Dagur - 23.02.1989, Qupperneq 7
23. febrúar 1989 - DAGUR - 7
mcndur skólans.
Mynd: TLV
Úr kafdstofunni Café Rómó. Borðin hlaðin kræsingum.
Mynd: TLV
m bara eftir nokkra kubba!“ Vaskir Verkmenntaskólanemar raða myndaspili af mikilli
n* Mynd: TLV
Mynd: TLV
fjölbreytnin verið höfð að leiðar-
ljósi við undirbúning dagskrár-
atriða. „Við vilduin hafa þetta
sem veglegast.“
Vignir sagði skólameistara
hafa gefið út þá tilskipun til
nemenda að stranglega væri
bannað að líta í skólabækurnar
meðan á opnu dögunum stæði og
vissi hann ekki betur en nemend-
ur virtu þá tilskipun allir sem
einn.
Fullt er í flestar ferðir sem
farnar verða og sagði Vignir að
svo mikil væri ásóknin að setja
hefði þurft á aukaferð. Hún verð-
ur farin að Hólum í Hjaltadal og
er þegar fullskipað í hana. „Þessir
opnu dagar eru kjörinn vettvang-
ur til að auka kynni á milli
nemenda og lífga upp á félags-
andann,“ sagði Vignir, en nem-
endur í dagskóla eru um 900 og
ef allt er talið á milli 12-1300.
„Annars er félagsandinn góður
og fer batnandi."
Vignir sagði að skólayfirvöld
með Baldvin Bjarnason í farar-
broddi hefðu reynst einkar vel,
„verið jákvæð og hvetjandi í alla
staði. Þetta er alveg frábært lið
hérna, Aggi húsvörður og stelp-
urnar á skrifstofunni og bara
allir,“ sagði Vignir hæstánægður
með fyrsta opna daginn í VMA.
Erpingham búðirnar
Leikfélagið „Stælt og stolið“ hef-
ur sýnt leikritið „Erpingham búð-
irnar“ í Freyvangi og verður síð-
asta sýning verksins annað kvöld,
en hún er opin almenningi.
Kristján Hákonarson sagði frum-
sýningardaginn að menn væru
nokkuð strekktir á taugum vegna
frumsýningarinnar, en vonaði að
ögn slaknaði á spennunni. Æfing-
ar hafa staðið yfir síðustu tvo
mánuði.
Erpingham búðirnar er eftir
breska leikritaskáldið Joe Orton,
en leikstjóri nú er Pétur Eggertz.
Leikritið gerist í sumarbúðum frú
Erpingham þar sem staddir eru
nokkrir gestir. „Þetta er ærsla-
leikrit, fjallar um sært stolt bæða
gestanna og frú Erpingham,“
sagði Kristján.
Níu leikarar fara með texta-
hlutverk, en mun fieiri koma fram
í sýningunni og má þar meðal
annars nefna að kór skólans var
fenginn til samstarfs við leikfé-
lagið og efnt verður til skemmt-
unar í sumarbúðum f.úarinnar.
Ýmsir atburðir koma upp í
nendum VMA
ar allra trúarhópa á Akureyri mættu á trúmála-
“iii haldinn var á opnu dögunum í VMA þar
:ir kynntu söfnuði sína. Mynd: mþþ
stofnað eina kirkju og það væri
kaþólska kirkjan.
Skúli Torfason frá Aðventist-
um lýsti í upphafi yfir því að orð-
ið sértrúarsöfnuður væri svo gott
sem horfið úr málinu og menn
væru orðnir mun opnari fyrir
trúmálum en áður var. Söfnuður
Aðventista á rætur sínar að rekja
til manna er hófu miklar biblíu-
rannsóknir í Bandaríkjunum um
miðja 19.öldina. Söfnuðurinn var
stofnaður árið 1863 og telur hann
nú um 6 milljónir manna um all-
an heim. Skúli sagði heilaga ritn-
ingu vera trúarjátningu þeirra er
aðhylltust söfnuðinn. Hann sagði
Aðventista ekki hafa sérstaka
trúarjátningu, en þeir byggðu
hins vegar á 27 atriðum, sem
hann komst ekki yfir að útskýra
öll vegna hins knappa tíma er
ræðumönnum var skammtaður.
Öll byggjast þessi atriði á Biblí-
unni, „hún er fullkomin.“ Skúli
sagði einnig að svo væri litið á að
guð væri ódauðlegur, alvitur og
alltaf nálægur. Aðventistar trúa
því að guð hafi skapa heiminn á 6
dögum og hvílst þann sjöunda.
„Að þessu var hlegið þegar ég var
í menntaskóla, en svo er ekki
lengur,“ sagði Skúli og veifaði
Newsweek blaði hvar sagt var frá
því að allt mannkynið ætti rætur
að rekja til einnar konu og var sú
kölluð Eva.
Að lokum talaði ungur maður
frá Mormónasöfnuðinum, Erik
að nafni, en hann er fæddur í
Utah í Bandaríkjunum. Þar gekk
hann í skóla, en hefur starfað
sem trúboði á íslandi í 16 mán-
uði. Erik talaði um fagnaðarer-
indið sem fært hefði mönnum svo
mikla gleði. Hann sagðist ekki
hafa tala við drottinn augliti til
auglitis, en hefði fengið svar við
bænum sínum og væri sannfærð-
ur. Hann sagði trúna gera mönn-
um kleift að skilja betur tilgang
lífsins og þá öðluðust menn vissu
um að dýrð guðs er viska.
Að erindunum loknum var
stutt hlé en síðan gafst fundar-
mönnum færi á að spyrja sem
þeir nýttu sér óspart. mþþ
Samkvæmisdansarnir nutu mikilla vinsælda. Mynd: tlv
sumarbúðunum og sem enda á
örlagaríkan hátt.
Útvarp VMA
Um tuttugu manns vinna við dag-
skrárgerð í Útvarpi VMA. Við
hittum útvarpsstjórann, Jón
Harðarson á göngunum og
spjölluðum lítillega við hann.
„Það er FAT, Félag áhugamanna
um tónlist, sem sér um útvarpið,“
sagði Jón. Útsendingartíminn
síðustu daga hefur verið frá
klukkan 8.00 á morgnana og til
kl. 00.01 um nóttina. Útsending-
um verður hætt kl. 18.00 í kvöld.
„Við byrjuðum strax um ára-
mótin að vinna í þessu, sækja um
leyfi og því um líkt. Síðan höfum
við þurft að fá lánuð tæki og
ýmislegt fleira sem tilheyrir því
að setja upp útvarpsstöð," sagði
Jón.
Fréttastofa er starfandi við
útvarpsstöðina og er sendur út
klukkutíma fréttaþáttur þá daga
sem opnu dagarnir standa. Eink-
um sagði Jón að fluttar væru
fréttir af því sem væri að gerast,
þá væru tekin viðtöl og útvarpað
væri frá þeim fyrirlestrum sem
væru í gangi hverju sinni.
„Þetta er spennandi," sagði
Jón, „en ég vildi ekki vinna við
þetta árið um kring.“ mþþ
Alþýðuflokksfélag
Akureyrar
heldur aðalfund sinn, fimmtudaginn 2. mars að
Strandgötu 9, kl. 20.30.
Fundarefni:
Inntaka nýrra félaga.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Önnur mál.
Stjórnin.
Stofnun
veggtennisklúbbs
verður föstudaginn
24. febrúar kl. 17.30
að Bjargi,
Bugðusíðu 1.
Allir áhugamenn'
um veggtennis
eru hvattir
til að mæta.
Veggboltinn