Dagur - 02.03.1989, Qupperneq 5
2. mars 1989 - DAGUR - 5
Ásgarðsvegur 14 á Húsavík, myndin er tekin fyrir ca. 30 árum og á henni sést
að nýbúið er að planta trjám vestan við húsið.
Ásgarðsvegur 14 og Ásgarðsvegur 16, sjá má trén í görðunum eins og þau
líta út að vetrarlagi í dag.
Haust við Búðarána, trén eru í garðinum við Ásgarðsveg 16 og skrúðgarð-
inum vestan árinnar.
Svona litu bakkar Búðarár út fyrir einum 40 árum en þarna er skrúðgarður
Húsvíkinga í dag.
við að tryggja ríkinu 100 milljón
króna tekjur (við erum um 10%
þjóðarinnar) með bjórdrykkju til
viðbótar við það sem við neytum
nú af sterkum vínum og léttum.
Við vitum að þessum tekjum
fylgir helmingi meiri kostnaður.
Ef við kaupum bjór eftir 1. mars,
þá verðum við að kaupa minna af
öðru áfengi til þess að heildar-
neysla okkar vaxi ekki. Hvert
okkar þarf að gæta sín og sinna.
Það þýðir ekki að líta til nágrann-
ans og ætlast til þess að hann
minnki neyslu sína. Geymum
sterkt öl á svipaðan hátt og annað
alkóhól á heimilum okkar, gjarn-
an í læstum hirslum. Menn eiga
ekki að vera að störfum undir
áhrifum áfengis. Þess vegna skul-
um við aldrei líða bjórdrykkju í
vinnutímanum.
Hefjum óáfenga drykki til vegs
og virðingar heima og heiman.
Týnum ekki niður hinum þjóð-
lega sið að bjóða gestum upp á
kaffi og meðlæti. Ef við bjóðum
til mannfagnaðar þar sem bjór og
annað áfengi er á boðstólum, þá
skulum við gæta þess að veita
bragðgóða, gjarnan skreytta,
óáfenga drykki, í fínustu glösun-
um. Ollum veitingahúsum með
vínveitingaleyfi ber að hafa á
boðstólum úrval óáfengra
drykkja á hóflegu verði. Fram-
reiðslufólkið okkar kann sitt fag
og getur örugglega veitt okkur
óáfenga drykki í alls kyns til-
brigðum ef við bara biðjum um
þá. Skemmtum okkur vel án
áfengis og veitum æskunni gott
fordæmi.
Ólafur Hergill Oddsson,
héraðslæknir í
Norðurlandshéraði eystra.
Rádstefna um land■
nýtingu og gróðurvemd
Ákveðið hefur verið að halda
ráðstefnu um landnýtingu og
gróðurvernd á Húsavík 4.
mars n.k. Dagskrá ráðstefn-
unnar sýnir, að á ráðstefnunni
munu helstu fræði- og áhuga-
menn um umhverfismál og
nýtingu lands, flytja fyrirlestra
og fræða almenning. Dagskrá
ráðstefnunnar fylgir með til
upplýsingar.
Aðdragandi
Umhverfismál eru í brenni-
depli um gjörvallan heim.
ísland er þar engin undan-
tekning. Almenn vakning hef-
ur orðið um breytt viðhorf til
gróðurs og gróðurverndar. Á
Húsavík er mikill áhugi á að
koma þessum málum t það
horf að allir geti nýtt þau land-
gæði sem okkur standa til
boöa og notið þeirra hver á
sinn hátt. Tii þess þarf sam-
komulag um breytta landnýt-
ingu þannig að framtíðarsýn
okkar veröi fagurt gróið land, í
stað örfoka mela.
Tilgangur
Tilgangur ráðstefnunnar er,
aö vekja áhuga íbúa bæjar-
félagsins á umhverfi sínu og
gefa öllum kost á, að fræðast
um þessi mál frá öllum sjónar-
hornum.
Ástæða
Ástæða þess að nú er mikil
þörf á ráðstefnu sem slíkri er,
að nú standa Húsvíkingar
frammi fyrir því, að land sem
tilheyrir kaupstaðnum er illa
farið og fer hnignandi í gróð-
urfarslegu tilliti. Bæjaryfirvöld
hafa tekið af skarið og ákveð-
ið, að girða af land sveitar-
félagsins til aukinnar friðunar
og til að auka möguleika
bæjarbúa til að nýta sér landið
umhverfis kaupstaðinn til úti-
vistar, landgræðslu og skóg-
ræktar. Slíkar framkvæmdir
kalla á viöbrögð frá íbúum
Húsavíkurkaupstaðar, sem
allir saman bera að sjálfsögðu
ábyrgð á því landi sem kaup-
staðnum tilheyrir.
Forsenda
Forsenda þess að halda slika
ráðstefnu er, að það er sann-
að að hér má auðveldlega
rækta upp land, hvort sem
það er skógrækt, trjárækt,
landgræðsla eða uppgræðsla
örfoka lands. Skrúðgarður
Húsvíkinga, skógræktarblettir,
lúpínusáning og starf áhuga-
manna og hópa að gróður-
vernd sýna, að það er ekki
aðeins mögulegt að snúa vörn
í sókn, heldur gefur það góð-
an árangur.
Væntingar
í kjölfar ráðstefnunnar 4. mars
er fyrirhugað að stofna sam-
tök um gróðurvernd, land-
græðslu og landnýtingu. Þeg-
ar hefur verið haft samband
við fimmtíu aðila sem eru full-
trúar svo til allra þeirra félaga
og félagasamtaka sem starfa
á Húsavík. Viðbrögö hafa ver-
ið aldeilis frábær og verður að
telja að nú sé lag, að hrinda af
stað meiriháttar átaki í um-
hverfismálum á Húsavík.
Takist vel til með fram-
kvæmd þessara mála hér, má
sýna fram á hvernig hægt er
að koma þessum málum
áleiðis annars staöar. Ljóst er,
aö nauðsynlegt er að leysa
þessi mál þannig að réttur
allra sé virtur innan hagsmuna
heildarinnar.
Hverjir koma á
ráðstefnuna?
Allir eru velkomnir að sitja ráð-
stefnuna. Sveitarstjórnum vítt
og breitt um landið hefur sér-
staklega veriö boðið að senda
fulltrúa og ráðstefnan verður
rækilega kynnt í nágranna-
sveitarfélögum Húsavíkur.
Landbúnaðarráðherra mun
flytja ávarp. Ekkert ráðstefnu-
gjald þarf að greiða og Hótel
Húsavík og Flugleiðir munu
bjóða sérkjör vegna ráðstefn-
unnar. Þess er vænst, að frétt-
um og fjölmiðlun frá ráðstefn-
unni verði vel sinnt, því vart
hefur verið haldin ráðstefna
um þessi mál þar, sem svo
mörg sjónarmið eiga mögu-
leika á að koma fram.
Helstu hugmyndir
Þegar hafa komið fram hug-
myndir um hvernig best sé að
nýta þá möguleika, sem opn-
ast er landið hefur verið friðað.
Má þar til nefna verðlauna-
hugmynd, sem fram kom í
hugmyndasamkeppni átaks-
verkefnis á Húsavik, en hún
fól í sér, að koma upp skjól-
beltum allt umhverfis Húsavík,
bæði til að hækka hitastigið og
minnka vindþáttinn og spara
þannig hundruð þúsunda
króna í snjómokstri.
Einnig hefur komið fram sú
hugmynd, að afhenda félög-
um og félagasamtökum svæði
til ræktunar og uppgræðslu.
Að gróðursetja aspargöng frá
syðri bæjarmörkum inn í
kaupstaðinn, er hugmynd,
sem skotið hefur upp kollin-
um, auk hugmynda um sam-
tök íbúa í hverfum til að vinna
saman að trjárækt í nágrenni
hverfa sinna.
Er hér þó aðeins fátt eitt til
talið.
Að lokum
• Ráðstefnan er aðeins byrj-
unin. Við væntum stuðnings
ykkar.
cPedlð,my^íZtr,
HRAÐFRAMKOLLUN
Föstudaginn 3. mars kl. 9.00 opnum við
nýjan framköllunarstað að Hofsbót 4
~\ r
Áhersla verður lögð á
Super myndir (10x15).
Tilboð fyrstu vikuna:
1 stækkun 15x21 fylgir
öllum 35 mm filmum,
sem koma í framköllun.
Veriö velkomin.
SJÁUMST.
cPeóíoinyndír’
Hofsbót 4 • Sími 23324.