Dagur - 16.02.1989, Side 12
Akureyri, fimmtudagur 16. febrúar 1989
-■ ' ■ .......
Er Véladeild
Akureyrarbæjar
vanbúin tækjrnn?
Komidagurinn er á sunnudaginn
Opið í Hafnarstræti:
Laugardag frá kl. 09.00-18.00 og sunnudag frá kl. 09.00-18.00.
Sunnuhlíð: Laugardag frá kl. 10.00-18.00.
Blómabúðin Laufás
Hafnarstræti 96 • Sími 242S0
Sunnuhiíð • Sími 26250.
Strætisvagnar Akureyrar hafa
átt í erfðileikum og orðið fyrir
skakkaföllum af völdum tíðar-
farsins undanfarnar vikur.
Vagnarnir hafa lent í 6 minni-
háttar umferðaróhöppum frá
áramótum, flestum í Kaup-
vangsstræti, og slitið dekkjum
fyrir umtalsvert fé á sama tíma
vegna keðjunotkunar.
Stefán Baldursson, forstöðu-
maður, segir að færðin hafi oft
verið það þung undanfarið að
vagnarnir lentu í umtalsverðum
erfiðleikum. Samstarfið við véla-
deild bæjarins væri ágætt en
sannleikurinn væri sá að vegna
þungrar umferðar kæmu vagn-
arnir oft á tíðum ekki á réttum
tíma. Þá virtist sem bærinn hefði
hreinlega ekki yfir nægjanlegum
tækjakosti að ráða til að halda
akstursleiðum þokkalega opnum
við erfiðar aðstæður.
„Austursíða, Miðsíða, Teigar-
síða og Smárahlíð eru dæmi um
erfiðar götur í Glerárhverfi.
Pessar götur grafast meira og
minna í sundur og verða mjög
ósléttar. Við biðstöðvarnar
myndast líka svellbunkar sem
gera okkur erfitt fyrir. Vagnarnir
eru búnir keðjum og við erum
búnir að slíta dekkjum fyrir 140
þúsund krónur frá áramótum
vegna keðjunotkunarinnar,"
sagði Stefán.
Starfsmenn SVA eru óhressir
vegna beygjunnar sem vagnarnir
verða að taka til vinstri úr Kaup-
vangsstræti upp í Eyrarlandsveg.
„Lögreglan þyrfti að fylgja lokun
Kaupvangsstrætis betur eftir og
loka alveg fyrir umferð niður
götuna í siæmri færð. Varðandi
leiðakerfisbreytinguna virðist
gæta nokkurs misskilnings hér í
bæ. Bæjarfulltrúar virðast halda
því fram að breytingin hafi verið
gerð vegna íbúa Glerárhverfis en
þeir vita betur, við vorum hrein-
lega hraktir úr miðbænum. Petta
er eina raunverulega ástæðan fyr-
ir leiðakerfisbreytingunni,“ sagði
Stefán. EHB
Félagar úr hestamannafélaginu Létti á Akureyri halda árshátíð sína að Hlíðarbæ næsta laugardag og eflaust verður
þar mikill glaumur og gleði. Léttisfélagar riðu um bæinn og höfðu gjallarhorn sér til aðstoðar. Mátti úr því heyra
hvatningarhróp mikil þar sem eindregið var mælt með mætingu manna á nefnda árshátíð. Mynd: vg
Steingrímur J. Sigfússon, samgönguráðherra, um varaflugvallarmálið:
Geri engan greinarmun á undirbúningi
eða framkvæmdum við þennan hemaðarflugvöll
- athyglisvert ef menn eru að beita sér fyrir Aronsku
„Eg er aigerlega andvígur öll-
um hernaðarmannvirkjum og
hef aldrei verið harðari í þeirri
afstöðu en nú þegar manni
sýnist víðast hvar annars staðar
stefna í rétta átt í þessum
efnum,“ segir Steingrímur J.
Sigfússon, samgönguráðherra,
aðspurður um þá skoðun Jóns
Baldvins Hannibalssonar,
utanríkisráðherra, að heimila
beri gerð hagkvæmnisathugun-
ar á vegum mannvirkjasjóðs
NATO vegna byggingar vara-
flugvallar hér á landi.
Halldór Blöndal, þingmaður
Sjálfstæðisflokks, segir það sína
skoðun og annarra þingmanna
flokksins að eigi að framkvæma
nefnda hagkvæmniathugun.
Hann segir það beinlínis stór-
varasamt þegar samgönguráð-
herra og þar með samgönguráðu-
neytið setji sig upp á móti því, á
Efasemdir um niðurstöður könnunar SUS á afstöðu íslendinga til hvalveiða:
Könnunardagana var vissulega
mikill áróður gegn hvalveiðum
„bað er vissulega rétt að taka
undir það að einmitt þá daga
sem könnunin var unnin var
mikill áróður gegn hvalveiðum
á síðum Morgunblaðsins og
víðar,“ segir Arni Sigfússon,
formaður Sambands ungra
Sjálfstæðismanna, en dagana
9. og 10. febrúar sl. gerði
SKÁIS að beiðni þess könnun
á afstöðu Islendinga til hval-
veiða. Tímasetning þessarar
könnunar hefur sætt gagnrýni
og menn hafa látið uppi efa-
segir Arni Sigfússon, formaður SUS
semdir um réttmæti niður-
stöðu hennar vegna óvenju
neikvæðrar umræðu um hval-
veiðar í fjölmiðlum þá daga
sem hún var gerð.
Árni segir það af og frá að
könnunin hafi vísvitandi verið
tímasett þessa daga beinlínis í
því skyni að fá fram sem mesta
andstöðu almennings í landinu
gegn hvalveiðum. Þá vísar hann
því algjörlega á bug að tengsl séu
á milli tímasetningar könnunar-
innar og mjög harðra skrifa í
Morgunblaðinu gegn hvalveiðum
könnunardagana. „Málið var það
að við ætluðum að leggja niður-
stöðu þessarar könnunar fram á
fundi okkar um hvalveiðar á
Akureyri sem átti að vera um síð-
ustu helgi, en varð síðan að
aflýsa vegna veðurs,“ segir Árni.
I þessari könnun SKÁÍS var
spurt: „Telur þú að íslendingar
eigi að hætta hvalveiðum?“ Af
þeim sem tóku afstöðu sögðust
45,2% telja að hætti beri hval-
veiðum. í könnun Stöðvar 2 um
þetta mál voru hins vegar 34,4%
andvígir hvalveiðum. „Miðað við
neikvæða umræðu í fjölmiðlum
um hvalveiðar þegar þessi könn-
un var gerð, kemur mér þessi
niðurstaða ekki á óvart. Ég bend;
þó á að þessi spurning, sem 632
svöruðu, er mjög takmörkuð,
þ.e. hvort við eigum eða eigum
ekki að hætta hvalveiðum. Öll
hljótum við stefna að nýtingu
auðlinda hafsins," segir Árni Sig-
fússon. óþh
íþróttahöllin á Akureyri:
„Hönniin burðarvirkis þaksins var ekki ábótavanf
- segir Haraldur Sveinbjörnsson hjá VST
„Það er ekkert athugavert við
þær upplýsingar sem koma
fram í fréttinni en menn virð-
ast skilja hlutina á þann veg að
við höfum verið að spara sér-
staklega til gerðar þaksins. Ég
tel hins vegar að þessum
ummælum sé ekki beint til
okkar,“ sagði Haraldur Svein-
björnsson hjá vcrkfræðistofu
Sigurðar Thoroddsen á Akur-
eyri.
Haraldur vitnar hér til ummæla
Ríkharðs Kristjánssonar hjá
Línuhönnun hf. sem birtust hér í
blaðinu í gær. Þar segir Ríkharð-
ur að menn hefðu verið að reyna
að komast á ódýran hátt frá þak-
inu á Höllinni án þess að það væri
skilgreint nánar, enda tæpast
pláss til þess í fréttaformi.
„Mér finnst æskilegt að þetta
komi fram þar sem við erum
nefndir í greininni. En ummæli
Ríkharðar geta ekki beinst að
hönnun burðarvirkis þaksins,
enda talar hann um frágang á
þökum sem hafi verið í tísku á
sínum tíma. Þar er hann að ræða
um frágang á ytri húð þaksins en
ekki límtrésbitana eða annað
burðarvirki," sagði Haraldur.
EHB
grundvelli fordóma og gamalla
slagorða um „ísland úr NATO-
herinn burt!“, að þessi athugun
verði gerð.
Þessi ummæli Halldórs Blöndal
segir samgönguráðherra að séu
vart svaraverð. „Mér sýnist nú
satt að segja að menn séu á milli
tveggja elda og má ekki á milli
sjá á hvorum er verra að brenna
sig. Annars vegar er um það að
ræða að menn viðurkenni þá
staðreynd að þarna er hernað-
armannvirki á ferðinni. Á hinn
bóginn vísa menn til bréfs sem
afsanni að um hernaðarmann-
virki sé að ræða. Þar með er verið
að tala um að þessi herflugvöllur
sé borgaralegt mannvirki. Og þá
eru þessir ágætu menn komnir út
í þá ófæru að láta Kanann borga
innlendar framkvæmdir. Á mínu
máli heitir það Aronska og út af
fyrir sig er það athyglisvert ef
menn ætla að beita sér fyrir
henni,“ segir Steingrímur.
Aðspurður um hvort varaflug-
vallarmálið sé eldfimt í núver-
andi ríkisstjórnarsamstarfi segir
Steingrímur ekki telja svo vera.
„Það liggur auðvitað á borðinu
að þessi framkvæmd og gerð hag-
kvæmniathugunar á vegum
mannvirkjasjóðs NATO er út úr
myndinni samkvæmt stjórnar-
sáttmála og öllum aðstæðum. Ég
hef verið í þessari ríkisstjórn á
grundvelli þeirrar málamiðlunar í
utanríkismálum að hér verði eng-
ar nýjar hernaðarframkvæmdir
leyfðar þann tíma sem hún situr.
Ég geri engan greinarmun á
undirbúningi eða framkvæmdum
við slíkt mannvirki," segir
Steingrímur. Hann segist telja sig
vera að vinna að stefnumörkun í
samgöngumálum á grundvelli
stjórnarsáttmála núverandi ríkis-
stjórnar og í samræmi við hann
hafi hann m.a. talið það vænleg-
an kost að byggja upp varaflug-
völl fyrir íslenskt millilandaflug á
Akureyri og Egilsstöðum. óþh