Dagur - 25.01.1989, Blaðsíða 9
Norðurland vestra:
Námskeið fyrir trúnaðarmenn
Sl. miðvikudag lauk á Sauðár-
króki 3ja daga námskeiði á
vegum verkalýðsfélaganna á
staðnum og Menningar- og
fræðslusambands alþýðu fyrir
trúnaðarmenn á vinnustöðum.
Einnig var haldið sér námskeið
fyrir verslunarmenn. Frá Sauð-
árkróki var farið með nám-
skeiðin yfir í Húnaþing og þau
haldin fyrir Blönduósinga og
Skagstrendinga annars vegar
og Hvammstangabúa og Hrút-
firðinga hins vegar. í gær hófst
síðan námskeið á Siglufírði og
með því lýkur yfírferð um
Norðurland vestra.
Sem fyrr segir stóðu námskeið-
in yfir í 3 daga. Fyrstu tveir
dagarnir fóru í að kynna starf
trúnaðarmannsins og fara í gegn-
um kjarasamninga. Leiðbeinend-
ur á þeim hluta voru Snorri
Konráðsson frá MFA og Þóra
Hjaltadóttir, formaður Alþýðu-
sambands Norðurlands. Þriðji
dagurinn fór í vinnu- og öryggis-
eftirlit á vinnustöðum og bættust
öryggistrúnaðarmenn vinnustað-
anna þá við. Um þann þátt nám-
skeiðsins sá Vinnueftirlit ríkisins
og þeir Stefán Stefánsson vinnu-
eftirlitsmaður á Norðurlandi
vestra og Kári Kristjánsson
fræðslufulltrúi Vinnueftirlits
ríkisins leiðbeindu. Pátttaka í
námskeiðunum var mjög góð, á
þeim voru um 20 trúnaðarmenn á
hverju námskeiði fyrir sig. Þetta
var í fyrsta skipti sem trúnaðar-
mannanámskeið voru haldin í
Húnaþingi, en þau hafa verið
haldin nokkuð reglulega á Sauð-
árkróki og Siglufirði. Það er jafn-
an að frumkvæði verkalýðsfélag-
Snorri Konráðsson starfsmaður
.Menningar- og fræðslusambands
alþýðu, MFA, kynnir starf trúnað-
armannsins fyrir þátttakendum á
námskeiðinu. Mynd: -bjb
anna eða MFA, að námskeiðum
sem þessum er komið á. Einnig
hefur MFA átt gott samstarf við
Alþýðusamband Norðurlands
um að koma á trúnaðarmanna-
námskeiðum.
„Þátttakan var talsvert betri en
við áttum von á. Það virðist vera
mikill áhugi hjá fólkinu sjálfu um
að komast á námskeið. Það er
ætlast til þess að trúnaðarmenn
séu kjörnir til tveggja ára í senn.
Fólk finnur það að það þarf að fá
aðstoð og fræðslu svona fyrsta
kastið. Markmiðið með svona
námskeiðum er að kynna fyrir
trúnaðarmönnum hvað þeir
þurfa að standa klárir á, hvað
varðar kjarasamninga og annað
sem upp kemur á þeirra vinnu-
stöðum. Það er ætlast til þess í
vinnulöggjöfinni að það sé reynt
að leysa mál sem koma upp varð-
andi túlkun á kjarasamningi á
vinnustaðnum. Það er líka gert
ráð fyrir því í samningum að
trúnaðarmaður reyni að leysa
ágreiningsmál og misskilning sem
upp getur komið. Samningar eru
flóknir og margbreytilegir og
með þessum námskeiðum erum
við að gera trúnaðarmenn hæfari
í starfi sínu og auðvelda þeim
verkefnin,1' sagði Snorri Kon-
ráðsson starfsmaður MFA, í
samtali við Dag, en hann var eins
og áður sagði einn af leiðbein-
endum á námskeiðunum.
Að sögn Snorra hafa Norð-
lendingar verið mjög meðvitaðir
hvað varðar starf trúnaðar-
mannsins og hjá mörgum verka-
lýðsfélögum verið haldin nám-
skeið reglulega. Snorri sagði að
þegar á heildina væri litið, stæðu
Norðlendingar vel að vígi með
trúnaðarmenn, víða væri komin
föst hefð fyrir því að kjósa trún-
aðarmenn reglulega og fólk væri
ánægt með að hafa þá til staðar.
„Fólk gefur frekar kost á sér í
starf trúnaðarmannsins þegar
það veit að það fær námskeið í
framhaldinu, það er greinilegt.
Þörfin fyrir góða trúnaðarmenn
hefur líka aukist undanfarin ár.
Reynslan er sú að vinnuveitendur
eru ánægðir og sáttir við það að á
vinnustöðunum sé fólk sem gjör-
þekkir kjarasamninginn, þannig
að menn ræði samningsákvæði
eins og þau eru í raun og veru en
ekki einhver atriði sem þeir haldi
að séu með ákveðnum hætti en
eru það ekki,“ sagði Snorri að
lokum. -bjb
RANNSÓKNARÁÐ RÍKISINS
RANNSÓKNASJÓÐUR
Rannsóknaráð ríkisins
auglýsir styrki tii rannsókna
og tilrauna árið 1989
Umsóknarfrestur er til 1. mars nk.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu ráðsins,
Laugavegi 13, sími 21320.
Um styrkveitingar gilda m.a. eftirfarandi reglur:
• Um styrk geta sótt einstaklingar, stofnanir eða fyrirtæki.
• Styrkfé á árinu 1989 skal einkum verja til verkefna á nýjum og álitlegum
tæknisviðum.
Sérstök áhersla skal lögð á:
- efnistækni
- fiskeldi
- upplýsinga- og tölvutækni
- líf- og lífefnatæki
- nýtingu orku til nýrrar eða bættrar framleiðslu
- matvælatækni
- framleiðni- og gæðaaukandi tækni.
• Mat á verkefnum sem sótt er um styrk til skal byggt á:
- líklegri gagnsemi verkefnis
- gildi fyrir eflingu tækniþekkingar eða þróunar atvinnugreina
- möguleikum á hagnýtingu á niðurstöðum hér á landi
- hæfni rannsóknarmanna/umsækjenda
- líkindum á árangri.
• Forgangs skulu að öðru jöfnu njóta verkefni sem svo háttar um að:
- samvinna stofnana eða fyrirtækja og stofnana er mikilvægur þáttur í framkvæmd
verkefnisins
- fyrirtæki leggja umtalsverða fjármuni af mörkum
- líkindi eru á skjótum og umtalsverðum árangri til hagnýtingar í atvinnulífi. Þó er einnig
heimilt að styrkja verkefni sem miða að langframa uppbyggingu á færni á tilteknum
sviðum.
‘-fístv ■ í':»! Aíy -
25. janúar 1989 - DAGUR
Námskeið
verður haldið í þróunarheimspeki, sálarheimspeki og
stjörnukortagerð (Esotecic Astrology).
Námskeiðið verður haldið í Iðnskólahúsinu, Þórunn-
arstræti, frá 27. janúar til 5. febrúar (báðir dagar með-
taldir), kl. 19.00-22.00 virka daga og 13.30-19.00
laugardaga og sunnudaga.
Náskeiðsgjald er kr. 2.000,-
Innritun í símum 24283 og 22093, frá kl. 19.00-
21.00.
Áhugamenn um heimspeki.
Vélavörður
Óskum eftir að ráða vélavörð á MB Sólfell
EA 640.
Upplýsingar í símum 96-61707 og 96-61728.
Njörður h.f. Hrísey.
Innilegar þakkir til allra sem glöddu mig
með heimsóknum, gjöfum, blómum og
skeytum á 100 ára afmæli mínu
8. janúar sl.
Sérstakar þakkir til barnanna sem
sungu fyrir mig.
Guð blessi ykkur öll.
MARGRÉT ÞORSTEINSDÓTTIR,
frá Hjaltastöðum,
Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki.
Bróðir okkar,
VALDIMAR KRISTJÁNSSON,
sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 19. þ.m. verður
jarðsunginn frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 26. janúar
kl. 13.30.
Ingólfur Kristjánsson,
Sigurður Kristjánsson.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför, eiginmanns míns og föður okkar,
SIGURÐAR MARTEINSSONAR,
Ystafelli.
Helga Schiöth
og börn.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför,
RUNÓLFS GUÐMUNDSSONAR,
fyrrverandi pósts,
Ásbrandsstöðum.
Guðrún Jónsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn
og systkini.
Þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu okkur hluttekningu og
vinsemd við fráfall og útför,
PÁLMA FRÍMANNSSONAR,
heilsugæslulæknis f Stykkishólmi.
Heiðrún Rútsdóttir,
Guðbjörg Rut Pálmadóttir, Þormóður Þormóðsson,
Jóhanna Guðrún Pálmadóttir, Hildur Sunna Pálmadóttir
Gunnar Frímannsson, Helga Frímannsdótir,
Sigurður Frímannsson, Jóna Frímannsdóttir,
Steinar Frímannsson, Kristján Frímannsson
og fjölskyldur.