Dagur - 28.01.1989, Blaðsíða 15

Dagur - 28.01.1989, Blaðsíða 15
28. janúar 1989 - DAGUR - 15 sakamálasaga Villidmð á þjóðvegittum Fymhluti Enskir lögfræðingar vilja ekki heyra á James Hanratty minnst. Frásögnin byrjar vel. Rétt fyrir klukkan 8 þriðjudagskvöldið 22. ágúst 1961 stigu Valerie Storie, 22ja ára, og Michael John Gregsten, 34ra ára, inn í 4ra dyra Morris Minor fyrir utan vega- verkfræðistofnunina í Langley, nærri Slough í Buckinghamshire, Englandi. Bæði unnu þau við stofnunina. Ungfrú Story var hamingjusam- lega ógift, en herra Gregsten var hamingjusamlega giftur og tveggja barna faðir. Þau voru ekki á leið til neinnar ósiðsemi síður en svo. Þau voru að búa sig undir þjóðvegarall, sem þau ætluðu að taka þátt í næsta sunnudag. Ætlunin með kvöldferðinni var að aka braut- ina, 130 km. Þau höfðu með sér vegakort og minnisbækur. Rétt upp úr klukkan 8 stopp- uðu þau við Old Station krána í Taplow til að fá sér hressingu. Síðan óku þau áfram til Dorney Reach, þar sem þau stoppuðu í útjaðri akurs. Þá vantaði klukk- una 15 mínútur í 9. Þar hafði þeim dvalist í u.þ.b. 20 mínútur við að ræða ólíka ferðamögu- leika, þegar skyndilega var barið á gluggann bílstjóramegin. Með þeim höggum hófst óhugnanleg og furðuleg atburða- rás, sem ennþá bergmálar af í breskum umræðum um afbrota- mál. Gregsten, sem sat í bíl- stjórasætinu, skrúfaði niður rúðuna. Maðurinn, sem barið hafði, beindi að þeim skamm- byssu og öskraði: „Þetta er rán. Ég hef verið á flótta í fjóra mánuði. Ef þið gerið eins og ég segi, verður allt í lagi.“ Hann kráfðist þess að fá bíl- lyklana og Gregsten hlýddi skipuninni. Byssumaðurinn læsti hurðinni bílstjóramegin. Síðan settist hann inn í aftursætið. Hann talaði án afláts. Meðal annars fullyrti hann, að hann hefði ekki étið í tvo sólarhringa. Hann sagðist hafa sofið undir berum himni síðustu tvær nætur. Hann sveiflaði vopninu og lét þess getið, að hann hefði ekki haft það undir höndum nema stuttan tíma. „Þetta er kúreka- byssa,“ sagði hann hlæjandi. „Mér finnst ég vera kúreki.“ Ungfrú Storie fannst fullyrð- ingin, áð hann hefði sofið úti, vera furðuleg. Það hafði rignt mikið nóttina áður, en hún gat ekki séð, að föt mannsins væru hið minnsta krumpuð. Maðurinn rétti Gregsten lykl- ana aftur og skipaði honum að keyra lengra inn á tröðina milli akurreitanna. Fram að þessu hafði hann hvorki krafist peninga eða annarra verðmæta, en nú gerði hann það. Áður en ungfrú Storie rétti honum töskuna sína, heppnaðist henni að ná megninu af peningunum úr henni. Ræninginn hélt áfram að tala og kvartaði undan því hvað eftir annað að hann væri svo svangur. Storie og Gregsten fóru þess á leit við hann, að hann tæki bílinn og þá peninga, sem hann hafði fengið, og færi á braut. Maðurinn spurði, hvort eitthvað ætilegt væri til í bílnum. Þegar hann fékk neitandi svar, virtist hann gleyma hungrinu. Hann sagði: „Það ligg- ur ekkert á.“ Síðan bætti hann því við, að hver einasti lögregluþjónn á Englandi væri á eftir honum. Hann ætlaði að bíða þar til næsta morgun með að fara. Þá ætlaði hann að binda þau og halda flótt- anum áfram. Óttinn jókst hjá fórnarlömb- unum tveim. Þau reyndu á allan hátt að vera manninum til geðs. En maðurinn virtist ekki vita, hvað hann vildi í raun og veru. Þegar þau höfðu setið í bílnum nærri klukkustund, opnaðist úti- hurð eins hússins í nágrenninu. Ræninginn varð sýnilega hræddur. „Komi þessi náungi hingað, segið ekkert,“ aðvaraði hann þau, „ef þið segið eitt einasta orð skýt ég hann fyrst og síðan ykkur.“ En enginn kom í áttina að bíln- um og ræninginn byrjaði aftur að suða um, hversu svangur hann væri. Hann héldi þetta ekki út lengur, sagði hann. Hann yrði að fara og finna sér eitthvað að borða. Síðan skipaði hann Greg- sten að eftirláta sér bílstjórasætið og fara sjálfur og leggjast í far- angursgeymsluna. Ungfrú Storie og Gregsten reyndu að fá ræningjann á aðra skoðun. Morris Minor var þægi- legur bíll en lítill. Það var fráleit hugmynd að ætla sér að reyna að troða fullvöxnum ka'rlmanni í farangursgeymsluna. En það var ekki fyrr en ungfrú Storie fullyrti, að útblástursrörið læki og dvöl í farangursgeymslunni því lífs- hættuleg, að ræninginn hætti við þá hugmynd. Þessi fráleita umræða átti sér stað fyrir utan bílinn. Það var fyrst þar, sem ungfrú Storie tók eftir, að ræninginn var með vasa- klút bundinn yfir neðri hluta and- litsins. Hann talaði með cockney- framburði. Eftir nokkrar samningaum- leitanir ákvað ræninginn að setj- ast aftur í aftursætið og láta Gregsten halda áfram að keyra. Hann beindi vopninu að höfði hans. Nú hófst hryllilegt ferðalag. Samkvæmt skipun ræningjans óku þau gegnum Slough í áttina að Stanmore. Ræninginn leysti af sér vasaklútinn, en skipaði fórn- arlömbunum að horfa beint fram, svo að þau sæju ekki andlit hans. Hann talaði allan tímann. Næst var það sjálfsmeðaumkvun. Hann sagði þeim, að hann hefði alist upp á barnaheimili og aldrei fengið nokkurn raunverulegan möguleika í lífinu. Hann hafði gert „eitt og annað misjafnt“. Hegðun hans var þó frekar vin- samleg. Meðal annars skilaði hann armbandsúrum fórnarlamb- anna. Nærri Lundúnaflugvelli skip- aði hann Gregsten að stoppa við bensínstöð. Hann lét hann fá 1 pund til að kaupa bensín fyrir. Gregsten fékk 3 pence til baka. Ræninginn gaf ungfrú Storie þau sem „brúðkaupsgjöf". í Stanmore leyfði hann Greg- sten að stoppa og kaupa sígarett- ur í sjálfsala. Ungfrú Storie kveikti í fyrir þau öll. Þegar hún rétti ræningjanum sígarettuna hans tók hún eftir því, að hann var með svarta hanska. Við Kingsbury beindi ræninginn þeim á þjóðveg A-5 í áttina að St. Alb- ans og síðan yfir á þjóðveg A-6 í áttina að Bedford. Þegar þar var komið hafði Gregsten byrjað að blikka með framljósunum til þess að reyna að vekja athygli þeirra sem þau mættu á vandræðum þeirra. Einn þeirra, sem þau mættu, hægði ferðina og benti á aftur- enda bílsins. Ræninginn sá bend- inguna og misskildi hana. Hann skipaði Gregsten að stöðva og fór út til að athuga, hvort afturljósin væru á. Þegar þarna var komið sögu var eina von Gregstens, að þau sæju lögreglu. Þá ætlaði hann að keyra til hennar og stoppa. En á allri leiðinni, u.þ.b. 70 km, sá hann ekki einn einasta lögreglu- þjón. Ræninginn virtist aftur hafa gleymt sultinum. Nú talaði hann mest um, að hann yrði að fá að sofa. Fyrst ætlaði hann sér að binda fórnarlömbin. Við Deadmanshæðina nærri Luton kom hann auga á bílastæði. Gregsten fékk skipun um að aka inn á það. Þegar bíllinn stoppaði voru ljósin slökkt. Það var reipi í bílnum og ræn- inginn batt hendur ungfrú Storie fyrir aftan bak og krækti reipinu í annað handfangið á hurðinni. í framsætinu var poki með þvotti. Ræninginn skipaði Gregsten að rétta sér hann. Þegar Gregsten gerði það skaut ræninginn tveim skotum í höfuð hans. Gregsten féll fram á stýrið. Ungfrú Storie æpti. Ræninginn hvæsti að henni, að halda sér saman. Ungfrú Storie sagði við hann: „Þú skaust hann, svínið þitt. Hvers vegna gerðirðu það?“ „Hann gerði mig hræddan,“ svaraði ræninginn. „Hann var of snöggur í hreyfingum. Ég varð hræddur.“ Hún sá hvernig blóðið vall úr sárum Gregstens. Hún grátbað ræningjann að aka þeim til læknis. Ræninginn virtist logandi hræddur og óöruggur með sig. „Taktu það rólega,“ öskraði hann. „Leyfðu mér að hugsa.“ Hún hélt áfram að suða í honum. Hún höfðaði til dreng- lyndis hans. Þá tók hann tusku úr taupokanum og breiddi yfir and- lit hins deyjandi manns. „Snúðu þér hingað og horfðu á mig,“ skipaði hann ungfrú Storie. „Ég veit að hendurnar á þér eru lausar.“ Hún hafði haldið, að hann hefði ekki tekið eftir því, að henni tókst að losa reipið. Nú sneri hún sér að honum og mætti augnaráði hans. Hann skipaði henni að kyssa sig. Hún neitaði. Einmitt þá lýstist andlit ræn- ingjans eða jafnvel morðingjans upp af ljósum bíls, sem ók hjá. Loksins sá hún, hvernig hann leit út. Fölblá augun voru stór. Hárið var dökkt og sléttgreitt aftur án skiptingar. Aftur varð allt myrkt. Hann neyddi hana til að kyssa sig. Hún tók eftir því að hann var vel rakaður. Síðan skipaði hann henni að setjast við hliðina á hon- um í aftursætið. Þegar hún neit- aði því, hótaði hann að skjóta hana. Hún fór til hans í aftursætið. Hann neyddi hana úr fötunum og nauðgaði henni. Viðbjóður hennar virtist vera honum skemmtun. Tilneydd varð hún að hjálpa til við að draga lík Gregstens út úr bílnum. Síðan varð hún að sýna morðingjanum, hvernig ræsa ætti bílinn. Um stund leit út fyrir, að hann ætlaði sér að taka bílinn og fara sína leið. Ungfrú Storie stóð á bílastæðinu við hliðina á líki Gregstens, þegar maðurinn kom til hennar. „Ég ætla að slá þig í rot annars gargarðu sjálfsagt á hjálp.“ Ungfrú Storie lofaði að garga ekki og grátbað hann um að fara. Hún gaf honum þá pundsseðla, sem hún áður hafði stungið á sig. Ræninginn gekk í áttina að bíln- um og hún dró andann léttar. En þá sneri hann sér við og byrjaði að skjóta. Fyrst skaut hann fjór- um skotum í átt til hennar, hlóð síðan byssuna aftur og skaut sex til viðbótar. Ein af kúlunum hitti ungfrú Storie í hrygginn og lam- aði hana frá mitti og niður. Hún datt. Þegar morðinginn kom til hennar og ýtti í hana með öðrum fætinum, þóttist hún vera dáin. Að lokum settist hann inn í bílinn og keyrði á braut. Það hefði ekki verið óeðlilegt, þó að ungfrú Storie, eftir allt, sem hún hafði gengið í gegnum, hefði glatað öllum hæfileika til skýrrar hugsunar. En hún sá, að lægi hún þarna og dæi í einsemd, myndi enginn komast að, hvað gerst hafði. Hún reyndi með hjálp smásteina, sem voru á mal- bikinu, að skilja eftir skilaboð, en bæði var, að hún gat tæplega hreyft hendurnar og steinarnir dugðu ekki til. Hún hrópaði á hjálp en enginn kom. Það sem eftir lifði nætur lá hún við hlið Gregstens. Það var ekki fyrr en á sjöunda tímanum næsta morgun, að maður, sem var á leið til vinnu sinnar, tók eft- ir henni. RANNSÓKNARÁÐ RÍKISINS RANNSÓKNASJÓÐUR Rannsóknaráð ríkisins auglýsir styrki til rannsókna og tilrauna árið 1989 Umsóknarfrestur er til 1. mars nk. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu ráðsins, Laugavegi 13, sími 21320. Um styrkveitingar gilda m.a. eftirfarandi reglur: • Um styrk geta sótt einstaklingar, stofnanir eða fyrirtæki. • Styrkfé á árinu 1989 skal einkum verja til verkefna á nýjum og álitlegum tæknisviðum. Sérstök áhersla skal lögð á: - efnistækni - fiskeldi - upplýsinga- og tölvutækni - líf- og lífefnatæki - nýtingu orku til nýrrar eða bættrar framleiðslu - matvælatækni - framleiðni- og gæðaaukandi tækni. • Mat á verkefnum sem sótt er um styrk til skal byggt á: - líklegri gagnsemi verkefnis - gildi fyrir eflingu tækniþekkingar eða þróunar atvinnugreina - möguleikum á hagnýtingu á niðurstöðum hér á landi - hæfni rannsóknarmanna/umsækjenda - líkindum á árangri. • Forgangs skulu að öðru jöfnu njóta verkefni sem svo háttar um að: - samvinna stofnana eða fyrirtækja og stofnana er mikilvægur þáttur í framkvæmd verkefnisins - fyrirtæki leggja umtalsverða fjármuni af mörkum - líkindi eru á skjótum og umtalsverðum árangri til hagnýtingar í atvinnulífi. Þó er einnig heimilt að styrkja verkefni sem miða að langframa uppbyggingu á færni á tilteknum sviðum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.