Dagur - 27.01.1989, Qupperneq 4
c - HU£iA£I ~ SB&f nsíinei -^S
4 - DAGUR - 27. janúar 1989
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SfMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 70 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR.
RITSTJÓRI:
BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir),
BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960),
EGILL H. BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON
(Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík),
MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON,
TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON,
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Tilraunabúskapur
Árum saman hefur stjórnmálamenn greint á
um hvernig farsælast sé að stýra þjóðarskút-
unni. Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar í þeim
efnum og hafa sumar reynst þjóðinni æði dýr-
keyptar. Almenningur hefur smám saman
tekið efnahagslegum kollsteypum á nokkurra
ára fresti sem sjálfsögðum hlut. Það er stund-
um sagt að sveiflur í þjóðarbúskapnum séu
óumflýjanlegar vegna þess hve einhæft
atvinnulífið sé í reynd. Ytri aðstæður, svo sem
aflabrögð, markaðsverð útflutningsafurð-
anna á erlendum mörkuðum svo og olíuverð,
ráði í raun mestu um afkomu sjávarútvegsins
frá ári til árs.
í þessu felst nokkurt sannleikskorn en í
höfuðatriðum er þessi fullyrðing röng. Vitan-
lega ráða ytri aðstæður miklu um afkomuna
hverju sinni en stjórnvöld hafa samt sem áður
töglin og hagldirnar. Það er á þeirra valdi að
jafna sveiflurnar í efnahags- og atvinnulífinu
og koma þannig á meiri stöðugleika í þjóðar-
búskapnum.
Þjóðin gengur nú í gegnum enn eitt sam-
dráttarskeiðið. Eftir nokkurra ára góðæris-
tímabil fór að gæta samdráttar í byrjun síð-
asta árs. Eins og ávallt áður var beint sam-
hengi milli versnandi afkomu almenns
atvinnurekstrar í landinu og slæmrar stöðu
útflutningsgreinanna. Engin leið er að kenna
ytri aðstæðum um þessa stöðu nema að litlu
leyti. Árið 1988 var nefnilega metár í íslands-
sögunni hvað aflabrögð varðar, þótt markaðs-
verð hafi verið lægra en oft áður. Þvert á móti
verður að skrifa versnandi stöðu útflutnings-
greinanna á reikning rangrar efnahagsstjórn-
unar. í rangri gengisskráningu og gífurlegum
fjármagnskostnaði er rót vandans að finna.
Þannig var búið um hnútana að útflutnings-
tæki gátu ekki náð endum saman. Þau voru
rekin með tapi og eru reyndar ennþá öfugu
megin við núllið. Samt er vitað að ef undir-
stöðuatvinnuvegirnir tapa hefur það bein
áhrif á allan atvinnurekstur í landinu. Við
náum ekki að vinna okkur út úr aðsteðjandi
vanda fyrr en þessum taprekstri linnir.
Spurningunni um það, hvernig stjórna eigi
þjóðarskútunni svo vel sé, má svara með
einni setningu: Rekum sjávarútveginn, þ:e.
fiskvinnslu og útgerð, með hagnaði og þá er
öðrum atvinnurekstri borgið. Um þetta geta
flestir verið sammála. En eflaust mun stjórn-
málamenn og efnahagssérfræðinga áfram
greina á um það hvaða leið sé best að þessu
marki. Þess vegna er líklegt að þjóðarbúið
verði áfram rekið sem eins konar tilraunabú,
með þeirri óvissu sem slíkum rekstri fylgir.
BB.
á góðum degi
Af ómöffum og
öðru fólkí
í dag er margt skrifað og skrafað,
um þá sem minna mega sín, t.d.
að hinar ýmsu bætur, t.a.m.
örorkubætur og ellilífeyrir,
þyrftu að vera hærri og er ekki
vafi á að þær þyrfti að hækka
verulega. Með lögum mætti e.t.v.
breyta því að þingmenn, sem fara
í mjög vel launuð embætti eftir
sína þingsetu, fengju eitthvað
minna en fram hefur komið í
fréttum og þeim fjárhæðum væri
veitt til fyrrnefndra bótaþega.
Þó er ómögulegt annað en að
viðurkenna að víða er vel búið að
fullorðna fólkinu og þeim fötl-
uðu. Sú saga Kiljans, sem ég hefi
oftast lesið og er að mínu viti sú
skemmtilegasta sem hann hefur
skrifað, er Heimsljós, sagan af
niðursetningnum Ólafi Kárasyni
ljósvíkingi, eins og hann kallaði
sig. Þegar ég var unglingur hélt
ég að bækur eftir Nóbelsverð-
launaskáldin, hlytu að vera mjög
þungar aflestrar og hélt mér því
lengi vel frá þeim bókmenntum.
En eftir að ég réðist í að lesa „ís-
landsklukkuna", mér til mikillar
ánægju, fannst mér ég skilja af
hverju slíkir rithöfundar fengju
stórar viðurkenningar. Allur stíll
og atburðarlýsingar voru svo lif-
andi og skemmtilegar, að þær
breyttu gjörsamlega mínu lestr-
armynstri. Þeir eru samt ófáir
sem finnast margar af sögum
Laxness hafa meira bókmennta-
legt gildi en „Ljósvíkingurinn“,
en eins og ég sagði áður þá er
hann mín uppáhaldslesning. Þeir
sem lesið hafa söguna, vita að
hún fjallar um þetta umkomu-
lausa skáld sem fannst hann vera
veikasti maður á íslandi, niður-
setningur, sem komið var fyrir á
bænum Fæti undir Fótafæti, þar
sem yngri bróðirinn Júst og sá
eldri Nasi, voru eins og ógnar-
vættir sem börðust um líf hans og
sál. Þegar annar skipaði honum
til fjalls, sagði hinn honum að
halda sig á láglendinu. Seinna
voru það svo oddvitinn og Pétur
Þríhross á Sviðinsvík sem léku
hann eins. Samt virðist Ljósvík-
ingurinn hafa öðlast sinn skerf af
hamingjunni, út úr lífi sínu, enda
þurfti lítið til að gleðja hann. Á
fremstu síðum bókarinnar segir
t.d.:
„Magnína heimasæta kenndi
honum að lesa, það voru til ritjur
af stafrófskveri. Hún sat yfir hon-
um eins og þúst og benti á stafina
með bandprjóni. Hún sló hann
utanundir ef hann sagði þrisvar
rangt til um sama stafinn, en
aldrei fast og aldrei í illu, alltaf
eins og arinars hugar, og honum
var sama. Hún var digur og hörð,
en blá framaní, og hundurinn
hnerraði þegar hann þefaði af
henni. Hún gekk í tvennum svell-
þykkum sokkum vegna lángvar-
andi fótakulda, ytri sokkarnir
voru alltaf niðrum hana, innri
sokkarnir voru stundum einnig
niðrum hana.“ Margir trúa því að
sagan af Ó. Kárasyni Ljósvíkingi
sé byggð á ævi skáldsins frá
Þröm, og það gerir bókina enn
fýsilegri.
íslendingar áttu lengi sína,
niðursetninga og sannarlega var
misjafnlega að þeim búið. Sumir
áttu því láni að fagna að lenda
hjá góðu fólki, en aðrir fengu vist
hjá fólki sem hugsaði einungis um
að fá meðlagið frá viðkomandi
sveitarfélagi og áttu þeir niður-
setningar mjög illa ævi. í annál
frá 1771 las ég um eyfirskan
sveitarómaga sem ráðamenn
Skriðuhrepps töldu verstu plágu
hreppsins. Mál þessarar veslings
manneskju gekk svo 'angt að
Kóngi var skrifað bréf, til lausnar
málinu. 1 bréfinu segir svo:
„Þegar búið er að gjalda
landskuld, leigur, allar tíundir,
heilmarga skatta af þessum
fátæka svokallaða Skriðuhreppi,
og marga tolla þar fyrir utan, þá
eru flestar fjaðrir af plokkað-
ar . . . Hér fyrir utan hefur yfir-
vald vort, velnefndur Jón Jakobs-
son, skikkað oss einn hinn
þyngsta ómaga, er meinast vera
muni f þessari sýslu, konu eina
hér úr næsta hreppi, sem hér í
Skriðuhreppi er að sönnu fædd
og fór héðan með foreldrum sín-
um fimm vetra í þennan næsta
svokallaða Hvammshrepp, þar
hún hefur framfærst og þjónað
allan sinn aldur . . . Þessi
Hvammshreppur liggur við sjó-
síðuna og við veiðiskapinn sumar
og vetur og við það hefur þessi
manneskja upp alist og etið
stundum óhreint. Hún er fyrst
með hæstu kvenpersónum, og
svo gild af einhverjum óþokka-
hvapa, að varla nokkur hestur
ber hana bæjarleið, en hún sjálf
gengur ekki neitt. Hún er búin að
eyða hér hjá oss sex ára tillagi
fyrir þau fimm ár, er hún dvaldist
hér ung, en á síðastliðnu vori
afsögðu hreppsstjórar í oft
nefndum Skriðuhreppi að hýsa
hana lengur. En sýslumaður
skikkaði þeim það samt. En þessi
kerling flæktist svo út í hrepp
sinn og dvaldist þar svo hjá fólki
sínu, þar til í vetur fyrir jól. Þá
var hún flutt á Skriðuhrepp með
attest frá sýslumanni með þeim
orðum, að hann skikkar oss að
taka á móti þroti þessu . . . Ef
það mætti segjast að vér í Skriðu-
hreppi fengjum svar með léleg-
heitum, að ómaga þessum af oss
létti, þættumst vér fullsælir.
Þennan póst um ómaga þennan,
felum vér hans kónlegrar Majesta-
tis commision á hendur, oss til
hins besta . . . Ef upp á vort
bráf . . kemur nokkurt svar,
almúgans gagn áhrærandi, biðj-
um vér allra undirdánugast, að
það mætti koma fyrir almúgans
augsýn . . .“
Undir þetta bónarbréf til kóngs-
ins skrifar síðan Jón Jónsson
hreppsstjóri, Efstalandi í Öxna-
dal, 1771.
Ef þessi kona hefði lifað sinn
tíma í dag er ég viss um að hún
hefði fengið góða umönnun á
einhverri bæjar- eða ríkisstofn-
uninni og kannski hefðu læknar
getað fundið, hvað olli þessum
slæma kvilla hennar. Og eitt er
víst að ekki hefði hún þurft að
leggja sér neitt óhreint til matar
svo vel búum við af mat á okkar
ágæta landi í dag. Eins er með
„Ljósvíkinginn“ ef hann væri
raunverulegur og væri uppi á vor-
um dögum, teldi ég víst að hann
hefði orðið mikið skáld, jafnvel á
launum hjá ríkinu. í frístundum
hefði hann svo kannski verið að
rannsaka hve lengi Jónas Hall-
grímsson hefði verið að yrkja
Gunnarshólma, eða e.t.v. hefði
hann fengið að rannsaka rímur
Sigurðar Breiðfjörðs og útlista
kenningar í ljóðum hans. Sigurð-
ur Breiðfjörð var jú hans uppá-
haldsskáld. Allavega veit ég að
hann hefði ekki þurft að vera í
grjótburði hjá þeim Stjórngrýt-
ingum á Sviðnisvík, því til þess
hafði skáldið enga burði.
Ég hlusta oft á leikrit ríkisút-
varpsins. Sama leikritið er sent út
tvisvar í viku svo það er vandalít-
ið að ná því á öðrum hvorum
tímanum. Oft er þetta hin besta
skemmtun, en því miður er þess-
um tíma líka stundum mjög illa
varið, en það er auðvitað afstætt
eins og annað. Fyrir nokkrum
vikum var ég að hlusta á eitt
verkið. Það var um heimavinn-
andi húsmóður og ef ég man rétt
þá gekk það að mestu út á spjall
þessarar ágætu konu við frysti-
kistuna sína. í sjálfu sér er ekkert
athugavert við það þótt konur
(eða karlmenn) séu í hrókasam-
ræðum við frystikisturnar sínar
eða önnur áhugaverð heimilis-
tæki á þessum síðustu tímum. En
mér finnst lágmark að samræð-
urnar séu skemmtilegar þegar
þeim er útvarpað svona beint
inní stofu til okkar.
„í sjálfu sér er ekkert athugavert við það þótt konur (eða karlmenn) séu í
hrókasamræðum við frystikisturnar sínar eða önnur áhugaverð heimilis-
tæki . . .“