Dagur - 21.02.1989, Blaðsíða 3
21. febrúar 1989 - DAGUR - 3
Byggingarfyrirtækið Berg hf. mun sjá um innréttingu á suðurhluta dvalarheimilis aldraðra á Siglufírði. Mynd: ÁS
Berg hf. Siglufirði:
Buðu í verk upp á 21 eyri
- og fengu innréttingu dvalarheimilisins
Byggingafyrirtækið Berg hf. í
Siglufirði var með lægsta til-
boð í frágang á þremur hæðum
suðurhluta dvalarheimils aldr-
aðra í bænum, en húsið er til-
búið undir tréverk.
Haukur Jónasson, formaður
bygginganefndarinnar, sagði að
þrjú tilboð hefðu borist í innrétt-
ingu hússins og voru þau opnuð í
síðustu viku. Lægsta tilboðið var
frá Bergi hf., 29.876.543 krónur
og 21 eyrir, Tréverk hf. bauð
30.731.488 krónur, Fjölnismenn
hf. á Akureyri buðu 36.664.973
krónur. Kostnaðaráætlunin
hljóðaði upp á kr. 30.572.252.
„Þeir tóku við lyklunum á
föstudag og eiga að skila verkinu
1. desember. Norðurhluti bygg-
ingarinnar er tilbúinn og einnig
vinna við sameiginlega aðstöðu,
borðsal og setustofu og einnig er
lyfta komin í húsið. í suður-
hlutanum eru sex hjónaherbergi
og fjórtán einmenningsíbúðir.
Þetta hefur allt saman gengið
skínandi vel og allar áætlanir
staðist,“ sagði Haukur Jónasson.
EHB
Litgreiningar-
námskeið
verður haldið þriðjud. 21. og miðvikud. 22.
febrúar á Snyrtistofunni EVU.
Kynning á No 7 snyrtivörum.
Útsala á Sothy's augnskuggum.
Uppl. í síma 91-624230 eða í síma 25544.
Bflahölliii
er flutt að Óseyri 1,
Stefhishúsið, gengið inn að austan.
+ Mjöggóður
sýningarsalur
Vantar nýlega
og vel með fama
bíla á söluskrá.
BÍLAHÖLX/EV
Sími 96-23151 • Óseyri 1.
Skrifstofutæknir
Snjóstengur brotnar af rafmagnskössum
út um allan bæ:
Er hrein og klár
skemmdarstarfseim
- segir Guðmundur Brynjólfsson,
verkstjóri hjá Rafveitu Akureyrar
Rafveitumenn á Akureyri
kvarta injög yfir þeirri áráttu
skemmdarvarga í bænum að
brjóta svokallaðar snjóstengur
af rafmagnskössum. Þetta hef-
ur verið stundað til nokkurra
ára og virðist síður en svo vera
að minnka. „Eg get ekki betur
séð en þetta sé hrein og klár
skemmdarstarfsemi. Viðkom-
andi virðast ekki hafa minnsta
áhuga á að hirða stengurnar.
Þær eru einfaldlega brotnar af
og skildar eftir við kassana,“
segir Guðmundur Brynjólfs-
son, verkstjóri hjá Rafveitu
Akureyrar.
Snjóstengurnar eru um 150 sm
á hæð og eru þær einfaldlega fest-
ar við rafmagnskassana til þess
að Rafveitumönnum veitist auð-
veldara að finna þá, ef af ein-
Slök sala hjá
Margréti EA
Margrét EA 710, skip Sam-
herja hf., seldi 210 tonn í
Bremerhaven á fimmtudag í
síðustu viku. Meðalverð fyrir
aflann var 68,23 krónur pr.
kfló, en það er lægsta verð sem
hefur fengist í Þýskalandi
undanfarið úr íslensku skipi.
Úr Margréti EA voru seld
210.194 kg, aflaverðmæti 518.298
vestur-þýsk mörk, en sú upphæð
jafngildir 43.555.556 íslenskum
krónum.
Víðir HF 201 seldi 217,4 tonn í
Bremerhaven 13. febrúar og fékk
72,47 kr. fyrir kílóið. Viðey RE 6
seldi 180,9 tonn á sama stað 14.
febrúar og fékk 74,38 kr. fyrir
hvert kg, og Sólberg ÓF 12 seldi
136.5 tonn þann 16. þ.m. í
Grimsby fyrir 96,23 kr. kílóið.
Sundurliðun L.Í.Ú. yfir gáma-
sölur í Bretlandi 13. til 17.
febrúar liggja fyrir. Alls voru seld
497.6 tonn af gámafiski þessa
viku til Bretlands og var meðal-
verð fyrir hvert kg krónur 115,76.
EHB
hverjum orsökum þarf að opna
þá. Stengurnar eru úr áli og því
nokkuð burðugar. t>að virðist því
þurfa dágóðan kraft skemmdar-
varga til að brjóta þær af kössun-
um. Guðmundur segist ckki vita
hverjir stundi þessa vafasömu
iðju en trúlega eigi unglingar
stærstan hlut að máli. „Ég minn-
ist þess að í fyrravetur var brotin
niður stika á rafmagnskassa við
verslunina Síðu tvo daga í röð.
Við settum þarna nýja snjóstiku í
fyrradag og enn sem komið er
stendur hún óbrotin,“ segir Guð-
mundur.
Rafveitumenn verða varir við
skemmdarvarga á fleiri sviðum.
Ljósakúplar eru „brytjaðir
niður“ í stórum stíl og nefnir
Guðmundur að á síðustu dögum
hafi Rafveitumenn þurft að
skipta um óteljandi fjölda kúpla
á Hamarkotstúni. óþh
Atlrygllsvert
námskeið!
Nú er tækifærið til að mennta sig fyrir allt
er lýtnr að skrifstofustörfum. Sérstök
áhersla er lögð á notkim PC-tölva.
Námið tekur þijá mánuði. Námskeið þessi
hafa reynst mjög gagnleg fyrir skrifstofufólk
og þá er hyggja á skrifstofiivinnu.
í náminu eru kenndar m.a. eftirfarandl greinar:
Almenn tölvufrœði, stýrikerfi, töh’usamsldpti, rit-
vinnsla, gagnagrunnur, töflureiknar og áœtJunar-
gcrð, tölvubókhald, toll- og verðútreikningar, almenn
skrifstofútækni, gmnnatxiði við stjómun, útfylling
eyðublaða, verslunarreikningur, víxlar og verðbrcf,
íslenska og viðskiptaenska.
Nemendur útskrifast scin SICRIFSTOFUTÆKNAR og
geta að námi loknu tckió að sér rekstur tölva \'ið
minnl fjTirtæki.
Á skrifstofú Tölvufræðslunnar er hægt að fá bæk-
linga um námið, bæklingurinn er cnnfremur sendur í
pósti til þeirra sem þess óska.
Innritun og nánari upplýsingar veittar í súna
96-27899. ^
Tökufræðslan Akureyri. h. £
Glerárgötu 34 • Akureyri.
JAFNAR TOLUR • ODDATÖLUR • HAPPATÖLUR
Þetta eru tölurnar sem upp komu 18. febrúar 1989.
Heíldarvinningsupphaeð var kr. 5.115.168.-
1. vinningur var kr. 2.254.802,- Einn þátttakandi var með fimm tölur réttar.
Bónusvinningurinn (fjórar tölur + bónustala) var kr. 409.464.-
Skiptist á 3 vinningshafa og fær hver þeirra kr. 136.488.-
Fjórar tölur réttar, kr. 706.314,- skiptast á 134 vinningshafa, kr. 5.271.- á mann.
Þrjár tölur réttar kr. 1.644.588.- skiptast á 4.153 vinningshafa, kr. 396.- á mann.
Sölustaðir eru opnir frá mánudegi til laugardags og er lokað 15 minútum tyrir útdrátt.
Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511.