Dagur - 28.01.1989, Blaðsíða 5

Dagur - 28.01.1989, Blaðsíða 5
28. janúar 1989 - DAGUR - 5 Saumastofan Prýði á Húsavík: Lokuð fram að mánaðamótum - „staðan er mjög óljós“, segir Guðmundur Hákonarson framkvæmdastjóri Vinna hefur legið niðri hjá Saumastofunni Prýði á Húsa- vík undanfarna daga vegna verkefnaskorts. Um mánaða- mótin verður hafist handa við einhver smáverkefni sem liggja fyrir en ekki er vitað um verk- efni langt fram í tímann, þann- ig að staðan er mjög óljós að sögn Guðmundar Hákonar- sonar framkvæmdastjóra. Hjá Prýði vinna 17 konur í 13-14 heilum störfum. Prýði hefur sín; aðalviðskipti gegnum Alafoss og því veltur á að Álafoss nái sölusamningum við Rússa, þá getur fyrirtækið frekar séð af öðrum verkefnum til Prýði. Rússasamningarnir koma Prýði því óbeint til góða, þó fyrirtækið hafi ekki saumað fyrir Rússlandsmarkað síðustu árin. Guðmundur sagði að engin sérstök bjartsýni ríkti, upp á síð- kastið hefði fyrirtækjum í þessari grein fækkað óðfluga. Rekstur Prýði hefur verið erfiður síðustu árin þó hann hafi gengið mjög vel á tímabili þar áður. „En auðvitað vonar maður það besta,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að sal- an hefði farið minkandi en von- andi væri um tímabundið ástand að ræða og hún kæmi upp aftur, þó vissi enginn neitt með vissu um hver þróunin yrði. IM Akureyri: Fundur með forsætis- ráðherra á Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra heldur almennan stjórnmálafund á Hótel KEA miðvikudaginn 1. febrúar n.k. Fund þennan átti að halda s.i. þriðjudag en honum var frestað þar sem Steingrímur komst ekki norður vegna samgönguerfið- leika. Á fundinum mun forsætisráð- herra fjalla um stöðu efnahags- og atvinnumála og þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hyggst grípa til á næstunni. Sem fyrr segir verður fundurinn haldinn á Hótel KEA á miðvikudaginn og hefst kl. 21.00. miðvikudag XII sölu! Zetor 7045 árg. ’85 til sölu. Ekinn 1675 tíma. Tilboð óskast. Upplýsingar í símum 96-61781 og 96-61771. Einangrunarstöð ríksins, Hrísey. r Glæsibæjarhreppsbúar verður haldið í Hlíðarbæ 4. febrúar kl. 20.30 stundvíslega. Fyrrverandi hreppsbúar velkomnir. Miða þarf að panta miðvikud. 1. febrúar og fimmtud. 2. febrúar milli kl. 20.00-22.00. Miðapantanir eru í símum 26651 Rósa og 21185 Gestheiður. ^ ........ MYNDLÍSTASKOLINN Á AKUREYRI fþróttir Körfuknattleikur/Úrvalsdeild: Haukasigur í daufúm leik - unnu Þór 85:69 á fimmtudagskvöldið Leikur Hauka og Þórs í Úrvalsdeildinni í körfuknatt- leik sem leikinn var í Iþrótta- húsinu í Hafnarfirði í fyrra- kvöld kemst vart á spjöld sögu- nnar. Þórsliðið hefur oft leikið betur en Haukaliðið hefur sjálfsagt sjaldan leikið jafn illa. Þrátt fyrir það höfðu Hafnfirð- ingarnir leikinn í hendi sér og sigruðu með 16 stiga mun, 85:69. Strax í upphafi tóku Haukarnir forystu. Eftir 10 mínútna leik var staðan orðin 19:8 og benti flest til að sigur Haukanna ætlaði að verða stór. Hins vegar var það vörn Þórsara í fyrri hálfleik sem kom í veg fyrir að svo yrði. Oft tókst þeim að stela boltanum af Haukum og refsa þeim fyrir mistökin. Pessi varnarleikur átti stærstan þátt í að Þór náði að minnka muninn niður í fjögur stig, 26:22. Þrátt fyrir þetta sigu Haukarnir framúr á nýjan leik og voru komnir 12 stigum yfir, 42:30, þegar flautað var til leikhlés. Síðari hálfleikur var líkur þeim fyrri. Annað veifið áttu Þórsar- arnir þokkalega kafla en duttu niður á milli. Sóknarleikur þeirra gekk ekki sem skyldi og framanaf hálfleiknum var Eiríkur liðtæk- astur við körfuna. Mesti munur í hálfleiknum var 19 stig en þegar upp var staðið sigruðu Haukarnir með 16 stiga mun, 85:69. Haukaliðið sýndi aldrei sína réttu hlið. Henning Henningsson var sá eini sem barðist vel allan leikinn en óvenjulítið bar á Pálm- ari Sigurðssyni. Konráð Óskarsson skoraði flest stig Þórsara og átti ágætan síðari hálfleik. Þá barðist Eiríkur Konráð Óskarsson skoraði 24 stig og átti ágætan síðari hálfleik. Sigurðsson vel. Þórsararnir léku án Kristjáns Rafnssonar sem meiddist í baki í leiknum á móti Val. Stig Hauka: Hcnning Henningsson 24, Pálmar Sigurðsson 18, Tryggvi Jónsson 17, Hörður Pótursson 12, Reynir Krist- jánsson 10, Eyþór Árnason 4. Stig Pórs: Konráð Óskarsson 24, Ei- ríkur Sigurðsson 17, Guðmundur Björns- son 14, Björn Sveinsson 6, Stefán Frið- leifsson 5, Jóhann Sigurðsson 2, Þórir Guðlaugsson 1. JÓH 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 Enn jafnt hjá Bimi og Ásgrími Björn Axelsson og Ásgrímur Hilmisson skitdu aftur jafnir í get- raunaleiknum í seinustu viku. Þetta var í annað skiptið sem ekki tókst að knýja fram úrslit hjá þeim félögum og þeir mætast því að nýju. Nú er það bikarinn sem er á skjánum og má því búast við að mörg óvænt úrslit sjái dagsins Ijós, eins og fyrri daginn. Sjónvarpsleikurinn er leikur utandeildaliðsins Sutton og Norwich. Lundúnaliðið Sutton kom mjög á óvart og sigraði Coventry í síðustu umferð keppninnar. Nú er bara að sjá hvort jeir ná að koma einu efsta liði 1 deildar á óvart enn á ný. Björn: Ásgrímur: Aston Villa-Wimbledon 1 Aston Villa-Wimbledon 1 Blackburn-Sheff. Wed. 2 Blackburn-Sheff. Wed. 1 Bradford-Hull X Bradford-Hull 1 Brentford-Man. City 2 Brentford-Man. City 2 Grimsby-Reading 1 Grimsby-Reading X Hartlepool-Bournemouth X Hartlepool-Bournemouth 1 Norwich-Sutton 1 Norwich-Sutton 1 Nott. For-Leeds 1 Nott. For-Leeds X Plymouth-Everton 2 Plymouth-Everton 2 Sheff. Utd.-Colchester 1 Sheff. Utd.-Colchester X Stoke-Barnsley 1 Stoke-Barnsley 1 Swindon-West Ham 2 Swindon-West Ham 2 1X21X21X21X21X21X21X21X21X2 Kaupvangsstræti 16 Almenn námskeið Myndlistaskólans á Akureyri 6. febrúar til 20. maí. Barna- og unglinganamskeið. Teiknun og malun fyrir börn. 1. fl. 5-6 ára. Einu sinni í viku. 2. fl. 6-7 ára. Einu sinni í viku. 3. fl. 8-9 ára. Einu sinni í viku. 4. fl. 10-11 ára. Einu sinni í viku. 5. fl. 12-13 ára. Einu sinni í viku. Málun og litameðferð fyrir unglinga. Byrjendanámskeið. 14-15 ára. Einu sinni í viku. Framhaldsnámskeið. 15-16 ára. Einu sinni í viku. Skrift og leturgerð. Byrjendanámskeið. 13-15 ára. Einu sinni í viku. Kvöldnámskeið fyrir fullorðna. Teiknun. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku. Módelteiknun. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeiö. Tvisvar í viku. Málun og litameðferð. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku. Auglýsingagerð. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Byggingalist. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Myndmótun Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Skiltagerð. Byrjendanámskeið. Einu sinni í viku. Skrift og leturgerð. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeið. Einu sinni í viku. Allar nánarí upplýsingar og innrítun í síma 24958. Skrifstofa skólans er opin kl. 13.00-18.00 virka daga. SKÓLASTJÓRI. III FRAMSÓKNARMENN I IIII AKUREYRl Bæjarmálafundur verður sunnud. 29. janúar kl. 17.00 í Hafnarstærti 90. Fjárhagsáætlun bæjarins rædd. Félagar fjölmennið. Stjórnin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.