Dagur - 21.02.1989, Qupperneq 11
21. febrúar 1989 - DAGUfi - 11
hér & þor
Ringó
„edrú‘
Takíd eftir!
Vörur frá Leðuriðjunni Teru, Grenivík, verða
til sölu í versluninni Pálínu, Sunnuhlíð, föstu-
daginn 24. febrúar frá kl. 14.00-18.00.
RINGÓ STARR, bítillinn fyrrverandi, ku nú vera orðinn edrú í fyrsta
skipti í mörg ár - hann þarf nú að horfast í augu við að það eru
breyttir tímar. Nýlega fékk hann hlutverk í nýjum sjónvarpsþætti
fyrir börn og þegar níu ára gamall meðleikari hans var spurður um
hvort hann hefði nokkru sinni heyrt minnst á Bítlana svaraði
hann: „Ég hef heyrt talað um margar frægar rokkhljómsveitir, en
aldrei þessa Bítla.“
NámskeiÖ
í raddbeitingu, framsögn og undirstöðum í
ræðutækni, fyrir sjónvarp, hljóðvarp
og ræðustól.
Kennarar: Kristján Hall og Theodór Júlíusson.
Námskeiðið fer fram að Hafnarstræti 90, Akureyri
24. febrúar og hefst kl. 18.00, 25. febrúar kl. 13.00
og 26. febrúar kl. 13.00.
Tilkynnið þátttöku mánud. 20. febrúar,
miðvikud. 22. febrúar og fimmtud. 23. febrúar
milli kl. 16.00 og 18.00 í síma 21180.
Barbara
og Sean
VERKMENNTASKÓLINN
Á AKUREYRI
Útboð - Járnsmíði
Auglýst er eftir tilboðum í smíði gluggaramma úr
stáli fyrir Verkmenntaskólann á Akureyri.
Útboðsgögn fást afhent á Verkfræðistofu Norður-
lands hf., Skipagötu 18, Akureyri.
Tilboðum skal skila fyrir 28. febrúar kl. 11.00 á sama
stað.
Verkmenntaskólinn á Akureyri.
BARBARA STREISAND er vön að kynda undir
forsíðum dagblaða vestanhafs og heldur því
áfram. Nú eru það viðbrögð hennar eftir
skilnaðinn við Don Johnson og vonbrigðin sem
hann olli henni, því hún ku nú hafa hent sér í
faðm fyrrverandi eiginmanns Madonnu, Sean
Penn. Ekkert skrítið að fjölmiðlarnir smjatti á
því . .
Deyr SueEllen
LINDA GRAY, sem leik-
ur hina yndisfögru og undir-
gefnu eiginkona J.R. í Dall-
as, óskaþætti íslendinga,
nennir víst ekki að leika
lengur í þáttunum. Þvílík
skömm og svívirða. Hún
hefur þegar tilkynnt fram-
leiðendum þáttanna, að eftir
þetta tímabil ætli hún að
hætta endanlega. Dauði
hennar hlýtur því að vera
næstur á dagskrá hjá höfund-
um handrits, en við íslend-
ingar getum verið rólegir því
við eru sennilega enn langt á
eftir og Sue Ellen verður því
sprell lifandi meðal oss enn
um sinn . . .
--,---O---“O ..... ............. "ULMNU ‘Miiuimm
un er hægt að meta stöðu fyrirtækisins hversu oft sem óskað er.
Okkar skoðun er sú að bókhaldsuppgjör sé ekki aðeins árlegt fram-
tal til skattyfirvalda, heldur rekstrarlegt stjórnunartæki.
NÚ ER RÉTTI TÍMINN FYRIR NÝ VIÐHORF!
Við skipuleggjum og vinnum: Bókhald, laun, reikningsskil, áætlana-
gerð og veitum rekstrarráðgjöf eftir þörfum viðskiptavina okkar.
Hefurðu áhuga á að kanna málið? Hafðu þá samband við okkur
sem fyrst.
gBsma g REKSTRARRÁðgjöf
m S* 5 . f REIKNINGSSKIL
= =^=^== RÁÐNINGAR
FELL HF. • TRYGGVABRAUT 22 • PÓSTHÓLF 748 • 602 AKUREYRI • SÍMI 96-25455