Dagur - 02.03.1989, Page 11
2. mars 1989 - DAGUR - 11
- 105:80 í síðasta heimaleik vetrarins
Sverrir Sverrisson og félagar lians í Tindastólsliðinu rúlluðu IR-ingum upp.
og mestur varð munurinn í leikn-
um þegar seinni hálfleikur var
hálfnaður, 75:45, eða hvorki
meira né minna en 30 stig. Pá
slökuðu heimamenn aðeins á og
ÍR-ingar skoruðu næstu sjö stig.
En það dugði ekki til, sprækir
Tindastælingar héldu sturluðum
ÍR-ingum í um tuttugu og fimm
stiga fjarlægð út leikinn og sigr-
uðu glæsilega, 105:80.
Lið Tindastóls var mjög sann-
færandi í þessu leik og á sigurinn
svo sannarlega skilið. Það var
ekki það að ÍR-ingarnir voru
svona lélegir, „strákarnir“ hans
Vals voru bara svona góðir, með
Eyjólf, Harald, Val og Sverri
sem fremstu menn. Til marks um
hittni leikmanna Tindastóls í
þessum leik, þá hittu þeir úr tíu
3ja stiga skotum, á meðan ÍR-
ingar hittu úr fimm. Þetta eitt
segir það sem segja þarf um leik-
inn.
Stig Tindastóls: Eyjólfur Sverrisson
29, Haraldur Leifsson 22, Valur Ingi-
mundarson 20, Sverrir Sverrisson 16,
Björn Sigtryggsson 10, Kári Marísson 6
og Ágúst Kárason 2.
Stig ÍR: Sturla Örlygsson 17, Karl
Guðlaugsson 16, Ragnar Torfason 14,
Björn Steffensen 10, Gunnar Ö. Þor-
steinsson 10, Bragi Reynisson 4 og
Eggert Guðntundsson I.
Dómarar voru Brynjar Þór Þorsteins-
son og Indriði Jósafatsson og komust þeir
stórslysalaust frá leiknum.
-bjb
„Þetta var mjög sanngjarn
sigur. Liöiö spilaði góða vörn,
sérstaklega í fyrri hálfleik, og
sóknin gekk upp, menn hittu
úr skotum sínum. Loksins
small þetta saman hjá okkur,
einn besti leikur okkar í
vetur,“ sagði Valur Ingimund-
arson þjálfari og leikmaður
Tindastóls að loknum sigur-
leiknum gegn IR í Flugleiða-
deildinni sl. þriðjudagskvöld.
Tindastóll vann með miklum
yfirburðum, 105:80, og var sig-
ur heimamanna aldrei í hættu
allan leiktímann.
Það var Haraldur Leifsson sem
gaf tóninn gegn ÍR-ingum. Hann
gerði fyrstu sjö stig Tindastóls og
eftir 2ja mínútna leik var staðan
7:3 fyrir heimamenn. Áfram hélt
Tindastóll að auka forskot sitt og
þegar fyrri hálfleikur var hálfnað-
ur var staðan 24:11. Þá kom
slæmur kafli hjá Tindastóli og ÍR-
ingar skoruðu níu stig í röð og
allt í einu var staðan orðin 24:20.
En nær fengu ÍR-inga ekki að
komast. Tindastóll fór aftur í
gang og náði á skömmum tíma 10
stiga forskoti. Leikmenn Tinda-
stóls létu ekki þar við sitja og á
síðustu tveim mínútum fyrri hálf-
leiks skoruðu þeir tíu stig á með-
an gestirnir skoruðu ekki eitt ein-
asta. Þegar leikmenn gengu til
búningsherbergja í hálfleik var
staðan 44:25 fyrir Tindastól.
Tindastóll hélt uppteknum
hætti i seinni hálfleik, lokaði
vörninni og í sókninni gekk allt
upp. Forskotið jókst jafnt og þétt
íþróttir
Flugleiðadeildin í körfu:
Tindastóll burstaði ÍR
Karfa:
KR fór í gang í síðari hálfleik
Þrátt fyrir góða baráttu og
hagstæð úrslit í leikhléi í leik
Þórsara og KR-inga í körfu-
knattleik tókst norðanmönn-
um ekki að fylgja því eftir í síð-
ari hálfleik og urðu að lokum
að sætta sig við stórtap 95:68 á
Akureyri.
Leikurinn átti upphaflega að
vera á mánudagskvöldið en var
frestað vegna veðurs. Honum var
síðan skellt á í flýti á þriðjudag-
inn og tókst ekki að auglýsa hann
að neinu ráði og voru því áhorf-
endur sárafáir.
En þrátt fyrir fáa áhorfendur
var leikurinn hin ágætasta
skemmtun, sérstaklega í fyrri
Keppendur í Kjarnagöngunni eru á öllum aldri.
Skíðaganga:
Skíðatríimnmót í Kjama í kvöld
- Allir þátttakendur fá viðurkenningu
kvöld fer fram árlegt skíða-
jngumót í Kjarnaskógi við
kureyri, en móti þessu varð
S fresta á dögunum vegna
eðurs. Mótið er öllum opið til
átttöku, skráning fer fram á
aðnum og er fólk hvatt til að
ika þátt í því.
Dagskrá göngunnar er sú, að
kl. 18.00 fer fram tímataka og
lýkur henni kl. 19.00. Þá tekur
við almennt trimmmót þar sem
keppendur geta gengið einn eða
fleiri hringi. Allir keppendur sem
taka þátt í mótinu fá viðurkenn-
ingar fyrir þátttökuna sem gefnar
Aðalfundur Þórs
Aðalfundur íþróttafélagsins
Þórs verður haldinn í Glerár-
skóla sunnudaginn 5. mars kl.
14.00.
á sunnudaginn
Á dagskrá verða lagabreyting-
ar og venjuleg aðalfundarstörf.
Þórsarar eru hvattir til að mæta
og taka þátt í starfsemi félagsins.
eru af Skógræktarfélagi Eyja-
fjarðar, en þeir gefa einnig verð-
launagripina. Áætlað er að mót-
inu ljúki kl. 22.00 í kvöld.
Takmarkað pláss fyrir bfla
- Mætið því snemma
Vert er að benda fólki á að
koma snemma til að forðast
troðning og einnig að takmarkað
pláss er fyrir bíla á bílastæðinu
við Kjarnaskóg. Mjög algengt er
að heilu fjölskyldurnar hafi tekið
sig saman og tekið þátt í þessu
Trimmmóti í Kjarnaskógi og
hvetja aðstandendur göngunnar
sem flesta að drífa sig í Kjarna-
skóg í kvöld til að taka þátt í
mótinu. VG
- og lagði Þór 95:68
hálfleik. KR-ingar spiluðu stífa
pressuvörn allan völlinn en Þórs-
liðinu tókst furðanlega vel upp
gegn slíkri leikaðferð. Boltinn
var látinn ganga hratt manna á
milli og oft sáust skemmtileg til-
þrif í sókninni.
Á tímabili Ieit úr fyrir að KR-
ingar myndu stinga heimamenn
af en með góðri baráttu og ágæt-
um leik tókst Þórsurum að
minnka muninn í tvö stig fyrir
leikhlé, 43:41 fyrir KR.
í síðari hálfleik dró hins vegar
ört í sundur með liðunum. KR-
ingar skoruðu jafnt og þétt á
rneðan ekkert gekk í sókninni hjá
Þór. Þegar rúmar tíu mínútur
voru liðnar af hálfleiknum höfðu
þeir rauðklæddu ekki skorað
nema sex stig og þar með var
leikurinn tapaður.
Þórsarar hresstust að vísu und-
ir lokin en 27 stiga sigur þeirra
röndóttu var staðreynd, 95:68.
Guðmundur Björnsson átti
mjög góðan leik með Þórsurum í
fyrri hálfleik og skoraði grimmt.
Rétt fyrir leikhlé meiddist hann
síðan og náði sér engan veginn á
strik í þeirn síðari. Eiríkur Sig-
urðsson var einnig drjúgur að
vanda og gafst aldrei upp.
Hjá KR var Guðni Guðnason
yfirburðamaður og réðu Þórsarar
ekkert við hann í síðari hálfleik.
Einnig átti Birgir Mikaelsson
góðan leik.
Stig Þórs: Guðmundur Björnsson 17,
Eiríkur Sigurðsson 17, Björn Sveinsson
12, Kristján Rafnsson 12, Þórir Guð-
laugsson 4, Einar Viðarsson 2, Jóhann
Sigurðsson 2 og Þórður Wathne 2.
Stig KR: Guðni Guðnason 23, Birgir
Mikaelsson 18, Matthías Einarsson 16,
Ólafur Guðmundsson 13, ívar Webster
8, Jóhannes Kristbjörnsson 7, Hörður
Gunnarsson 5, Lárus Árnason 5.
Þau neyðarlegu mistök urðu á
íþróttasíðu í gær að frétt birtist
einum degi of snemma. Það var
að sjálfsögðu fréttin um leik Þórs
og ÍS sem fram á að fara í kvöld
í Reykjavík, en ekki í gærkvöld
eins og fréttin gaf til kynna. Von-
andi hefur þetta ekki sett melt-
inguna úr lagi hjá neinum og ef
Þór leikur eins og þeir gerðu
gegn KR er engin hætta á öðru en
liðið haldi sér meðal þeirra bestu.
______________________AP
Veggtennis:
Framhalds-
aðalfundur
í kvöld
að Bjargi
Framhaldsaðalfundur Vegg-
tcnnisklúbhsins verður haldinn
að Bjargi í kvöld fímmutdag
kl. 20.30. Allt áhugafólk um
veggtennis er hvatt til að
mæta.
Stofnfundurinn var haldinn
síðastliðið föstudagskvöld og
voru þar lögð fram drög að lög-
um klúbbsins, árgjaldi o.fl.
Markmið veggtennisklúbbsins
er að efla íþróttina og stuðla að
framgangi hennar, veita klúbb-
meðlimum aðstöðu og kennslu,
stofna til áskorendamóta innan
klúbbs og koma af stað keppnum
við aðra veggtennisklúbba á
landinu.
Vert er að hvetja alla íþrótta-
áhugamenn til að fjölmenna á
þennan fund því Akureyri hefur
upp á bjóða eina bestu veggtenn-
isaðstöðu í landinu.