Dagur


Dagur - 21.02.1989, Qupperneq 5

Dagur - 21.02.1989, Qupperneq 5
 21. febrúar 1989 - DAGUR - 5 Þökk fyrir Passíusáknana Laufey Sigurðardóttir, Dvalar- heimilinu Hlíð, skrifar: „Hér er guðlegt skáld er svo vel söng, að sólin skein í gegnum Neyðarkall úr Innbænum á Akureyri: Óþolandi yfir- gangur Votta Jehóva „Við erum hérna tvær foxillar nágrannakonur í Innbænum sem viljum kvarta yfir ágangi Votta Jehóva. Tvær konur úr þessum söfnuði banka upp á hjá annarri okkar á hverjum einasta fimmtudagsmorgni og hafa reyndar gert það í um tvö ár. Það er alveg nákvæmlega sama hvað sagt er við þær eða gert, þær eru komnar inn á gólf með það sama. Okkur er farið að blöskra þessi Bifreiðaeigandi við Reynivelii hafði samband við Dag og kvart- aði sáran undan bifreiðanúmera- þjófum. Hann kvað númer hafa horfið sporlaust einn daginn, ekki alls fyrir löngu, af bíl sem stóð við hús hans við Reynivelli. Um er að ræða bláan bíl af gerð- inni Mitsubishi Colt. Þessi sami ágangur og því sáum við enga aðra leið en kvarta opinberlega yfir þessu. Svona lagað getur hreinlega ekki gengið. Þessar Vottakonur eru eilíft að reyna að þröngva Varðturninum upp á okkur og predika guðs orð og heimsendi, eða hvað þetta nú heitir. Þetta er svo mikil frekja og yfirgangur að við erum gjörsam- lega búnar að fá nóg.“ bifreiðaeigandi biður viðkom- andi þjóf vinsamlegast að skila númeraspjöldunum á sinn stað aftur. Hann bendir á að þau séu þjófnum einskis virði en það muni kosta verulegar upphæðir að fjárfesta í nýjum númera- spjöldum. dauðans göng.“ Matthías Joch- umsson. Við upphaf níu vikna föstu hófst lestur Passíusálmanna. Guðrún Ægisdóttir, kennari, les af þeim skilningi og tilfinningu að þeir sem hlusta hljóta að fylgjast með, í gegnum rödd Guðrúnar nær efnið til allra er á hlýða. Sálmar sr. Hallgríms Péturs- sonar eru einhver dýrmætasta eign íslensku þjóðarinnar. Þeir hafa verið og eru sungnir í öllum kirkjum landsins og sálmurinn „Allt eins og blómið eina“ er síð- asta kveðja hér á landi yfir látnum. í öllum sálmum Hallgríms Pét- urssonar er tilbeiðsla, virðing og þakkargjörð. Sumir telja að til- beiðsla á Kristi sé sett öllu ofar en sálmarnir eru lofgjörð til Guðs föður, sonar og heilags anda. Hjarta sr. Hallgríms hefur verið fullt af ást og lotningu á píslar- göngu Krists og sálmarnir eiga erindi til allrar þjóðarinnar. Ef við hlustum þá er í hverjum sálmi hvatning til góðra verka og heil- ræði sem eru og verða í gildi. Vonandi geta sem flestir hlustað í stutta stund á kveldi á Guðrúnu Ægisdóttur lesa Passíusálmana. Orð Matthíasar Jochumssonar eru í fullu gildi og niðjar íslands munu minnast þín á meðan sól á kaldan jökul skín.“ L.S. Númer aspj aldaþj ófur Viðvöran til aldraðra „Ég undirritaður les blaðið Dag á Akureyri flesta daga ársins. í því blaði hef ég m.a. lesið nokkrar greinar sem fjalla um gamalt fólk, sem mátt hefur þola ýmis óþægindi vegna manna sem betla út hjá því fé á víðavangi og í heimahúsum. Væri ekki ráð að birta nöfn þeirra manna, sem þannig haga sér í þessari „atvinnugrein“? Ég er einn þeirra, sem komist hefur í tæri við svona menn. Ég er ekki búsettur á Akureyri, en sá maður, sem ég ætla að segja ykkur frá, er það. Ég var sendur á Landsspítalann í september 1986, vegna bæklunar á fótum, þá að verða sjötugur. Þegar ég var búinn að dvelja þar í fáeina daga, vék sér að mér maður nokkur og spurði hvort ég væri ekki Guðni Einarsson. Ég sagði svo vera. Hann sagðist heita (Hér setti bréfritari inn fullt nafn og heimilisfang en af augljósum ástæðum eru þessar upplýsingar felldar úr hér. Innskot ritstj.) og sagðist hann hafa verið með mér í vinnu við byggingu á brúnni yfir Fnjóská, sennilega árið 1968. Ég kannaðist ekkert við manninn, enda hann sjálfsagt ungur maður á þeim tíma. Hans veikindi sagði hann þau að hann hafi ekið út af vegi, innan við flugvöllinn á Akureyri og tapað við það meðvitund. Síðan hafi hann verið fluttur með sjúkravél til Reykjavíkur en engir áverkar hafi sést á honum við skoðun. Hann hafi því fljótlega verið sendur heim af sjúkrahúsinu, án þess að nokkuð fyndist að. Næst er það í desember að ég hringi til hans. Konan kemur í símann og segir mann sinn veik- an af minnisleysi. En hann kom nú samt í símann og sagði mér að hann hefði farið til Reykjavíkur og ætlað að fara að vinna þar sem hann vann áður en hann lenti í slysinu. Saga hans var eitthvað á þá leið að hann hafi farið þar út á götu og gengið þar um mikinn hluta dags, eða þangað til ein- hver veitti háttalagi hans eftirtekt og fór að tala við hann. En minn- ið var eitthvað slakt. Var þá náð í eitthvert skyldmenna hans, sem fór með hann á sjúkrahús. En engin einkenni fundust um sjúk- dóm frekar en áður. Merkilegt það, því mér fannst hann muna eftir aðalstjörnunum sem voru með okkur á sjúkrahúsinu í sept- ember. Þann 10. febrúar 1987, hringdi hann til mín og sagðist vera alveg peningalaus; hann væri að fara á einhvern togara hjá bæjarútgerð- inni en hefði ekkert fengið greitt frá fyrri atvinnurekanda, hafi síð- an misst vinnuna þar og sé ekki á atvinnuleysisstyrk. Hann sagði að sig vantaði 10 þúsund krónur til að „komast á flot.“ Ég sendi honum samdægurs umræddar 10 þúsund krónur - en hann bað mig að lána sér þessa peninga í einn mánuð. En nú, þann 10. febrúar 1989, eru tvö ár síðan ég lánaði honum peningana. Oft er ég búinn að eyða símtölum til að ná þessari upphæð aftur en viðkvæð- ið hefur alltaf verið: „Þetta kem- ur á morgun, með vöxtum og vaxtavöxtum.“ Þessi upphæð væri sjálfsagt orðin tvöföld nú, hefði hún verið í banka. Ég sagði honum síðast í haust að ég setti þetta í blöðin, öðrum til við- vörunar. Hann svaraði því til að ég græddi ekkert við það. Ég hef reyndar ekkert í höndunum nema kvittun frá Pósti og síma, sem ég fékk þegar ég sendi hon- um peningana. Ég vona að þeir sem þetta lesa, fari ekki eins ógætilega að og ég. Það er vissara að fá kvittun hjá lántakanda, a.m.k. þegar um svona ræfil er að ræða og þann sem ég lenti í klónum á. Það hafa sjálfsagt fleiri orðið fyrir þessu en ég. Eins og hann var glaður að ljúga og virtist það létt, sama held ég sé með veikindin. Að lokum þakka ég fyrir birt- inguna á bréfi mínu og vona að það verði til þess að vara ein- hvern við prettum og klækjum óheiðarlegra manna.“ Guðni Einarsson Áskorun til Foreldra- félags Liuidarskóla Foreldri barns í Lundarskóla á Akureyri, hringdi til blaösins og vildi koma á framfæri áskor- un til Foreldrafélags Lundar- skóla. „Eins og komið hefur fram í Degi, hefur Foreldrafélag Gler- árskóla fjallað um forgangsverk- efni í íslenskum skólum og einnig hefur komið fram í blaðinu að Foreldrafélag Síðuskóla, hefur tekið upp málið um hverfisskóla. Þessi mál tel ég sem foreldri mjög mikilvæg fyrir okkur í Lundar- skóla líka og því vil ég skora ein- dregið á foreldrafélagið þar að það beiti sér fyrir umræðu um þessi mál. Ekki síst þar sem ekk- ert kemur um þetta frá skóla- stjórn skólans og ber að harrna það að skólastjórnin skuli ekki sýna þessum málum meiri áhuga.“ * AÐALFUNDUR Hf. Eimskipafélags Islands verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu fimmtudaginn 16. mars 1989, og hefst kl. 14.00. ------------DAGSKRÁ---------------- 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 14. grein samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhluta- bréfa. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík frá 9. mars til hádegis 16. mars. Reykjavík, 15. febrúar 1989 STJÓRNIN

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.