Dagur - 23.02.1989, Side 6

Dagur - 23.02.1989, Side 6
6 - DAGUR - 23. febrúar 1989 Frá opnum dögum í VMA: Reyndum að hafa dagskrána sem fjölbreyttasta - segir Vignir Sigurðsson formaður skólafélagsins Tækifærið gríptu greitt giftu það mun skapa járnið skaltu hamra heitt að liika er sama og tapa. Þessi vísa eftir Steingrím Thorsteinsson, segir Baldvin Bjarnason skólameistari í Verkmenntaskólanum á Akur- eyri að geti verið yfirskrift opnu daganna í skólanum, þetta séu dagar tækifæranna. Opnir dagar hófust á mánu- daginn og þeim lýkur í kvöld með veglegri árshátíð í Sjallan- um. Skólameistari ritar grein í blað það sem gefið er út vegna opnu daganna, en það ber nafnið Jón Krukkur. í grein- inni segir skólameistari: „Dag- ar tækifæranna gæti eins verið samheiti daganna því nú er stundaskrá felld úr gildi og hver nemandi kýs sér sína dagskrá eftir því sem framboð stendur til á hverjum tíma. Enginn kemst yfir að taka þátt í öllum þeim atriðum sein í boði eru og þess vegna verður hver og einn að velja og hafna. Einn er þó sá kostur sem ekki er í boði, en það er að liggja heima og taka ekki þátt í dagskránni því reglur um mætingar eru í fullu gildi. Fjölbreytni einkenndi dagskrá opnu daganna og eflaust hafa nemendur átt í miklu sálarstríði við að gera upp á milli dagskrár- atriða. Að lokinni setningu á mánudaginn hófst íþróttaflipp í íþróttahöllinni, Varnaliðið sýndi þyrlu á Holtinu og þrír flugmenn hennar sögðu frá hlutverki sínu, þá var haldið námskeið í sam- kvæmisdönsum og fulltrúar allra trúflokka í bænum mættu á sal á trúmálafund. Um kvöldið frum- sýndi leikfélagið „Stælt og stolið" leikritið „Erpingham búðirnar" í Freyvangi, og Valgeir Guðjóns- son mætti á sal og spilaði og söng. Ferðir og fyrirlestrar Þá var farið í ferðir ýmiss konar og má þar nefna, skíðaferð, skoðunarferð urn Mývatn og dorgveiðikeppni á Mývatni, ferð í Laxárvirkjun og sjúkrahúsferð á Sauðárkrók, matarveislu í Hrísey, ferð í fyrirtæki og útreið- artúr. Fjallganga á Súlur er á dagskránni í dag og einnig skoð- unarferð um merka staði í Eyja- firði með sr. Bolla Gústavssyni. Snyrtinámskeið voru haldin sem og blómaskreytingarnám- skeið. Fjölmargir fyrirlestrar voru einnig á dagskránni og má þar nefna að Jón Hallur Pétursson frá Kaupþingi leiddi nemendur í allan sannleik um sparnað, Magnús Skarphéðinsson og Sveinn Baldursson spurðu hvort drepa ætti hvali og Sigmundur Ernir Rúnarsson frá Stöð 2 talar um fjölmiðlafárið nú klukkan 10.00. Um hádegisbil geta svo nemendur fræðst um dulsálar- fræði hjá Magnúsi Skarphéóins- syni. Opnu dögunum lýkur í kvöld með heilmikilli árshátíð þar sem boðið verður upp á fjöl- breytt skemmtiatriði. Tveir í Lúdó Dagur lagði leið sína á Eyrar- landsholtið á mánudaginn og fylgdist með því sem þá var á dagskránni. Kaffistofan Café Rómó naut mikilla vinsælda og þangað inn streymdi uppábúið þjónustulið með kræsingar á bökkum. í næstu stofu var spila- herbergi og sátu þar fjölmargir að spilum ýmis konar, ellegar röðuðu myndaspili allmiklu. Þeir Ingólfur Samúelsson sem er í þriðja bekk á verslunarbraut og Jón Ilaröarson útvarpsstjóri. Mynd: TLV Vignir Sigurðsson formaður skóla- félagsins. Mynd: mþþ Friðrik Stefánsson í þriðja bekk á málmiðnaðarbraut spiluð Lúdó af list mikilli og sögðust ekki hafa spilað þetta ágæta spil frá fimm ára aldri. Lúdóið kváðu þeir áhugaverðara en leikur íslend- inga og Vestur-Þjóðverja í hand- knattleik. Eða var það öfugt? Alltént skemmtu þeir sér hið Valgeir Guðjónsson lék á als oddi á tónleikum á sal Verkmenntaskól- ans. Það gerðu nemendur líka. Mynd: óþh besta og léku við hvurn sinn fing- ur yfir spilinu. Stranglega bannað að líta í skólabækur Vignir Sigurðsson formaður skólafélagsins sagði að mikill undirbúningur væri að baki, en fljótlega upp úr áramótum var farið að ræða opnu dagana og hvað bjóða ætti nemendum skól- ans upp á þessa daga. „Það hefur lítið farið fyrir námi þessar síð- ustu vikur,“ sagði Vignir sem er á öðru ári á viðskiptabraut. Geisp- andi sagði hann líka að ekki hefði hann sofið mikið undanfarnar nætur. Opnu dagarnir eru nú haldnir öðru sinni við skólann og sagði Vignir nemendur afar ánægða með tilbreytinguna, enda hefði Augabana - kennarar tilbúnir í slaginn við ni Kristján Harðarson formaður leik- félagsins „Stælt og stolið“. Mynd: mþþ „Eigui innlifu Friðrik og Ingólfur skemmta sér yfir Lúdóspil Á trúmálafundi með nei Á opnum dögum í Verkmennta- skólanum á Akureyri var efnt til trúmálafundar og á hann mættu fulltrúar sjö trúarfé- laga, frá Þjóðkirkjunni, Kaþólsku kirkjunni, Vottum Jehova, Aðventistum, Hvíta- sunnusöfnuðinum, Sjónarhæð og Mormónum. Fundurinn var haldinn á sal skólans og sátu hann fjölmargir nemendur. Sr. Birgir Snæbjörnsson talaði fyrir hönd Þjóðkirkjunnar og ræddi hann meðal annars um sögu kristindómsins og hversu erfitt hann hafi átt uppdráttar í fyrstu. „En ekkert afl getur stöðvað kirkjuna," sagði sr. Birgir og benti í því sambandi til Rúss- lands þar sem kristnum mönnum hefur verið gert erfitt fyrir, en stjórnvöld hafa nú játað sig sigruð. Það hve illa hefur gengið að uppræta kristindóminn sagði Birgir vera til merkis um að kirkjan væri ekki stofnun gerð af mannavöldum heldur af völdum guðs. Sr. Birgir ræddi því næst um þann klofning sem orðið hefur varðandi kristindóminn og sagði hann í raun ósköp eðlilegan. Vís- aði hann í því sambandi til lesturs manna á ákveðnu leikriti og sagði þá túlka það á mismunandi vegu. Hann sagði að því miður hefðu fylkingarnar borist á banaspjót- um, en reynt hefði verið að tengja þessar deildir saman og árangur hefði náðst á því sviði. „Ég vona að kristnir bræður tengist sterkari böndum, það er hægt og að því unnið,“ sagði hann. Jogvan Purkhus kynnti Sjónar- hæðarsöfnuðinn, en hann á rætur sínar að rekja til Arthurs Gook sem kom til Akureyrar í upphafi aldarinnar. Hin síðari ár er söfnuðurinn einkum þekktur fyr- ir starf sitt við sumarbúðirnar að Ástjörn. Um 20 manns tilheyra söfnuðinum og er aðaláherslan lögð á þann boðskap sem Jesús Kristur boðaði. Jogvan sagði að öll trúmálaumræða ætti að snúast um það að menn tækju á móti Kristi sem sínum persónulega frelsara. Síðan las hann upp úr Fjallræðunni og sagði þann sem byggði á bjargi hafa þann grund- völl er stæði. Hvítasunnusöfnuðurinn var stofnaður 30. maí árið 1936 og er frjálst trúfélag utan Þjóðkirkj- unnar. Söfnuðurinn rekur leik- skólann Hlíðarból í Glerárhverfi í samvinnu við Akureyrarbæ og þar eru nú 75 börn. Vörður Traustason lagði á það áherslu að Hvítasunnusöfnuðurinn væri ekki sértrúarsöfnuður og nefndi að minnsta kosti átta dæmi um að svo væri ekki. Söfnuðurinn byggði trú sína á guðsorði og tryði því að öll Biblían væri sönn, en hins vegar tryðu menn því ekki að hægt væri að vinna sig inn í guðsríki. „Við trúum því að Jesús Kristur komi aftur og muni hrífa þá í burt með sér sem tekið hafa persónulega afstöðu með honum,“ sagði Vörður og minntist að lok- um á að allir þeir hópar sem sam- an voru komnir á sal skólans gætu starfað saman á grundvelli kristindómsins. Fyrir Votta Jehova talaði Roger Bjork og sagði hann með- limi safnaðarins vera votta hins sanna guðs. „Við erum vottar um Jehova guð sem er alvaldur í heiminum,“ sagði Roger. Hann sagði Votta Jehova trúa á Jesús Krist sem guð hefði sent til jarð- arinnar svo við gætum öðlast eilíft líf. Upphaflegan tilgang hingaðkomu Krists sagði hann að hefði verið að gera jörðina að paradís þar sem allir lifðu í sátt og samlyndi og þar sem friður og öryggi ríkti. Hann sagði að með- limir safnaðarins þyrftu að sýna í verki að þeir lifðu samkvæmt vilja guðs. Þeir þyrftu að fara út af örkinni og boða fagnaðarer- indið oft við litlar vinsældir. Slíkt starf fer nú fram í 212 löndum í heiminum. „Sumir vilja þagga niður í þeim sem fara með sann- leikann,“ sagði Roger og vitnaði til Biblíunnar þar sem sagði frá meðferð þeirri er postularnir fengu er þeir boðuðu fagnaðarer- indi Krists. Faðir Robert Bradsaw talaði fyrir hönd Kaþólsku kirkjunnar og brá upp lítilli dæmisögu. Hann sagði frá listaverki sem sýnir Krist berja að dyrum húss nokkurs. Lítil stúlka sem skoðaði málverkið segir við föður sinn, að listamaðurinn hafi gert mistök við gerð myndarinnar, því hand- fang hurðarinnar sé innan á, en ekki að utan. „Jesús kemur aldrei með afli inn í hjarta fólks, hand- fangið er að innan og það er okk- ar að opna.“ Hann ráðlagði unga fólkinu í salnum að leggja eyrun við hið lága hvísl, það gæti verið hinn þögli Jesús að berja að dyrum. „Það er ykkar að bjóða Kristi inn í líf ykkar, hann langar að deilda með ykkur lífi sínu.“ Faðir Robert benti á að flestir forfeðra okkar hefðu verið kaþólskrar trúar og sagði síðan að kaþólskir menn tryðu því ein- læglega að Jesús hefði aðeins Fulltrú fund si sem þe

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.