Dagur - 16.02.1989, Síða 3
16. febrúar 1989 - DAGUR - 3
Steingrímur J. Sigfússon, samgönguráðherra:
ViD að menn hugi strax að
framhaldi flugmalaáætlunar
- í því skyni að byggja upp flugvelli á landinu til fragtflugs
Steingrímur J. Sigfússon, sam-
gönguráðherra, teiur að eftir
að núgildandi flugmálaáætlun
hefur runnið sitt skeið á enda,
að tæpum 9 árum liðnum, beri
að beina sjónum að frekari
uppbyggingu nokkurra flug-
valla á landinu m.a. í.því skyni
að tryggja fragtflug fil og frá
ákveðnum svæðuin. Þar vísar
hann til vaxandi flutninga á
ferskum fiski, bæði botnfiski
og eldisfiski, víða af landinu
beint á markað erlendis.
Hugmynd samgönguráðherra
er í þá veru að í hverjum lands-
hluta verði einn flugvöllur sem
uppfylli allar kröfur til slíkra
fragtflutninga, bæði hvað varðar
brautarlengd og tilskilinn öryggis-
búnað. „Þetta mál er ekki endi-
lega eitthvað sem menn þurfa að
taka endanlega ákvörðun um á
næstu mánuðum. En ég tel mikil-
vægt að menn skoði þetta og hug-
leiði í framhaldi'núgildandi flug-
málaáætlunar,“ segir Steingrím-
ur.
Samkvæmt flugmálaáætlun er
gert ráð fyrir að klæða allar áætl-
unarflugbrautir bundnu slitlagi
fyrir árslok árið 1997. Steingrím-
ur segir að í ljósi þess muni upp-
bygging flugvalja á landinu, sem
nú þegar uppfylla ekki öll skilýrði
til fragtflugs, verða auðveldari og
kostnaðarminni.
Flugleiðir hafa nú yfir að ráða
einni flugvél af gerðinni Boeing-
727 sem bæði er útbúin til fragt-
og farþegaflugs. Leifur Magnús-
son hjá Flugleiðum segir að sú
vél verði í rekstri a.m.k. fram á
haustið en þá verði tekin ákvörð-
un um hvort keypt verður önnur
vél í hennar stað fyrir fragtflug-
ið. Sú hugmynd hefur komið upp
að festa kaup á svokallaðri
Combi-vél frá Boeing verksmiðj-
unum. Þessi vél, sem ber númer-
ið 757-200, býður upp á bæði
fragt- og fólksflutninga. Leifur
segir að auk kaupa félagsins
á tveimur vélum af þessari gerð
til farþegaflugs eigi það kauprétt
í einni vél til viðbótar. „Þessi vél
gæti komið árið 1991 og vissulega
er möguleiki á því að hún verði
búin til fragtflutninga. Það hefur
engin ákvörðun verið tekin um
hvort FÍugleiðir nýta sér kauprétt
á þessari vél,“ segir Leifur.
Hann segir að flugvélar af
gerðinni Boeing 757-200 þurfi
mun styttri flugbrautir en eldri
sambærilegar vélar. „Miðað við
góð skilyrði komast þessar vélar
vel af með 2000 metra flug-
braut,“ segir Leifur.
Samkvæmt þessu munu nokkr-
ir flugvellir á landinu uppfylla
skilyrði til fragtflugs. Leifur
nefndi Sauðárkrók, Akureyri,
Húsavík og Egilsstaði í því
sambandi. Vegna óhagstæðra
skilyrða við flugvelli á Vestfjörð-
um gengi dæmið ekki eins upp
þar. Leifur segir t.d. ísafjörð
alveg út úr myndinni með
fragtflug. óþh
Dýraspítali Ágústs og Elfu:
Vonandi verður hægt að taka
hann í notkun næsta haust
segir Elfa Ágústsdóttir, dýralæknir
„Málið er í biðstöðu þar til
teikningar og kostnaðaráætlun
fyrir byggingu dýraspítalans
liggja fyrir. Þegar þessir frum-
þættir byggingarinnar verða
klárir munum við geta sótt um
lán til að hefja framkvæmdir,“
sagði Elfa Agústsdóttir, dýra-
læknir, aðspurð um hvernig
liði fyrirhugaðri byggingu
dýraspítala við Akureyri.
Þau feðgin og dýralæknar, Elfa
og Ágúst Þorleifsson, munu
byggja dýraspítalann í samein-
ingu. Þá er ráðgerð bygging íbúð-
arhúsnæðis við spítalann þar sem
feðginin munu búa. Þau hafa
fengið úthlutað lóð til fram-
kvæmda og er hún í landi Ytri-
Varðgjár í Öngulsstaðahreppi.
Elfa segir að byggingu húsanna
hafi verið frestað sökum þess að
fyrirliggjandi teikningar þóttu
ekki henta. Jón Geir Ágústsson,
byggingafulltrúi, var því fenginn
til að gera nýjar teikningar af
fyrirhuguðum dýraspítala og
íbúðarhúsnæði. Hann hóf þá
vinnu skömmu fyrir síðustu jól
og gerir ráð fyrir að ljúka þeim
innan skamms.
Ef allar áætlanir standast segir
Elfa að fyrirhugað sé að taka nýj-
an dýraspítala í notkun næsta
haust. Stærð hans er áætluð 180
fermetrar. „Við höfum ekki í
hyggju að breyta okkar starfsemi
með tilkomu spítalans. Það verð-
ur fyrst og fremst aðstaðan sem
breytist. Að vísu má segja að það
verði ákveðin breyting að geta
tekið við veikum dýrum og haft
þau hjá sér,“ segir Elfa Ágústs-
dóttir. óþh
Ný ísbúð
Nýir eigendur hafa tekið við rekstri ísbúðarinnar við Kaupvangsstræti. Hefur búðin nú verið opnuð eftir miklar endurbætur og
er hún öll hin vistlegasta. Þar er hægt að fá allt það sem söluturnar hafa venjulega uppá að bjóða, auk þess sem settur verður
upp samlokubar, sem er nýjung þess efnis að viðskiptavinir geta valið sér hvaða álegg þeir vilja á brauðið sitt. Þá verður að sjálf-
sögðu ís-bar þar sem hægt verður að fá ísrétti af öllum stærðum og gerðum. Við kassann stendur Eyþór Jósepsson því næst Linda
Tómasdóttir, en þau eru eigendur ísbúðarinnar. Með þeim á myndinni er Erna Þorsteinsdóttir starfsstúlka. Mynd: tlv
/--------------------------------\
Skumasýníng
verður haldin í Barnaskóla Árskógshrepps,
Stærri-Árskógi þann 19. febrúar frá kl. 12.00
á hádegi til kl. 16.00.
Sama dag og stað verður aðalfundur
Loðdýrafélags Eyjafjarðar og hefst hann
kl. 16.00 stundvíslega.
Stjórnin.
V________________________________✓
Eldridansa-
klúbburinn
Dansleikur í Lóni, Hrísalundi 1. laugardaginn
18. febrúar 1989 ki. 22.00-03.00.
Hljómsveit Bigga Mar sér um fjörið.
Allir velkomnir.
Stjórnin.
Styrktarfélag
vangefinna
Þorrablót verður laugardaginn 18.
febrúar að Félagsmiðstöðinni Lundar-
skóla.
Borðhald hefst kl. 17.30.
Allir þroskaheftir velkomnir.
Stjórnin.
Orðsending til bænda á
fjárskiptasvæðum
Sauðfjárbændur sem eiga rétt á að taka upp sauð-
fjárhald að nýju haustið 1989, þurfa að leggja inn
pöntun á líflömbum fyrir 15. mars 1989.
Pöntuninni þarf að fylgja úttektarvottorð héraðsdýra-
læknis um að sótthreinsun hafi verið iokið skv.
samningi. Allar pantanir skulu vera skriflegar og
sendast til Sauðfjárveikivarna, Rauðarárstíg 25,150
Reykjavík.
Reykjavík 9. febrúar 1989.
Sauðfjárveikivarnir.
PÓST- OG
SÍMAMÁLASTOFNUNIN
Forval
Póst- og símamálastofnunin hyggst láta leggja Ijós-
leiðarastreng á milli Borgarness og Búðardals, og á
milli Búðardals og Blönduóss. Verkið felur í sér lögn
á strengnum ásamt frágangi á tengibrunnum.
Óskað verður eftir tilboðum í verkin sitt í hvoru lagi,
þó þannig að hægt verði að semja við einn verktaka
um bæði verkin. Til greina kemur að leigja til vænt-
anlegs vérktaka sérhæfðan búnað (plóg, kapalvagn
o.s.frv.).
Þeir sem óska eftir að gera tilboð í fyrrgreind verk
sendi uppiýsingar um vinnuvélakost sinn og fyrri
verk til Póst- og símamálastofnunar, Tæknideild,
Landsímahúsinu, 150 Reykjavík, merkt: „Forval,
Borgarnes-Blönduós“ fyrir 21. febrúar n.k.