Dagur - 27.01.1989, Síða 15
27. janúar 1989 - DAGUR - 15
Ólafur Haraldsson og Stefán Arnaldsson dæmdu vel á Baltic-Cup í V.-
Þýskalandi. Mynd: ap
Knattspyrna:
Dómarahópurinn tilkynntur
3 nýir í 20 manna „úrvalsliðinu“
Hópurinn, sem dæma mun alla
leiki 1. og 2. deildar íslands-
mótsins í knattspyrnu, hefur
nú verið valinn. Dómaranefnd
KSÍ kom saman til fundar á
þriðjudagskvöld og þar var
ákveðið að hópinn skipi 20
dómarar, eða jafnmargir og á
síðasta keppnistímabili.
Þrjár breytingar verða á hópn-
um frá fyrra ári. Þeir Baldur
Scheving, Fram og Eysteinn
Guðmundsson, Þrótti, hafa báðir
lagt flautuna á hilluna og þá er
Róbert Jónsson, Val, ekki í
hópnum. í stað þeirra koma
Ágúst Guðmundsson, KR;
Gunnar R. Ingvarsson, Þrótti og
Gylfi Orrason, Fram, inn í 20
manna hópinn.
Gunnar R. Ingvarsson, Þrótti
Gylfi Orrason, Fram
Haukur Torfason, KA
Magnús Jónatansson, Þór
Ólafur Lárusson, KR
Ólafur Sveinsson, Fram
Óli P. Ólsen, Þrótti
Sveinn Sveinsson, Fram
Sæmundur Víglundsson, ÍA
Þorvarður Björnsson, Þrótti
Þóroddur Hjaltalín, Þór
Dómarar:
Við erum alveg í skýjuiium
- segir Stefán Arnaldsson um Baltic-Cup keppnina
Stefán Arnaldsson og Ólafur
Haraidsson handknattleiks-
dómarar eru komnir heim aft-
ur eftir að hafa dæmt á Baltic-
Cup í V.-Þýskalandi. Þar
íslenskar getraunir:
KA aftur
á toppinn
KA tókst að endurheimta
fyrsta sætið af Þórsurum í
Islenskum getraunum í síðustu
viku. Það munar að vísu ekki
nema rúmlega fjögur hundruð
röðum þannig að keppnin er
mjög jöfn. Golfklúbbur Húsa-
víkur er einnig sterkur og held-
ur örugglega þriðja sætinu.
Ekki var farið nákvæmlega rétt
með aldur Dalvíkingsins Ingólfs
Kristjánssonar sem vann rúma
milljón á laugardaginn. Sagt var
að hann væri 23 ára en það rétta
er að hann er ekki nema tvítugur.
En milljónina fékk Ingólfur hvort
sem var.
En lítum þá á Topp 10 á
Norðurlandi:
raðir
1. KA 10.891
2. Þór 10.469
3. Golfkl. Hús. 4.076
4. Leiftur 3.750
5. Dalvík 2.815
6. Vorboðinn 2.055
7. Völsungur 2.050
8. Einherji 815
9. Eilífur 763
10. Möðruvallas. 698
Ingólfur Kristjánssun frá Dalvík
sem hlaut rúma milljón á laugardag-
inn.
dæmdu þeir m.a. úrslitaleikinn
sjálfan í mótinu milli Sovét-
manna og V.-Þjóðverja og
fengu mjög góða dóma fyrir
frammistöðu sína.
Stefán Arnaldsson sagði í.sam-
tali við Dag að þeir félagarnir
væru alveg í skýjunum eftir
mótið. „Eftirlitsdómarinn gaf
okkur góða einkunn fyrir leikina
og það kom því eins og þruma úr
heiðskíru lofti sem þýsku blöðin
sögðu að við hefðum fengið
morðhótun eftir leikinn,“ sagði
Stefán.
Hann sagði að þeir hefðu heyrt
um einhverja sprengjuhótun en
þetta hefði heldur betur verið
rangtúlkað í blöðunum.
Ólafur og Stefán dæmdu fyrst
leik V.-Þýskalands og Ungverja-
lands og síðan leik Póllands og
V.-Þýskalands b. Eftir að hæfnis-
nefndin hafði farið yfir frammi-
stöðu allra dómaraparanna var
ákveðið að íslendingarnir dæmdu
sjálfan úrslitaleikinn.
Stefán segir að mikil. stemning
hafi verið á úrslitaleiknum en
hann fór fram í höll með sæti fyr-
ir 13 þúsund áhorfendur. „Lík-
legast hafa verið um átta þúsund
manns á leiknum og þeir fengu
að sjá handknattleik eins og hann
gerist bestur í heiminum í dag,“
sagði Stefán.
Fullvíst er talið eftir þessa
góðu frammistöðu þeirra félaga
að þeir muni dæma meira af
alþjóðlegum leikjum í framtíð-
inni. Langt er nú liðið á keppnis-
tímabil handknattleiksmanna í
Evrópu og því er ekki líklegt að
Ólafur og Stefán verði settir á
lejki í lokaumferðum Evrópu-
leikja á þessu keppnistímabili, en
Stefán segist vera vongóður um
að strax næsta haust muni þeir fá
meira af leikjum til að dæma.
íþróttir helgarinnar:
Handbolti,
íþróttir hclgarinnar eru fjöl-
breyttar að vanda. Um helg-
ina er handknattleikur, blak,
körfuknattleikur og svo er
fyrsta skíðamót vetrarins á
dagskrá á Siglufirði.
Þórsarar leika tvo leiki við
Ármenninga í handknattleik.
Sá fyrri, á föstudagskvöldið, er í
2. deildinni og hefst kl. 19.15. Á
laugardeginum mætast síðan
liðin aftur í Bikarkeppninni og
hefst sá leikur kl. 13.15. Báðir
leikirnir eru í íþróttahöllinni.
Körfuboltadrengirnir í Þór
mæta ÍR-ingum í Höllinni á
sunnudagskvöldið kl. 20. Þórs-
arar veittu Valsmönnum verð-
uga keppni í síðasta heimaleik
og munu stefna að því að vinna
sigur á heimavelli. Vítakeppnin
góða verður að sjálfsögðu í leik-
hléi.
Akureyrarmótinu í yngri
flokkunum í handknattleik
verður fram haldið í Höllinni á
sunnudaginn. Mótiö hefst kl.
9.00 um morguninn og verður
spilað fram eftir degi.
Á Húsavík er fjölliðamót í 4.
fl. kvenna og karla og verður
leikið alla helgina.
Á Siglufirði fer fram fyrsta
punktamót Skíðasambands
Islands í norrænum greinum.
Mótið hcfst kl. 13.00 á laugar-
dag og síðan er keppt í bikar-
keþpni á sunnudag.
Bikarkeppni 1. flokks í blaki
verður fram haldið um helgina.
Óðinn og Skautafélagið keppa í
Glerárskóla á laugardag kl.
blak, karfa
13.00. og á sunnudag leiða sam-
an hesta sína Dalvík og KA á
Dalvík kl. 14.00 og síðan kl.
18.00 spila Óðinn og Eik í
kvennaflokki í Glerárskóla.
íslandsmótinu í innanhúss-
knattspyrnu verður fram haldið
í Laugardalshöll. Stclpurnar í
KA leika í dag, föstudag, og cr
fyrsti leikurinn hjá þeim kl.
15.00. Á laugardag og sunnu-
dag fara síðan leikirnir í 4. og 5.
deild fram. Þó nokkuð mörg lið
að norðan eru í baráttunni og
þar má nefna í 4. deildinni
Dalvík, Magna, Tindastól,
Kormák, UMSEb, Neista og
Eflingu. í 5. deildinni eru það
st'ðan TBA og SMÖ.
Þrír lyftingamenn frá Akur-
eyri keppa á Unglingameistara-
mótinu sem haldið verður í
Seljaskóla í Reykjavík á laugar-
daginn. Þetta eru þeir Kristján
Magnússon, Snorri Arnaldsson
og Tryggvi Heimisson.
Tindastólsdrengirnir í körfu
leika við ÍS fyrir sunnan og ætti
það að vera léttur leikur fyrir
þá.
Stelpurnar í 4. flokki KA
halda á Borgarnes og spila þar
gegn stöllum sínum í öðrum
liðum. Yngri flokkar KA í blaki
keppa í Digranesi í Kópvogi um
helgina.
Svo er vert aö minna skíða-
áhugamenn á Akureyri á það að
aðstaðan í Hlíðarfjall verður
opin urn helgina þrátt fyrir að
snjórinn sé frekar lítill.
Góða íþróttahelgi.
Eftirtaldir dómarar dæma því
leiki 1. og 2. deildar á komandi
keppnistímabili:
Ágúst Guðmundsson, Fram
Bragi V. Bergmann, UMSE-b
Eyjólfur Ólafsson, Víkingi
Friðgeir Hallgrímsson, KR
Friðjón Eðvarðsson, Fylki
Gísli Guðmundsson, Val
Guðmundur Haraldsson, KR
Guðmundur S. Maríasson, Leikni
Guðmundur Sigurðsson, Fylki
Dómaranefndin hefur sent
bréf til þessara dómara og ekki er
vitað annað en þeir gefi allir kost
á sér til starfa næsta sumar.
Nokkrar deilur urðu um dóm-
aramál í fyrra vegna nýs fyrir-
komulags sem tekið var upp í
sambandi við þann hóp sem
dæmir í 1. og 2. deildinni. Það
má því búast við að einnig í ár
verði einhverjar deilur um valið
enda hafa dómarar ekki setið á
neinum sáttastóli undanfarin ár.
íþróttamaður Norðurlands:
Hveijir eru tilnefiidir
- hringurinn þrengist
Eins og sagt var frá í Degi í gær
er kosningu um íþróttamann
Norðurlands 1988 lokið. Úrslit-
in verða kunngjörð í hófi á
Hótel KEA laugardaginn 4.
febrúar.
Eftirtaldir íþróttamenn hlutu
fleiri en eina tilnefningu en það
skal tekið fram að raðað er upp
eftir stafrófsröð en ekki stiga-
fjölda:
Axel Stefánsson handk.l.,
Daníel Guðmundsson frjálsar,
Daníel Hilmarsson skíði, Eiríkur
Eiríksson knattspyrna, Erlingur
Kristjánsson knattsp./handkn.l.,
Eyjóífur Sverrisson karfa/
knattsp., Guðlaugur Halldórsson
júdó, Guðrún H. Kristjánsdóttir
skíði, Halldór Áskelsson knatt-
spyrna, Haraldur Ólafsson lyft-
ingar, Haukur Valtýsson blak,
Lilja M. Snorradóttir sund, Orm-
arr Örlygsson knattspyrna, Ómar
Árnason sund, Sigurpáll Á.
Aðalsteinsson handknl., Svavar
Þór Guðmundsson sund, Þor-
valdur Jónsson knattspyrna/skíði
og Þorvaldur Örlygsson knatt-
spyrna.
Innanhússbolti:
Bragi Bergmann fer til Skotlands.
Bragi á
Hampden
Park
Bragi Bergmann dómari frá
Akureyri fer til Skotlands 26.
apríl ásamt Guðmundi Haralds-
syni og Sveini Sveinssyni til að
sjá um dómgæsluna á landsleik
Skota og Kýpurbúa á Hampden
Park í Glasgow. Leikurinn er
liður í Heimsmeistarkeppninni
í knattspyrnu.
Guðmundur dæmir leikinn en
Sveinn og Bragi sjá í línuvörsl-
una. Þetta er fyrsti leikur Braga í
Heimsmeistarkeppni en hann
hlaut réttindi sem alþjóðlegur
dómari í fyrra.
Þór byrjar á morgun
- fyrir 4. og 5. flokk
Innanhússæfingar hjá knatt-
spyrnudeild Þórs hefjast á
morgun laugardag í Glerár-
skóla. Vegna þrengsla í húsum
verður einungis hægt að hefja
æfingar hjá 4. og 5. flokki nú
en aðrir flokkar fá inni síðar og
verða þeir tímar auglýstir sér-
staklega þegar þar að kemur.
Tímarnir byrja kl. 9.30 í fyrra-
málið og er sá tími fyrir 5. flokk.
Strax á eftir kl. 10.30 mætir 4.
flokkurinn.
Yngstu keppendurnir í 6.
flokki munu að öllum líkindum
hefja æfingar í byrjun febrúár og
verður sá tími auglýstur sérstak-
lega.