Dagur - 22.03.1989, Side 3
Miðvikudagur 22. mars 1989 - DAGUR - 3
Hátt í 3000 félagar í BHMR hafa boðað verkfall frá og með 6. apríl:
Forleiknum er lokið og nú hljóta
menn að ræða það sem máli skíptir
- segir Birgir Björn Sigurjónsson
Fjölmörg félög innan BHMR
hafa nú samþykkt verkfalls-
boðun frá og með 6. apríl ef
samningar hafa ekki náðst fyrir
þann tíma. Innan BHMR eru
um 3300 manns en ætla má að
allt að 3000 manns hafi nú þeg-
ar boðað verkfal). í gær voru
talin atkvæði um verkfallsboð-
un hjá fjórum félögum,
Útgarði, Félagi þjóðfélags-
fræðinga, Kjarafélagi arki-
tekta og Kennarafélagi Kenn-
araháskóla Islands. Urslit lágu
ekki fyrir þegar Dagur hafði
síðast spurnir af. Vinnuópar
störfuðu í gær en boðaður hef-
ur verið samningafundur deilu-
aðila í dag.
Þau félög innan BHMR sem
boðað hafa verkfall þann 6. apríl
nk., ef samningar hafa þá ekki
tekist, eru: Félag íslenskra nátt-
úrufræðinga, 'Félag íslenskra
fræða, Félag bókasafnsfræðinga,
Félag háskólamenntáðra hjúkr-
unarfræðinga, Félag íslenskra
sjúkraþjálfara, Iðjuþjálfafélag
íslands, Matvæla- og næringa-
fræðingafélag íslands, Stéttar-
félag félagsfræðinga, Stéttarfélag
lögfræðinga í ríkisþjónustu, Sál-
fræðingaféiag íslands og Hið
tslenska kennarafélag. Ólokið er
talningu í tveimur félögum, Dýra-
læknafélagi íslands og Félagi
háskólakennara.
Eina félagið sem til þessa hefur
fellt verkfallsboðun er Félag
fréttamanna, en í því eru frétta-
menn á Ríkisútvarpinu og -sjön-
varpi.
Félög innan BHMR, að Hinu
íslenska kennarafélagi undan-
skildu, hafa sameiginlega samn-
inganefnd í viðræðum við samn-
inganefnd ríkisins. HÍK hefur
eigin samninganefnd í viðræðum
við ríkið.
í atkvæðagreiðslu 'HÍK voru
1161 á kjörskrá. Atkvæði greiddu
960, eða 82,7%. Hlynntir verk-
fallsboðun voru 506 eða 52,7%
en andvígir 417 eða 43,4%.
Ógildir seðlar voru 3 eða 0,3%
og auðir 34 eða 3,6%. í HÍK eru
framhaldsskólakennarar að
stærstum hluta. Þó eru um 300
félagar í HÍK sem kenna í grunn-
skólum landsins. Hugsanlegt
verkfali kennara myndi því einnig
koma illa við skólahald í grunn-
skólum.
Wincie Jóhannsdóttir, formað-
ur Hins íslenska kennarafélags,
segist vænta þess að verkfallsboð-
un HÍK og fjölmargra annarra
félaga innan BHMR muni þrýsta
verulega á samninganefnd ríkisins
að ganga frá samningum. Hún seg-
ir að kennarar vilji vissulega
leggja sín lóð á vogarskálarnar til
að ljúka samningagerð við ríkið
fyrir 6. apríl nk. „Nóg er a.m.k.
búið að vinna í þessum málum af
hálfu kennarasamtakanna síð-
ustu 12-14 mánuði," segir Wincie.
Hún segir það hins vegar flækja
málið nokkuð að ríkisvaldið virð-
ist snúast jafnmikið í kringum
samningagerð við Alþýðusam-
bandið og sína eigin starfsmenn.
Þrátt fyrir að ekki hafi komið í
ljós yfirgnæfandi vilji félaga í
HÍK til að boða til verkfalls segir
Wincie það hins vegar liggja á
borðinu að menn vilji knýja fram
leiðréttingu á kjörum. „Það er
engin hætta á öðru en menn
standi þétt saman um ákvörðun
meirihluta félaga í HÍK,“ segir
Wincie Jóhannsdóttir.
„Það er ekkert launungarmál
að við viljum ná sömu launum og
háskólamenn sem vinna á
almennum markaði," segir Birgir
Björn Sigurjónsson, hagfræðing-
ur hjá BHMR. „Við erum tilbún-
ir til að ræða útfærslu á launa-
kerfi sem er hliðstætt og hjá há-
skólamönnum á almennum mark-
aði.“
Birgir segir að engin viðbrögð
hafi enn fengist frá fulltrúum
Arsþing Ungmennasambands
Skagafjaröar, þaö 69. í röö-
inni, var haldið í Félagsheimil-
inu Bifröst á Sauðárkróki um
síöustu helgi. Um 50 þingfull-
trúar mættu á staðinn og fóru
þingstörf vel fram. Fjöldi mála
var til umræðu, auk hefðbund-
inna þingmála, og lauk árs-
þinginu á að ný stjórn var
kjörin. Nýr formaður UMSS
er Guðmundur Ingimarsson
frá Varmahlíð og tekur hann
við af Sveinbirni M. Njálssyni
frá Hólum, sem ekki gaf kost á
sér áfram. Þá var tilkynnt um
val á íþróttamanni Skagafjarð-
ar 1988 og Lilja María Snorra-
dóttir, sundkonan frækna,
hlaut þann heiður. Tók hún
við verðlaunum á ársþinginu.
Lilja María hlaut 35 stig af 36
mögulegum í kjörinu og kemur
þetta engum á óvart, öll vitum
við glæsilegan árangur Lilju á
síðasta ári. í öðru sæti varð
knattspyrnu- og körfuknattleiks-
maðurinn Eyjólfur Sverrisson
með 28 stig, Berglind Bjarna-
dóttir frjálsíþróttakona varð í
þriðja sæti nteð 26 stig, Örn Sölvi
Halldórsson kylfingur varð fjórði
með 12 stig og fimmti varð Helgi
Sigurðsson frjálsíþróttakappi
með 8 stig. Alls hlutu 10 íþrótta-
menn stig í kjörinu um íþrótta-
mann Skagafjarðar 1988. Einnig
voru afhent verðlaun á ársþing-
inu fyrir stigahæstu einstaklinga í
skólamótum í frjálsum íþróttum
og einnig sérstök verðlaun til
þeirra sem settu 10 eða fleiri hér-
aðsmet á síðasta ári. Aðeins einn
íþróttamaður náði að setja 10
héraðsmet og var það Unnur
samninganefndar ríkisins við
þessari kröfugerð háskólamanna.
„Ég held að forleiknum hljóti nú
að vera lokið og menn fari að
setjast niður og ræða það sem
máli skiptir," segir Birgir Björn.
Ekki tókst að hafa upp á for-
svarsmönnum samninganefndar
ríkisins í gær. óþh
Hallgrímsdóttir sem setti 10 hér-
aðsmet í sundi.
Gestir þingsins voru Hermann
Sigtryggsson, íþróttafulltrúi á
Akureyri og stjórnarmaður
Í.S.Í., Sigurður Þorsteinsson,
framkvæmdastjóri UMFÍ og
Guðjón Ingimundarson, heiðurs-
félagi í UMSS. Fluttu þeir ávörp
á þinginu.
Fjöldi tillagna lá fyrir þinginu
og voru þær flestar samþykktar,
m.a. ný Lottóreglugerð UMSS
og ýmsar lagabreytingar. í reikn-
ingum kom fram að á síðasta ári
varð tap á rekstri UMSS rúmlega-
400 þúsund krónur. Tekjurnar
hrukku ekki fyrir gjöldunum,
sem voru tæpar 2 milljónir. -bjb
Kópasker:
Deyfð yfír
atvinnulífi
Frekar dauft er yfir atvinnulíf-
inu á Kópaskeri um þessar
mundir. Gunnþóra Jónsdóttir
á skrifstofu Presthólahrepps
sagði að vinnsla hefði legið
niðri í rækjuvinnslu Sæbliks
frá því fyrir síðustu mánaða-
mót og þá hefur lítið gefið á
sjó.
Gunnþóra sagði að ástandið
væri heldur dauft í atvinnumál-
unum en fólk sinnti félagsmálum
af krafti og mikið hefði verið um
námskeið á Kópaskeri. Menn
hefðu a.m.k. nægan tíma núna til
þess að rækta félagsstörf en vissu-
lega vonaðist fólk eftir betri
atvinnuhorfum. SS
Lilja María Snorradóttir var kjörin íþróttaniaöur Skagafjaröar 1988 og tók
hún viö vcrölaununum á ársþingi LJiVlSS. Hcr cr þaö fráfarandi forniaöur
UIVISS, Sveinbjörn M. Njálsson, scni afhcndir Lilju viöurkeiininguna.
Mynd: -bjb
69. ársþing UMSS:
Lilja María kjörin íþrótta-
maður Skagafjarðar 1988
- 400 þúsund króna tap á síðasta ári
Flytjum um páskana
úr Hafnarstræti í Draupnisgötu 4
TEIKNISTOFAN STÍLL
Halldórsmót
B.A.
Halldórsmót Bridgefélags Akureyrar hefst
þriðjudaginn 28. mars.
Um er að ræða sveitakeppni með Board-O-Match
fyrirkomulagi.
Þátttökutilkynningar þurfa að berast stjórn B.A.
fyrir kl. 16.00 mánudaginn 27. mars (2. í
páskum). Stjórn B.A. aðstoðar við myndun sveita
ef óskað er.
Spilafólk á Akureyri og nágrenni
er hvatt til aÖ skrá sig.
Stjórn B.A.
Akureyringar
Ferskar
fréttir með
morgunkaffinu
ÁskriftarlSr 96-24222
Ingimar Eydal og félagar
leika
dinnerjass
fimmtudags-, laugardags-
og sunnudagskvöld.
★
Verið velkomin
Borðapantanir í sima 22200