Dagur - 22.03.1989, Síða 4

Dagur - 22.03.1989, Síða 4
c - HtjM'AC! - S8vf r.ierri .£.$ 'iugfibu.>iiv6iM 4 - DAGUR - Miðvikudagur 22. mars 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍNII: 24222 ÁSKRIFT KR. 900 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 80 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 595 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN AUGLÝSINGASTJÓRI: FRIMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Steftit í átök Margt bendir til þess að ófriðlegt verði á vinnumarkaðinum í vor. Fjölmörg félög innan BHMR hafa boðað verkfall frá og með 6. apríl, hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Fleiri félög eru þessa dagana að funda um aðgerðir og búast má við frekari verkfallsboð- unum innan fárra daga. Verkfallsrétturinn er nauðsynlegt en jafn- framt vandmeðfarið vopn. Hann er það vopn sem síðast á að beita í kjarabaráttu; þ.e. þeg- ar aðrar leiðir til samkomulags hafa verið full- reyndar án árangurs. Samningsaðilum ber skylda til að gera sitt ítrasta til að komast hjá ófriði á vinnumarkaðinum en því miður hefur stundum viljað brenna við að verkfallsvopnið sé notað of fljótt og þá fyrst og fremst til þess að auka þrýsting á vinnuveitendur. En eftir að verkfall hefur verið boðað verður naumast aftur snúið. Það er sérstaklega mikilvægt nú að komist verði hjá verkföllum, því staða flestra fyrir- tækja er þannig að þau mega alls ekki við vinnustöðvun um lengri eða skemmri tíma. Einnig er vert að hafa í huga að almennt atvinnuástand í landinu er verra en um langt árabil og batnar örugglega ekki við það að svo og svo mörg fyrirtæki stöðvist vegna verkfalla. Sú spurning er áleitin hvort reynt hafi verið til þrautar að ná samkomulagi áður en verk- fallsvopnið var tekið úr farteskinu. Er borin von að samningar náist án þess? Reynslan sýnir að eftir því sem deilur á vinnumarkaði verða harðari, þeim mun meiri og óbilgjarnari verður kröfugerðin. Launþegar vilja auðvitað fá tekjumissi vegna verkfalls bættan. Komi til verkfalla nú eykst hættan á nýrri verðbólgu- holskeflu til mikilla muna. í blaðinu í dag er haft eftir Birgi Birni Sigur- jónssyni, hagfræðingi BHMR, að engin við- brögð hafi enn fengist frá fulltrúum samn- inganefndar ríkisins við kröfugerð háskóla- manna. „Ég held að forleiknum hljóti nú að vera lokið og menn fari að setjast niður og ræða það sem máli skiptir," segir hagfræð- ingurinn. Gæti hugsast að millikaflann vanti í verkið? Eða er ekki fullmikið bráðlæti að stökkva beint úr forleiknum yfir í lokastefið? Ljóst er að tímaskortur fer senn að há samningsaðilum. Nú er hálfur mánuður til stefnu uns boðuð verkföll koma til fram- kvæmda. Launþegar og vinnuveitendur verða að nýta þann tíma vel. Hann er ekki langur en samt nógu langur ef vilji er fyrir hendi. Svo mikið er víst að þjóðin hefur ekki efni á verkföllum eins og málum er komið. BB. Nytjakýr á Norðurlandi Uppgjöri á kúaskýrslum fyrir árið 1988 er nú nýlokið og sýnir útkoman að efstu kýrnar hafa enn bætt sig og mjólka ótrúlega mikið miðað við eigin þyngd. íslenska nautgriparæktunar- starfið hefur borið mikinn árang- ur og bændúr eru að uppskera margra ára vinnu en myndu vissulega yfir heildina njóta enn betur ef ekki væri fyrir hendi framleiðslutakmarkanir, því margir eru hættir að „pína kýrnar“ eins og sagt er. Fyrir 60 árum þóttu það góðar kýr sem fóru yfir 3000 kg sem er meira en helmingi minna magn, en þær kýr sem hér eru á listan- um, mjólka. í fornöld mjólkuðu kýr hér á landi enn minna sem má sjá af því að yfirleitt mun hafa verið ein kýr á hvern vinnandi mann í landinu og ekki óalgengt að bændur hefðu jafnmargar kýr í nyt eins og hjúin voru mörg. Þetta breyttist seinna og var talið um tíma að ein kýr væri á hverja fimm íbúa. Þau naut sem eigaflestar dætur í þessum hópi eru: Skúti 11, Brúskur 7, Víðir 5, Bratti 5, Bát- ur 4, Ylur 4, Birtingur 4 og Fáfnir 3. Þessi naut eru bændum ekki ókunnug enda margar góðar kýr í landinu út af þeim. Þrátt fyrir að ræktunin hafi borið góðan' árangur má margt bæta og segir ekki alla sögu hve mikið kýrnar mjólka. Menn vilja vita meira um ættir þeirra nauta sem notuð eru til framhaldsrækt- unar, sérstaklega hvað varðar heilsufar en margir leggja orðið mikið upp úr því að eiga hrausta .gripi. 100 nythæstu kýr á Norðurlandi 1988 Nr. Nafn Faðir Mjólk kn Eigandi Bær 1 Laufa Víðir 9462 Sverrir Magnússon Efri Ás 1, Hólahreppi 2 Skvetta Vaskur 8820 Félagsbúið Syðri-Bægisá, Öxnadal 3 Flóra 99999 8632 Sverrir Magnússon Efri Ás 1, Hólahreppi 4 Gullhúfa Brúskur 8360 Kristján B. Pétursson Ytri-Reistará, Arnarneshreppi 5 Sveitasaela Göltur 8256 Jón og Sigurbjörg Búrfelli, Ytri-Torfustaðahreppi 6 Frekja 99999 8032 Símon E. Traustason Keitu, Rípurhreppi 7 Rín Álmur 8029 Viðar Þorsteinsson Brakanda, Skriðuhreppi 8 Kvóta Skúti 7762 Viðar Þorsteinsson Brakanda, Skriðuhreppi 9 Gola Frami 7753 Félagsbúið Hríshóli, Saurbæjarhreppi 10 Kotasæla Njörður 7731 Jón og Sigurbjörg Búrfelli, Ytri-Torfustaðahreppi 11 Skúta Skúti 7680 ÞorsteinnTr. Þórðarson Grund, Svínavatnshreppi 12 Blanda Bátur 7566 Félagsbúið Syðri-Bægisá, Öxnadal 13 Sexspen Skáli 7546 Jón og Sigurbjörg Búrfelli, Ytri-Torfustaðahreppi 14 Einsemd Ylur 7495 Jón og Sigurbjörg Búrfelli, Ytri-Torfustaðahreppi 15 Kolbrún Kuldi 7437 Pálmar Jóhannesson Egg, Ripurhreppi 16 Stjarna Vaskur 7410 Félagsbúið Baldursheimi, Mývatnssveit 17 Ljósbrá Brúskur 7387 Félagsbúið Baldursheimi, Mývatnssveit 18 Birta Birtingur 7373 Eymundur Þórarinsson Saurbæ, Lýtingsstaðahreppi 19 Linda Forkur 7368 Þorsteinn Tr. Þórðarson Grund, Svínavatnshreppi 20 Kola Brúskur 7325 Viðar Þorsteinsson Brakanda, Skriðuhreppi 21 Hyrna Álmur 7315 Sveinbjörn Sigurðsson Búvöllum, Aðaldal 22 Stúka Templari 7182 Viðar Þorsteinsson Brakanda, Skriðuhreppi 23 Flóra 99999 7171 Jón og Sigurbjörg Búrfelli, Ytri-Torfustaðahreppi 24 Mysa Bratti 7143 Viðar Þorsteinsson Brakanda, Skriðuhreppi 25 106 Gljái 7137 Tilraunastöðin Möðruvöllum, Arnarneshreppi 26 Hengja 99999 7115 Sigurður Björnsson Stóru-Akrar, Akrahreppi 27 Rák Birtingur 7072 Ólöf Þórsdóttir Bakka, Öxnadalshreppi 28 Skjalda Hringur 6978 Þorsteinn Tr. Þórðarson Grund, Svínavatnshreppi 29 Spes Stjarni 6971 Félagsbúið Holtsseli, Hrafnagilshreppi 30 Grágás Kappi 6964 Félagsbúið Klauf, Öngulgsstaðahreppi 31 Folda Skúti 6941 Benjamtn Baldursson Ytri-Tjörnum, Öngulsstaðahreppi 32 Brúska Skúti 6921 Sigurður Björnsson Stóru-Akrar, Akrahreppi 33 Fála Brúskur ' 6860 Sigmar Jóhannsson Sólheimum, Staðarhreppi 34 Drottning Skúti 6846 Pálmar Jóhannesson Egg, Rípurhreppi 35 Búkolla Skúti 6829 Félagsbúið Hrafnsstöðum, Ljósavatnshreppi 36 Kýrunn Völlur 6811 Jón og Sigurbjörg Búrfelli, Ytri-Torfustaðahreppi 37 Stúra Bátur 6780 Laxamýrarbú Laxamýri, Reykjahreppi 38 Ljómalind Már 6779 Sigmar Jóhannsson Sólheimum, Staðarhreppi 39 Bleik Barði 6765 Simar Jóhannsson Sólheimum, Staðarhreppi 40 Flóra 99999 6731 Tilraunastöðin Möðruvöllum, Arnarneshreppi 41 Branda 99999 6728 Ármann Skjaldarson Skáldsstöðum, Saurbæjarhreppi 42 Lísa Forkur 6726 Ólafur Magnússon Sveinsstöðum, Sveinsstaðarhreppi 43 Gríma Frændi 6712 Félagsbúið Efri-Dálksstöðum, Svalbarðsströnd 44 Hosa 99999 6639 Elías Guðmundsson Stóru-Ásgeirsá, Þorkelshólshreppi 45 Bletta 99999 6629 Sveinn Jónsson Ytra-Kálfsskinni, Árskógshreppi 46 Grána Bratti 6629 Sigurgeir Hannesson Stekkjardal, Svinavatnshreppi 47 Spóla Finnur 6614 Félagsbúið Efri-Dálksstöðum, Svalbarðsströnd 48 Linda Fáfnir 6605 Grímur Jóhannesson Þórisstöðum, Svalbarðsströnd 49 Blika Álmur 6599 Sigmundur Sigurjónsson Hvassafelli, Saurbæjarhreppi 50 Sokka Ylur 6592 Félagsbúið Syðri-Bægisá, Öxnadal 51 Rauðbrá Kuldi 6587 Sigmar Jóhannsson Sólheimum, Staðarhreppi 52 Magna Askur 6583 Tilraunastöðin Möðruvöllum, Arnarneshreppi 53 Sóley Skúti 6570 Félagsbúið Baldursheimi, Mývatnssveit 54 Mörk 99999 6563 Erlingur Garðarsson Neðra-Ási 1, Hólahreppi 55 Branda Nikki 6558 Ari Jónsson Sólbergi, Svalbarðsströnd 56 Gribba Borgþór 6554 Sverrir Magnússon Efri-Ás 1, Hólahreppi 57 Grána 99999 6547 Bjarni Maronsson Ásgeirsbrekku, Viðvíkurhreppi 58 Von Gljái 6543 Sigurgísli Sveinbjörnsson Hrisum, Saurbæjarhreppi 59 Formósa Skúti 6527 Jón og Sigurbjörg Búrfelli, Ytri-Torfustaöahreppi 60 Kola Skúti 6523 Félagsbúið Fellshlíð, Saurbæjarhreppi 61 Laufa Lambi 6519 ÞorsteinnTr. Þórðarson Grund, Svinavatnshreppi 62 Linda 99999 6507 Félagsbúið Hríshóli, Saurbæjarhreppi 63 Árbót Víðir 6482 Félagsbúið Rauðafelli, Bárðardal 64 Stina Álmur 6481 Hörður Guðmundsson Svertingsstöðum, Öngulsstaðahreppi 65 Hnoðra Skúti 6476 Walter Ehrat Hallfríðarstöðum, Skriðuhreppi 66 Karen Jóki 6474 Sveinn Jónsson Ytra-Kálfsskinni, Árskógshreppi 67 Skrauta Brúskur 6473 Félagsbúið Syðri-Bægisá, Öxnadal 68 Nótt Bratti 6469 Sverrir Magnússon Efri-Ás 1, Hólahreppi 69 Kola Brúskur 6468 Félagsbúið Krónustöðum, Saurbæjarhreppi 70 Huppa Fáfnir 6466 Þorsteinn Rútsson Þverá, Öxnadal 71 Pæja Blíður 6463 Viðar Þorsteinsson Brakanda, Skriðuhreppi 72 Karólína Kappi 6457 Sverrir Magnússon Efri-Ás 1, Hólahreppi 73 Tinna Bratti 6455 Bjarni Kristinsson Rifkelsstöðum I, Öngulsstaðahreppi 74 Yrja Magni 6454 Viðar Þorsteinsson Brakanda, Skriðuhreppi 75 Toppa 65811 6446 Ásmundur Kristinsson Höfða 2, Grýtubakkahreppi 76 Bredda Víðir 6443 Pálmar Jóhannesson Egg, Rípurhreppi 77 Búkolla 99999 6439 Pálmi Ragnarsson Garðakoti, Hólahreppi 78 Lukka Bratti 6427 Þorlákur Jónasson Vogar II, Mývatnssveit 79 Mósa Víðir 6422 Viðar Þorsteinsson Brakanda, Skriðuhreppi 80 Murta Varmi 6421 Pálmar Jóhannesson Egg, Rípurhreppi 81 Grána 99999 6408 Sigmar Jóhannsson Sólheimum, Staðarhreppi 82 Skeifa Birtingur 6403 Félagsbúið Syðri-Bægisá, Öxnadal 83 Gæf 99999 6400 Félagsbúið Hrafnsstöðum, Ljósavatnshreppi 84 Lýra Birtingur 6398 Sigurður Björnsson Stóru-Akrar, Akrahreppi 85 Rönd Bátur 6394 Félagsbúið Hríshóli, Saurbæjarhreppi 86 Gjörð Víðir 6393 Ólafur A. Thorlasíus Öxnafelli, Saurbæjarhreppi 87 Brandrós 99999 6373 Tilraunastöðin Möðruvöllum, Arnarneshreppi 88 Kringla 99999 6364 Jens B. Guðmundsson Gili, Skarðshreppi 89 Díla Brúskur 6362 Jón Laxdal Nesi, Grýtubakkahreppi 90 Skúta Bátur 6361 Sturla Eiðsson Þúfnavöllum, Skriðuhreppi 91 Blesa Kaktus 6354 Sigurður Friðriksson Stekkjarflötum, Akrahreppi 92 Grána Skáli 6353 Sveinn Jónsson Ytra-Kálfsskinni, Árskógsströnd 93 Skrauta Ýlir 6345 Sverrir Magnússon Efri-Ás 1, Hólahreppi 94 Sóta Templari 6344 Tilraunastöðin Möðruvöllum, Arnarneshreppi 95 Rauðka Skúti 6344 Þorsteinn Tr. Þórðarson Grund, Svínavatnshreppi 96 Skrauta Ylur 6341 Árni Hermannsson Ytri-Bægisá 1, Glæsibæjarhreppi 97 Búkolla Ylur 6337 Sigurgeir Pálsson Sigtúnum, Öngulsstaðahreppi 98 Sunna Fáfnir 6332 Erlingur Garðarsson Neðra-Ási 1, Hólahreppi 99 Dimma Bergur 6331 Birgir Þórðarson Öngulsstöðum 2, Öngulsstaðahreppi 100 Skíma Þróttur 6331 Sverrir Magnússon Efri-Ás 1, Hólahreppi

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.