Dagur - 16.02.1989, Qupperneq 1
Akureyrarflugvöllur:
32 farþegar sluppu með skrekkinn
er Fokkervél hlekktíst á í gær
- „varð ekki skelkuð fyrr en ég kom inn í flugstöðina“
Klukkan 14.06 í gærdag endaði
lending einnar Fokker flugvél-
ar Flugleiða með því að vélin
stakkst nærri því á kaf í snjó-
ruóning skammt frá flugstöðv-
arbvggingunni. Farþega eða
áhöfn sakaði ekki en Ijóst er að
flugvélin er eitthvað skemmd.
Jón Lárusson, deildarstjóri í
Vöruhúsi KEA, var meðal far-
Skagaprður:
Harður árekstur
á Vatnsskarði
Laust fyrir hádegi í gær varð
harður árekstur á Vatns-
skarði, rétt hjá aðveitustöð
KAKIK, er hrossaflutninga-
bíll ók framan á kyrrstæðan
stóran jeppa. Blindhríð, svo
varla sá út úr augum, var er
áreksturinn átti sér stað.
Engin meiriháttar meiðsl
urðu á fólki, en jeppinn er
stórskemmdur og flutninga-
bfllinn nokkuð laskaður að
framan.
Mildi var að ekki fór 'verr í
þessum árekstri því farþegi í
jeppanum var nýkominn inn í
hann eftir að hafa fariö út og
hreinsað framan af ljósum og
framrúðu á jeppanunt. Jepp-
inn var vart farinn af stað
aftur, þegar flutningabíllinn
koin aðvífandi úr sortanum og
skall harkalega framan á
jeppánn. Hrossunum f flutn-
ingabílnum varð ekki mcint af
í þessu óhappi. -bjb
Þórshöfn:
Hópur lækna
sinni héraðinu
Náttfari fór heldur flatt er hann lenti á Akureyrarflugvelli í gærdag. Ferðin endaði uppi í snjóskafli, en engan sakaði og gekk fljótt og vel að koma far-
þegum frá borði. Mynd: TLV
Fjármálaráðuneytið boðar lokunaraðgerðir hjá fyrirtækjum
þeganna, en hann var að koma úr
viðskiptaerindum í Reykjavík.
Jón sagði að í fyrstu hefði lend-
ingin virst ganga eðlilega fyrir
sig. Fljótlega eftir að hjól snertu
jörð var þó eins og flugvélin væri
ekki almennilega á brautinni og
fundu farþegar ýmsa skrykki,
eins og flugvélin færi á mikilli
ferð yfir ójöfnur. Snjódrífur
byrgðu alla útsýn úr gluggum.
Ferðin endaði með því að vélin
stakkst inn í skafl eða snjóruðn-
ing en áður hafði hún snúist
snögglega í hálfhring. Ljósin
slokknuðu og drepið var á hreyfl-
unum.
Þessu næst gekk flugstjórinn
aftur í og tilkynnti farþegum að
ekkert væri að óttast, þeim yrði
fljótlega hjálpað út. Hann og
flugfreyjan opnuðu síðan útgang-
inn og farþegarnir fóru út einn af
öðrum. Þegar það gerðist voru
starfsmenn flugvallarins og Flug-
leiða komnir á vettvang og
aðstoðuðu þeir fólkið inn í flug-
stöðvarbygginguna.
Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi
Flugleiða, sagði að 32 farþegar
hefðu verið með flugvélinni og
930 kg af farangri og pósti. í gær
var talið að hreyflar flugvélarinn-
ar hefðu sloppið við skemmdir
svo og mikilvæg stjórntæki.
„Skömmu fyrir flugtak í
Reykjavík tafðist vélin í 20
mínútur því flugstjórinn sagði að
rautt auðvörunarljós hefði kvikn-
að og gæfi til kynna bilun í hægri
hreyfli. Vélin fór síðan í loftið
því þetta reyndist ekki alvarlegt.
Mikil ókyrrð var í loftinu og lét
flugvélin því illa. Vélin var á
miklum hraða á brautinni þegar
hún snerist í hálfhring og stakkst
í ruðninginn. Þetta gerðist allt
svo skyndilega að ég varð ekki
skelkuð fyrr en ég kom inn í flug-
stöðina," sagði ónafngreind
kona, farþegi með vélinni. EHB
vegna vanskila á staðgreiðslu:
Dæmi um að einn aðili skuldi
yfír 30 milljónir í staðgreiðslu
- 199 aðilar hafa haldið eftir einni milljón af staðgreiðslu síðasta árs
Luusn er nú í sjónmáli á
læknisleysi Þórshafnarbúa,
en þar hefur ekki veriö
læknir frá því í desember og
hefur læknir Vopnfirðinga
hlaupiö í skarðið til þessa.
Nú er hins vegar verið að
vinna í því að fá lækna frá
öðrum heilsugæslustöðvum
til þess að sinna Þórshöfn
skipulega uns læknir með
fasta búsetu fæst.
„Við stefnum að því að
mynda fastan hóp lækna,
hvort sem þeir verða þrír,
fjórir eða fleiri, til að taka
þetta að sér. Þar verði tengsl
innbyröis og samvinna. Það er
verið að ræða þetta sem lausn
þangað til hingað fæst fastur
læknir,“ sagði Daníel Árnason
sveitarstjóri.
Hann sagðist hafa ýtt við
þessu tnáli að undanförnu og
sagðist vongóður um að fram-
búðarlausn væri í sjónmáli hjá
landlæknisembættinu. SS
Fjármálaráðherra hefur óskað
eftir því við innheimtustofnan-
ir ríkisins að þeim aðilum sem
skulda meira en eina milljón
króna af staðgreiðslufé síðasta
árs verði sent bréf þar sem
krafist er uppgjörs nú þegar.
Ákveðið hefur verið að hafi
uppgjör ekki farið fram fyrir
15. mars þá verði gripið til
aðgerða, þ.á.m. lokunar-
aðgerða í fyrirtækjum. Sam-
kvæmt upplýsingum fjármála-
ráðuneytisins skulda 199 aðilar
yfir eina milljón í staðgreiðslu
frá síðasta ári.
Innheimta vegna opinberra
gjalda á landsvísu á síðasta ári er
rúmlega 96%. Heildarvanskil
námu þann 5. janúar sl. tæpum
1500 milljónum hjá 8300 aðilum.
Þar af eru rúmar 733 milljónir hjá
199 aðilum. Ólafur Ragnar
Grímsson, fjármálaráðherra,
segir að í vanskilaskránni sé að
finna fyrirtæki í mörgum greinum
bæði stór fyrirtæki og smá, þekkt
og óþekkt. Hann segir dæmi þess
að eitt fyrirtæki skuldi um 30
milljónir króna í staðgreiðslu.
Samkvæmt lögum um stað-
greiðslu opinberra gjalda er
heimilt að loka fyrirtækjum sem
skulda staðgreiðslufé sem þau
hafa tekið af starfsfólki sínu.
Þessari heimild hefur ekki verið
beitt að neinu marki þrátt fyrir að
einstakir launagreiðendur skuldi
verulegar fjárhæðir en Ólafur
Ragnar segir að ekki verði við
það unað lengur að launagreið-
endur sem eru í verulegum van-
skilum geti haldið áfram starf-
semi sinni án þess að greiða van-
skil á staðgreiðslu nú þegar.
„Það væri hróplegt ranglæti ef
menn kæmust upp með að taka
staðgreiðsluna inn í rekstur fyrir-
tækjanna í stað þess að skila
henni í hinn sameiginlega sjóð
vegna þess að þetta eru þeir
skattar sem skráð er hjá starfs-
fólkinu að það eigi að greiða,“
segir Ólafur Ragnar.
I undirbúningi eru hliðstæðar
aðgerðir varðandi vanskil á sölu-
skatti en í smíðum er greinargerð
um hvernig bæta megi innheimtu-
kerfi á söluskatti svo dregið verði
úr vanskilum. JÓH