Dagur - 28.01.1989, Blaðsíða 10

Dagur - 28.01.1989, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 28. janúar 1989 11 bönnuðu efna. Listinn lengist stöðugt og sannar hugkvæmni manna við að finna upp ný og ný lífshættuleg efni í efnarann- sóknastofum. Nýjasta bragðið er það að dæla vaxtarhormónum í líkamann, en það er mjög erfitt að uppgötva það við skoðun, og læknar óttast, að í framtíðinni byggist lyfjagjöf- in á framleiðslu á morfíni mannslíkamans - hinu dularfulla endorfin. Á lista Alþjóða Ólympíu- nefndarinnar eru nú fimm aðal- flokkar bannaðra efna. Þessir fimm höfuðflokkar eru: Örvandi efni, svo sem amfetamín, koffín og kókaín; eiturlyf, svo sem morfín og kódeín; anabolskir stereoídar, svo sem karlhormón- inn testosteron; beta-blokkarar, sem læknar nota gegn of háum blóðþrýstingi, og loks vökvalos- andi pillur. Auk þess fæst lyfja- eftirlitið við sjötta flokkinn, sem tekur m.a. til blóðdælingar og áfengis. Konur verða ófrjóar og sköllóttar eftir töku hormónalyfja Enska slanguryrðið dope er gjarna notað um allar þær aðferðir, sem íþróttaiðkendur nota til að auka keppnisgetu sína r-------------------- Óteljandi sögusagnir eru t.d. um konur í kraftaíþróttum, eins og kúluvarpi og kringlukasti, sem karlhormónum hefur verið dælt í. Á Ólympíuleikunum í Mexíkó 1968 lýsti læknirinn, sem var í fyrirsvari hjá Bandaríkjamönn- um, því yfir að allir lyftinga- mennirnir hefðu fengið vöðva- styrkjandi lyf. Enda þótt það sé ósannað mál, að vöðvastyrkjandi lyf komi að nokkru gagni, þá trúir flest íþróttafólk því, að án þeirra sé útilokað að komast á toppinn í þeim greinum, sem krefjast mikilla átaka, svo sem í lyfting- um, sleggjukasti, glímu og jafn- vel knattspyrnu. Anabolisku stereóídarnir eru skyldir karlhormóninum testost- eron, sem hefur mjög mikil vöðvastyrkjandi áhrif. Áhrif test- osterons lýsa sér greinilega í hin- um náttúruíega kraftamismun karla og kvenna. Þess vegna not- ar fjöldi íþróttafólks anaboliska stereóída í von um að fá ennþá meiri kraft í vöðvana. Sumir lík- amsræktarmenn nota allt að þrjá- tíu sinnum stærri skammta en læknar gefa við sjúkdómum. En það þarf kjark til að nota anabolíska stereóída, svo miklar aukaverkanir fylgja þeim. Eink- um greiða konur þá dýru verði. Strax eftir skamma notkun af erlendum vetfvangi Keppendur í íþróttum hafa nú aðgang að fimm flokkum lyfja, ef þeir vilja láta lífefnafræðina stuðla að betri árangri. Anabóliskir steróídar efla vöðvana, eiturlyf deyfa verki vegna meiðsla, örvandi efni gefa aukinn þrótt, beta-blokkar- ar meiri einbeitni, og vökva- losandi pillur eyða merkjum eftir ólöglega dópun. Með dýrum tækjabúnaði er nú unnt að greina jafnvel hin minnstu merki um lyfja- notkun. Fyrir bragðið geta ýmsir misst af gullverðlaun- um. Af sömu ástæðum verð- ur einnig hægt að upplýsa orsakir margra dauðsfalla. En þó að eftirlitið sé mikið, finnast enn smugur til að komast framhjá því. Hraðar, hærra, meiri krafta - og rneiri lyf. Pannig gætu hin ol- ympsku einkunnarorð verið um þessar mundir, því að á síðari árum hefur íþróttafólkið fengið mikinn stuðning frá lífefnafræð- inni. I þeirri von að fá að standa efst á verðlaunapalli er allt lagt í sölurnar. Lyfjaeftirlitið ræður yfir rannsóknatækjum, sem verða sífellt fullkomnari, en eigi að síður reyna þjálfarar og íþróttafólk allar hugsanlegar leiðir til að leika á eftirlitið og komst framhjá því með lífshættu- legar efnablöndur. Eigi að síður bendir flest til þess, að íþróttafólkið hefði getað sparað sér þetta laumuspil með lyfin, því að sannast sagna er ekki margt sem bendir til þess, að þessi hættulegu efni komi að miklu gagni. Það hafa til dærnis farið fram vísindalegar rannsóknir, þar sem borin voru saman áhrifin af vöðvastyrkjandi hormónum og einskisverðum pillum. Yfirleitt hefur niðurstaðan orðið sú, að ekki hefur verið greinanlegur munur á vöðvav&xti þeirra, sem hormónana fengu og hinna, sem fengu áhrifalausar pillur. Áhrif hinna vöðvastyrkjandi lyfja reyndust þannig aðeins hafa alvarlegar aukaverkanir. Amfetamín og skyld örvunar- lyf geta aftur á móti stuðlað að auknum afrekum manna í til dæmis sundi og hlaupum, en aukaverkanirnar eru svefnleysi, árásargirni, ófrelsi, breytingar á sálarlífinu og hætta á að hjartað hætti fyrirvaralaust starfsemi sinni. Eigi að síður virðist margt íþróttafólk ekki óttast það að innbyrða lífshættulegt magn lyfja. Taugaróandi lyf tryggja, að bogmaðurinn geti haidið höndunum kyrrum og hitt í mark. Beta-blokkarar eru lyf, sem eru mikið notuð í þessum tilgangi. Þau eru annars ætluð til að vinna gegn of háum blóðþrýstingi, en lyfin draga einn- ig úr greinanlegum merkjum um taugaóstyrk, t.d. handatitringi og hjartslætti. Listhlauparar á skautum og skíða- stökkvarar nota einnig beta-blokkara. Sífellt fleiri dópefni eru bönnuö Hormónalyf (anaboliskir steroíd- ar) eru notuð til að belgja út vöðvana. Við æfingar og keppni er tekið amfetamín til hressingar, svo að líkamsræktarmaðurinn verði vel upplagður sálarlega og gleymi þreytunni. Og svo er tekið morfín til að draga úr sársaukan- um, þegar reynt er til hins ýtrasta á vöðvana. Þegar æfingum dagsins er lokið, verður svo ekki hjá því komist að taka inn sterk svefnlyf til að ná jafnvægi eftir amfeta- mín-inntökuna og geta sofnað. Efnablanda vöðvaræktarmanns- ins er aðeins lítill hluti hinna Hormónainngjöf er ætlað að styrkja vöðvana. Fjöldi Eftir inntöku örva íþróttakvenna hefur tekið kynhormóna til að fá stcrkari reiðamenn nota a vöðva, en óyggjandi sannanir um árangur hafa aldrei a,y þejr nái betri á fengist. á fölskum forsendum með notk- un læknislyfja eða öðrum ráðum. Pau efni, sem í mestum mæli tengjast þessu, eru vöðvastyrkj- andi hormónar, hinir svonefndu anabólisku steróídar. Þeir eru misnotaðir í aflraunaíþróttum. verður hörund kvenna grófara, þeim fer að vaxa skegg, röddin verður dýpri, hárvöxtur eykst og tíðir verða óreglulegar. Og haldi íþróttakona áfram misnotkun þessara lyfja í lengri tíma, sem er ekki óvenjulegt, fylgir ófrjósemi Lífshættuleg lyfjanotkun íþróttamanna: Dópið brúkað til að vinna gullið

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.