af stöð-
unni í stjórnmálaheiminum í upphafi nýs árs.
Það er aðallega þrennt sem vekur athygli í niður-
stöðum fyrrnefndra kannana. í fyrsta lagi virðist
ljóst að ríkisstjórnin nýtur ekki fylgis meirihluta
kjósenda um þessar mundir. í annan stað virðist
Sjálfstæðisflokkurinn í nokkurri uppsveiflu og í
þriðja lagi reytist fylgið jafnt og þétt af Kvennalist-
anum. Ekkert þessara atriða kemur í sjálfu sér á
óvart.
Dvínandi vinsældir ríkisstjórnarinnar eiga sér
eðhlegar skýringar. Hún hafði mikinn stuðning á
bak við sig í upphafi, eins og reyndar allar ríkis-
stjórnir í sögu lýðveldisins hafa haft á hveiti-
brauðsdögum sínum. Hveitibrauðsdögunum er
greinilega lokið. Á það ber að líta að ríkisstjórnin
hefur enn ekki kynnt langtímaaðgerðir sínar í efna-
hags- og atvinnumálum, þótt henni hafi tekist vel
upp við að ná skemmri tíma markmiðum. Þá hafa
sumar ráðstafanir ríkisstjórnarinnar mælst mis-
jafnlega fyrir meðal almennings og má þar sérstak-
lega nefna skattahækkanir. Hins vegar má fast-
lega búast við að fylgi ríkisstjórnarinnar aukist að
nýju er árangur þessara aðgerða kemur í ljós.
Ekki er ástæða til að taka fylgisaukningu Sjálf-
stæðisflokksins mjög alvarlega. í báðum könnun-
um er hlutfall óákveðinna og þeirra sem neita að
svara mjög hátt (30% hjá Skáís og 46% hjá DV).
Ástæða er til að ætla að mun færri í þeim hópi kysu
Sjálfstæðisflokkinn frekar en hina flokkana. Engu
að síður er ljóst að þrátt fyrir skrumkenndan mál-
flutning og mislukkaða forystu er Sjálfstæðisflokk-
urinn helsta stjórnarandstöðuaflið að mati kjós-
enda. Það segir sína sögu um hina stjórnarand-
stöðuflokkana.
Kvennalistinn hrapar niður vinsældalistann.
Konurnar eru á góðri leið með að tapa allri fylgis-
aukningunni sem þær hafa sýnt í skoðanakönnun-
um frá því kosið var síðast og nálgast nú óðum
kjörfylgi sitt. Þær uppskera eins og þær sá, því það
virðist vera eitur í beinum þingmanna Kvennalist-
ans að taka ábyrga afstöðu inni á þingi. Þeir hafa
hvorki verið í stjórn né stjórnarandstöðu, heldur
svifið um í einhvers konar tómarúmi, ef til vill af
ótta við fylgistap. Slíkt framferði dugar skammt í
póhtík.
A-flokkarnir sýna enn fylgistap frá kosningum
og Borgaraflokkurinn er um það bil að hverfa.
Framsóknarflokkurinn er með svipað fylgi og í síð-
ustu kosningum og er tvímælalaust sá flokkur sem
býr við mestan stöðugleika í fylgi. BB.
Frá afhendingu tækisins, f.v. Jónas Franklín l'urmaður Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis, Sigurður Óla-
son fyrrverandi yfirlæknir röntgcndeildar, Halldóra Bjarnadóttir starfsmaður félagsins, Pedro Ólafsson Riba núver-
andi yfirlæknir röntgendeildar, Hansína Sigurgeirsdóttir og Vignir Sveinsson. Mynd: gb
Brjóstamyndatökutækið afhent:
Raimsóknarferillmn
þægflegri og styttri
- konur hvattar til að bregðast vel við kalli
Um síðustu helgi afhenti
Krabbameinsfélag Akureyrar
og nágrennis röntgendeild
Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri brjóstmyndatöku-
tæki að gjöf sem félagið keypti
fyrir fé sem safnast hafði með
áheitum og gjöfum frá fjöl-
mörgum aðilum. Tækið kost-
aði um 2,7 milljónir króna og
tók það félagið ekki nema
rúmlega eitt ár að safna tæp-
lega tveimur milljónum, en
mismuninn greiddi félagið.
„Við höfum haft mikla ánægju
af að takast á við þetta verk-
efni,“ sagði Jónas Franklín
formaður félagsins m.a. í
ávarpi þegar tækið var afhent.
Það var Vignir Sveinsson sem
tók formlega við tækinu f.h.
FSA úr hendi Halldóru Bjarna-
dóttur starfsmanns Krabba-
meinsfélags Akureyrar og ná-
grennis og þakkaði hann félag-
inu fyrir fórnfúst og óeigin-
gjarnt starf.
Viðstaddur afhendingu tækis-
ins var Baldur Sigfússon yfir-
læknir á röntgendeild Krabba-
meinsfélags íslands. í ávarpi ósk-
aði hann viðstöddum til hamingju
með tækið og hafði orð á hversu
starfið á Akureyri væri einstakt.
Tækið er þægilegt í
meðförum og
myndgæði góð
Yfirlæknir röntgendeildar FSA,
Pedro Ólafsson Riba tók við tæk-
inu f.h. röntgendeildar og þakk-
aði hann Krabbameinsfélaginu
framtakið f.h. FSA, deildarinnar
og kvenna vítt og breitt. í samtali
við Dag sagði Riba tækið í öllu
mjög aðgengilegt og mun þægi-
legra í meðförum bæði fyrir starfs-
fólk og konur en gamla tækið. Pá
væru myndgæði einnig mun betri.
„Allur rannsóknarferillinn er því
mun þægilegri og styttri fyrir
bragðið."
Myndatökur í tækinu hófust í
byrjun desember og er konum
þegar farin að berast bréf um
boðun, en hún er á vegum Leitar-
stöðvar Heilsugæslustöðvarinnar
á Akureyri. Pó krabbameinsleit-
in fari nú fram á tveimur stöðum,
er konum boðið upp á legháls- og
brjóstaskoðun samdægurs. Leitin
fer fram einu sinni í viku, á mið-
vikudögum. „Við vonum að í
framtíðinni getum við boðið kon-
um upp á sameiginlega brjósta-
og leghálsskoðun samtímis undir
sama þaki, en því miður er það
ekki í sjónmáli því okkur vantar
húsnæði,“ sagði Riba.
Leitin er eingöngu fyrir Akur-
eyri og nágrenni, en konur t.d. á
Dalvík og í Ólafsfirði koma til
með að njóta þjónustu bifreiðar
Krabbameinsfélags íslands sem
ferðast um landið, en hún er búin
myndatökutæki áþekku nýja tæk-
inu á FSA.
Nýjung að skoða 35 ára
gamlar konur
„Það eru um 2000 konur á skrá
og mæting fram til þessa hefur
verið mjög göð. Allar konur, 35
ára og frá 40-69 ára verða boðað-
ar strax á þessu ári, en 35 ára
aldurinn er nýr í hópskoðun
brjósta. Við erum að prófa hvort
þörf er á að færa aldurinn niður
því að sjálfsögðu getur krabba-
mein skotið upp kollinum hjá
svona ungum konum þótt mesta
hættan á brjóstakrabbameini sé
hjá konum á aldrinum 50-60 ára.
Konurnar fá bréf sem send eru út
eftir stafrófsröð núna, en fram-
vegis fer boðun eftir fæðingar-
degi. í boðunarbréfi er konunum
bent á að hringja og panta sér
tíma.“
Aðspurður um hvort aðr-
ar konur en þær sem eru í fyrr-
greindum hópum geti pantað
sér tíma í myndatöku, sagði Riba
að öllum konum væri það frjálst.
„Við viljum þó að þær konur fari
fyrst á leitarstöðina og að læknir
þar vísi þeim síðan til okkar. Það
eru margar konur sem koma
vegna þess að það er krabbamein
í ættinni og þær vilja ganga úr
skugga um að allt sé í lagi. Sterk
krabbameinsættarsaga er því góð
og gild ástæða til að koma í
myndatöku. Nú, við óskum að
sjálfsögðu eftir því að konur
bregðist vel við og svari kalli þeg-
ar það kemur. Þær verða að
standa sig og mæta vel því við
ætlum að standa okkur betur en
konur í Reykjavík sem mæta
aðeins í um 70% tilfella. Mæting
í krabbameinsleit er sem betur
fer, yfirleitt alltaf betri hjá kon-
um á landsbyggðinni.“
- Hversu áreiðanlegt er brjóst-
myndatökutækið?
„Greiningaröryggi er mjög
gott, þó við höfum ekki tölulegar
upplýsingar. Auðvitað fer þetta
eftir því hvernig brjóstin eru
gerð, ef við erum t.d. með kirtil-
mikil brjóst leggjum við okkur
meira fram og tökum fleiri
myndir. Pað er mjög krefjandi að
fara yfir myndirnar og það eru
ávallt tveir læknar sem skoða
hverja mynd til öryggis. Þá er
geislunarhætta hverfandi lítil, í
raun svo lítil að við getum gleymt
henni,“ sagði Riba að lokum.
VG
Brjóstmyndatökutækið er nett og fyrirferðalítið að sjá. Við tækið eru þau
Hansína Sigurgeirsdóttir og Pedro Ólafsson Riba. Mynd: vg