Dagur


Dagur - 27.01.1989, Qupperneq 7

Dagur - 27.01.1989, Qupperneq 7
27. jánuar 1989 -DÁGUR -7 „Svæði í innsiglingunni sem þeir ná ekki að dýpka- þetta getur orðið þeim dýrt ef illa fer“ Magnið sem við hefðum dælt þarna var um 70 þúsund rúm- metrar af sandi. Þetta er mjög gott dælingarefni. Þeir geta lent í því að botninn verði mjög óslétt- ur því þeir ná ekki alveg út. Þeir verða að leggja garðinn meðfram stálþilinu alveg út í höfnina í sömu línu og grafa báðum megin við hann og moka garðinum síðan í burtu í lokin, jafnóðum og þeir bakka með kranann. Síðan eru svæði í innsiglingunni sem þeir geta ekkert átt við. Þá hefði þurft að dýpka svæði fyrir togarana til að láta þá fá aðstöðu til að bakka þannig að þeir geti snúið í höfn- inni. Þetta mál kemst alls ekki á hreint fyrir en eftir að verkið hef- ur verið mælt út. Að lokum vil ég taka fram að þeim lá mjög mikið á þessu verki; skipið mátti ekki að koma seinna en í febrúar til að byrja. Þetta hefði tekið okkur þrjá mánuði, við vorum búnir að stilla dæminu þannig upp að við hefðum klárað 1. júní. Núna horfir þetta þannig við þeim í hafnarstjórn að þeir verða við verkið langt fram á næsta haust. Ég skil því alls ekki hvað lá á, því við vorum undir mjög mikilli pressu frá þeim um að svara því hvenær við gætum byrjað. Við vorum með samning við Dalvíkinga um að gera smá- tilraun þar áður en gröfuskipið kæmi til að flýta fyrir. Ég efast ekki um að þeir á Akureyri ná ekki því dýpi sem þeir eru að tala um og varpa fram efasemdum um hvort hér hafi verið rétt að mál- um staðið. Þegar tækin eru til í landinu ber Akureyri að styðja við þann rekstur, rétt eins og öðr- um höfnum, ef það er eitthvert vit í honum. Við erum búnir að sýna að við erum miklu ódýrari en Hafnamálataxtarnir og það er hagsmunamál Akureyrar eins og annarra bæjarfélaga sém liggja að sjó að fyrirtæki eins og okkar nái að þrífast. Það var einhliða ákveðið í hafnarstjórn að slíta þessum við- ræðum. Það gæti orðið þeim dýrt að laga þetta ef illa fer. Við myndum ekki þora að fara með dæluna á þennan stað eftir að búið er að byggja grjótgarð. Kraninn er mjög þungur og það kostar mikla peninga að byggja nægilega sterkan garð undir hann. Þeir á ísafirði eru að græða 12 milljónir króna á verki sem er upp á jafnháa upphæð, 12 millj- ónir króna, þar sem við erum í 50% af taxta hafnamálastofnun- ar. Þetta finnst hafnarstjórn ekki nógu hagstætt og vilja gera þetta sjálfir. Það er gott ef þeir eru svo snjalhr að þurfa ekki að nota dýpkunarskip. Það er líka gott ef þeir spara peninga en þeir verða þá líka að standa klárir á því gagnvart öðrum aðilum hvað þeir eru að gera. Þeir ættu að gá betur að hvað þeir eru að hugsa um.“ EHB Rangfærslur og staðlausir stafir - segir Guðmundur Sigurbjörnsson hafnarstjóri um staðhæfmgar Jóhannesar Lárussonar Guðmundur Sigurbjörnsson, hafnarstjóri á Akureyri, segir að ekki sé farið með rétt mál í veigamiklum atriðum í grein Jóhannesar Lárussonar varð- andi samskipti Akureyrarhafn- ar og Dýpkunarfélagsins hf. Hafnarstjóri vildi koma eftir- farandi á framfæri varðandi við- skipti forráðamanna hafnarinnar og forstjóra Dýpkunarfélagsins: 1. Það er rangt að Akureyrar- höfn hafi beðið Dýpkunarfélagið hf. um tilboð, það voru þeir síðarnefndu sem höfðu samband við okkur og báðu um að fá að gera okkur „tilboð sem við gæt- um ekki hafnað.“ Það var upp- hafið að viðræðunum. Þetta endurtók sig 2-3 sinnum með nokkurra mánaða millibili en ekk- ert heyrðist í fyrirtækinu á milli. í nóvember var okkur gefinn frest- ur á að svara tilboði, sem okkur var sent, til 1. desember. Það til- boð vorum við að ræða fyrir ára- mót en ákváðum að ganga ekki að því á fundi hafnarstjórnar 30. des. 2. Hvað varðar ásakanir Jóhannesar í þá veru að við höf- um notfært okkur tilboðsgerð þeirra til að fá tölur til viðmiðun- ar um kostnað þá er það rangt. Það vita allir hvaða verð eru í gangi og ég hef kynnt mér verðin sem Dýpkunarfélagið hefur unn- ið fyrir á ísafirði, Stöðvarfirði og víðar. Þetta eru upplýsingar sem hafa legið á lausu. Mér finnst ótrúlegt að heyra þær rangfærslur sem koma fram hjá Jóhannesi varðandi þessi atriði og önnur. 3. Það eru nokkrir aðrir aðilar á landinu en Dýpkunarfélagið sem geta unnið svona verk, þeir eru ekki einir þótt þeir eigi eina dæluskipið af þessari gerð. Það voru aðrir aðilar búnir að hafa samband vegna þessa verks og spyrjast fyrir um það. Ef við hefðum ætlað að versla við aðra hefðum við látið fara fram útboð. Það er hins vegar sjálfsögð kurteisi að svara tilboðum sem koma og taka afstöðu til þeirra og það gerðum við. 4. Allir aðilar sem láta vinna verk reyna að gera það á hag- kvæmasta hátt. Það er ekki hlut- verk okkar að halda uppi fyrir- tækjum. Ég tel það mjög gott að hér sé rekið félag.sem vinnur að dýpkun en það er ekki þar með sagt að hver einasti aðili á land- inu þurfi að versla við þetta til- tekna félag. Það hittist þannig á að við eigum gott tæki sem við höfum haft góða reynslu af og hefur dýpkað tugi þúsunda rúm- metra. Ég gæti trúað að kraninn hefði mokað upp um 25 til 30 þúsund rúmmetrum úr Fiskihöfn- inni nú þegar. Við vitum því um hvað við erum að ræða þegar við setjum kranann í verkið. 5. Allt tal hjá Jóhannesi um grjótgarða er byggt á þekkingar- leysi. Það hefur aldrei komið til tals að konta upp eða nota grjót- garð enda væru þær aðferðir sem hann lýsir í grein sinni langt frá því að vera hagkvæmar. Við erum að framkvæma verkið á hagkvæmasta hátt sem til er með því að nota til þess okkar eigin tæki. 6. Við erum komnir niður á 7 metra dýpi þar sem við erum að dýpka með krananum núna. Það er því ekki sannleikanum sam- kvæmt þegar Jóhannes segir að við náum ekki dýpra en 6 metra. Botnrannsóknir liggja fyrir og við hljótum að þekkja jarðveginn í höfninni eftir alla þá vinnu sem við höfum unnið þar. Jarðvegur- inn er þannig að á ákveðnum stað er þéttara lag sem kraninn þurfti nokkuð lengri tíma til að komast gegnum. Ég get fullyrt að jarð- vegur er ekki verstur viðureignar neðst í botninum. 7. Þær hafnir sem hingað til hafa verið gerðar á Akureyri eru ekki fyrir 7 metra dýpi. Eini stað- urinn sem uppfyllir 7 metrana er bryggjan við Éimskip, Oddéyrar- bryggjan. Það er ekki langt síðan menn fóru að ræða um að fá 7 metra og ég fullyrði að þrátt fyrir að menn séu að fá stærri skip í dag en áður þá flýtur hvert ein- asta skip flotans í höfn á stór- straumsfjöru á 6 metra dýpi. Ég vísa því alveg á bug að við getum ekki dýpkað meira en niður í 6 metra. 8. Botn hafnarinnar getur ekkert síður orðið ósléttur við notkun á dæluskipi en krana ef ekki er rétt að verkinu staðið. Hér er ekki um vandamál að ræða að okkar áliti. 9. Það er ekkert grjót í höfn- inni og við höfum aldrei hugsað okkur að láta keyra út grjótgarð þarna. Við höfum gert áætlanir um hvernig hagkvæmast er að vinna þetta. Það er einnig rangt að til hafi staðið að lána Akur- eyrarhöfn þetta verk til tveggja ára. Akureyrarhöfn er þjónustu- fyrirtæki sem þarf að moða úr sínum tekjum á sem hagkvæm- astan hátt. 10. Jóhannes segir að okkur hafi legið mikið á að fá svar. Hann gaf okkur frest til 1. des- ember til að svara tilboði sínu. Ef menn eiga að svara tilboði hljóta þeir að vilja vita hvenær á að vinna verkið. í þessu tilviki leit dæmið þannig út að við áttum að svara tilboðinu í hvelli en hann átti síðan að ráða því sjálfur hve- nær honum þóknaðist að koma. Það gátum við ekki fengið upp úr Jóhannesi. Þetta er því allt á eina bókina lært en mergurinn málsins er, þrátt fyrir allar tæknilegar rangfærslur Jóhannesar, að hann hafði reglulega samband við okk- ur þar sem hann bauðst til að vinna verkið og biður um leyfi til að gera okkur tilboð sem við get- um ekki hafnað. Auðvitað játum við því að hann megi gera sitt tilboð. Hér er því um eðlileg við- skipti að ræða í alla staði af okkar hálfu. Tilboði Dýpkunarfélagsins var hafnað vegna þess að þar voru á ferðinni tölur sem ég tel alls ekki þess eðlis að ekki sé hægt að hafna þeim. Þó er ég alls ekki að segja að þær hafi verið of háar. Tæki Dýpkunarfélagsins hafa verið í fullri vinnu frá því þau komu til landsins og ég sé ekki ástæðu til að leggja niður rekstur félagsins þótt ein höfn skipti ekki við þá í þetta sinn. Ég vona að Dýpkunarfélagið eigi eftir að starfa sem lengst þrátt fyrir framkomu þeirra í okkar garð nú. EHB SMNN3K Bændur, bifreiðaeigendur, verktakar og útgerðarmenn Eigum ávallt fyrirliggjandi allar stærðir SONNAK rafgeyma. * HLEÐSLA - VHDGERÐIR - ÍSETNING Véladeild Óseyri 2 • Símar 22997 & 21400 M YNDLISTASKOLIN N Á AKUREYRI Kaupvangsstræti 16 Almenn námskeið Myndlistaskólans á Akureyri 6. febrúar til 20. maí. Barna- og unglinganámskeið. Teiknun og málun fyrir börn. 1. fl. 5-6 ára. Einu sinni í viku. 2. fl. 6-7 ára. Einu sinni í viku. 3. fl. 8-9 ára. Einu sinni í viku. 4. fl. 10-11 ára. Einu sinni í viku. 5. fl. 12-13 ára. Einu sinni í viku. Málun og litameðferð fyrir unglinga. Byrjendanámskeið. 14-15 ára. Einu sinni í viku. Framhaldsnámskeið. 15-16 ára. Einu sinni í viku. Skrift og leturgerð. Byrjendanámskeið. 13-15 ára. Einu sinni í viku. Kvöldnámskeið fyrir fullorðna. Teiknun. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku. Módelteiknun. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku. Málun og litameðferð. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku. Auglýsingagerð. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Byggingalist. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Myndmótun Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Skiltagerð. Byrjendanámskeið. Einu sinni í viku. Skrift og leturgerð. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeið. Einu sinni í viku. Allar nánari upplýsingar og innritun í síma 24958. Skrifstofa skólans er opin kl. 13.00-18.00 virka daga. SKÓLASTJÓRI. í myrkri gildir að sjást. Notaöu endurskinsmerki! yUMFERÐAR RÁÐ

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.