Dagur - 23.02.1989, Blaðsíða 3

Dagur - 23.02.1989, Blaðsíða 3
23. febrúar 1989 - DAGUR - 3 Húsavíkurflugvöllur: „Ekki hægt að haftia þessari forkönnun - menn mega ekki láta pólitískt moldviðri villa sér sýn,“ segir Gunnar Páll Jóhannesson „Okkur finnst að við séum ekki látnir sitja við sama borð og aðrir, í sambandi við vara- flugvöll, því við erum aldrei nefndir nema í sambandi við herflugvöll. Við teljum að það sé gert í ákveðnum tilgangi - það sé útilokunaraðferð,“ sagði Gunnar Páll Jóhannes- son, starfsmaður Farkaups á Húsavíkurflugvelli. Þar kom Dagur við og hitti að máli Gunnar og Sigurð Karlsson, starfsmann Flugmálastjórnar og spurði þá um afstöðu þeirra til flugvallarmálanna, sem svo mjög hafa verið til umræðu að undanförnu. „Þessi völlur er svo nálægt Akureyri og þar eru einhverjir hræddir um að missa spón úr sín- um aski ef hér kemur betri flug- völlur. Þá yrði mikið meira um að flogið yrði hingað með ferða- fólk, sem nú flýgur til Akureyrar en það er í rauninni hlálegt að troða því inn í rútur þar og keyra með það austur í sýslu í skoðun- arferðir,“ sagði Sigurður. „Við höfum ekkert á móti flugi til Akureyrar og góðum flugvelli þar en við viljum láta meta okkur á sama grunni og veðurskilyrði og öryggissjónarmið eru ekki inni í þeirri mynd þegar samgöngu- ráðherra álítur sambærilega aðstöðu til aðflugs hér og í Eyja- firði.“ „Fullt af fólki vill gjarnan fá góðan völl hér, byggðan af Islendingum. Stjórn landeigenda- félagsins ályktar gegn NATOr flugvelli en hún minnist ekki á annan flugvöll - við teljum að það sé útilokunaraðferð að veifa þessum NATOfána,“ sagði Gunnar Páll. Þeir félagar sögðust geta tekið undir hógvær orð Vigfúsar Jóns- sonar á Laxamýri í Degi 21. feb. varðandi það að sjálfsagt hefði verið að tala við landeigendur um málið en Gunnar sagðist telja að aðeins einn alþingismaður hefði farið með offorsi í málinu og það væri Steingrímur J. Sigfússon. Sigurður gat þess að ríkið ætti land fyrir 2700 m braut á Húsa- víkurflugvelli eða 1500 metra ónotaða sunnan við núverandi braut, og að þetta virtist ekki öll- um hafa verið kunnugt, ekki einu sinni hjá Flugmálastjórn. , Bygging stúdentagarða á Akureyri: Itarlegar upplýsingar sendar í dag til Húsnæðisstofiiunar - „verður vonandi boðið út í mars,“ segir formaður Félagsstofnunar stúdenta Eins og áður hefur komið fram hefur Húsnæðisstofnun ríkis- ins til umfjöllunar umsókn Fé- lagsstofnunar stúdenta á Akur- eyri vegna fyrirhugaðrar bygg- ingar stúdentagarða á Akur- eyri. Húsnæðisstofnun hefur óskað eftir frekari upplýsing- um um byggingu garðanna, t.d. í sambandi við kostnaðar- áætlun og lóðir, og munu þær væntanlega verða póstlagðar í dag. Sigurður P. Sigmundsson, for- maður stjórnar Félagsstofnunar, segist vænta þess að stjórn Hús- næðisstofnunar afgreiði umsókn- ina jákvætt fljótlega eftir að hún hefur fengið í hendur tilskilin fylgiskjöl. Hugsanlegt er að Húsnæðisstofnun fjalli um málið á fundi í næstu viku. „Við getum ekki boðið út byggingu stúdentagarðanna fyrr en Húsnæðisstofnun hefur sam- þykkt umsókn okkar. Við höfum bundið vonir við að bjóða verkið út í byrjun næsta mánaðar og eft- ir það þurfa að líða um 3-4 vikur þar til tilboðin verða opnuð. Æskilegast- væri að ganga frá verksamningum um miðjan apríl- mánuð,“ segir Sigurður. Hann segist vera mjög bjartsýnn á já- kvæða afgreiðslu Húsnæðisstofn- unar. „Hún hefur sýnt okkur vel- vilja. Spurningin er bara hversu hratt hún getur greitt lánin út,“ segir Sigurður P. Sigmundsson. óþh Flutningar á fóðri frá ístess hf.: Við reynum að leita hagkvæmustu leiðauna - segir Guðmundur Stefánsson, framkvæmdastj óri Á næstunni verður tekin ákvörðun um hvaða aðilar verða fengnir til að flytja fram- leiðslu ístess hf., bæði á mark- að erlendis og innanlands. „Við erum einfaldlega að skoða okkar flutninga og finna hagstæðustu leiðir í þeim. Það eru um tvö ár síðan við skoðuðum þetta dæmi og því er ástæða til að líta aftur á það nú,“ segir Guðmundur Stef- ánsson, framkvæmdastjóri ístess hf. „Þessir hlutir þurfa að vera í nokkuð stöðugri endurskoðun, þannig að maður lokist ekki inn í óhagstæðari lausnum en völ er á,“ segir Guðmundur. Aflað hefur verið upplýsinga um verð hjá nokkrum flutninga- aðilum og segir Guðmundur að þær verði vegnar og metnar á næstu dögum áður en tekin verð- ur ákvörðun hver hljóti hnossið. Til þessa hefur Eimskip flutt fóður frá ístess hf. til Noregs en færeyskt flutningafyrirtæki, North- west line, hefur annast flutninga á fóðri til Færeyja. Hér innan- lands hefur stærstur hluti fóður- flutninganna komið í hlut Dreka hf. óþh „Mér finnst að það ætti að byggja hér almennilegan flugvöll en ég hef engan sérstakan áhuga á hernaðarvelli. Hvað aðflug og veðurskilyði varðar ættum við að vera efstir á blaði. Hvað fuglalíf í nágrenni flugvalla varðar þá sækja fuglar svo á flugvelli að það er til vandræða og það er langt í frá að fuglalíf hverfi í nágrenni flugvalla, t.d. verpir æðarfugl bæði við Akureyrarflugvöll og Keflavíkurflugvöll og lóur hafa verpt hér inni á brautinni á Húsa- víkurvelli,“ sagði Sigurður. „Þetta er byggðasjónarmið. Það er ekki hægt að hafna þessari forkönnun og menn mega ekki láta pólitískt moldviðri villa sér sýn ef þeir ætla að búa í héraði. Ef í Ijós kemur við þessa for- könnun að staðurinn hentar ekki frá öryggissjónarmiði þá nær þetta ekki lengra. En með til- komu millilandaflugvallar opnast nýjar leiðir til útflutnings t.d. á eldisfiski og öðrum ferskum fiski og ekki veitir af atvinnutækifær- unum hér þegar jafnvel ónefndir menn í héraði hafa hug á að flytja vinnslu Mjólkursamlags KÞ til Akureyrar,“ sagði Gunnar og bætti við að við byggingu flug- vallar skapaðist tímabundin vinna - eins og við virkjunarfram- kvæmdir, en með tilkomu vallar- ins yrði skilin eftir ómældur fjöldi af varanlegum atvinnutækifær- um. IM n þðftSHAMAR NF. Varahlutaverslun Við Tryggvabraut ■ Akureyri • Sími 22700 Gleymið ekki að gefa smáfuglunum. ALLAR UPPLÝSINGAR Á EIINIUM STAÐ „ wBKBm

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.