Dagur - 16.02.1989, Page 5

Dagur - 16.02.1989, Page 5
16. febrúar 1989 - DAGUR - 5 lesendahornið SporthíoicL HAFNARSTRÆTI 94 SÍMI 24350 Tillitslausir bílstjórar í hláku: Borgi vegfarendum hreinsun á fatnaði - ef þeir gusa á þá vatni Fyrrverandi atvinnubflstjóri á Akureyri, hafði samband við blaðið vegna lesendabréfs fyrir skömmu, undir fyrirsögninni: Tillitsleysi ökumanna í hlákunni. Hann sagði að þegar hann vann sem bílstjóri hér á árum áður, hafði hann nokkrum sinn- um lent í því að gusa vatni á gangandi vegfarendur þegar hann keyrði fram hjá þeim. í þeim tilfellum sem það skeði og þó skaðinn væri skeður, hafi hann jafnan áttað sig á hvað gerst hafi og hann því stoppað bifreið- ina, gefið sig á tal við fórnar- lambið og boðist til þess að borga hreinsun á fatnaði viðkomandi. Umræddur bílstjóri sagðist ekki vita hvort það væru skráð lög að bílstjórar sem gerðu gang- andi vegfarendum slíkan grikk, ættu að greiða fyrir hreinsun á fatnaði viðkomandi. Engu að síð- ur væri það lágmarks kurteisi að bjóða upp á slíkt. Stolið úr verslunum Erfitt að finna sundlaugina! Ferðalangur sem var í sinni fyrstu heimsókn á Akureyri nýlega hafði samband við blað- ið og vildi benda á nokkuð sem hlyti að vera ferðamönnum til stórfelldra vandræða. „Pið eigið mjög fallegan bæ sem hefur upp á margt að bjóða. Dag einn var ég búinn að fara víða og sjá margt og fannst upp- lagt að enda góðan dag á því að fara í sund. I miðbænum spurði ég til vegar og var mér sagt að ég skyldi bara ganga upp svokallað „Gil“ og þar efst myndi sund- laugin blasa við mér; hún gæti ekki farið framhjá mér. Ég gekk af stað, en þegar ég var kominn upp brekkuna sá ég hvergi sundlaug. Parna var jú hvítt hús sem stóð eitt og sér, en alveg ómerkt og bar ekki með sér, séð úr þessari átt að þarna væri um sundlaug að ræða. Það getur varla kostað mikið að setja skilti á húsið svo ferðalangar eins og ég standi ekki eins og stranda- glópar að leita að þessari annars ágætu sundlaug. Pað hljóta fleiri en ég að hafa lent í þessu, t.d. erlendir ferðamenn." Hér sést vel hvernig smákóngar helga sér svæði á bílastæðunum í Miðbæ Akureyrar. Umferðarómenning Bfleigandi hafði samband við blaðið og var allt annað en ánægður með „umferðarómenn- ingu“ Akureyringa. „Ég get vart orða bundist, eftir að ég átti sem oftar leið um miðbæinn. Þó umferðin hafi verið frekar lítil þennan dag, var þetta eins og að vera staddur í miðri Rómaborg á háannatíma. Hver smá „blikk- beljudós“ hegðaði sér eins og hún væri vöruflutningabíll með tengivagni hvað bílastæðapláss varðaði. Þannig að örfáir bílar lögðu undir sig heila götu sem miðað við venjulegt ástand gæti tekið helmingi fleiri bíla í stæði. fremst um sjálfa sig og alls ekki út fyrir sinn eiginn nefbrodd. Þessir ökumenn ættu að fara að líta aðeins í kringum sig, taka til- lit til annarra í umferðinni, elleg- ar kaupa sín eigin bílastæði í bænum. Þá gæti hver „smádósar- eigandi" verið kóngur á sínu svæði, í stað þess að reyna það á almenningseign.“ Hagkaups: Viðskiptavinir undir grun? Skapti Áskelsson hringdi og sagðist vilja leggja nokkur orð í belg vegna frétta af stórfelldum þjófnaði í verslunum Hagkaups á síðasta ári. „Samkvæmt því sem forráða- menn Hagkaups segja er stolið vörum úr verslunum Hagkaups fyrir um 100 milljónir á ári. Haft er eftir þeim að starfsfólk fyrir- tækisins sé upp til hópa heiðar- legt fólk, þótt einn og einn óheið- arlegur leynist innan um. I þessu felst auðvitað sú ásök- un að það séu fyrst og fremst „kúnnarnir", sem steli svona frá Hagkaupsmönnum. Mér finnst að ætti að benda viðskiptavinum Hagkaups á að gefa versluninni frí vegna þess arna og versla anú- ars staðar. Ef ég eða þú höfum verslað hjá Hagkaup, þá getum við náttúrlega verið einir af þeim sem höfum stolið þar. Það var enginn undanskilinn. Ég held það hljóti að vera erfitt að sitja undir slíkum áburði.“ „Móttaka“ Slysadeildar FSA til skammar Það ætti ekki að kosta mikið að merkja sundlaugina, segir ferðalangur. Þetta er hámark „bílastæðatil- litsleysisins“ og er greinilegt að svona bíleigendur hugsa fyrst og Óánægður sjónvarpsáhorfandi: Af hveiju var ekki sent út efni frá Akureyri - í rafmagnsleysinu á sunnudaginn? Karlmaður úr Þorpinu á Akur- eyri hafði samband við blaðið og vildi kvarta yfir Sjónvarp Akur- eyri. Hann taldi það fyrir neðan allar heldur að umrædd sjón- varpsstöð skyldi sýna Norðlend- ingum stillimynd í einar þrjár klukkustundir í rafmagnsleysinu fyrir sunnan á sunnudagskvöld. „Það er til einhvers að vera með sérstakan sjónvarpsstjóra hér fyr- ir norðan og aðstöðu til að senda út efni og bjóða síðan fólki upp á stillimynd í þrjár klukkustundir." Blaðið hafði samband við Bjarna Hafþór Helgason sjón- varpstjóra Eyfirska sjónvarps- félagsins og spurði hann hverju þetta sætti. „Astandið var mjög ótryggt á þessum tíma og um helgina höfðum við m.a. búið við það að rafmagn fór af Vaðla- heiði. Við hefðum getað sýnt eyfirskt efni og efni sem er tekið og unnið hér fyrir norðan. Það hefur hins vegar mælst mjög illa fyrir að vera að sýna efni, sem þarf að klippa skyndilega á, sem við hefðum þurft að gera um leið og rafmagn kæmi á aftur í Reykja- vík. Og við vorum auðvitað aldrei vissir um það hvenær það mundi gerast og áttum reyndar von á því á hverri stundu og það er einfaldlega ástæðan fyrir því að við sýndum ekki efni héðan á meðan.“ Lesendahorninu hefur borist eftirfarandi bréf frá manni sem var svo óheppinn að slasa sig á dögunum. Ég varð fyrir smá óhappi nýlega sem ég taldi vissara að láta líta á og lagði því leið mína á „slysadeild" FSA. Mér var vísað á ákveönar dyr og þegar inn kom sátu 7-8 manns þar á stólum og biðu. Þarna var engin móttaka eða skráning af nokkru tagi og beið ég því fyrst dágóða stund. Ekkert gerðist, svo ég tók mig til, gerðist djarfur og vísaði sjálfum mér innfyrir þar sem ég hitti lækni sem ekki skildi íslensku. Hann tók niður nafnið mitt, sagði mér að setjast aftur og bíða. Þeg- ar ég fór að kanna nánar erindi hinna sem biðu, virtist mér sem þeir væru flestir að koma í svo- kallaða „eftirkomu", en til allrar lukku var enginn verulega slasað- ur á staðnum. Ég velti því fyrir mér og þakkaði í hljóði fyrir að hafa ekki slasað mig t.d. á auga því slík meiðsl þola ekki bið. Mér þykir þessi aðstaða vægast sagt til skammar. Nú, þegar mér loks var vísað inn sátu þar tvær konur við störf sem gáfu sér ekki einu sinni tíma til að bjóða góðan dag. Á þessu stigi langaði mig mest að hlaupa út, svo óvelkominn fannst mér ég vera á þessum stað. En, sem bet- ur fer tók betra við. Ég fékk sam- band við ágætan lækni sem veitti mér prýðilega aðstoð og bætti það nokkuð úr skák. Skfðafatnaður

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.