Dagur - 22.03.1989, Side 11

Dagur - 22.03.1989, Side 11
Miðvikudagur 22. mars 1989 - DAGUR - 11 fþrótfir Knattspyrna: Kostic leikur með Þórsurum Gengið hefur verið frá því að júgóslavinn Kostic leiki með Þórsurum í 1. deildinni í knatt- spyrnu næsta sumar. Hann er mjög alhliða leikmaður og get- ur leikið flestar stöður á vellin- um. Það liggur Ijóst fyrir að hann á eftir að styrkja þá rauð- Kostic Icikur í Þórsbúningi næsta sumar. klæddu mjög mikið í hinni sterku deildakeppni sem fram undan er. Hann dvaldi hér á landi um nokkurn tíma nú í marsmánuði og lék nokkra æfingaleiki með liðinu. Þar stóð hann sig mjög vel og þess má geta að eftir að hann fór í vörnina var ekki skorað mark hjá Þórsurunum. Kostic fór aftur til heimalands síns en er væntanlegur hingað til lands strax eftir páska. Það liggur því Ijóst fyrir að tveir Júgóslavar leika með Þórs- liðinu næsta sumar því Tanevski er þegar kominn til landsins og æfir nú á fullu með liðinu. Þórsliðið fer að öllum líkind- um suður um páskana og leikur nokkra æfingaleiki við sunnlensk lið yfir hátíðarnar. Þó er mögu- leiki að þessari ferð verði frestað um eina viku vegna þess að erfitt er að fá æfingaleiki á þessum tíma. Sund: Óðmskrakkarair stóðu sig vel - á sundmeistaramótinu Sundfólk úr Óðni tók þátt í íslandsmótinu innanhúss í sundi um síðustu helgi og stóð sig vel. Fjórtán Akureyrarmet féllu og eftir mótið var Svavar Þór Guðmundsson valinn í úrvalslið Islands sem keppir í Iandskeppni Skotlands, Islands og írlands í Ulster á Irlandi í byrjun apríl. Birna Hrönn Sigurjónsdóttir, Elsa María Guðmundsdóttir, Ottó K. Túliníus og Svavar Þór Guðmundsson komust níu sinn- um í úrslit á mótinu. Bestum árangri náði síðan Svavar sem lenti í þriðja sæti í 200 m fjór- sundi á 2:18.98 og 100 m flug- sundi á 1:01.12. Elsa María setti þrjú Akureyr- armet; í 200 m fjórsundi á 2:38.19, í 100 m bringusundi á 1:19.90, í 200 m bringusundi á 2:51.58. Birna Hrönn Sigurjónsdóttir setti þrjú Akureyrarmet; í 800 m skriðsundi á 10:07.88, í 400 m skriðsundi á 4:55.33 og í 200 skriðsundi á 2:22.07. Svava Hrönn Magnúsdóttir setti Akureyrarmet meyja í 100 m bringusundi á 1:26.69. Boðsundssveitir Óðins stóðu sig vel og settu þrjú Akureyr- armet: A-karlasveit Óðins (Svav- ar Þór Guðmundsson, Hlynur Túliníus, Pétur Pétursson og Ottó Karl Túliníus) setti Akur- eyrarmet í 4x200 m skriðsundi á 9:04.49. A-kvennasveit Óðins (Sonja Gústafsdóttir, Elsa María Guð- mundsdóttir, Hrafnhildur Örlygsdóttir og Birna Hrönn Sig- urjónsdóttir) setti Akureyrarmet á 10:21.79. í 4x100 m fjórsundi setti A- kvennasveit Óðins (Hrafnhildur, Svava Hrönn, Elsa María og Birna Hrönn) Akureyrarmet, synti á 5:11.59. A-kvennasveitin í 4x100 m skriðsundi (Sonja, Hrafnhildur, Elsa María og Birna Hrönn) setti met og synti á 4:43.45. Undirbúningur undir skíðalandsmútið á Siglufirði gengur vel og verður það sett í kvöld þrátt fyrir slæma spá. Anna M. Malmquist verður meðal kepp- enda. Mynd: TLV Skíði: María og Kristinn unnu tvöfalt á mótinu á Húsavík Um síðustu helgi var haldið á Húsavík Yisa-bikarmót á skíð- um fyrir 15-16 ára. Einnig var lokið við mót sem fresta þurfti á Isafirði fyrir hálfum mánuði. Keppendur voru rúmlega 50 og fór' mótið mjög vel fram. Kristinn Björnsson frá Ólafs- firði og María Magnúsdóttir frá Akureyri voru sigursæl á Húsa- vík og sigruðu þau bæði í svigi og stórsvigi. En lítum þá á úrslitin: Stórsvig piltar: 1. Kristinn Björnsson Ó. María Magnúsdóttir frá Akureyri sigraði í svigi og stórsvigi á Húsavík. Mynd: óþh Sundfólkið Ottó K. Tulinius , Svavar Þ. Guðmundsson, Birna H. Sigurjónsdóttir og Elsa M. Guðmundsdóttir kom- ust níu sinnum í úrslit á innanhússmeistaramótinu í sundi. Mynd: ap 2. Arnar Bragason H. 3. Ólafur Óskarsson Ó. Stórsvig stúlkur: 1. María Magnúsdóttir A. 2. Harpa Hauksdóttir A. 3. Sara Halldórsdóttir í. Svig piltar: 1. Kristinn Björnsson Ó. 2. Ólafur Óskarsson Ó. 3. Gísli Reynisson ÍR. Svig stúlkur: 1. María Magnúsdóttir A. 2. Linda B. Pálsdóttir A. 3. Sóley Sigurðardóttir H. Stórsvig stúlkur: 1. Unnur A. Valdimarsdóttir Ó. 2. María Magnúsdóttir A. 3. Sóley Sigurðardóttir H. Svig piltar: 1. Ólafur Óskarsson Ó. 2. Magnús H. Karlsson A. 3. Jóhann B. Gunnarsson í. Handbolti: Karl til Hollands - með drengja- landsliðinu Karl Karlsson úr KA hefur verið valinn í drengjalandsliðið t handknattleik sem keppir á alþjóðlegu móti í Hollandi um páskana. Þetta er svokallað Benelux- mót og keppa þar landslið Hol- lands, Belgíu, Luxemborgar og íslands. Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdið til keppninnar: Markmenn: Ingvar Ragnarsson Stjörnunni Ásgeir Baldurs UBK Sigurður Þorvaldsson Fram Útileikmenn: Karl Karlsson KA Andri V. Sigurðsson Fram Jason K. Ólafsson Fram Leó Hauksson Fram Ragnar Kristjánsson Fram Dagur Sigurðsson Val Óskar Óskarsson Val Gunnar Kvaran UMFA Ríkharður Daðason UMFA Halldór Eyjólfsson KR Patrekur Jóhannesson Stjörnunni Páll Þórólfsson Þrótti Karl Karlsson úr KA er eini norðan- pilturinn í drengjalandsliðinu í handknattleik. Úrslitakeppnin í handknattleik: Þór í 5. sæti - í úrslitum 4. flokks Þórsarar lentu í 5. sæti í úrslita- keppni í 4. flokki í handknatt- leik sem fram fór í Hafnarfirði um helgina. Þór spilaði um 5.- 6. sætið við Stjörnuna og sigr- aði örugglega, 17:11. Þórsarar léku í b-riðli með ÍR, FH, UBK og KR. Á föstudags- kvöldið vann Þór Breiðablik með 24 mörkunt gegn 20 og síðar um kvöldið gerði liðið jafntefli við KR, 14:14. Á laugardaginn unnu Þórsarar ÍR með 18 mörkum gegn 13 en síðar um daginn töp- uðu þeir naumlega fyrir FH, 12:13. Með sigri í þeim leik hefðu Þórsarar hins vegar getað komist í úrslitaleikinn. KR sigraði í b-riðlinum en Fram sigraði í a-riðli og í úrslita- leik sigraði KR. Haukar unnu FH í keppninni um 3. sætið, Þór vann Stjörnuna í leik um 5. sætið, Týr vann UBK í leik um 7. sætið og ÍR vann Valsmenn í leik um 9. sætið í tvíframlengdum leik. Af öðrum úrslitum í yngri flokkum má nefna að Stjarnan sigraði Víking í úrslitum í 2. tlokki kvenna 10:8. ÍBK sigraði Breiðablik í úrslitum í 4. flokki kvenna 8:7. FH lagði HK í úrslit- um í 6. flokki pilta 4:3. JÓH Handknattleikur/1. deild: KA og UBK í kvöld - heil umferð í 1. deildinni Heil umferð verður í 1. deild- inni í handknattleik í kvöld. KA flýgur suður og keppir við Breiðablik í Kópavogi kl. 20.15. Blikarnir eru nánast fallnir í 2. deild, en KA verður að vinna leikinn til þess að koma sér úr fallhættu. Aðrir leikir í umferðinni eru Valur og Víkingur, Stjarnan og ÍBV, FH og KR og Fram og Grótta. nmrtwm' ttfc' k.' k.'tt l'VUC «1 ctvvvivn inktiMKdttr *tnnnn,i8v;vjnsv,'t

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.