Dagur - 22.03.1989, Síða 6

Dagur - 22.03.1989, Síða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 22. mars 1989 „Erum bestir í kuldaskóm“ Um þessar mundir er Iiðin tæp „meðganga“ síðan skóverk- smiðjan Strikið á Akureyri tók til starfa, en sem kunnugt er keyptu nokkrir athafnamenn verksmiðjuna af Sambandinu á síðasta vori. Ætla má að 9 mánuðir séu hæfileg meðganga fyrir skóverksmiðju til að koma sér af stað og því lék okkur forvitni á að vita hvernig gengi hjá nýliðunum. Nú, það kom í Ijós að „barnið“ fæddist fullburða fyrir löngu því langt er síðan þeir hjá Strikinu kom- ust á fullt skrið og þeir eru langt frá því að kvarta eins og svo margir þessa dagana; þeir eru hæstánægðir. „Fyrirtækið er gert upp mán- aðarlega og okkur hefur alltaf tekist að halda okkur réttu megin við núllið. Við vitum svo sannarlega hvaða ástand ríkir nú í þjóðfélaginu og hlökkum því mjög til næsta góðæris," sagði Haukur Ármannsson fram- kvæmdastjóri með fangið fullt af skóm þegar blaðamenn Dags bar að garði. Hann þurfti ekki að eyða löngum tíma í að sannfæra okkur um að þeir vissu hvað þeir væru að gera, skórnir töluðu sínu máli. Sérstaðan felst í skömmum afgreiðslutíma Aðspurður um hvort ekki væri erfitt að standa í samkeppni við erlenda innflutta skó sagði Hauk- ur, að þeir hjá Strikinu leggðu alla áherslu á sérstaka þjónustu við viðskiptavininn. „Sérstaða okkar er sú, að við getum afgreitt pantanir á mun skemmri tíma en innflytjendurnir. Á meðan af- greiðslutíminn á innfluttum skóm er um 6-8 mánuðir, tekur það okkur aðeins 1-2 mánuði að afgreiða pantanir. Þá getum við sömuleiðis afgreitt mun smærri pantanir en innflytjendurnir sem kemur sér vel fyrir okkar við- skiptavini." Þegar Strikið tók til starfa voru viðskiptavinir verksmiðjunnar um 28-29 talsins. í dag eru þeir orðnir um 130, en af þeim er stór hluti aðrir aðilar en verslanir svo sem ýmsar stofnanir og fyrirtæki sem sjá starfsfólki sínu fyrir vinnufatnaði. Sem dæmi má nefna að vetrar- og sumarskór á alla lögreglumenn og tollverði eru framleiddir hjá þeim. Þessa aukningu viðskiptavina þakkar Haukur dugnaði sölumanna. „Við auglýsum lítið en leggjum áherslu á persónuleg tengsl.“ Sölumenn Striksins eru því mikið á ferðinni og sagði Sigurður Magnússon sölumaður sem staddur var á staðnum, að af 60 dögum fyrstu tvo mánuði ársins hafi hann aðeins verið 15 daga heima hjá sér, sem aðallega staf- aði af ófærð. Þetta hlutfall ætti eftir að minnka með hækkandi sól og betri færð. Starfsfólkið fylgist með Hjá Strikinu vinna nú 42 starfs- menn sem er 7 fleiri en þegar starfsemin hófst í ágúst. Allir starfsmennirnir unnu áður hjá Skóverksmiðju Sambandsins og höfðu margir mjög langa starfs- reynslu. „Við réðum til okkar alla fyrrverandi starfsmenn sem vildu starfa áfram. Þá byrjuðum við á því að afnema bónuskerfi og taka upp fasta yfirborgun sem gerir að verkum að við losnum v'ið allt stress og fáum enn vand- iðri vinnu. Starfsfólkið okkar ylgist svo grannt með gangi fyrir- - rætt við Hauk Ármannsson hjá Strikinu á Akureyri tækisins því við setjum reglulega upp yfirlit um ýmsa þætti rekst- ursins á kaffistofunni." Fram- leiðslan er að jafnaði um 150 pör á dag, 3000 á mánuði og um 40.000 pör á ári. Heildarskósala í landinu er um ein milljón pör á ári svo verksmiðjan er með um 4% markaðshlutdeild. Leðrið í skóna er aðallega flutt inn frá Bretlandi, Noregi, Danmörku og Portúgal og sólarnir frá Portúgal, Danmörku og Noregi. Haukur sagði að þeir hefðu nýlega gert nýja innkaupasamninga á leðri sem þeir vonuðust til að gerðu að verkum að verð á skóm héldist óbreytt þrátt fyrir yfirvofandi launahækkanir. Eins og Japanarnir . . . Hjá Strikinu er lögð áhersla á „venjulega“ skó, þ.e. svokallaða klassíska skó. Þrátt fyrir þetta fer Sigurður Magnússon og Haukur Ármannsson glaðbeittir á svip. tíska ekki framhjá þeim; t.d. eru skór með stáltá áberandi nú, enda slíkir skór vinsælir ferming- arskór. „Við erum að fara að kynna vetrarlínuna ’89 í verslun- um fyrir næstu helgi, en við erum bestir í kuldaskónum. Þar leggj- um við áherslu á vandaða, vel fóðraða skó. Þá erum við líka mjög góðir í karlmannaskóm, enda erum við flestir karlmenn sem ráðum þessu og framleiðum skó eins og þá sem við sjálfir myndum vilja ganga á. Okkur vantar ennþá pínulítið til að vera fullkomlega ánægðir með kven- línuna hjá okkur, en það á eftir að koma.“ Varðandi liti, eru um 70% af framleiðslu Striksins svartir skór, einfaldlega vegna þess að þeir eru mest keyptir. Þar á eftir koma skór í mildum brún- um litum. Aðspurður um hönnun sagði Haukur, að þeir færu venjulega þá leið að fara til útlanda, líta í skóverslanir og spyrjast fyrir um hvaða skór séu vinsælastir. „Svo kaupum við eitt par af hverjum, förum heim og framleiðum 1000 eins pör,“ sagði Haukur að lok- um og bætti við „svona eins og Japanarnir gera!“ VG Hjá Strikinu vinna nú 42 starfsmenn sem er 7 fleiri en þegar starfsemin hófst í ágúst. Hjá Strikinu er lögð áhersla á „venjulega“ skó, þ.e. svokallaða klassíska skó, og framleiðslan er 150 pör á dag. Myndir: TLV

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.