Dagur - 02.03.1989, Blaðsíða 12
TEKJUBRÉF• KJARABRÉF
FJARMAL ÞIN - SERGREIN OKKAR
rFIÁRFESTINGARFÉLACID
Ráðhústorgi 3, Akureyri
Litli drengurinn sem dróst með bíl í Vestursíðunni:
Slapp með skrámur og er nú hress og kátur
kraftaverk að ekki fór á verri veg
Betur fór en á horfðist á
föstudaginn í síðustu viku
þegar tæplega tveggja ára
gamall drengur dróst með bíl
u.þ.b. hálfan kílómeter í
Vestursíðu á Akureyri. Það
má telja kraftaverki næst að
barnið slapp svo til ómeitt frá
þessu atviki og í dag sjást
aðeins á honum nokkrar
skrámur í andliti sem eru að
gróa.
Dagur heimsótti snáðann sem
heitir Ólafur Sveinn Gíslason
og móður hans, Guðnýju Andra-
dóttur í gær og báðum við hana
að segja okkur frá tildrögum
slyssins.
Fjölskyldan býr við Vestur-
síðu 2, sem er raðhús og var
Guðný með Ólaf Svein fyrir
utan húsið. Hún þurfti að
bregða sér inn augnablik og
þegar út kom á ný, var Ólafur
Sveinn horfinn. Hún og eldri
sonur hennar, Ingvar Örn, fóru
strax að leita, en datt ekki ann-
að í hug en að hann væri á
næstu grösum. „Skömmu
seinna var komið til mín og mér
sagt að hann hafi orðið fyrir bíl
og ég beðin að koma. Þá var
sjúkrabíll kominn og jafnvel
haldið að dekk bílsins hefði far-
ið yfir hann, en það kom í ljós
að svo var ekki sem betur fer.“
Talið er að sjálft slysið hafi
viljað þannig til, að Ólafur
Sveinn hafi dottið aftan við bif-
reiðina sem stóð á bílaplani við
húsið. Ökumaður tók ekki eftir
honum þegar ekið var af stað,
en grunaði fljótlega að eitthvað
væri að; hélt jafnvei að sprungið
væri á bílnum. Drengurinn
hafði flækst fastur undir bílnum
og þegar bíllinn var stöðvaður
var hann orðinn blár í framan
því naglar í dekki voru farnir að
toga í úlpuna og hún þrengdi
að. Hann lét strax hraustlega í
sér heyra þegar losað var um
hálsmálið. Talið er að þykk
húfa sem Ólafur Sveinn var
með hafi bjargað miklu, því
hann marðist mikið á eyrum og
skrámaðist á höfði. VG
Ánægð mæðgin, Ingvar Örn sem er að verða 7 ára ásamt móður sinni
Guðnýju Andradóttur og Ólafi Sveini sem nú er hinn hressasti. Mynd: tlv
Forráðamenn H.Ó.
ræddu við ráðherra
og aðra fyrirmenn:
Augumanna
beinast nú að
hlutaí j ársjóðnu m
Forsvarsntenn nýs frystihúss í
Ólafslirði, Hraðfrystihúss
Ólafsfjarðar hf., binda miklar
vonir við að það muni njóta
fyrirgreiðslu nýstofnaðs hluta-
fjársjóðs, en þessa dagana er
verið að ganga frá reglugerð
fyrir hann.
Forráðamenn frystihússins
ræddu í síðustu viku við ráð-
herra, þ.á.m. Steingrím Her-
mannsson, forsætisráðherra, og
Halldór Ásgrímsson, sjávarút-
vegsráðherra, um hvernig best
væri staðið að rekstri nýs samein-
aðs frystihúss í Ólafsfirði. Bjarni
Kr. Grímsson, bæjarstjóri, segir
að ráðherrarnir hafi tekið vel í
málaleitan forráðamanna H.Ó.
og lýst ánægju sinni með það
skref að sameina frystihúsin tvö í
Ólafsfirði.
Febrúarmánuður varð Akureyrarbæ þungur í skauti:
Þrjár og hálf milljón í snjómokstur
Auk ráðherra ræddu H.Ó.-
menn við bankastjóra Lands-
bankans, forráðamenn Byggða-
stofnunar, Atvinnutryggingar-
sjóðs, Fisveiðasjóðs og fleiri.
Sem fyrr er rætt um að At-
vinnutryggingarsjóður veiti nýju
frystihúsi í Ölafsfirði fyrir-
greiðslu. Sú fyrirgreiðsla kæmi
þó til eftir að hlutafjársjóður hef-
ur styrkt stoðir fyrirtækisins með
framlagningu hlutafjár.
Ekki liggur ljóst fyrir hvernig
staðið verður að því að deila fjár-
magni úr hlutafjársjóði til at-
vinnufyrirtækja eða hvenær sjóð-
urinn hefur starfsemi. Það skýrist
ekki fyrr en gengið hefur verið
frá reglugerð um hlutafjársjóð-
inn.
Enn er óljóst hvenær hjól fryst-
ingar í Ólafsfirði byrja að snúast.
Bjarni Kr. Grímsson vill ekki spá
fyrir um hvenær af því getur
orðið. Hann segist hins vegar
vonast til að á næstunni geti
formlega hafist saltfiskvinnsla á
vegum Hraðfrystihúss Ólafs-
fjarðar. óþh
„Gainli rauður“ árgerð ’46 til i slaginn.
Mynd: TLV
Hverjir bíða í „biðröðinni löngu“ hjá Húsnæðisstofnun:
Um 57% umsækjenda í eigin húsnæði
- aðeins einn veghefill frá bænum verið í lagi undanfarna daga
að fólk vilji hafa hlutina í full-
komnu lagi en það veltir ekki
vöngum yfir hvaða kostnaður
fylgir því. Við þessu er ekkert að
gera, við búum norður undir
heimskautsbaug og verðum að
vera undir það búin að svona
ástand skapist," sagði Guðmund-
ur, og bætti við að hann teldi
óráðlegt að fjölga snjómoksturs-
tækjum bæjarins.
Stefán Baldursson, forstöðu-
maður SVA, segir að strætis-
vagnarnir hafi átt í miklum erfið-
leikum og haldi ekki áætlun á
réttum tíma vegna ófærðar.
Vissulega séu strætisvagnaleiðir
ruddar en djúp hjólför geri
vögnunum erfitt fyrir. Hann er
þeirrar skoðunar að betur þurfi
að fylgja mokstrinum eftir með
því að hefla niður í malbik á
aðalgötum. EHB
Starfsmenn Akureyrarbæjar
hafa átt annríkt undanfarna
daga við að ryðja snjó af göt-
um bæjarins. Bæjarfélagið á
ellefu tæki sem hægt er að nota
til snómoksturs, allt frá litlum
dráttarvélum upp í veghefla og
jarðýtur. Á laugardaginn fór
lega í sjálfskiptingu í Clarke-
hefli bæjarins og er hann úr
leik í bili. Frá því að þetta
gerðist hefur aðeins Caterpill-
arhefill Akureyrarbæjar ver-
ið í gangi en í gær var verið að
gera við „Gamla rauð“, veg-
hefíl frá árinu 1946, og setja á
hann snjóplóg.
Guðmundur Guðlaugsson,
verkfræðingur hjá Akureyrarbæ,
sagði að febrúarmánuður hefði
verið bænum dýr hvað snjó-
mokstur snerti. Ljóst væri að
þrjár og hálf milljón króna hefðu
farið í moksturinn þennan eina
mánuð og stefndi allt í að meira
fé færi í þennan lið bæjarútgjalda
í ár en gert var ráð fyrir.
Akureyrarbær hefur undanfar-
ið fengið hjólaskóflur hjá verk-
tökum til að moka snjó af skóla-
lóðum í bænum því bæjarstarfs-
menn komust ekki yfir að taka að
sér fleiri verkefni. Megináhersla
er lögð á að ryðja aðalgötur og
strætisvagnaleiðir á Akureyri en
þrátt fyrir það eru margar göt-
urnar illfærar. En telja yfirmenn
bæjarins að þeir hafi orðið fyrir
ósanngjarnri gagnrýni vegna
snjómoksturs? „Það er eðlilegt
Húsavík:
Nýtt hlutafélag
leigir stöð Fiskeldis
- mikill meirihluti þeirra telur húsnæði sitt mjög gott
Fyrirtæki og einstaklingar, alls
níu aðilar á Húsavík, hafa sam-
einast um að stofna hlutafélag
til kaupa á seiðum og leigu á
stöð Fiskeldis hf, og til að
kaupa eignir fyrirtækisins ef
tok verða á. Stjórn Fiskeldis
óskaði eftir gjaldþrotaskiptum
30. des. sl. Fyrirtækið er eig-
andi seiðaeldisstöðvar í
Haukamýri, rétt sunnan við
Húsavíkurbæ. Stærsti hluthaf-
inn í fyrirtækinu er Finnbogi
Kjeld.
Bústjóri Fiskeldis er Sigurður
G. Guðjónsson hdl. og hefur
hann tekið tilboði hinna níu aðila
um kaup á seiðum þeim sem í
stöðinni eru og leigu á stöðinni til
1. ágúst nk. í stöðinni eru um 79
þúsund sjógönguseiði, auk
sumaralinna seiða. Bæjarstjórn
Húsavíkur samþykkti á fundi sín-
um sl. þriðjudag að Húsavíkur-
bær gerðist aðili að hinu nýja
hlutafélagi. IM
Félagsvísindastofnun Háskól-
ans hefur birt niðurstöður
könnunar sem gerð var fyrir
Húsnæðisstofun ríkisins m.a. á
því hverjir eru nú í biðröðinni
eftir láni úr almenna húsnæðis-
lánakerfínu en um 10000
manns eru nú í biðröðinni og
biðtími eftir láni er orðinn um
34 mánuðir. Samkvæmt könn-
uninni búa 57% umsækjenda í
eigin húsnæði og 3/4 þeirra
telja sig búa í mjög góðu eða
fremur góðu húsnæði.
I niðurstöðunum kemur enn-
fremur fram að um helmingur
þeirra umsækjenda sem búa í eig-
in húsnæði eiga íbúð í fjölbýlis-
húsi. Hins vegar eru um 17% sem
búa í einbýlishúsi og 31% í tví-
býlis-, rað- eða litlu sambýlishúsi.
í könnuninni var einnig skoðað
hverjir ætla í biðröðina löngu á
næstu tveimur árum. Af þeim
hópi búa 33% þegar í eigin hús-
næði og 64% þeirra telja sig búa í
góðu eða fremur góðu húsnæði.
Ekki kemur á óvart að stór
hópur þeirra sem eru nú þegar
með umsókn í gangi eða ætla að
sækja um á næstu tveimur árum
er fólk sem er í leiguhúsnæði.
Yfir 20% þeirra sem ætla að
leggja inn umsókn á næstu tveim-
ur árum býr nú í foreldrahúsum.
Þegar spurt var úr hvernig fjöl-
skyldugerðum umsækjendur
koma urðu niðurstöður þær að
63% þeirra sem sótt hafa um lán
eru par með barn eða börn. Af
þeim hópi sem íhugar að leggja
inn umsókn eru pör með börn
einnig stærstur hluti. Það vekur
hins vegar athygli að um 30%
þeirra sem ætla að sækja um eru
barnlausir einstaklingar. JÓH
Frá og með 1. mars er verðlag
Dags sem hér segir:
Mánaðaráskrift kr. 900.
Grunnverð dálksentimetra
auglýsinga kr. 595. Lausasölu-
verð kr. 80.