Dagur - 16.02.1989, Qupperneq 4
fx o
4 - DAGUR - 16. febrúar 1989
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, Sl'MI: 24222
ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 70 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR.
RITSTJÓRI:
BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir),
BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960),
EGILL H. BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON
(Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík),
MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSMYNDARI: TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON,
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Borgríki við Faxaflóa
Þrátt fyrir íslandsmet í fólksfjölgun á síðasta
ári fjölgaði búsettum utan höfuðborgar-
svæðisins og Suðurnesja ekki um einn ein-
asta, þegar á heildina er litið. Reyndar varð
nokkur fólksfjölgun á einstaka stöðum utan
Reykjavíkur og Reykjaness en víðast hvar á
landsbyggðinni fækkaði fólki talsvert.
Það er mikill misskilningur að halda því
fram að byggðaröskunin sé fyrst og fremst
áhyggjuefni þeirra sem úti á landsbyggðinni
búa. Ljóst er að hún er engum landsmanni
óviðkomandi, enda hafa kannanir sýnt að
íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa ekki síður
þungar áhyggjur af þessari þróun en aðrir
landsmenn. Það er allra hagur að jafnvægi
komist á í byggðaþróuninni.
Það er fróðlegt að skoða nokkrar tölur í
þessu sambandi: Frá síðustu aldamótum hef-
ur íbúatala landsins ríflega þrefaldast. Að um
það bil þremur/fjórðu hlutum hefur sú aukn-
ing átt sér stað á höfuðborgarsvæðinu en ein-
ungis 25% utan þess. Árið 1960 bjó 50,7%
þjóðarinnar á höfuðborgarsvæðinu en 49,3% í
öðrum landshlutum. Um síðustu áramót var
staðan orðin sú að einungis 37,7% þjóðarinn-
ar bjó utan Reykjavíkur og Reykjaness. Á síð-
ustu fimm árum hefur landsmönnum fjölgað
úr rúmlega 238 þúsund í tæplega 252 þúsund
manns, eða um 13.750 manns. Öll þessi fjölg-
un er á höfuðborgarsvæðinu og sem dæmi má
nefna að þessi tala, 13.750 manns, samsvarar
u.þ.b. heildaríbúafjölda á Akureyri um síð-
ustu áramót!
Þetta er hin margnefnda byggðaröskun í
hnotskurn og því verður ekki neitað að ofan-
greindar tölur eru ískyggilegar. Aðeins einu
sinni á þessari öld, á árunum 1975-1980, hef-
ur stjórnvöldum tekist að stöðva búsetu-
röskunina í landinu. Að þeim árum undan-
skildum hefur stöðugt sigið á ógæfuhliðina.
Frammi fyrir þessum vanda standa stjórn-
völd nú. Ljóst er að brýnna aðgerða er þörf,
þótt vandinn verði auðvitað ekki leystur í
einni svipan. Fyrsta skrefið er að draga úr
byggðaröskuninni. Það verður ekki gert nema
markviss byggðastefna hafi verið mótuð af
hálfu stjórnvalda til langs tíma. Því miður
skortir mikið á að svo sé. Þess vegna eru
bráðabirgða„reddingar“ algengustu byggða-
aðgerðirnar hér á landi - því miður. Og svo
mikið er víst, að ef ekki tekst að snúa taflinu
við í náinni framtíð, verður ísland orðið borg-
ríki við Faxaflóa fyrr en varir. BB.
„Vmnan er stærri hluti af lífinu og því höfum viö tilhneigingu til að vilja njóta frítíma okkar á dýrari máta en aörir,t4
segir greinarhöfundur m.a.
í mimungu forfeðranna
Það er dimmur og þungbúinn
janúarmorgunn. Slyddan fellur
til jarðar og frýs þar til hálfs. Bíl-
arnir ösla saltforina og börnin
setja skólatöskurnar fyrir andlitið
þegar þau hlaupa fyrir húshorn
og fá vestanvindinn í fangið. Það
er þessi mánuður þegar íslend-
ingar ættu helst að liggja upp í
rúmi og lesa góðar bækur eins og
Guðni rektor komst einu sinni að
orði. Það er engin lægð eða deyfð
í stjórnmálunum. Það er vinstri
stjórn í margflokkakerfinu og
hægri mönnum líður illa og hafa
tilhneigingu til að láta ófriðlega.
Ólafur Ragnar er orðinn fjár-
málaráðherra og því mikið í
sviðsljósinu. Hann hefur alltaf
getað komið orðum að því sem
hann vill segja frammi fyrir
alþjóð, allt frá því að hann á
unga aldri starfaði fyrir Ríkis-
útvarpið og spurði kirkjugesti á
Skólavörðuhæð, um leið og þeir
gengu frá kirkju, hvað presturinn
hefði talað um. Flestum hinum
öldnu kirkjugesta, sem fóru til
messu að gömlum vana á sunnu-
dagsmorgni, hafði láðst að taka
eftir ræðu prestsins. Fleiri taka
eftir umróti Ólafs í pólitíkinni og
Þorsteinn er farinn að skerpa sig,
tala ákveðið, skýrt og skilmerki-
lega til aþjóðar og svara vinstri-
stjórninni af festu. Ef til vill á
stjórnarandstaðan eftir að verða
honum til góðs. Vextirnir eru
einnig komnir í stjórnarandstöðu
og vonandi verður sá tími, sem
nú er að líða, þeim til góðs þegar
til lengri tíma er litið. Eins og
sakir standa haga þeir sér eins og
gormur í gamaldags legubekk
eftir því hvernig búkurinn byltir.
Gormur er ekkert fyrir það að
láta þrýsta sér niður með handafli
og neytir hvers tækifæris til að
rétta úr sér aftur. Þannig eru
íslendingar. Þetta er því einskon-
ar þríeiki, gormurinn, vextírnir
og landinn þegar þeim skal þrýst
niður.
Eyda í dag -
afla á morgun
Sparnaður hefur lengi verið
talinn til dyggða. Nútíma hag-
kerfi hefur tekið þá dyggð bók-
staflega. Hann er undirstaða þess
að fjármunamyndun geti átt sér
stað. Sparnað er þó ekki hægt að
kaupa það dýru verði að atvinnu-
rekstur á viðkomandi hagstjórn-
arsvæði geti engan veginn borgað
fyrir hann. Það hefur gerst hér.
Það er sá vandi sem bitnar á vöxt-
unum núna og veldur því að þeir
teygja sig til og frá eftir því
Þórður
Ingimarsson
skrifar:
hvernig höndin þrýstir þá. íslend-
ingar hafa aldrei verið gefnir fyrir
að spara. Þeir hafa lengi haft til-
hneigingu til að lifa um efni fram.
Eyða strax því sem þeir afla og
eyða helst einnig í dag því sem
þeir ætla að afla í næstu viku í
trausti þess að þá aflist dálítið
meira. Þeir hófu að gera út á von-
ina á landnámsöld. Annars hefðu
þeir trúlega ekki sest hér að. Við
höfum haldið því áfram og þetta
hefur alltaf gengið því aflinn hef-
ur aukist aftur þótt það yrði
stundum ekki fyrr en í þar næstu
viku. Trúlega gengur þetta enn
um sinn en tilraunin til að upp-
hefja sparnað á íslandi með því
að beita háum vöxtum hefur mis-
tekist. Eftirspurnin eftir pening-
um til fjárfestingar og eyðslu var
svo mikil að allur sparnaður var
samstundis tekinn að láni. Vand-
inn sem síðan kom í ljós er sá að
atvinnureksturinn getur ekki
borgað vextina.
íslendingseðlið
íslendingasögurnar greina
okkur frá bláeygum víkingum
sem komu hingað til að losna
undan yfirráðum einræðis. A síð-
ari tímum hefur þeim skoðunum
aukist fylgi, að fólkið sem settist
hér að hafi verið friðsemdarfólk
sem vildi vinna að sínu en þoldi
ekki ofríki og yfirráð. Víkingarn-
ir hafi fremur haft hér viðkomu
og haldið áfram för. Eyja með
risjótt veðurfar og litla manna-
byggð hafi ekki hentað víkinga-
eðlinu. Það íslendingseðli, sem
við þekkjum í dag svarar vel til
hugmynda um friðsamt fólk, sem
vildi búa að sínu en átti ákaflega
erfitt með að þola yfirráð.
Við vinnum einnig eftir þess-
um hugsunarhætti. Það er oft tal-
að um og rökstutt með könnun-
um, sem gerðar hafa verið sam-
kvæmt evrópskum stöðlum, að
vinnuafköst Islendinga séu minni
en nágrannaþjóða okkar. Niður-
stöður slíkra kannana verða í
samræmi við þær forsendur sem
eru gefnar. Þegar talað er um
vinnuafköst má ekki rugla því
saman við framleiðni. Hún tekur
mið af fjölbreyttari forsendum.
„Det er stengt nu“
íslendingar vinna að jafnaði mun
lengri vinnudag en fólk í nálæg-
um löndum. Vinnan er stærri
hluti af lífinu og því höfum við
tilhneigingu til að vilja njóta frí-
tíma okkar á dýrari máta en
aðrir. Okkur finnst hreinlega við
eiga það skilið. Við viljum vinna
í törnum. Aðstæðurnar hafa
kennt okkur það. Að bjarga afla
þegar hann berst á land. Bjarga
heyjum undan rigningu. Ljúka
framkvæmdum áður en vetur
sest að. Þessi vinnuhugsunarhátt-
ur hefur flust yfir í þjónustu-
greinarnar. Hafa opið og veita
þjónustu. Við höfum ekki til-
einkað okkur þann verksmiðju-
hugsunarhátt sem ríkir á meðal
íbúa gamalgróinna iðnríkja.
„Det er stengt nu,“ sagði úrillur
vörður í norskri postulínsverk-
smiðju klukkan hálfa mínútu yfir
fjögur þegar þreytta ferðalanga
frá íslandi bar að garð. Þeir
höfðu áhuga á að versla á mark-
aði verksmiðjunnar. íslendingur
hefði eflaust selt þeim vasa eða
skál þótt klukkan væri rétt orðin
fjögur. Það gerði Norðmaðurinn
ekki. Elín í fatahreinsuninni
sagði hins vegar þegar ég kom
nokkrum mínútum of seint með
buxurnar mínar og hún hafði
gleymt að skella í lás á slaginu.
„Eg loka ekki á meðan einhver
kemur inn.“
Stöðugleiki nauðsynlegur
Þarna er ef til vill munurinn á
okkur og þeim útlendu og svo
ætlum við að trúa því að við
afköstum minna en þeir. Á móti
má spyrja hvernig við hefðum
bjargast í þessu landi ef við hefð-
um ekki unnið það sem þarf og á
þeim tíma sem varð að vinna
það. Við skulum varðveita þetta
eðli þótt við verðum eflaust að
endurskoða almenna afstöðu
okkar til fjárfestinga og eyðslu á
næstunni. Það þarf hugarfars-
breytingu fremur en vaxtabreyt-
ingu. Stöðugleiki á efnahags-
undrinu á íslandi er nauðsyn-
legur undanfari slíkra breytinga.
Þá skiptir ekki máli hvort fjár-
málaráðherrann heitir Ólafur,
Þorsteinn eða bara Jónas. Það
skiptir máli að beitan verði ekki
of dýr. Hvort sem hún heitir
vextir, steinsteypa, stál eða
aðeins ákvörðun um að una sér
við eitthvað annað en hingað til.
Við getum ekki endalaust trúað á
að afla meira á morgun.