Dagur - 02.03.1989, Síða 3

Dagur - 02.03.1989, Síða 3
2. mars 1989 - DAGUR - 3 Illviðrið setti strik í reikninginn hjá Flugleiðum: Fer félagið með farþega sína eins og hveqa aðra frakt? - það vildu íjölmargir farþegar sem fóru til Akureyrar í þotuflugi á þriðjudagskvöld meina Það ríkti lítil hrifning á meðal þeirra rúmlega hundrað far- þega sem komu með þotu Flugleiða til Akureyrar frá Keflavík í fyrrakvöld. Er þotan lenti á Akureyri um kl. 22.15, voru liðnir fjórir og hálfur tími frá því að farþegarnir voru boðaðir til brottfarar í flug- stöðina á Reykjavíkurflugvelli. Erfiðlega gekk að fá nákvæm svör við þessum töfum og höfðu margir farþegar á orði og Flugleiðir færu með þá eins og hverja aðra frakt en ekki fólk sem borgaði „stórpening“ fyrir þjónustuna. Flugleiðir voru að reyna að „hreinsa upp“ eftir óveðrið um helgina en ekkert var t.d. flogið til Akureyrar frá föstudegi og fram á þriðjudag. Það biðu því fjölmargir farþegar eftir að kom- ast á milli áfangastaða og trúlega flestir á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Flugleiðir brugðu á það ráð og senda Boeing þotu félagsins tvær ferðir til Akureyrar Minnir einna helst á gripaflutninga - segir Kristbjörg Árnadóttir bæjarstjórafrú á Akureyri en hún var farþegi til Akureyrar „Mér flnnst í fyrsta lagi vanta alla þjónustu hjá Flugleiðum og ég er alveg undrandi á því hvað fáir létu óánægju sína í Ijós, því það var þorri farþeg- anna sótillur,“ sagði Krist- björg Antonsdóttir bæjar- stjórafrú á Akureyri í samtali við Dag en hún var að ferðast með tvö ung börn í þotu Flug- leiða til Akureyrar á þriðju- dagskvöld og hafði þá ýmislegt að athuga við þjónustu félags- ins. „En af hverju segir fólk ekki eitthvað. Það getur enginn búist við því að þessi lélega þjón- usta batni, ef allir þegja. En þess- ir menn hjá Flugleiðunt mega skammast sín fyrir þessa fram- komu gagnvart farþegunum. Auðvitað getur veðrið sett strik í reikninginn í einhverjum tilfell- um en ég var búin að reyna að fá skýr svör um brottför allan þriðjudaginn og óskaði einnig eftir því að tekið yrði tillit til þess að ég var með tvö lítil börn en það gekk ekki og mér var sagt að ef ég ætlaði norður skildi ég mæta á tilsettum tíma. Mér var reyndar lofað því að vélin færi í loftið ekki seinna en kl. 19.45. Það stóðst nú aldeilis ekki og maður hefur stundum á tilfinningunni að þetta fólk hreinlega ljúgi að manni. Okkur var tilkynnt um einnar klst. seinkun þegar við komum með rútunni til Keflavíkur en þar var enginn til þess að útskýra hlutina fyrir okkur, eða til að athuga hvort okkur vanhag- aði um eitthvað. Þá er ekkert til- lit tekið til þess að fólk er að ferð- ast með lítil börn að kvöldlagi. Og þeir vakna ekki til lífsins fyrr en einhverjir farþeganna eru orðn- ir fjúkandi illir og farnir að berja í borðið fyrir framan þá. Mér og annarri konu var boðið að koma á bakvið til starfsstúlkn- anna til að fá mjólk handa börn- unum, af því að við öskruðum á þær. Það hafðist einnig í gegn fyrir frekju okkar og tveggja ann- arra að kaffiterían var opnuð fyr- ir farþegana.“ Kristbjörg sagðist ekki trúa öðru en þarna væru einhverjir yfirmenn en þeir kæmu aldrei til að skýra málin og því yrðu óbreyttir starfsmenn, sem væru kurteisasta fólk, oft fyrir barðinu á óánægðum farþegum. „Þetta ferðalag til og frá Kefla- vík minnti einna helst á gripa- flutninga og ég hef heyrt fleiri farþega sem hafa þurft að fara þá leiðina, segja það sama,“ sagði Kristbjörg Antonsdóttir. -KK Einar Sigurðsson blaðafulltrúi Flugleiða: Verið að leita leiða til að bæta aðstöðuna „Það hafa veriö vandræöi í fluginu að undanförnu bæði vegna veðurs, vélarbilana og eins vegna þess að við erum með vélar í skoðun. Það varð því Ijóst snemma á þriðjudag að það þyrfti að fara í þotuflug til Akureyrar og ekki síst þar sem það biðu 300 manns eftir því að komast norður,“ sagði Einar Sigurðsson blaðafulltrúi Flugleiða, aðspurður um þær taflr sem urðu á fluginu til Akureyrar á þriðjudag. „Það var boðað í þessi þotu- flug um hádegi á þriðjudag og fyrri ferðin var nokkuð á áætlun. Þó höfðu orðið tafir á vélinni í millilandafluginu fyrr um daginn á þriðjudag og var flogið frá Keflavík. Þeir farþegar sem áttu bókað með seinni ferð þotunnar frá Keflavík á þriðjudag, áttu að mæta kl. 17.45 í flugstöðina f Reykjavík. Þar voru þeir síðan látnir bíða í eina og hálfa klst., áður en þeir voru kallaðir í rút- urnar sem fluttu þá til Keflavík- ur. í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í Keflavík var komið um kl. 20 og þá var farþegum tilkynnt um einnar klst. seinkun til viðbótar þeirri seinkun sem áður hafði verið tilkynnt um í Reykjavík. Þá hugðust farþegar koma sér fyrir í einni af veitingastofum flugstöðvarinnar en var þá til- kynnt að þeim væri öllum búið að loka og ekki hægt að opna fyrir farþegana. Þá varð uppi fótur og fit og eftir að nokkrir farþegar höfðu gert hávaða við afgreiðslu- borðið og krafist þess að komast í veitingaaðstöðuna, var látið und- an og opnað. Þar gafst farþegum kostur á að kaupa sér eitthvað í svanginn en þá dundi enn eitt áfallið yfir, er tilkynnt var um hálfrar klst. seinkun til viðbótar og brottför ákveðin kl. 21.30. Það gekk eftir og á annað hundr- að langþreyttir og úrillir farþegar stigu út úr þotunni á Akureyrar- flugvelli um kl. 22.15. -KK 15 daga rútuferð frá Húsavík 1.-16. júní n.k. Færeyjar - Danmörk - Þýskaland - Noregur Fyrirhuguð hópferð frá Húsavík til Evrópu með rútu heiman og heim Áhugasamir hafi samband í síma 96-42100 FERÐASKRIFSTOFA HÚSAVÍKUR Sim,96-42100 Björn Sigurðsson sími 96-42200. f og eins í ferðinni til og frá Akur- eyri, þar sem beið fjöldi fólks og mikil frakt. Seinni ferðin, þar sem var áætluð brottför kl. 19.45, var ekki farin fyrr en kl. 21.30. Þar sem ekki er aðstaða fyrir farþega í innanlandsflugi í flug- stöðinni í Keflavík, voru þeir látnir bíða í Reykjavík og þegar farþegarnir voru sendir af stað til Keflavíkur var ekki ljóst hversu miklar tafirnar voru.“ Einar sagði ennfremur að verið væri að vinna að því að finna leiðir til þess að breyta núverandi ástandi í flugstöðinni í Keflavík, hvað varðar veitingaaðstöðuna og aðra aðstöðu fyrir farþega í innanlandsfluginu, sem þar þurfa að bíða. -KK Stórútsala í Kjallai'a, I lrísalmidi 5 I tsíikui en/i í fiilhuii C-7 C_7 Nyjítr vönir komiiar Opið til ld. 19.00 fimintiidaga og föstudaga. IQ. 10-16 laugardaga. SÍMI (96)21400 Kjallaii Ilrísalundi Wit -tt. _ . i • tr i /yirv'j

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.