Dagur - 21.02.1989, Blaðsíða 6

Dagur - 21.02.1989, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 21. febrúar 1989 Ríkisreikningar 1987: Yfirvinna í sumum tQfellum nær helmingur heildar launagreiðslna risnu- og ferðakostnaður um 730 milljónir króna Ríkisreikningar fyrir árin 1979- 1987 eru nú til umfjöllunar á Alþingi. I umræðum um reikn- ingana í síðustu viku kom fram gagnrýni einstakra þingmanna á að fyrst núna skuli vera lagð- ir fram 10 ára gamíir reikning- ar. Töldu sumir að breyta ætti þessu fyrirkomulagi og tryggja ætti að þingmenn gætu betur fylgst með ríkisreikningum. Rekstur hverrar ríkis- bifreiðar kostaði 340 þúsund í fylgiriti með ríkisreikningi fyrir árið 1987 er að finna yfirlit yfir launagreiðslur, bifreiðakostnað og risnu- og ferðakostnað ríkis- ins. A árinu voru heildarlauna- greiðslur 17,4 milljarðar króna en risnu- og ferðakostnaður 730 milljónir. í akstur greiddi ríkið 412 milljónir en í rekstur og við- haldskostnað ríkisbifreiða fóru 320 milljónir en fjöldi ríkisbifreiða var 923. Það kostaði því um 340.000 kr. að halda við og reka hverja ríkisbifreið á árinu 1987. Yfirlitið yfir risnu- og ferða- kostnaðinn sýnir hvað greitt var í fasta risnu og annan risnukostn- að. Fastur risnukostnaður var sjö sinnum lægri en annar risnukostn- aður, eða rúmar 12 milljónir á móti rúmum 86 milljónum. Samanlagt greiddi ríkið því 98 milljónir í risnukostnað. Þá er það ferðakostnaðurinn. Samanlagður ferðakostnaður ríkisins nam árið 1987 640 millj- ónum króna. Ferðakostnaðurinn innanlands var 365 milljónir en ferðakostnaður utanlands var 280 milljónir. Hátt hlutfall yfirvinnu af launagreiðslum Séu ríkisreikningar fyrir árin 1986 og 1987 bornir saman kem- ur í ljós að hlutfall yfirvinnu af heildarlaunagreiðslum hækkar um 1% milli ára, úr 25% árið 1986 í 26% árið 1987. Hlutfall yfirvinnu er mjög mis- munandi eftir ráðuneytum og stofnunum. Nefna má að hlutfall yfirvinnu af heildarlaunagreiðsl- um í sjávarútvegsráðuneytinu skv. A-hluta ríkisreiknings er 28% en hins vegar var hlutfall yfirvinnu 35% hjá Hafrannsókn- arstofnun. Annað dæmi er að hjá embætti ríkissáttasemjara var yfirvinna 48% af heildarlauna- greiðslum 1987. I fylgiriti ríkisreiknings er einnig að finna yfirlit yfir launa- greiðslur í grunnskólum. Þar vekur einnig athygli að hjá sum- um sveitarfélögum er hlutfall yfirvinnu í grunnskólum mjög hátt og í flestum tilfellum um að kenna aukayfirvinnu, þ.e. ann- arri en fastri. Gott dæmi um þetta er N-ísafjarðarsýsla þar sem yfirvinna er 30% af heildar- launagreiðslum. Og í þeirri sýslu var nánast engin föst yfirvinna. Annað dæmi má taka þar sem er Staðarhreppur í Skagafirði. Þar var yfirvinna 43% af heildarlauna- greiðslum vegna grunnskóla og þar var engin föst yfirvinna. Sjónvarpið eyddi 3 milljónum í bílaleigubfla Sem fyrr segir var bifreiðakostn- aður árið 1987 rúmar 730 milljón- ir króna. Fyrir leigubíla með ökumanni greiddi ríkið rúmar 37 milljónir króna. Nokkur ríkis- fyrirtæki skera sig mjög úr í þessu yfirliti en hæstu tölurnar eru við Ríkisútvarpið, hljóðvarp og sjónvarp. Sjónvarpið notaði leigu- bíla fyrir rétt rúmar 2 milljónir en Ríkisútvarpið fyrir 2,3 milljónir króna. Athyglisvert er einnig að Sjónvarpið notaði bílaleigubílá fyrir tæpar 3 milljónir króna á árinu 1987. Aksturskostnaður ríkisspítal- anna var á árinu 1987 góðar 38 milljónir, þar af var kostnaður vegna starfsmannabíla 26 millj- ónir. Kostnaður við rekstur og viðhald bifreiða ríkisspítalanna var þó minni en meðaltalið sem áður var nefnt, eða 230 þúsund. Hár ferðakostnaður ríkisspítalanna Risnu- og ferðakostnaður ríkisins hefur mikið verið til umræðu. í þessu yfirliti vekur ferðakostnað- ur ríkisspítalanna athygli þar sem ríkissjóður greiddi rúmar 33 millj- ónir í ferðakostnað starfsmanna þessara stofnana erlendis en 2,6 milljónir í ferðakostnað innan- lands. Samanlagður ferðakostn- aður ríkisspítalanna er því tæpar 36 milljónir af 55,4 milljóna ferða- kostnaði heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins. Ferðakostnaður við æðstu stjórn ríkisins, þ.e. embætti for- seta íslands, Alþingi, ríkisendur- skoðun, ríkisstjórn og hæstarétt, var á fyrrnefndu ári 33 milljónir króna. Þar af var ferðakostnaður erlendis tæpar 19 milljónir. JÓH Fjármálaráðuneytið: Ný stefiia í verðlagn- mgu á bjór og áfengi - Bjór og léttvín verða hlutfallslega ódýrari en sterk vín dýrari Ákveðið hefur verið að taka upp nýja stefnu í verðlagningu á áfengu öli, léttu víni og sterku víni. Þessi stefna felur það í sér að verð á bjór mun verða lægra en tilkynnt var fyrir nokkrum mánuðum síðan og létt vín munu í framtíðinni lækka í hlutfalli við sterk vín. Pessi nýja verðstefna- mun að nokkru koma til fram- kvæmda nú þegar en áhrifa henn- ar mun síðan gæta í æ ríkara mæli í framtíðinni. Við verðlagningu áfengis hefur hingað til verið fylgt þeirri reglu að skattleggja hverja vínanda- prósentu í 75 cl flösku með sömu krónutölu. Nú hefur hins vegar verið ákveðið að vínandaskattur verði alltaf felldur niður á fyrstu 2,25% í vínanda óháð því hve sterkir drykkirnir eru. Við þessa ákvörðun hefur verið höfð hlið- sjón af því að hingað til hafa drykkir sem innihalda minna en 2,25% vínanda ekki verið verð- Lyklar aflientir að skátaheimili Á sunnudag afhcnti Marínó Jónsson fulltrúa Skátafélagsins Klakks á Akureyri lykla að nýinnréttaðri aðstöðu skáta í Glerárhverfi í kjaliara Glerárkirkju. Ingólfur Ármannsson tók við lyklunum fyrir hönd Klakks. Skátarnir ákváðu á síðasta ári að hætta við byggingu félagsheimilis fyrir skáta í Glerárhverfi en gerðu þess í stað leigusamning til langs tíma við safnaðarstjórn Glerárkirkju. Lyklarnir vour afhentir að lokinni messu í Glerárkirkju á sunnudag. Mynd: EHB lagðir með sérstakri skattlagn- ingu. Hin nýja stefna að fella ávallt niður vínandaskattinn af fyrstu 2,25% af vínanda felur það í sér að létt vín munu lækka í hlutfalli við sterk vín. Afleiðingar þessarar nýju stefnu verða þær að við verð- breytingar á áfengi nú og í fram- tíðinni munu létt vín hækka minna en sterku vínin. Þannig hækka ýmsar rauðvíns- og hvít- vínstegundir nú um 7-10% á sama tíma og ýmis sterk vín hækka um 11-14%. Hin nýja stefna í verðlagningu á áfengum drykkjum felur einnig í sér breýtingar á verði á bjór sem seldur verður eftir 1. mars. nk. Breytingin rnun hafa það í för með sér að verð á venjulegri dós af erlendum bjór mun verða á bilinu 100-115 krónur en á íslenskum bjór ntun verðið verða innan við 100 krónur á venjulegri dós. Þær reglur sem voru fyrr ákveðnar varðandi verðlagningu á bjór hafa verið teknar til endur- skoðunar. Einnig hafa hin hag- stæðu innkaup ÁTVR á áfengum bjór stuðlað að lækkun verðsins miðað við það sem fyrr hafði ver- ið ákveðið. Verð á áfengi og tóbaki hefur aðeins hækkað um 5% síðan í janúar 1988 eða á rúmu ári. Eng- in hækkun hefur orðið síðan í júní á síðasta ári. Þó hafa á því tímabili þrisvar sinnum orðið breytingar á erlcndu gengi sem hækkað hafa innkaupsverð ÁTVR á bæði áfengi og tóbaki. Það er því ekki fyrr en nú sem áhrifa 3% gengisbreytingarinnar í september 1988 og 4% gengis- breytingarinnar í janúar 1989 og síðustu gengisbreytingar um 2,5% gætir í hækkun á áfengi og tóbaki. Sú hækkun sem nú kemur til framkvæmda er því að nokkru leyti afleiðing af þeim þrentur gengisbreytingum sem orðið hafa á síðustu 8 mánuðum. Einnig er við verðbreytingar nú tekið tillit til áætlana í fjárlögum um auknar tekjur ríkissjóðs vegna sölu á áfengi og tóbaki. Áfengi mun við þá verðbreytingu sem nú kemur til framkvæmda hækka að meðal- tali unt 11,5%. Hins vegar er all- verulegur rnunur á hækkunum á hinum ýmsu tegundum áfengis. Ýmsar algengar tegundir rauð- víns og hvítvíns hækka á bilinu 7,0-10,0%. Hækkunin á ýmsum sterkum vínum er á bilinu 11- 14%. Sumar tegundir hækka síð- an enn meira vegna sérstakra verðhækkana erlendis. Hins veg- ar hækkar verð á brennivíni um 30% enda hefur brennivín um skeið verið selt á óeðlilega lágu verði miðað við annað áfengi. Hækkunin á tóbaki sem nú kemur til framkvæmda nemur að meðaltali um 15,3% og er hún einnig nokkuð mismunandi eftir tegundum. Sú stefnubreyting í verðlagn- ingu á áfengi og tóbaki sem nú kemur til framkvæmda er meðal annars byggð á þeim viðhorfum að æskilegt sé að draga hlutfalls- lega úr neyslu á sterkum drykkj- um og tóbaki með því að gera þær vörutegundir hlutfallslega dýrari. Með þessari stefnubreyt- ingu er gerð tilraun til þess að hafa áhrif á neysluvenjur í sam- ræmi við ríkjandi viðhorf í heil- brigðismálum og breyttar áhersl- ur víða um heim varðandi holl- ustu og lifnaðarhætti. Tónlistarfélag Akureyrar: Dagskrá í Davíðshúsi Tónlistarfélag Akureyrar efnir til dagskrár í Davíðshúsi mið- vikudaginn 22. febrúar kl. 20.30. Þar verða verk Davíðs Stefánssonar í hávegum höfð og verður dagskráin endurflutt miðvikudaginn 1. mars á sama tíma ef nægar pantanir berast. Þessi dagskrá í Davíðshúsi er byggð á ljóðum Davíðs Stefáns- sonar. Þar mun Arnór Benónýs- son lesa upp og Margrét Bóas- dóttir og Þuríður Baldursdóttir syngja ljóð Davíðs við lög ýmissa höfunda. Guðrún A. Kristins- dóttir leikur undir á píanó. Húsrými í Davíðshúsi er tak- markað og hafa félagar í Tónlist- arfélagi Akureyrar forgang en miðar verða einnig seldir á almennum markaði ef rúm leyfir. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.