Dagur - 22.03.1989, Page 12

Dagur - 22.03.1989, Page 12
Kodak Express Gæöaframköllun k ★Tryggðufilmunniþinni ^besta ^PedrGmyndir Hafnarstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, sími 23324. Innanlandsflug Flugleiða: Akureyri, miðvikudagur 22. mars 1989 Straumiirimi liggur norður Á mánudagskvöld tepptust fjórar Fokker vélar Flugleiða á Akureyrarflugvelli en þær komust aftur til Reykjavíkur um hádegisbil á þriðjudag. Veður skánaði á Akureyri um kl. 11-13 og komust vélarnar þá á loft en síðan versnuðu skilyrðin aftur og var óvíst með framhaldið um miðjan dag í gær. Þá var von á Fokker vél um kl. 16. Skíðalandsmót íslands á Siglufirði: Óveður og snjókoma settu strík í reikninginn - Ólafsfirðingar ætla sjóleiðis á keppnina ef ekki viðrar til flugs Slæmt veður hefur tafið undir- búning skíðalandsmótsins í Siglufirði. Kristján Möller, mótsstjóri, segir að stökkbraut sem búið var að ryðja upp fyrir skíðastökkið hafl horflð í óveðrinu. Þá hefur skaflð yfir göngubrautirnar og verður að ryðja þær og rétta af á ný. „Veðrið hefur gert allan undir- búning miklu erfiðari,“ sagði Kristján. „Við vorum langt komnir um helgina og á sunnu- daginn var dýrðlegt veður. Þá vorum við langt komnir með að byggja upp stökkbrautina en sú vinna fór öll forgörðum vegna veðursins. Menn standa eiginlega í sömu sporum og þegar þeir byrjuðu á verkinu. Snjókoman hefur gert okkur erfitt fyrir uppi í Skarði því mikinn snjó hefur sett í keppnisbrekkurnar og bakkarn- ir eru ekki eins vel troðnir og harðir nú eins og þeir voru um síðustu helgi.“ Ætlunin er, að sögn Kristjáns Möller, að setja skíðalandsmótið í kvöld, svo framarlega sem ein- hverjir keppendur og eftirlits- menn verða komnir til Siglufjarð- ar. Heldur illa horfði þó með veður og færð í gær, Ólafsfjarð- armúli lokaður og einnig vegir í nágrenni Siglufjarðar, eins og reyndar víða á Norðurlandi. Ólafur Harðarson, skíðaþjálf- ari í Ólafsfirði, sagði að tólf keppendur og fararstjórar færu á landsmótið frá þeim, þrír í alpa- greinum og fimm í norrænum greinum. Ætlunin væri að fara með flugvél frá Flugfélagi Norðurlands fyrir hádegi í dag. Ef ekki yrði flogið myndi skíða- fólkið fara sjóleiðina til Siglu- fjarðar, það hefði verið gert áður í svipuðum kringumstæðum. EHB Gunnar Oddur Sigurðsson, umdæmisstjóri Flugleiða, sagði að farþegar frá mánudegi og þeir sem voru bókaðir með morgun- flugi á þriðjudag hefðu komist með vélunum fjórum til Reykja- víkur í gær. Hann sagði að straumurinn lægi hins vegar norður og það yrði flogið stans- laust eftir því sem veður- og brautarskilyrði leyfðu. Ekki var ráðgert að senda Boeing þotu til Akureyrar í gær því skilyrðin á flugbrautinni uppfylltu ekki ströngustu kröfur varðandi þot- una. Búist er við fjölda farþega norður um páskana og er skíða- fólk þar að sjálfsögðu áberandi. Ekki verður flogið á vegum Flug- leiða á föstudaginn langa og páskadag, en á annan dag páska er búist við miklu annríki og sagði Gunnar Oddur að þá yrðu farnar tvær þotuferðir milli Akureyrar og Reykjavíkur, auk ferða með Fokker vélunum. „Það eru gífurlega margar bókanir komnar fyrir alla pásk- ana og er lunginn hingað norður fyrir páska og síðan suður eftir páska,“ sagði Gunnar Oddur og hann vonaðist til að veðrið skán- aði svo áætlun Flugleiða gæti komist í samt lag. SS Flug hefur gengið erfiðlega undanfarið. Á myndinni sést starfsmaður Flug- leiða vera að afísa einn Fokkerinn með heitu vatni. Mynd: tlv Hús í Grímsey hoifin í snjó: Þetta er alveg skuggalegt" segir Héðinn Jónsson, en hann þarf að byija hvem dag á að moka sig út úr húsinu Þaö er ekki ofsögum sagt að kyngt hafl niður snjó í Grímsey síðustu daga. I fyrradag og fyrrinótt snjóaði þar án afláts og mönnum ber saman um að snjór hafl ekki verið þar meiri í vetur. Sum hús eru bókstaflega komin á bólakaf í Grímsey og fólk hefur þurft að byrja hvern dag að undanförnu á því að moka sig út. Héðinn Jónsson, sjómaður, býr í raðhúsi sem vart sést lengur í. Eða svo vitnað sé til orða hans: „Það er varla nema loftnetið sem stendur orðið upp úr.“ Héðinn segir að fannfergið sé „alveg skuggalegt“. „Það má eiginlega segja að gatið sem maður sér út Skólanefnd Aktirevrar klofnaði vegna tíllögu formannsins Miklar umræður urðu á fundi Bæjarstjórnar Akureyrar í gær um skólamál í Síðuhverfl. Björn Jósef Arnviðarson, for- maður skólanefndar, mælti fyrir tillögu um að kennsla fyr- ir 7.-9. bekki grunnskóla verði í Síðuskóla þar til annað verð- ur ákveðið. Skólanefnd er klofln í afstöðu sinni til málsins. í febrúar 1987 samþykkti bæjarstjórn að tveir safnskólar skyldu vera á Akureyri fyrir 7.-9. bekki, Glerárskóli og Gagn- fræðaskóli Akureyrar. Þessi ákvörðun olli íbúum Síðuhverfis áhyggjum og virðast margir þeirra henni mótfallnir. í greinar- gerð með tillögu sinni segir Björn Jósef að telja verði unnt að koma nemendum 7.-9. bekkja fyrir næsta skólaár í núverandi hús- næði. Þó sé Ijóst að skólaárið Kolbrún Þormóðsdóttir: „Megum ekki teíja að samfelldur skóladagur náist sem fyrst.“ 1990-91 muni þrengja verulega að starfsemi skólans. Til að mæta vandanum til bráðabirgða er bent á þann möguleika að kaupa laus- ar kennslustofur. Á fundinum upplýsti formaður skólanefndar að slík kennslustofa kostaði um 3,5 milljónir króna, fullbúnar. „Ég læt undan þrýstingi íbúanna því ég tel illt að þröngva kerfi upp á fólk sem trúir ekki á það. Hér er verið að koma til móts við vilja íbúanna,“ sagði Björn Jósef. Kolbrún Þormóðsdóttir, vara- bæjarfulltrúi, á sæti í skólanefnd. Hún sagði að tillaga formanns nefndarinnar stefndi að því að seinka því mikilvæga markmiði að samfelldur skóladagur næðist við alla grunnskóla bæjarins. Nemendafjöldi Síðuskóla muni fara langt fram úr því sem heppi- legt þyki, einnig sé alvarlegt að ætlast til að skólahúsnæði verði byggt norðan Glerár með þeim afleiðingum að framkvæmdum seinki við aðra grunnskóla bæjar- ins, fyrir liggi að stækka þurfi Síðuskóla fljótlega fyrir 0.-6 bekk. „Við erum ekki að tala um að senda yngstu krakkana út í umferðina heldur að gera kröfu til nemenda í 7.-9. bekk í þá veru að þeir sæki vel útbúinn safn- skóla lengra að,“ sagði Kolbrún. Rafn Hjaltalín lagði til að byggður verði nýr skóli við Bugðusíðu fyrir 0.-6. bekki en samþykkti tillögu formannsins að öðru leyti. Magnús Aðalbjörns- son lét bóka í skólanefnd að hann lýsti fullum stuðningi við fyrri ákvörðun um tvo safnskóla og rökstuddi skoðun sína m.a. með því að þannig næðist samfelldur skóladagur í öllum grunnskólum. Freyr Ófeigsson lagði til að afgreiðslu málsins yrði frestað og það lagt fyrir bæjarráð til frekari umfjöllunar. Það var samþykkt með 6 atkvæðum. EHB um á morgnana sé ekki stærra í þvermál en skólprör.“ Segja má að skeflt hafi að umræddu raðhúsi í fyrstu eigin- legu vetrarveðrunum en áhlaup síðustu daga hefur ekki orðið til að bæta ástandið. „Ég er að hugsa um að ná í dráttarvél þegar styttir upp og moka frá húsinu. Kannski maður geti þá séð til sólar,“ segir Héðinn. Norðanstórhríðin síðustu daga hefur sett heldur betur strik í reikninginn fyrir trillusjómenn- ina í Grímsey. Þeir gátu hvorki farið á sjó í fyrradag né gær og því höfðu þeir ekki haft tækifæri til að taka upp netin eins og lög gera ráð fyrir um páskahátíðina. Frá og með gærdeginum hófst þorskveiðibann hjá bátunum en þeim er heimilt að leggja netin á ný kl. 10 árdegis á þriðjudag eftir páska. Sjómenn í Grímsey biðu í gær eftir að lægði þannig að unnt væri að draga upp netin. Unnið var í gær hjá Fiskverkun KEA og lýkur vinnu þar í kvöld fyrir páskaleyfi. Það verður þó enginn griður gefinn því vinnu- vettlingarnir verða dregnir fram nk. laugardag til að meta saltfisk. Einnig verður unnið hjá Fisk- verkuninni á annan dag páska. Veðrið hefur sett félagslíf Grímseyinga úr skorðum. Ætlun- in var að halda árshátíð Kiwanis- manna í kvöld en sýnt þykir að ekki verður unnt að ljúka fisk- verkuninni í eynni fyrr en undir kvöld. Félagslífið verður því að þessu sinni að víkja fyrir vinn- unni í Grímsey. óþh

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.