Dagur - 21.02.1989, Blaðsíða 8

Dagur - 21.02.1989, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 21. febrúar 1989 íþróffir Visa-Bikarmót og FN-boðgangan: Siglllrðingar sigursælir - hlutu þrenn gullverðlaun - Ólafsfirðingar og ísfirðingar tvenn Einar Ólafsson sigraði í flokki fullorðinna í Hlíðarfjalli á laugardaginn. Mynd: kk Afmælismót JSÍ: KA-menn sigursælir - komu með 5 gull, 2 silfur og 1 brons Visa-bikarmót SKI í göngu og FN- boðgangan fóru fram í Hlíðarfjalli um helgina. Siglfirðingar voru sigursælir og fóru heim með þrenn gullverðlaun. Isfirðingar og Olafs- firðingar unnu til tveggja gullverð- launa og Fljótamenn unnu eina grein. Það var Einar Ólafsson frá ísafirði sem sigraði í flokki fullorðinna og þar á eftir komu Sigurgeir Svavars- son frá Ólafsfirði og Sigurður Aðal- steinsson frá Akureyri. í flokki stúlkna 13-14 ára sigraði Hulda Magnúsdóttir frá Siglufirði, Guðbjörg Sigurðardóttir frá ísafirði varð í öðru sæti og Sólveig Valgeirs- dóttir frá Akureyri í því þriðja. í flokki pilta 13-14 ára var þrefald- ur sigur hjá Ólafsfirðingum. Kristján Hauksson var fyrstur og þeir Tryggvi Sigurðsson og Ásgrímur S. Þor- Þór og Haukar léku tvo leiki í 1. deildinni í kvennahandboltanum á Akureyri um helgina. Gestirnir sigruðu í báðum leikjunum, í þeim fyrri mjög tæpt 19:18 en í þeim síðari örugglega 28:21. Það er ekki hægt að segja að heppni hafi verið með Þórsstelpun- um í fyrri leiknum. Þær komu Hafn- arfjarðardömunum mjög í opna skjöldu í fyrri leiknum með mikilli baráttu og góðum leik, sérstaklega í vörninni. Jafnt var á flestum tölum fram að leikhléi og þegar gengið var til bún- ingsherbergja höfðu Þórsstelpurnar yfir 9:7. Sama baráttan hélt áfram í síðari hálfleik og var mikill kraftur í Þórs- stelpunum. En um miðjan hálfleik- inn kom mjög slakur leikkafli hjá norðanstúlkunum og Haukarnar náðu að komast yfir og þrátt fyrir örvæntingarfullar tilraunir heima- manna að jafna tókst það ekki og lokatölur 19:18 fyrir Haukastelpurn- ar, eins og áður sagði. Mörk Þórs: Inga Huld Pálsdóttir 6, María Ingimundardóttir 4, Harpa Örvarsdóttir 3, Valdís Hallgrímsdóttir 3, Margrét Björns- dóttir 2. Mörk Hauka: Margrét Theodórsdóttir 6, Þór- unn Sigurðardóttir 6, Hrafnhildur Pálsdóttir 3, Borghildur Magnúsdóttir 2, Elva Guð- mundsdóttir 1 og Ragnheiður Júlíusdóttir 1. steinsson voru jafnir í öðru og þriðja sæti. I flokki pilta 15-16 ára sigraði Daníel Jakobsson frá ísafirði og þar á eftir komu Guðmundur Óskarsson Ólafsfirði og Bjarni Brynjólfsson Isafirði. í flokki pilta 17-19 ára sigraði Sveinn Traustason Fljótum og Oskar Jakobsson ísafirði var í öðru sæti. í boðgöngunni í karlaflokki sigraði sveit Siglufjarðar en hana skipuðu Ólafur Valsson, Sölvi Sölvason og Baldur Hermannsson. ísfirðingar urðu í öðru sæti og Ólafsfirðingar í því þriðja. I flokki drengja 13-14 ára sigraði sveit Ólafsfjarðar en hana skipuðu Kristján Hauksson, Ásgrímur Þor- steinsson og Tryggvi Sigurðsson. í flokki drengja 15-16 ára sigraði sveit Siglufjarðar og það athygl- Síðari hálfleikurinn gerði aftur útslagið Síðari leikur liðanna fór fram í íþróttaskemmunni því íþróttahöllin var upptekin vegna badmintonmóts. Á margan hátt þróaðist síðari leikur- inn mjög svipað og sá fyrri. Fyrri hálfleikurinn var jafn og spennandi en Haukarnir höfðu þó betur og leiddu í leikhléi 10:9. í síðari hálfleik settu Haukarnir í annan gír og hreinlega löbbuðu yfir Þórsstelpurnar. Þar munaði mestu um að varnarleikurinn var mjög slak- ur hjá heimastúlkum og Margrét Theodórsdóttir, stórskytta, fékk að skora nánast að vild. Leikurinn end- aði því með sjö marka sigri Hauka 28:21. Hjá Þór bar mest á Ingu Huld og undir lok leiksins skoraði hin efni- lega Harpa Örvarsdóttir falleg mörk af línunni. Einnig átti Steinunn Geirsdóttir ágætan leik og skoraði falleg mörk með langskotum. Hjá Haukum var Margrét langbest en einnig var gamli Þórsarinn Þór- unn Sigurðardóttir sterk á línunni. Mörk Þórs: Inga Huld Pálsdóttir 7, Steinunn Geirsdóttir 5, Harpa Örvarsdóttir 4, Valdís Hallgrímsdóttir 2, María Ingimundardóttir 2, Bergrós Guðmundsdóttir 1. isverða við þann sigur er að Hulda Magnúsdóttir, sem reyndar er ekki nema 14 ára, keppti með Sigfirðing- um. En hinir tveir voru Sigurður Sverrisson og Gísli Valsson. En lítum þá á einstök úrslit með tímum keppenda: Stúlkur 13-14 ára: 1. Hulda Magnúsdóttir S. 14.34 2. Guðbjörg Sigurðardóttir í. 16.92 3. Sólveig Valgeirsdóttir A. 28.59 Piltar 13-14 ára: 1. Kristján Hauksson Ó. 20.42 2-3. Tryggvi Sigurðsson Ó. 20.52 2-3. Ásgrímur S. Þorsteins. Ó. 20.52 Piltar 15-16 ára: 1. Daníel Jakobsson í. 29.29 2. Guðmundur Óskarsson Ó. 30.23 3. Bjarni Brynjólfsson í. 30.29 Piltar 17-19 ára: 1. Sveinn Traustason F. 58.55 2. Óskar Jakobsson í. 1:00,57 Flokkur fullorðinna: 1. Einar Ólafsson f. 1:47,17 2. Sigurgeir Svavarsson Ó. 1:51,08 3. Sigurður Aðalsteinsson A. 1:58,56 Boðgangan Flokkur fullorðinna: 1. Sveit Siglufjarðar....... 79.08 (Ólafur Valsson 26,02, Baldur Her- mannson 26.06 og Sölvi Sölvason 27,00) 2. Sveit ísafjarðar ......... 79.38 (Einar Ólafsson 24.43, Daníel Jakobs- son 25.43 og Óskar Jakobsson 29.12) 3. Sveit Ólafsfjarðar ........ 82.19 (Sigurgeir Svavarss. 25.40, Guð- mundur Óskarss. 26.01, Haukur Sigurðs. 30.38) Drengir 13-14 ára: 1. Sveit Ólafsfj. A sveit... 45.00 (Kristán Hauksson 14.31, Ásgrímur Þorsteinsson 15.14 og Tryggvi Sig- urðsson 15.15) 2. Sveit Ólafsfj. B sveit ... 46.56 (Halldór Óskarsson 15.41, Bergur Björnsson 15.53, Bjartmar Guð- mundsson 15.22) 3. Sveit ísafjarðar ......... 48.15 (Árni Elíasson 15.33, Gísli Árnason 14.57, Guðbjörg Sigurðardóttir 17.45) Sveit 15-16 ára: 1. Sveit Siglufjarða ........ 62.37 (Gísli Valsson 19.55, Sigurður Sverr- isson 20.20 og Hulda Magnúsdóttir 22.22) 2. Sveit Akureyrar ........... 65.58 (Kristján Ólafsson 21.26, Sigurður Helgason 22.09 og Steingrímur Þor- geirsson 22.23) Haukur Eiríksson skíðamaður frá Akureyri keppir nú á Heimsmeist- aramótinu í Lahti í Finnlandi. Hann keppti á laugardaginn í 30 km göngu og lenti í 57. sæti af 78 keppendum. í gær keppti Haukur slðan í 15 km göngu og lenti einnig í 57. sæti en núna af 90 keppend- um. í 30 km göngunni sigraði Sovét- maðurinn Smirnof og gekk hann vegalengdina á 1:24,57. Vegard Ulvang frá Noregi lenti í öðru sæti á 1:25,04 og þriðji varð Svíinn Christer Majback á 1:25,42. Haukur fékk tímann 1:36,42. í 15 km göngunni röðuðu Svíar sér Afmælismót JSÍ var haldið I Reykjavík um helgina. Fimm KA- menn kepptu á mótinu og komu Freyr Gauti sigraði í sínum flokki og keppti þar að auki við 50 kg þyngri menn í opnum flokki. í efstu sætin. Þar kom fyrstur Gunde Svan á 40,39, á eftir honum kom Torgny Mogren á 41:02 og í þriðja sæti kom góðkunningi okkar íslend- inga Lars Haland, sem keppti hér á landi á Landsmótinu í fyrra, á 41,10. Haukur gekk á 45,48. Þetta er mjög góður árangur hjá Hauki, þrátt fyrir að lenda í þessu sæti. Það munar einungis 13% á hon- um og fyrstu mönnum og þó að það sér alltaf erfitt að bera saman ein- staka tíma þá er þetta vel frambæri- legur árangur hjá Hauki. Frekar fáir keppendur voru í 30 km göngunni og greinilegt að margar þjóðir sendu einungis sína bestu keppendur í þá keppni. þeir með átta verðlaun til baka; hmm gull, tvö silfur og ein brons- verðlaun. Mót þetta átti í fyrstu að vera í lok janúar, en var þá frestað vegna veðurs. Sú frestun gerði það að verk- um að nokkru færri keppendur frá KA tóku þátt í mótinu en upphaflega var áætlað því þrettán KA-menn ætl- uðu sér að fara suður og keppa á þessu móti. En lítum þá á árangur þessara fimm KA-manna: Sævar Sigursteinsson keppti í -50 kg flokki pilta yngri en 21 árs. Hann sigraði nokkuð örugglega í öllum sínum glímum og hreppti því gullið. Baldur Stefánsson keppti í -60 kg flokki yngri en 21 árs. Hann vann þann flokk örugglega, eins og hann reyndar hefur gert á öllum mótum nú í vetur. Baldur keppti einnig í flokki fullorðinna, en þá í -65 kg flokki. Þrátt fyrir að vera léttasti keppand- inn og sá yngsti sigraði hann einnig í þeim flokki. Auðjón Guðmundsson keppti í -65 kg flokki yngri en 21 árs og var þar í þriðja sæti. Hann keppti einnig í flokki fullorðinna og lenti þar í fjórða sætinu. Trausti Harðarson keppti í -71 kg flokki og sigraði mjög glæsilega þar. Hann keppti einnig í flokki fullorð- inna og hafnaði þar í öðru sæti. Freyr Gauti Sigmundsson keppti í -78 kg flokki og sigraði þar mjög auðveldlega. Hann keppti einnig í flokki fullorðinna og var þar í öðru sæti eftir mjög tvísýna úrslitaglímu. Freyr lét þetta ekki nægja og tók þátt í opnum flokki og keppti þar við menn allt að 50 kg þyngri en hann sjálfur. Honum tókst nú ekki að komast í úrslit en þótti sýna mikið keppnisskap og áræði að taka þátt í þessum opna flokki og þurftu þeir stóru að hafa mikið fyrir því að leggja hann að velli. Keppendur á þessu móti voru um 60 en þess má til gamans geta að undanfarin ár hefur tala keppenda á innanfélagsmótum KA aldrei farið niður fyrir 80 manns. Harpa Örvarsdóttir stóð sig vel gegn Haukunum og skoraði 7 mörk í tveimur leikj- um. Mynd: TLV Handknattleikur/1. deild kvenna: Þór tapaði tvisvar gegn Haukastelpunum - tæpt í fyrri leiknum Heimsmeistaramótið í Lahti: Haukur stóð sig vel í skíðagönguimi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.