Dagur - 23.02.1989, Side 2
2 - DAGUR - 23. febrúar 1989
Ærsladraugur-
inn á Húsavík
Vofa eða draugur birtist á gafli
Samkomuhússins á Húsavík sl.
föstudagskvöld og hefur síðan
blasað við vegfarendum sem
leið eiga framhjá húsinu. Ekki
hafa borist fregnir af því að
draugur þessi hafl hrætt börn
eða gert nokkrum manni mein,
enda skiltið sem hann birtist á
Vátryggingafélag
íslands hf.:
„Starfsemin
ígang
eftir 2 mánuðr
- segir Axel Gíslason
„Ég geri ráð fyrir að félagið
hefji starfsemi sína eftir um 2
mánuði. Við erum nú að vinna
ýmis gögn sem fylgja þurfa
umsókn til Tryggingaeftirlitsins
um starfsleyfl og þegar svar
hefur borist við þeirri umsókn
getur starfsemin haflst,“ segir
Axel Gíslason. forstjóri Sam-
vinnutrygginga um gang mála í
sameiningu félagsins og
Brunabótafélags Islands hf.
Axel segir að nú sé lokið við
uppsagnir og enduráðningar
starfsfólks og þessa dagana sé
unnið að endurskipulagningu á
umboðsmannakerfinu út um
land.
Á dögunum hlaut hið nýja
tryggingafélag nafn en félögin tvö
auglýstu eftir tillögum að nafni.
Alls bárust 5900 tillögur enda eft-
ir 200 þús. króna verðlaunafé að
sækjast. Fyrir valinu varð Vá-
tryggingafélag íslands hf. en
þetta nafn sendu 80 manns inn í
samkeppnina. Nafn Gunnars
Gunnarssonar úr Garðabæ var
dregið út úr tillögubunkanum og
hlaut hann því verðlaunin. JÓH
verk félaga í Leikfélagi Húsa-
víkur sem kunnir eru að öðru
en valda samborgurum sínum
slíkum leiðindum.
Skiltið er sett upp í tilefni af
fyrirhugaðri sýningu leikfélagsins
á Ærsladraugnum eftir Noel
Coward, þekktan, breskan rit-
höfund og leikara en hann er
m.a. höfundur Einkalífs sem
Leikfélag Akureyrar sýndi fyrir
4-5 árum. Ærsladraugurinn sló á
sínum tíma öll aðsóknarmet í
Englandi og er orðinn þekktur
farsi sem sýndur hefur verið mjög
víða.
Leikstjóri er Hávar Sigurjóns-
son sem setti upp Gísl hjá Leik-
félagi Húsavíkur í fyrra. Sjö
leikarar taka þátt í sýningunni á
Ærsladraugnum og er frumsýn-
ing fyrirhuguð 11. mars. IM
Ógnvekjandi ærsladraugur á gafli Sainkomuhússins á Húsavík minnir gesti og gangandi á frumsýningu Leikfélag
Húsavíkur á Ærsladraugnum 11. mars nk. Mynd: im
Sala bjórsins knýr á um nákvæmari útskýringar á áfengislögum:
Reglugerð sett um bann við
áfengisauglýsmgum
- heilbrigðisráðherra segir eftirlitshlutverkið ekki síst hjá almenningi
Heilbrigðisráðuneytið hefur
sett reglugerð um bann við
áfengisauglýsingum þar sem
skilgreint er hvað átt er við
með auglýsingu en í megin-
atriðum er tekið mið af sömu
reglum og gilda um auglýsing-
ar á tóbaki. Ráðuneytinu hafa
borist margar fyrirspurnir
varðandi þessi efni í tengslum
við auglýsingar á bjór. Reglu-
gerðin er byggð á 16. grein
áfengislaganna en samkvæmt
henni eru áfengisaugiýsingar
bannaðar.
Bannað verður að sýna neyslu
Það eru margir sem notfæra sér þá góðu aðstöðu sem er í Kjarnaskógi til úti-
veru. Einn af þeim er Sævar Herbertsson sem renndi sér á gönguskíðum
þegar Ijósmyndari Dags var þar á ferð fyrir nokkru. Mynd: ap
eða hvers konar meðferð áfengis
í auglýsingum og upplýsingum
um annars konar vöru eða þjón-
ustu. Samkvæmt nýju reglugerð-
inni er með auglýsingu átt við
hvers konar tilkynningar til
almennings þar sem sýndar eru í
máli eða myndum áfengistegund-
ir eða atriði tengd áfengisneyslu,
áfengisvöruheiti eða auðkenni,
eftirlíkingar á áfengisvarningi,
spjöld eða annar svipaður búnað-
ur og þess háttar.
Hvað varðar bjórinn verður
óheimilt að auglýsa áfengt öl og
tekur ákvæði regiugerðarinnar
einnig til auglýsinga sem fela í sér
firmanafn eða firmamerki áfeng-
isframleiðenda. Framleiðandan-
um er þó heimilt að nota firma-
nafn eða merki í auglýsingu ef
þar kemur skýrt fram að ekki sé
um auglýsingu á áfengum drykk
að ræða.
í reglugerðinni er einnig að
finna undanþáguákvæði. Auglýs-
ingar á áfengi á erlendum tungu-
málum í erlendum prentritum
sem hingað eru flutt eru heimilar
nema megintilgangur ritsins sé að
auglýsa áfengi hér á landi. Einnig
verður leyfilegt að auðkenna
búnað til áfengisveitinga á veit-
ingastað með firmamerki eða
nafni og einnig verður áfengis-
framleiðanda heimilt að nota
þessi merki á flutningatækjum,
vöruumbúðum, bréfsefni eða því
sem tengist starfseminni.
Guðmundur Bjarnason, heil-
brigðsráðherra, segir að Hollustu-
vernd ríkisins, Heilbrigðiseftirlit-
ið, Áfengisvarnaráð og áfeng-
isvarnanefndir sveitarfélaganna
komi til með að sjá um að þess-
um reglum verði framfylgt. Þar
komi dómsyfirvöld og löggæsla
einnig til skjalanna.
„Við verðum að gera ráð fyrir
að almenningur verði líka virkur
í þessu eftirliti, líkt og verið hef-
ur varðandi tóbaksauglýsingarn-
ar. Við höfum ástæðu til að álíta
að svipuð viðbrögð verði við þess-
um auglýsingum eins og tóbaks-
auglýsingum og sá skilningur
verði almennur að óheimilt sé að
auglýsa áfengi og áfenga drykki,“
segir Guðmundur Bjarnason.
JÓH
Fj ármálaráðuneytið:
Helmingur hækkunar innflutningS'
verðs skilar sér út í verðlagið
- þar koma m.a. áhrif frá vaxandi samkeppni og
minnkandi eftirspurn inn í
Frá september 1988 til fcbrúar-
byrjunar 1989 hækkaöi vísitala
framfærslukostnaðar um tæp
4%. Þessi hækkun svarar til
9% verðbólgu á heilu ári. Til
samanburðar má nefna, að
næstu mánuði á undan hafði
verðbólguhraðinn verið í
kringum 30%. Af þessu má
sjá, að það hafa orðið veruleg
umskipti í verðlagsmálum á
síðustu mánuðum.
Af þessum 4% má rekja um
það bil fjórðung til ákvarðana
ríkisstjórnarinnar um að hækka
óbeina skatta. Er þar um að ræða
hækkun á bensíngjaldi og inn-
flutningsgjaldi bifreiða svo og
breytingar á vörugjaldi, bæði til
hækkunar og lækkunar. Vöru-
gjald á sykruðum vörum, svo sem
sælgæti og gosdrykkjum hækkaði
nokkuð, en vörugjald á ýmsum
heimilistækjum, þvottavélum,
ísskápum og sjónvörpum, lækk-
aði um 5%.
Samkvæmt útreikningum Hag-
stofu íslands hefur verðhækkun á
innfluttum vörum leitt til 1,5-2%
hækkunar framfærsluvísitölunnar
á þessu tímabili, þegar áhrif
óbeinu skattanna eru undanskil-
in. í Ijósi gengisþróunar á tíma-
bilinu og erlendra kostnaðar-
hækkana hefði hins vegar mátt
ætla að áhrifin yrðu mun meiri
eða kringum 4%.
Af þessu má draga þá ályktun
að tæplega helmingur af hækkun
innflutningsverðs síðustu mánuð-
ina hafi skilað sé út í verðlag hér
innardands. Þetta má vafalaust
að einhverju leyti skýra með
áhrifum af vaxandi samkeppni og
minnkandi eftirspurn á undan-
förnum mánuðum.
Afgang verðhækkunarinnar,
eða 1-1,5%, má rekja til ýmissa
útgjaldaliða, meðal annars þeirra
sem hækka aðeins einu sinni á
ári. Má þar nefna skólabækur,
námskeiðshald hvers konar,
happdrættismiða o.fl.
Loks er rétt að vekja athygli á
því, að lækkandi verðbólga og
lægri vextir í kjölfarið hafa leitt
til rúmlega 9% lækkunar á vaxta-
og verðbótagreiðslum í hús-
næðislið vísitölunnar. Þessi
breyting ein sér hefur lækkað
framfærsluvísitöluna um rúmlega
0,5% á síðustu mánuðum.
(Fréttatilkynning)