Dagur - 27.01.1989, Síða 5

Dagur - 27.01.1989, Síða 5
27. janúar 1989 - DAGUR - 5 Hvað er að gerast Akureyri: ^ Hörður sýnir í Útvegsbankanum Um þessar mundir stendur yfir málverkasýning Harðar Jörunds- sonar í Útvegsbankanum á Akur- eyri. Hörður er fæddur í Hrísey árið 1931. Hann lærði fyrst teikningu hjá Jónasi Jakobssyni mynd- höggvara. Síðan stundaði hann nám í Den Tekniske Selskabs- skole í Khöfn í viðar- og marm- aramálningu. Hörður hefur hald- ið tvær einkasýningar hér á Akureyri og eina á Húsavík, og hefur auk þess tekið þátt í fjölda samsýninga. Þetta er 17. málverkasýningin sem sett hcfir verið upp í Útvegs- bankanum. Sýning Harðar stend- ur yfir út febrúarmánuð. Petta er sölusýning og er hægt að kaupa myndir með afborgunarskilmál- um. 13 vatnslitamyndir eru á sýn- ingunni. Alpahátíð í SjaUanum Ferðaskrifstofa Reykjavíkur í samvinnu við Flugleiðir býður til sérstakrar kynningar á vetrar- ferðum til Alpanna. í því skyni er slegið upp sannkallaðri Alpahá- tíð í Sjallanum á Akureyri næstu tvær helgar, eða föstudagana 27.1. og 3.2. og laugardagana 28.1. og 4.2. Svissneski kokkurinn Erwin Derungs útbýr hlaðborð að hætti helstu skíðahótelanna í Ölpun- um. Hlj'ómsveitin All Arounds, frá Ölpunum, skemmtir gestum. Hljómsveitin er sérstaklega feng- in hingað til lands til að gefa gest- um Alpahátíðarinnar forsmekk- inn að þeirri fjallhressu tónlist sent hljómar bæði á kránum og skíðahótelunum í Ölpunum. Útifatnaður fyrir vetraríþrótta- fólk verður sýndur, svo sem vél- sleðabúningar og skíðafatnaður. Vetraríþróttatækin verða einnig sýnd - vélsleðar, skíði, skautar og fleira. Alpahátíðinni lýkur kl. 03 með dynjandi dansi undir hressum tónum akureyrsku hljómsveitarinnar Karakter. Fjölmennt í KA-heimilinu Fræðslunámskeið fyrir alkóhólista hefjast mánudaginn 6. febrúar 1989 kl. 18.00. Upplýsingar og innritun í síma 96-27611. S.Á.Á.-N. _Til viÓskiptamanna_ banka og sparisjóða Dráttarvextir af víxlum við banka og sparisjóði Frá og með miðvikudeginum 1. febrúar 1989, verða dráttarvextir af víxlum reiknaðir strax eftir gjalddaga þeirra. Dráttarvextirnir reiknast sem dagvextir. Sama regla gildir um víxla, sem stofnanirnar innheimta fyrir viðskiptamenn. Tónlistarfélag Akureyrar: Jón Hlöðver Áskelsson flytur fyrirlestur Næstkomandi sunnudag, þann 29. janúar 1989 kl. 5 e.h. mun Jón Hlöðver Áskelsson flytja fyrirlestur í Gamla Lundi. Mun hann ræða um Kínaferð, sem hann fór í síðastliðið sumar, ásamt öðru tónlistarfólki. Mun hann í máli sínu minnast á stöðu vestrænnar tónlistar í Kína, þjóð- lega tónlist, tónlistaruppeldi o.fl. og segja frá heimsóknum í skóla og leika upptökur með ungu kín- versku listafólki. Kínverskt te verður á boðstól- um til hressingar! Allir á skíði í Hlíðarfjall Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verður opnað á morgun í fyrsta skipti í vetur. Vegna snjóleysis hefur verið „ófært“ þar fyrir skíðafólk, en nú hyggjast forráðamenn gefa fólki kost á að renna sér þar eftir langa bið. Enn er þó lítill snjór í Fjallinu og er fólki bent á að fara varlega því víða er grunnt á grjótið. Svæðið verður opið á morgun og sunnudag frá kl. 10.00-17.00. Aðgangur verður ókeypis fyrir alla félagsmenn, meðan húsrúm leyfir, en utanfélagsfólki verður seldur aðgangur á kr. 400,-. Fyrsta kaffihlaðborðið í KA heimilinu um síðustu helgi tókst með eindæmum vel og komu þangað yfir 100 manns í gómsæt- ar veitingarnar. Sem kunnugt er verður hér um fasta uppákomu að ræða alla sunnudaga í vetur og stendur frá kl. 14.00-17.00. Peir sem komust ekki síðasta sunnu- dag ættu að drífa sig núna og gestir frá síðustu helgi láta örugg- lega sjá sig aftur. Reykjavík, 24. janúar 1989 Samvinnunefnd bankaog sparisjóóa Leikfélag Akureyrar: Vinsældir Emils og ídu fara sívaxandi Ekkert lát er á vinsældum leik- ritsins Emil í Kattholti sem Leik- félag Akureyrar sýnir um þessar mundir. Uppselt er á hverja sýn- ingu og verður leikritið sýnt fram í mars með þessu áframhaldi. Um helgina verða sýningar á laugardag og sunnudag kl. 15 og næstu sýningar verða á þriðjudag og fimmtudag í næstu viku kl. 18. Skólakrakkar víða af Norður- landi hafa flykkst til Akureyrar í því skyni að sjá uppátæki prakk- arans Emils í Kattholti og vænt- anlega hafa allir snúið ánægðir til síns heima. Þau Júlía Egilsdóttir og Ingvar Már Gíslason, sem leika ídu og Emil, eru nú vinsælustu börnin á Akureyri og nægir þar að vitna í Húsavík: Gestakokkur í kaupfélagi Gestakokkur verður í Matbæ Kaupfélags Þingeyinga milli kl. 16-18 í dag. Dagur veit ekki til að slík uppákoma hafi verið reynd áður í matvöruverslun en að undanförnu hafa gestakokkar notið vinsælda á ýmsum matsölu- stöðum, í sjónvarpi og fleiri fjöl- miðlum. Kaupfélagið fyrirhugar að bjóða almennum borgurum að vera gestakokkar í Matbæ við og við á næstu vikum, og verður aðaláhersla þá lögð á einfalda, fljótlega og ódýra rétti og munu uppskriftir liggja frammi um leið og viðskiptavinum býðst að smakka á réttunum. Eftir því sem Dagur hefur komist næst mun gestakokkurinn í dag verða mættur með pottrétt kl. 16:00. IM leiki barna á dagvistum þar sem allar stelpur vilja fá að leika ídu og strákarnir Emil. dagblaðið á landsbyggðinni ÓKAMARKAÐUR Bækur á gó5u ver5i Opnum bókamarkab í dag, föstudaginn 27. janúar kl. 13.00 í bókasölu okkar að Tryggvabraut 18-20. Mikið úrval af góðum bókum • Verð frá kr. 200. Nú er tækifæri til að fá góðar bækur fyrir lítið verð. Opið laugardag frá kl. 10.00-16.00. Ath: Sumir titlar aðeins til í mjög takmörkuðu upplagi. Bókaforlag Odds Björnssonar Tryggvabraut 18-20.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.