Dagur - 16.02.1989, Síða 2

Dagur - 16.02.1989, Síða 2
K - mSZiM ~ öttftr iKÍrirt-M f»r 2 - DAGUR - 16. febrúar 1989 I dag kl. 17.00 verður opnuð sýningin Börn Norðursins í Dynheimum á Akureyri, en þar er um að ræða sýningu á myndskrcytingum úr norrænum barnabókum. Á myndinni eru þær Halldóra Ágústsdóttir sem sæti á í stjórn Norræna félagsins og Bergljót Jónasdóttir starfsmaður norrænu upplýsinga- skrifstofunnar á Akureyri, en þær unnu við uppsetningu sýningarinnar í gær. Sýningin stendur í eina viku og verður lesið upp úr barnabókum og börnum sagðar sögur sýningardagana. Mynd: tlv Gallupkönnun um neyslu áfengis: Skiptar skoðanir um vín- andamagn í blóði ökumanna - þriðjungur aðspurðra ætlar ekki að neyta bjórs eftir 1. mars Þeir sem búa utan höfuðborg- arsvæðisins eru ákveðnari andstæðingar áfengisveitinga í opinberum samkvæmum en þeir sem búa á höfuðborgar- svæðinu. Meirihluti fólks er andvígt áfengisveitingum í opinberum samkvæmum og er þessi skoðun almennari eftir því sem fólk er eldra. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri símakönnun sem Gallup á Islandi gerði fyrir nefnd um átak í áfengisvörnum. Mjög skiptar skoðanir virðast vera um hvort breyta eigi reglum um leyfilegt vínandamagn í blóði ökumanna. 47,1% telja ekki þörf á að breyta núgildandi reglum en hins vegar vilja 47,1% strangari reglur. 2,2% vilja rýmka reglurn- ar en 3,5% taka ekki afstöðu til þessa máls. Konur eru mun ákveðnari stuðningsmenn þess en karlar að reglur um vínanda- magnið verði hertar. Um þriðjungur aðspurðra ætl- ar ekki að neyta bjórs eftir 1. mars en hins vegar svöruðu rúm- lega 60% aðspurðra þessari spurningu játandi. Flestir þeirra sem ætla að neyta bjórs eftir 1. mars eru á aldrinum 25-34 ára. Flestir þeirra sem ekki ætla að neyta bjórs eftir 1. mars eru 60 ára og eldri. Þó er eftirtektarvert að 34% þeirra sem ekki ætla að neyta bjórs eftir 1. mars eru á aldrinum 15-24 ára. Samkvæmt könnuninni er lítill munur á viðhorfi til bjórsins eftir því hvar á landinu fólk er búsett. 65,5% þeirra sem ætla að neyta bjórs eftir 1. mars býr á höfuð- borgarsvæðinu, 58% í öðru þétt- býli og 54% í dreifbýli. Minnsta andstaðan við bjórneyslu virtist hins vegar vera á höfuðborgar- svæðinu. JÓH Búseti á Akureyri: Búist við svari frá Húsnæðis- stofhun um miðjan mánuðinn - Búsetafélag stofnað í Ólafsfirði 19. febrúar nk. Gert er ráð fyrir að undir lok þessarar viku muni Húsnæðis- stofnun ríkisins gefa Búseta á Akureyri svar um lánafyrir- greiðslu til fjármögnunar bygg- ingar íbúða fyrir félagið á Akureyri. Umsókn var send inn til Húsnæðisstofnunar í nóvember sl., og er hún endur- nýjun fyrri umsókna Búseta, því allar götur frá stofnun sam- takanna á Akureyri, árið 1984, hefur verið sótt um lánafyrir- greiðslu til Húsnæðisstofnun- ar. Búseti hefur gert samning við byggingaraðila á Akureyri um kaup á íbúðum í Síðu- hverfi, sem nú eru í smíðum, að því tilskildu að Húsnæðis- stofnun gefí jáyrði við umsókn Búseta. Ef lán fást frá Húsnæðisstofn- "un verður gerð könnun á meðal félaga í Búseta á Akureyri um þeirra húsnæðisþörf og í fram- haldi af því verða þeim boðnar íbúðirnar í Síðuhverfi. Þær eru 12 að tölu og er stærð þeirra frá Þriðjudaginn 31. janúar 1989 var kveðinn upp dómur í lögbanns- máli Bílstjórafélags Akureyrar gegn Glæsibílum sf. Dóminn kvað upp Freyr Ófeigsson hér- aðsdómari. Dómsorð: „Máli þessu er vísað frá dómi ex officio. Málskostnaður dæmist eigi.“ Komið hefur fram að lög- bannsaðgerðin með úrskurði fógeta þann 29. janúar 1988, sem höfðuð var með réttarstefnu 9. febrúar 1988, var þá úr gildi fallin samkvæmt lögum. Hefur því kröfu Bílstjórafé- lagsins um staðfestingu lögbanns- 2ja herbergja upp í 4ra her- bergja. Gylfi Guðmarsson, for- maður Búseta á Akureyri, segir að félagar hafi verið um 130 á sl. hausti en hann áætlar að sú tala hafi hækkað upp í 160. Hann seg- ir að við úthlutun íbúðanna verði farið eftir forgangsröð um 100 í bréfí sem utanríkisráðherra barst frá Manfred Wörner, aðalframkvæmdastjóra Atlants- hafsbandalagsins, síðastliðinn föstudag kemur fram að sá varaflugvöllur sem lagt er til að byggður verði á íslandi verði áAkureyri ins verið vísað frá dómi. Á þessu sést að lögbannið var aðeins í gildi eina viku, nánar til- tekið frá 29. janúar til og með 5. febrúar 1988. Glæsibílar sf. hafa samkvæmt þessum dómi verið ranglega álitnir í lögbanni frá 6. febrúar 1988. Er því eðlilegt að spurningar vakni um, hverjir beri ábyrgð á öllum þeim óþægindum, töfum og fjárhagslegu tjóni ásamt álits- hnekki, sem Glæsibílar sf. og við- skiptavinir þeirra hafa orðið fyrir á þessu rúma ári. Fréttatilkynning frá Glæsibílum sf. stofnfélaga Búseta. í næstu sæt- um koma síðan félagar í Búseta í þeirri röð sem þeir hafa gengið í hann. Gylfi segir að ef lánafyrir- greiðsla fáist frá Húsnæðisstofn- un sé við það miðað að íbúðirnar verði fullfrágengnar til afhend- mannaður og starfræktur af óbreyttum borgurum og ekki talinn herflugvöllur nema á stríðstímum. Wörner segir í bréfí sínu að gera verði ráð fyr- ir að herflugvélum jafnt sem borgaralegum vélum yrði beint til þessa varaflugvallar þegar veður eða neyðarástand gerði slíkt óhjákvæmilegt. „Eins og þetta bréf ber með sér þá staðfestir það að varaflugvöll- ur, byggður á kostnað Mann- virkjasjóðs Atlantshafsbanda- lagsins, myndi ekki gegna neinu hernaðarhlutverki á friðartím- um. Yfirstjórn og rekstur yrði eingöngu í höndum íslenskra starfsmanna, við slíkan flugvöll yrðu aldrei staðsettir neinir her- menn á friðartímum og þar yrðu engin vopn eða vopnabúnaður. Þýðing slíks flugvallar fyrir varn- arliðið og þar með réttlæting fyrir framlögum úr Mannvirkjasjóðn- um er fyrst og fremst flugöryggi, þ.e.a.s. að vélar varnarliðsins sem og aðrar geti við slæm veður- skilyrði lent á velli sem ekki er á sama veðursvæði og Keflavíkur- flugvöllur,“ segir Jón Baldin Hannibalsson, utanríkisráð- herra. ingar í desember nk. Þess má svo geta að sunnudag- inn 19. febrúar nk. verður stofn- fundur Búsetafélags í Ólafsfirði. Á þann fund er ráðgert að mæti fulltrúar Búseta í Reykjavík og Landssambands Búsetafélaga. óþh Jón Baldvin segir undanþágu- ákvæði í reglum Mannvirkja- sjóðsins þar sem vikið er frá regl- um sjóðsins um greiðslu kostnað- ar við framkvæmdir sem þjóna sameiginlegum varnarbúnaði. Þeirri undanþágu sé beitt hvað varðar varaflugvöll á íslandi. Skilyrði Atlantshafsbandalagsins eru að flugbrautin verði 3000 metra löng, flughlöð verði nægi- lega rúm til að leggja megi flug- vélum og að aðstaða verði til við- gerða, eldsneytisgeymsla verði til staðar með mögulegri tengingu við olíuhöfn og að á vellinum verði fullkominn flugturn, flug- leiðsögutæki, slökkvistöð og þjónustubygging fyrir áhafnir og farþega. I ríkisstjórninni greinir menn á um hvort heimila eigi að for- könnun fyrir byggingu slíks flug- vallar fari fram en Mannvirkja- sjóður hefur samþykkt fjárveit- ingu til slíkrar forkönnunar. Mið- að við fyrrgreind skilyrði er kostnaður við völlinn talinn um 10 milljarðar króna og rekstar- kostnaður um 75-100 milljónir á ári. Jón Baldvin segir að ráð sé fyrir gert að samningur verði gerður við Bandaríkin um greiðslu á rekstrarkostnaði. JÓH Glæsibílar sf. ekki lengur í lögbanni Bréf aðalframkvæmdastjóra Nató til íslenskra stjórnvalda: Varaflugvöllur ekki herflug- völlur nema á stríðstímum - ósk um að forkönnun verði leyfð til umræðu í ríkisstjórn Akureyri: ■ Stjórn fulltrúaráðs og samninganefnd Starfsmanna- félags Akureyrárbæjar sagði upp launalið gildandi kjara- samnings frá og með 1. febrú- ar síðastliðinn. Erindinu var vísað til kjaranefndar. ■ Bæjarráð hefur synjað beiðni Lionsklúbbsins Hængs um niðurfellingu á fasteinga- skatti af félagsheimili klúbbs- ins að Norðurgötu 2b. ■ Aðalfundur Kaupþings Norðurlands var haldinn í gær á Hótel KEA. Bæjarráð haíði lagt til að Sigfús Jónsson bæjarstjóri yrði fulltrúi bæjar- ins í stjórn fyrirtækisins og Valgarð Baldvinsson til vara. ■ Bæjarráð hefur lagt til að fyrirkomulag vaktavinnu hjá slökkviliði og íþróttamann- virkjum verði tekið til endur- skoðunar. ■ Bygginganefnd hefur veitt Trésmíðaverkstæði Sveins H. Jónssonar hf., leyfi til bygg- ingar raðhúss á lóðinni nr. 2-4- 6-6A við Múlasíðu. Einnig veitt Aðalgeir Finnssyni hf. Ieyfi fyrir byggingu einbýlis- húss á lóðinni nr. 12 við Bakkasíðu. ■ Síjórn veitustofnana hefur samþykkt að verða við beiðni frá hreppsnefnd Hálshrepps í S.-Þingevjarsýslu, þar sem óskað er eftir samningum við Akureyrarbæ um vatnskaup frá Reykjum í Fnjóskadal. ■ Stjórn veitustofnana hefur samþykkt að fela hitaveitu- stjóra að sækja um hækkun á gjaidskrá hitaveitunnar frá 1. mars n.k. í samræmi við hækk- un byggingarvísitölu, jafn- framt samþykkir veitustjórn að gjaldskrá hitaveitunnar verði framvegis breytt mánað- arlega í samræmi við breyting- ar á byggingarvísitölu. Sama gildir urn hitataxta rafveitu. ■ Félagsmálaráð hefur sam- þykkt að loka helmingi dag- vista bæjarins frá 10. júlí til 24. júlí, öllum dagvistum frá 24. júlí til 8. ágúst og hinum helmingi dagvista frá 8. ágúst til 22. ágúst. ■ Félagsmálaráð hefur sam- þykkt og vísað til bæjarráðs, tillögu frá Guðrúnu Sigurðar- dóttur, þess efnis að upphæð sú sem starfsfólki ráðgjafa- deildar er heimilt að ráðstafa til fjárhagsaðstoðar án sam- þykkis félagsmálaráðs, hækki úr kr. 40.000,- í 50,000.-. Einnig að upphæð sú sem félagsmálaráð getur ráðstafað án samþykkis bæjarráðs hækki úr kr. 80.000,- í 100.000,- ■ íþróttaráð og bæjarráð hafa samþykkt að ganga að til- boði Smára Sigurðssonar o.fl. í Hammerle snjótroðara. ■ Æskulýðsráði hefur borist bréf frá Sundfélaginu Óðni, þar sem tilkynnt er um nám- stefnu félagsins sem haldin verður á Akureyri dagana 7,- 9. apríl og er öllum opin.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.