Dagur - 23.02.1989, Page 12
TEKJUBREF• KJARABRÉF
FJARMAL ÞIN - SERGREIN OKKAR
rFJÁRFESriNCARFÉLAGID
Ráðhústorgi 3, Akureyri
Kjörland hf. Svalbarðseyri:
Framleiðir franskar úr
hollenskum kartöflum
„getum ekki átt við veitingahúsamarkaðinn öðruvísi“
segir framkvæmdastjórinn
Kartöfluverksmidjan Kjörland
hf. á Svalbarðseyri hefur sem
kunnugt er gert tilraun til þess
að framleiða franskar kartöflur
úr innfluttum hollenskum kart-
öflum. Guðmundur Ingólfsson
framkvæmdastjóri segir fram-
leiðsluna líka mjög vel og að
von sé á öðrum gámi með um
25 tonnum af hollenskum kart-
öflum til landsins, en það
magn tekur aðeins um viku
tíma í vinnslu.
„Við gerðum þetta upphaflega
til prufu og til þess að sýna þetta
og það lofar það góðu, að meira
að segja tvö veitingahús á Akur-
eyri hafa tekið þær inn,“ sagði
Guðmundur.
Um innflutning á erlendum
kartöflum er það að segja, að
hann er ekki leyfilegur nema þeg-
ar skortur er á innlendum.
íslenskar kartöflur eru ekki nægj-
anlega þurrefnisríkar og veit-
ingahúsaeigendur vilja ekki kart-
öflur sem ekki hafa 21% þurr-
efni. „Það er ekki nema í ein-
staka góðæri sem við fáum lít-
ið magn af þurrefnisríkum inn-
lendum kartöflum og ef banna á
innflutning erlendra kartaflna, er
verið að setja okkur stólinn fyrir
dyrnar með að þjóna veitinga-
húsunum. Við getum ekki átt við
þann markað öðruvísi.“
Annar veitingastaðanna sem
keypt hefur framleiðslu Kjör-
lands hf. er Biti sf. sem rekur
kjúklingastaðinn við Skipagötu.
Að sögn eigenda þar, líkar þeim
vel við kartöflurnar. Pær slaga að
þeirra mati hátt í gæði erlendra
kartaflna og eru mjög bragðgóð-
ar. Það eina sem hægt er að setja
útá þær er, að þær halda sér ekki
eins lengi stökkar eftir steikingu
og hinar. Aðspurður um saman-
burð við venjulegar íslenskar
sögðu þeir Bitamenn að munur-
inn væri eins og dagur og nótt.
Svo væri það bara spurning um
verð og áframhaldandi gæði
hvort áframhald verði á kaupum
á hollensku kartöflunum frá
Kjörlandi.
Hollensku kartöflurnar frá
Kjörlandi hf. hafa ekki og verða
ekki pakkaðar í neytendaumbúð-
ir til heimilisnotkunar. Þeir fram-
leiða hins vegar áfram íslenskar
franskar í neytendaumbúðum.
VG
Útgerðarfélag Akureyringa:
Ekki á dagskrá að
kaupa Sulnafellið
- segir Sverrir Leósson
Eitt stykki hræra „on the rocks“ eða einfaldlega frost og funi á Fróni?
Mynd: TLV
Fá Ólafsfirðingar ASTRAinn á stofugólfmeð „speglatækni“ Skúla?
Það segja allir að þetta
sé algjörlega vonlaust
„Nei, það er ekki á dagskrá
hjá okkur að gera tilboð í
Súlnafellið,“ sagði Sverrir
Leósson, formaður stjórnar
Útgeröarfélags Akureyringa,
þegar hann var inntur eftir því
hvort ÚA hafi gert kauptilboð
í Súlnafell ÞH-361, ísfískskip
Útgerðarfélags Norður-Þing-
eyinga á Þórshöfn.
Dagblaðið Tíminn birti frétt í
gær þess efnis að ÚA hafi nú þeg-
ar lagt fram kauptilboð í Súlna-
fell og megi búast við að það
verði staðfest á næstu dögum.
Vinna við að breyta „Gamla
bakaríinu“ í Siglufírði í íbúðar-
hús gengur vel, en Bútur hf. er
verktaki að innréttingu átta
íbúða í húsinu. Konráð Bald-
vinsson, framkvæmdastjóri,
segir að þær raddir sem hafí
talið húsið of illa farið til að
hægt væri að endurbyggja það
hefðu haft rangt fyrir sér.
Á sínum tíma var mikið deilt
um réttmæti þess að innrétta átta
íbúðir í Gamla bakaríinu. Rann-
sóknastofnun byggingariðnaðar-
ins gerði úttekt á húsinu og var
niðurstaðan sú að óhætt væri að
leggja út í framkvæmdir.
Vinna við húsið hófst í
nóvember. Konráð Baldvinsson
sagði að þessa dagana væri verið
að vinna við múrverk og hleðslu
milliveggja. Kostnaðaráætlun
hijóðar upp á 32 milljónir króna
og 12 til 14 menn vinna að stað-
aldri við bygginguna sem á að
„Þarna hefur orðið einhver mis-
skilningur. Við höfum ekki rætt
það að gera tilboð í þetta skip,“
sagði Sverrir.
Eins og áður hefur verið greint
frá er Súlnafellið eitt þeirra skipa
sem nefnt hefur verið til sögunn-
ar til að afla hráefnis fyrir fisk-
vinnslu Kaupfélags Eyfirðinga í
Hrísey. Engin ákvörðun hefur
verið tekin um kaup á nýju skipi,
að sögn Jóhanns Þórs Halldórs-
sonar, útibússtjóra KEA í Hrís-
ey, og er enn verið að skoða
ýmsa möguleika í þessu sam-
bandi. óþh
afhendast upp úr næstu áramót-
um. Stefnt er að því að afhenda
húsið fyrr, hugsanlega í nóvem-
ber.
„Þetta hús uppfyllir allar kröf-
ur sem hægt er að gera til íbúðar-
húsnæðis og meira en það þar
Skúli Pálsson, bifvélavirki og
sjónvarpsfrömuður í Ólafs-
sem það var byggt sem iðnaðar-
hús og er því sterkbyggðara en
almennt gerist. Þetta leit orðið
illa út en það er líka búið að taka
langan tíma að ákveða hvað gera
átti við húsið,“ sagði Konráð
Baldvinsson. EHB
- segir Skúli Pálsson
fírði, gælir við þá hugmynd að
færa Ölafsfírðingum sendingar
frá evrópskum sjónvarpstöðv-
um inn í stofu. Vikublaðið
Múli í Ólafsfírði skýrir frá
þessu sl. föstudag.
Til þess að þetta verði unnt
þarf Skúli að ná að brjóta útsend-
ingargeisla frá gervihnöttum með
speglum og kasta geislanum á
þartilgerðan móttökudisk. Hann
hefur reyndar nú þegar þreifað
sig áfram með þessa tækni og
speglað geislann á annað hundr-
að metra. Hann lætur sér það
ekki duga og segist stefna að því
að spegla hann nokkur hundruð
metra.
Ef viðunandi árangur verður af
tilraunum Skúla er ætlun hans að
dreifa efninu í kapalkerfi Vídeo-
Skann í Ólafsfirði.
í samtali við Dag sagðist Skúli
ótrauður halda áfram með þessar
athuganir, sem hann segist ekki
hafa heyrt getið um áður hvorki
hér á landi né erlendis. „Það er
reyndar margt óklárt í þessu en
ég mun prófa mig áfram jafn-
skjótt og veður leyfir. Þetta er
alfarið á mínum snærum og það
segja mér allir að þetta sé algjör-
lega vonlaust. En ég vil ekki gef-
ast upp að svo komnu máli,“ seg-
ir Skúli.
Samkvæmt núgildandi lögum
má ekki dreifa slíku efni í kapal-
kerfi til fleiri en 36 íbúða og sam-
kvæmt því fengi Skúli vart leyfi
til að dreifa evrópsku sjónvarps-
efni, frá t.d. ASTRA-gervihnett-
inum, til allra í kapalkerfi Vídeo-
Skann. Skúli bendir hins vegar á
að útvarpslög séu í endurskoðun
og vonir standi til að reglur um
móttöku erlends sjónvarpsefnis
frá gervihnöttum verði rýmkað.
óþh
Bflvelta
í Kinn
Stór jeppabifreið endastakkst
og valt út af veginum skammt
sunnan við Ljósvetningabúð í
Kinn í fyrradag. Engin meiðsli
urðu á fólki við óhappið en tals-
verðar skemmdir á bílnum.
Jeppinn var á leið frá Akureyri
til Húsavíkur og var vegurinn
auður á þeim slóðum sem óhapp-
ið vildi til nema hvað skafl hafði
myndast á móts við afleggjarann
heim að Gvendarstöðum. Talið
er að ökumaður hafi misst stjórn
á bifreiðinni í skaflinum. Bifreið-
in endastakkst á veginum, valt síð-
an austur af honum og hafnaði á
toppnum. Að sögn lögreglunnar
var bifreiðin tiltölulega lítið
skemmd miðað við aðstæður.
IM
Stefnt er að því að flytja í nýjar íbúðir í „Gamla bakaríinu“ í nóvember nk.
Mynd: ÁS
Bútur hf. Siglufirði:
Vinna við að breyta „Gamla
bakarnnu" gengur vel