Dagur - 27.01.1989, Side 16
Akureyri, föstudagur 27. janúar 1989
Þorrinn byrjaöur
Afgreiöum þorrabakka alla daga
eftir pöntunum
Sími 21818
Tómas Ingi Olrich áhyggjuMur vegna andstöðu
Jóns Baldvins við Sjálfstæðisflokkinn:
Sjálfstæðisflokkur stendur
frammi fyrir ákveðinni hættu
- „hefur orðið trúnaður milli Sjálfstæðisflokks og Kvennalista,“
segir Halldór Blöndal
þessir flokkar
Halldór Blöndal, alþingismað-
ur Sjálfstæðisflokksins, telur
að miðað við núverandi aðstæð-
ur í þjóðmálum sé einsýnt að
Sjálfstæðismenn myndu leita
eftir samstarfi við Kvennalista,
kæmi upp sú staða að þyrfti
skyndilega að stokka upp ríkis-
stjórnarspilin. Þetta kom fram
í máli hans á fundi sjálfstæöis-
félaganna á Akureyri sl. mið-
vikudagskvöld. Halldór sagði
auðvitaö best að geta myndað
ríkisstjórn með Kvennalista
eða „betri helmingi Alþýðu-
bandalagsins“ og geta þannig
veitt krötum og Framsókn þá
Drangey SK-1:
Góð sala í Hull
Drangey SK-1 seldi ágætlega í
Hull í Bretlandi sl. miðvikudag.
Skipið seldi 68 tonn og var
uppistaða aflans þorskur.
Aflaverðmætið var um 5,8
milljónir króna, meðalverðið
var um 86 krónur á kílóið og
telst það vera vel í meðallagi.
Eftir að skipið hafði selt afla
sinn fór það rakleiðis í slipp í
Hull.
Hegranes SK-2 kom til heima-
hafnar fyrir skömmu eftir ágætan
veiðitúr, landaði 140 tonnum af
þorski í frystihúsin þrjú. Skafti
SK-3 er á veiðum og Skagfirðing-
ur SK-4 er um þessar mundir að
selja afla sinn í Bremerhaven.
Þaðan fer skipið síðan til Hull í
slipp. -bjb
ráðningu sem
ættu skilið.
Ætlunin var að ÓlafUr G. Ein-
arsson, formaður þingflokks
Sjálfstæðismanna, yrði annar
frummælenda á fundinum en
veðurguðirnir komu í veg fyrir
það. Það kom því í hlut Halldórs
að hafa framsögu um fundarefn-
ið, skatta- og atvinnumál.
Tómas Ingi Olrich, sem skip-
aði þriðja sæti á lista Sjálfstæðis-
manna í Norðurlandskjördæmi
eystri fyrir síðustu alþingiskosn-
ingar, sagðist telja Sjálfstæðis-
flokkinn standa frammi fyrir
ákveðinni hættu sem kæmi m.a.
til af því að Alþýðuflokkurinn
hafi að undanförnu fjarlægst
verulega ýmis stefnumið
flokksins. Tómas sagði að sam-
kvæmt ýmsum yfirlýsingum Jóns
Baldvins Hannibalssonar á síð-
ustu dögum og vikum virtist hann
ekki fús til að starfa aftur með
Sjálfstæðisflokknum. í Ijósi þessa
beindi Tómas þeirri spurningu til
Halldórs Blöndal hvaða flokka
þingmenn Sjálfstæðisflokksins
teldu nú vænlegasta til samstarfs.
Halldór sagði að í ljósi góðs sam-
starfs við Kvennalista í stjórnar-
andstöðu þætti honum sá flokkur
vera vænlegur samstarfsflokkur
Sjálfstæðisflokks. Hann benti á
nokkur mál sem flokkarnir hefðu
náð samstöðu um á þingi en hins
vegar væri því ekki að leyna að í
nokkrum grundvallarmálum væri
verulegur ágreiningur milli flokk-
anna, t.d. í utanríkis- ogstóriðju-
málum.
Halldór sagði að samkvæmt
útskiptingareglu Kvennalistans
myndi „vinstrisinnaði“ þingmað-
urinn Guðrún Agnarsdóttir og
Kristín Halldórsdóttir væntan-
lega hætta þingmennsku eftir
þetta þing og hægrisinnaðri þing-
menn kæmu í þeirra stað (Guð-
rún Halldórsdóttir er varamaður
Guðrúnar Agnarsdóttur og Anna
Ólafsdóttir Björnsson er vara-
maður Kristínar Halldórsdóttur).
Hann sagði þessa breytingu auka
líkur á samstarfi Sjálfstæðis-
flokks og Kvennalista.
Þessi ummæli Halldórs voru
borin undir Guðrúnu Agnars-
dóttur. Svar hennar var stutt og
laggott. „Ég segi bara; sínum
augum lítur hver á silfrið.“ Guð-
rún sagði ekki liggja fyrir hvernig
staðið yrði að útskiptingum
þeirra Kristínar. „Það er ekki
ákveðið hvenær og hvernig það
verður gert,“ sagði Guðrún
Agnarsdóttir. óþh
Sumir leyfa sér að fara yfir á rauðu Ijósi, aðrir halda sig við það græna . . .
Mynd: GB
Fasteignagjöld á Akureyri:
Ívíð slakari mnheimta
míðað við fyrra ár
- gjaldendum til hægðarauka fá þeir nú senda heim gíróseðla
Innheimta fasteignagjalda hjá
Akureyrarbæ var ívið slakari á
síðasta ári ef miðað er við árin
á undan, en við áramót höfðu
Rúta Norðurleiðar hf. lenti í ófærð á Öxnadalsheiði:
Ellefu biðu í 2 tíma á heiðinni
Rúta frá Norðurleið hf., á leið
frá Akureyri til Reykjavíkur,
þurfti að leita aðstoðar fjalla-
bfls frá Umferðarmiðstöðinni á
Akureyri til þess að komast
yfir Öxnadalsheiði í gær. Veð-
ur var heldur leiðinlegt á heið-
inni framan af degi í gær og
renndi stöðugt í slóðir. Nokk-
uð vel gekk fyrir rútana að
komast upp hina illræmdu
Bakkaselsbrekku en í Klifi var
fyrirstaðan of mikil og því ákv-
að bílstjórinn, Óskar Stefáns-
son, að leita eftir aðstoð fjalla-
bfls frá Akureyri.
Fjallabíllinn var kominn að
rútunni um kl. hálf tvö í gær og
hafði bílstjóri og 10 farþegar beð-
ið átekta í um tvær klukkustund-
Það er sitthvað að hjakka í ófærð eða bruna eftir breiðstrætum.
ir. Með aðstoð fjallabílsins gekk
síðan greiðlega að koma rútunni
gégnum haftið. Dagur náði tali af
Óskari laust fyrir klukkan fjögur
í gær og var hann þá staddur á
Blönduósi. Hann sagðist gera ráð
fyrir að vera kominn til Reykja-
víkur milli 22 og 23 í gærkvöld,
enda þyrfti hann, sökum ófærðar
á Holtavörðuheiði, að fara Lax-
árdalsheiði og Heydali. óþh
91.4% gjalda ársins skilað sér í
kassann. Fyrir árið 1987 var
innheimtuhlutfallið hins vegar
95.7%. Valgarður Baldvinsson
bæjarritari segir að ætíð megi
búast við sveiflum á þessum
vettvangi og ekki þurfi annað
til en stór gjaldandi lendi í erf-
iðleikum með greiðslur til að
talan detti niður um nokkur
prósent.
„Við erum ekki óhress með
innheimtu fasteignagjaldanna,
fólk hér er yfirleitt mjög skilvíst.
Það er í sjálfu sér þokkalegt þeg-
ar innheimtan er komin yfir
90%,“ segir Valgarður. Álögð
fasteignagjöld síðasta árs numu
um 246 milljónum króna og þar
af höfðu um 225 milljónir verið
greiddar fyrir áramótin. Álögð
fasteignagjöld á þessu ári eru
nokkru hærri en þau voru í fyrra,
eða um 306 milljónir króna.
Sú nýbreytni hefur verið tekin
upp við innheimtu fasteigna-
gjalda hjá Akureyrarbæ að gjald-
endur fá nú sendan gíróseðil með
gjaldseðlinum og geta menn því
greitt sín gjöld í bönkum, spari-
sjóðum og pósthúsum auk þess
sem tekið verður við greiðslum á
skrifstofu bæjarins eftir sem
áður. Gíróseðlar verða sendir út
fyrir hvern gjalddaga, en þeir eru
tíunda dag hvers mánaðar fyrir
mánuðina frá janúar til maí.
„Við vonum að þetta verði til
hægðarauka fyrir gjaldendur, því
nú geta þeir greitt gjöld sín víðar
en hér á bæjarskrifstofunni," seg-
ir Valgarður og bætti við að iðu-
lega hefði myndast nokkur
örtröð á skrifstofunni á eindaga
gjaldanna, en nú þyrfti ekki að
koma til þess. mþþ
Tveir 3ja Ma árekstrar á Króknum
Síðastliðinn miðvikudag urðu
tvcir þriggja bíla árekstar á
Sauðárkróki með fjögurra
klukkustunda millibili. Það
sem meira var'að árekstrarnir
voru á nákvæmlega sama stað í
bænum og tildrög þeirra voru
þau sömu.
Klukkan 8 að morgni þriðju-
dags stöðvaði saklaus en kurteis
ökumaður bifreið sína við gang-
braut á Skagfirðingabraut, nánar
tiltekið neðan grunnskólans, og
hleypti gangandi vegfaranda yfir
götuna. Það skipti engum togum
að næstu tveir bílar fyrir aftan
náðu ekki að hemla í tíma og bíll
númer 2 lenti á bíl númer 1 og
bíll númer 3 á bíl númer 2.
Semsagt; þriggja bíla árekstur.
Örlögin höguðu því þannig að
um klukkan tólf á hádegi, þenn-
an sama dag, endurtók sagan sig,
að vísu áttu aðrir þrír bílar og
bílstjórar hlut að máli. Bíll núm-
er eitt stöðvaði við gangbrautina
og hleypti gangandi vegfaranda
yfir Skagfirðingabraut. Þessi
sjálfsagða kurteisi hafði í för með
sér annan þriggja bíla árekstur.
Rétt er að taka fram að engin
slys urðu á fólki og bílarnir sex
eru lítið skemmdir. óþh/bjb