Dagur


Dagur - 27.01.1989, Qupperneq 2

Dagur - 27.01.1989, Qupperneq 2
2 - DAGUR - 27. janúar 1989 Efra stig Grunnskóla Sauðárkróks: Innbrot í nemendasjoppu - ferðasjóðurinn 6000 krónum fátækari Síðastlidið miðvikudagskvöld eða aðfararnótt fúnmtudags var brotist inn í sjoppu nemenda efra stigs Grunnskólans á Sauðárkróki. Hurð í sjoppuna var brotin upp og höfðu inn- brotsþjófar, eða þjófur, á brott með sér innkomu vikunnar í peningum, eða um 6000 krónur. Ekki er vitað hverjir voru þarna á ferðinni, eða hver, en rannsókn málsins stendur yfir. Engin ummerki voru um inn- brot inn í sjálft skólahúsið og því líkur á að innbrotsþjófar, eða þjófur, hafi haft lykil að útidyra- hurð. Hurðin að sjoppunni var illa brotin og lás farinn af hurð- inni. Þarna hefur því þurft mikið átak til að komast í gegn. Sem fyrr segir var innkomu vikunnar í peningum stolið úr sjoppunni. Sú upphæð var óvenju- mikil að þessu sinni, m.a. vegna þess að 9. bekkingar voru nýbyrj- aðir að selja smurðar samlokur í sjoppunni til að auka við ferða- sjóðinn. -bjb í vetur hafa fjölmargir félags- menn í Einingu og Iðju félagi verksmiðjufóiks á Akureyri, sótt starfsnám í matvælaiðn- aði. Starfsnám þetta er sam- kvæmt kjarasamningum og hækkar laun þeirra félags- manna sem þau sækja. Hvert námskeið er 40 kennslustundir og á því er farið yfir alla helstu þætti sem snerta matvælaiðnaðinn. M.a. aðbún- að og hollustuhætti, efnisfræði, reglugerðir í matvælaiðnaði, næringafræði, tæki og búnað og samskipti á vinnustað, svo eitthvað sé nefnt. Er ljósmyndari Dags leit við í Alþýðuhúsinu í vikunni, hitti hann fyrir starfsmenn ístess hf sem voru á umræddu námskeiði. Námskeiðið hefur jafnan verið haldið utan vinnutíma starfs- manna en þó fengu starfsmenn ístess að taka hluta þess í vinnu- tímanum. -KK Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs: Hugmynd um fyrirtæki í Ólafsfirði til að reykja fisk: Reyking á laxi er ákaflega vandasöm - segir Gunnar L. Jóhannsson í Hlíð Akureyri: Starfsnám í matvælaiðnaði Þeirri hugmynd var hreyft á fundi atvinnumálanefndar Ólafsfjarðarbæjar í desember sl. að koma á fót fyrirtæki í Ólafsfirði til að reykja fisk, fyrst og fremst lax. Málið kom til umræðu á fundi bæjar- stjórnar Ólafsfjarðar þann 10. janúar sl. og sagði Ármann Þórðarson reykingu á fiski hafa verið reynda hjá Sæveri hf. með sæmilegum árangri og sjálfsagt væri að athuga hag- kvæmni hennar nú. Að sögn Bjarna Kr. Grímsson- ar, bæjarstjóra, er hér einungis um að ræða hugmynd sem ekki hefur verið unnið frekar úr. Þó hafi menn lítilsháttar kynnt sér starfsemi samskonar fyrirtækja hér á landi. Bjarni nefndi í því sambandi Eðalfisk hf. í Borgar- nesi. Á bænum Hlíð í Ólafsfirði hef- ur verið laxeldi á annað ár. íbúðir aldraðra við Víðilund á Akureyri: Framkvæmdir ganga ágætlega - Híbýli á að skila fyrra húsinu í júní Gunnar L. Jóhannsson, bóndi og skólastjóri í Hlíð, segir að hann sé reyndar nýbyrjaður að fikta við bleikjueldi. Laxinn hefur ver- ið reyktur heima í Hlíð og þannig seldur m.a. til Fiskbúðar Baldurs á Akureyri. Gunnar segir reyk- ingu fisksins hafa gengið nokkuð vel. Hann segir reykingu vissu- lega nokkuð vandasama, sérstak- lega þurfi hitastigið að vera nákvæmt. „Það er afskaplega auðvelt að gera lax ónýtan í reyk- ingu,“ segir Gunnar. Algengt er að taðreykja laxinn en Gunnar fer nokkuð ótroðnar slóðir, notar einfaldlega spýtukubba við reyk- inguna. Aðspurður um hvort markaðir virtust nægir fyrir fiskinn segir Gunnar að hann þurfi ekki að kvarta en hins vegar beri að líta á að hann framleiði ekki það mikið magn að þurfi að koma til sérstök markaðsöflun. óþh Vinna við pússningu stendur nú yfir af fullum krafti í fyrra fjölbýlishúsi aldraðra við Víði- lund á Akureyri. Múrarar á vegum Híbýlis hf. nota sér- staka vél til að sprauta gips- pússningu á veggi íbúðanna, en vinna við það verk hófst að nýju 12. þ.m. eftir hlé um ára- mótin. Híbýli á að skila húsinu af sér um miðjan júní sam- kvæmt verksamningi. „Þetta stendur alveg þokka- lega,“ sagði Magnús Garðarsson, en hann fer með byggingaeftirlit f.h. Akureyrarbæjar og Fram- kvæmdanefndar um íbúðabygg- ingar á vegum aldraðra. Magnús sagði að múraranir væru búnir að pússa 3 íbúðir á 4. hæð hússins, fyrir utan eina „sýningaríbúð" á neðstu hæðinni. Reiknað er með að pússningarvinnu ljúki í maí eða jafnvel fyrr, ef vel gengur. Kosturinn við gipspússningu er m.a. sá að hægt er að hefja vinnu við tréverk viku eftir að búið er að pússa hverja íbúð. Baðher- bergin verða þó pússuð á hefð- bundinn hátt. Magnús Garðars- son sagði að Híbýlismenn ætluðu fljótlega að smíða milliveggi og sinna öðrum frágangi. Hörður Tulinius hjá Híbýli segir um gipspússninguna að stefnt sé að því að hægt sé að pússa hverja íbúð á liðlega þrem- ur dögum. Á hverri hæð eru sex íbúðir og ætti því ekki að taka nema rúman hálfan mánuð að ljúka múrverki innanhúss á hverri hæð með þessari aðferð. Magnús Garðarsson var spurð- ur um þjónustukjarnann, en Akureyrarbær mun eiga að kosta byggingu hans. Hann sagðist hafa heyrt að takmarkað fjármagn yrði sett í þá framkvæmd á árinu í ár og væru það ekki góðar fréttir, því best væri að koma þjónustukjarnanum „upp úr jörðinni," eins og sagt er, fyrir næsta vetur, þ.e. kjallaranum. Þá væri hægt að ýta jarðvegi að kjallaraveggjum hans og ganga frá lóð og bílastæðum fyrra húss- ins fyrir veturinn. Fjölnismenn luku við að steypa botnplötu síðara fjölbýlishússins fyrir áramót, en hafa ekki steypt meira í bili vegna anna við Verk- menntaskólann. EHB Kiwanismenn gefa Sjálfs- björg ljósbylgjutæki í vikunni veitti Sjálfsbjörg félag fatlaðra á Akureyri við- töku laiser Ijósbylgjutæki, en það var Kiwanisklúbburinn Kaldbakur á Akureyri sem gaf félaginu tækið. Ljós- bylgjutæki þetta er ætlað til lækninga ýmiskonar innri meina, til að mynda eftir íþróttaslys og sagði Snæbjörn Þórðarson formaður Sjálfsbjargar að tækið kæmi í góðar þarfir. Tækið kostar um 200 þúsund krónur. Snæbjörn sagði þá Sjálfsbjargar menn eiga góða að þar sem þeir eru Kiwanismenn úr Kaldbak, en þeir hefðu áður stutt starf- semina á Bjargi með tækjagjöfum. Að lokinni afhendingu var boðið til kaffisamsætis að Bjargi. Ljósmyndarinn TLV var á staðnum og festi atburðinni á filmu. Á stærri myndinni eru samankomnir félagar úr Kiwanisklúbbnum, en á þeirri innfelldu þakkar Snæbjörn formaður Sjálfs- bjargar Þorsteini Konráðssyni formanni Kaldbaks tækja- gjöfina. mþþ Hver hreppir verð- launin að þessu sinni Á fundi dómnefndar um bók- menntaverðlaun Norðurlanda- ráðs í Kaupmannahöfn í dag 27. janúar, verður tekin ákvörðun um það, hver hljóti bókmenntaverðlaunin árið 1989 og verður sú ákvörðun kynnt á fréttamannafundi í danska þinghúsinu, Christians- borg, þann dag kl. 12 að dönskum tíma. Af hálfu íslands sitja rithöfundarnir Jóhann Hjálmarsson og Sveinn Einarsson í dómnefndinni. Af íslands hálfu voru tilnefnd verkin „Dagur vonar“ eftir Birgi Sigurðsson og „Tengsl“ eftir Stef- án Hörð Grímsson. Verðlaunin, sem eru 150.000 danskar krónur, verða nú veitt í 28. sinn. Þau verða afhent við hátíðlega athöfn í tengslum við 37. þing Norðurlandaráðs í Stokkhólmi 28. febrúar nk. íslendingar hafa þrívegis hlotið bókmenntaverðlaun Norðurlanda- ráðs; Ólafur Jóhann Sigurðsson, árið 1976; Snorri Hjartarson, árið 1981 og nú síðast Thor Vil- hjálmsson, en hann hlaut þessi eftirsóttu verðlaun í fyrra.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.