Dagur - 02.03.1989, Page 1

Dagur - 02.03.1989, Page 1
Engin meðalmennska í bjórkaupum á Akureyri í gær: Ríflega 1800 ölkassar - Sanitas með um 86% sölunnar Það er ekki ofsögum sagt að landinn hafi fagnað ölinu með stæl í gær, fyrsta daginn sem bruggun og sala áfengs öls er heimiluð á nýjan leik á landi hér. Fólk þyrptist inn í áfengis- útsölur um allt land, verslaði bjórinn og trítlaði síðan bros- hýrt út í marsnepjuna. A Akureyri var bókstaflega allt vitlaust að gera allt frá því útsala ÁTVR opnaði kl. 09.00 í Frábært skíðafæri í Hlíðarfjalli: Aðsókn á kvöldin mætti vera betri Nú er frábært skíðafæri í Hlíð- arfjalli og þar ku menn vera hættir að dansa snjódansa, enda engin þörf fyrir slíkt lengur. Hins vegar virðist skíðafólk ekki vera búið að átta sig almennilega á þessu ennþá, því aðsókn hefur ekki verið sem best, a.m.k. ekki á kvöldin. Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli hef- ur verið opið þrjú kvöld í viku, á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum til kl. 21.00. For- ráðamenn eru ekki ánægðir með aðsökn þessi kvöld því aðeins örfáir skíðamenn hafa nýtt sér þessa þjónustu. „Við ætlum að gera lokatilraun í þessari og næstu viku til þess að hafa opið og ef aðsókn glæðist ekki, neyð- umst við til að hafa alveg lokað hér á kvöldin,“ sagði ívar Sig- mundsson „skíðakóngur“ í Fjall- inu í gær. Þá er góð færð uppeft- ir, búið að ryðja öllum snjó úr vegi, „og svo er bara að sjá hvað góða veðrið helst.“ Nú er búið að setja auka öryggisbúnað við barnatoglyft- una auk þess sem ráðinn hefur verið gæslumaður við hana sam- kvæmt nýjustu öryggiskröfum. Orðrómur hefur verið á kreiki um að þess vegna sé farið að selja aðgang að lyftunni, en svo er ekki; það er ennþá frítt í barna- lyftuna. VG gærmorgun og þartil yfir lauk kl. 18.00. Bjórinn sópaðist burtu úr hillunum og naut Lövenbrau 1 frá Sanitas mestrar hylli við- skiptavina. Haukur Torfason, útsölustjóri, sagði í samtali við ' Dag laust fyrir kl. 18 í gær, að | gróft áætlað hafi um 44 þúsund bjórdósir verið seldar á Akureyri þennan fyrsta bjórdag, þar af um 38 þúsund dósir frá Sanitas. Haukur sagði þennan dag hafa í sölu jafnast á við mestu örtröð fyrir jól eða árarnót. Hann bætti við að vegna gífurlegs annríkis í „Ríkinu“ í gær hafi starfsmenn þess ekki náð að sinna bunka póst- kröfusendinga til bjórþyrstra við- skiptavina í nágrannabyggðarlög- um. „Ég hugsa að starfsmenn hér verði að vinna í þessu langt fram á nótt,“ sagði Haukur. f bjórfréttum frá Sauðárkróki er þetta helst: Þar var kappnóg að gera í gær, eða eins og starfs- maður í útsölu ÁTVR orðaði það; „þetta hefur verið eins og góður föstudagur.“ Þar var á boðstólum íslenskur bjór frá San- itas og Agli svo og hálft bretti af þeim bandaríska Budweiser. Mjöðurinn sá rauk út eins og skot og nokkuð gekk á birgðir þess íslenska. í útsölu ÁTVR á Siglufirði var líka lífleg sala í gær, „en það eru hér engin læti,“ sagði Gottskálk Rögnvaldsson, útsölustjóri. „Jú, jú, fólk er greinilega forvitið og vill prufa bjórinn," bætti hann við. Á Siglufirði voru íslenskar bjórtegundir frá Sanitas og Agli til sölu í gær. óþh Óþolinmóðir bjórunnendur hópuðust inn í útsölu ÁTVR á Akureyri, þegar hún opnaði á slaginu 09.00 í gærmorg- un. Hreinn Guðlaugsson (innfelda myndin) fór fyrstur út úr .Ríkinu í gærmorgun „vopnaður“ 6 íslensk/þýskum bjórdósum af gerðinni Lövenbrau. Myndir: tlv Röð fyrir utan „Ríkið“ í gærmorgun: Búinn að bíða eftir þessu í nokkur ár sagði fyrsti viðskiptavinurinn „Eg er búinn að bíða eftir bjórnum í nokkur ár og var búinn að ákveða fyrir löngu að koma snemma í ríkið,“ sagði Hreinn Guðlaugsson en hann var fyrstur að kassa í útsölu ATVR á Akureyri í gærmorg- un. Hann var líka búinn að ákveða hver tegundin ætti að vera og fór hann út með sex Björgvin EA-311 og Baldur EA-108 seldu í Bremerhaven og Hull: 27 af 206 tonnum Björgvins dæmd ósöluhæf í Þýskalandi - fiskurinn líklega of gamall, segir Valdimar Bragason, útgerðarstjóri Dalvíkurtogararnir Björgvin EA-311 og Baldur EA-108 seldu afla sinn í vikunni í Bremerhaven í V-Þýskalandi og Hull í Bretlandi. Björgvin fékk heldur lágt verð í Bremer- Bfll fór nokkrar veltur við Höfti - hjón voru flutt á FSA Bfll valt á Svalbarðsstrandar- vegi við Höfn laust fyrir klukk- an 17. í gær. Hjón voru í bfln- um og voru þau flutt á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri. Þar var hugað að minniháttar meiðslum karlmannsins í gær en konan var þar í nótt til frek- ari rannsóknar. Bíllinn fór nokkrar veltur áður en hann stöðvaðist og er hann mikið skemmdur. Að sögn lög- reglunnar á Akureyri má þakka það þykkum snjóalögum að ekki fór þarna verr. Ökumaður mun hafa skyndilega misst bílinn úr hjólförum og þá skipti engum togum að hann kast- aðist til með fyrrgreindum afleið- ingum. óþh haven fyrir karfa og ufsa 'en Baldur fékk viðunandi meðal- verð í Hull fyrir þorsk og ýsu. Björgvin landaði 206 tonnum í Bremerhaven sl. þriðjudag, þar af voru 27 tonn af elsta fiskinum dæmd frá sölu vegna ónógra gæða. Söluandvirði aflans var 12,2 milljónir króna sem gefur 67,78 króna meðalverð á kíló. Bróðurpartur aflans var karfi og ufsi. Verðið sem Björgvin fékk fyrir sinn afla í Þýskalandi er nokkru lægra en hefur fengist þar að undanförnu. Þess ber að geta að framboð á ufsa, bæði frá íslensk- um og norskum fiskiskipum, hef- ur verið þar óvenju mikið undan- farna daga sem hefur leitt til verðlækkunar. Valdimar Bragason, útgerðar- stjóri, segir að þau 27 tonn úr afla Björgvins sem dæmd voru ósölu- hæf, hafi að öllum líkindum verið orðin of gömul. „Þetta var reynd- ar orðinn gamall fiskur en við höfum oft áður selt eldri fisk. Við erum að ímynda okkur að ástand- ið á þessum fiski hafi verið slíkt að hann hafi ekki þolað þessa geymslu. Ástand fisksins er mis- munandi eftir því á hvaða svæð- um hann er veiddur. Elsti fiskur- inn í þessum túr var veiddur vest- an við Víkurál," segir Valdimar. Baldur seldi 77 tonn í Hull sl. mánudag fyrir 7,6 milljónir króna. Meðalverð var 98,76 krónur fyrir kílóið. Stærstur hluti aflans var þorskur en meðalverð fyrir 23 tonn af ýsu var 129 krónur. Baldur er nú á heimleið Björgvin hefur viðkomu í skipa- smíðastöðinni í Flekkefjord í Noregi, þar sem gert verður við klæðingu í lest. Vonast er til að viðgerð verði lokið nk. sunnu- dag. óþh en dósir af Lövenbrau, sem reyndar virtist vinsælasta teg- undin fyrstu mínúturnar, en all margir virtust vera að prófa sig áfram og keyptu 2-3 tegundir. Fyrstu bjórkaupendurnir voru komnir fyrir utan verslunina hálf- tíma áður en hún opnaði. Þar á meðal voru tveir piltar sem lokið höfðu sinni vinnu kl. 06.00 um morguninn og ætluðu þeir að „fá sér einn“ fyrir svefninn. „Ætli við kaupum ekki sex bjóra hvor og sinn hvora tegundina,“ sögðu þeir. Þegar verslunin opnaði kl. 09.00 beið um 20 manna hópur fyrir utan og keyptu þeir allir bjór þegar inn var komið. Þeir viðskiptavinir sem Dagur ræddi við, ætluðu flestir að láta bjórinn vera þangað til um kvöldið og aðspurðir um verð voru þeir nokkuð ánægðir með það. „Þetta er hvorki of dýrt né ódýrt, bara alveg passlegt," sagði einn við- mælenda okkar. Þá er óhætt að segja að loftið hafi verið raf- magnað því á þeim stutta tíma sem við stöldruðum við, gleymdu nokkrir að taka afganginn sinn, svo mikið lá þeim á að komast út með ölið. I útsölunni á Akureyri voru tæplega 100 þúsund bjórdósir á lager þegar verslunin opnaði. Það voru 3 tegundir frá Sana og ein frá Egils. Afgreiðslumennirn- ir höfðu á orði að líklega kláruð- ust birgðirnar fyrir hádegi en stutt væri að fara til þess að ná í meira. Þá voru þeir sömuleiðis fegnir því að sjálfsafgreiðslukerf- ið væri komið í gagnið því með því kæmust þeir hjá burði og hlaupum með mjöðinn. VG

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.