Dagur - 31.03.1989, Blaðsíða 1
Venjulegir og
demantsskornir
trúlofunarhringar
Afgreiddir samdægurs
GULLSMKNR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
72. árgangur Ákureyri, föstudagur 31. mars 1989 61. tölublaö
Ólafur Skúlason fékk hreinan meirihluta
atkvæða í biskupskjöri:
„Vil fyrst og fremst
standa ad góðum verkum“
í gær fór fram talning atkvæöa
í biskupskjöri. Ólafur Skúla-
son, dómprófastur, hlaut
hreinan meirihluta atkvæöa
eða 55.9% og er því rétt kjör-
inn biskup. Olafur mun taka
viö embætti biskups íslands
þann 1. júlí í sumar þegar Pétur
Sigurgeirsson lætur af embætti.
Atkvæðin í biskupskjörinu
skiptust á milli 8 manna. Ólafur
Skúlason hlaut 89, Heimir Steins-
son 31, Sigurður Sigurðsson 20,
Jón Bjarmann 11, Árni Bergur
Sigurbjörnsson 2, Þórhallur
Sr. Ólafur Skúlason.
Höskuldsson 1, Einar Sigur-
björnsson 1 og Sigurður Guð-
mundsson 1. Auðir seðlar voru 3
og samanlagt greiddu því 159
atkvæði.
„Ég er þakklátur og auömjúk-
ur gagnvart þessu. Auðvitað
langar mann fyrst og fremsta til
að standa að góðum verkum og
einhverjar breytingar koma alltaf
með mannaskiptum. En það
verða engar byltingar eða neitt
svoleiðis. Svoleiðis lagað má
aldrei vera í kirkjunni," sagði
Ólafur Skúlason í samtali við
Dag þegar úrslit voru kunn í gær.
„Biskupinn er prestur prest-
anna og mig langar að sjálfsögðu
til að styðja við bakið á prestun-
um og hjálpa leiðtogum safnað-
anna til að ná sem bestum árangri.
Ég held að kirkjan standi nokkuð
sterkt í þjóðfélaginu. Hún nýtur
mikils velvilja, sem oft á tíðum er
auðvitað afskiptalítill velvilji en
engu að síður held ég að fólk
myndi ekki vilja missa kirkjuna
sína,“ sagði Ólafur aðspurður um
stöðu kirkjunnar í þjóðfélaginu.
Ólafur segir ljóst að sam-
heldni sé mikil meðal kirkjunn-
ar manna. „Það sést best á þess-
um úrslitum en það er heldur
ekki oft sem svona mikill meiri-
hluti myndast í kirkjunni,“ sagði
Ólafur Skúlason. JÓH
Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, í ræðustól á Hótel KEA. í forgrunni sjást bæjarráðsmennirnir Freyr
Ófeigsson og Sigurður Jóhannesson. Freyr var fundarstjóri en Sigurður ávarpaði fundinn f.h. Bæjarstjórnar Akur-
eyrar. Mynd: EHB
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra:
„Kaupleigukerfið gæti
blómstrað á Akureyri“
Jóhanna Sigurðardóttir, fé-
lagsmálaráðherra, ávarpaði
fulltrúaráðsfund Sambands
íslenskra sveitarfélaga á Hótel
KEA á Akureyri í gær. Hún
Frumvarp um breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga:
Fjórdungssamband Norðlendinga gagn-
rýnir „reglustikuaðferðir“ við
útreikning grunnskólaframlaga
Fjórðungssamband Norðlend-
inga hefur sent frá sér grein um
áhrif grunnskólaframlaga á
fjárhag sveitarfélaga í kjölfar
breyttrar verkaskiptingar milli
ríkis og sveitarfélaga. Þeirri
spurningu er velt upp hvort
grunnskólaframlögin munu
valda auknu misvægi í fjárhag
sveitarfélaganna og er niður-
staðan vissulega á þá leið.
í grein Fjórðungssambandsins
segir svo: „Samkvæmt frumvarpi
um breytta verkaskiptingu milli
ríkis og sveitarfélaga er gert ráð
fyrir að allir kostnaðarliðir við
grunnskóla, sem ekki teljast
kennslulaun og stjórnunarkostn-
aður, færist til sveitarfélaga. Ætl-
ast er til að 15,5% tekna Jöfn-
unarsjóðs sveitarfélaga verði var-
ið til að greiða niður svonefndan
dreifbýliskostnað í skólarekstri,
sem er skólaakstur, launakostn-
aður vegna mötuneyta, gæsla í
heimavistum og biðtímagæsla.
í tillögum þeim sem frumvarp-
ið styðst við er gert ráð fyrir að
framlág vegna dreifbýliskostnað-
ar í skóíarekstri nái til strjálbýlis-
sveitarfélaga og blandaðra sveit-
arfélaga með allt að 700 íbúa.
Þéttbýlissveitarfélög eiga ekki
rétt á slíku framlagi vegna flutn-
inga nemenda, sökum verulegra
fjarlægða innan sveitarfélagsins
eða vegna flutnings nemenda í
önnur sveitarfélög. Dæmi um
þetta eru Siglufjörður, Ólafs-
fjörður, Grímsey og Hrísey.
Grunnskólaframlögin skulu
reiknuð eftir fjarlægð nemenda í
skólaakstri, þó skal ekki reikna
grunnskólaframlag vegna þeirra
nemenda sem eiga styttra að
sækja en 5 km til skóla. Áætlað
grunnskólaframlag á starfsviku í
skóla fyrir nemanda í 5 til 15 km
akstursfjarlægð frá skóla er 1.470
kr. Fyrir 15-30 km eru þetta
2.240 kr. og yfir 30 km kr. 3.080.
Tölurnar eru á verðlági ársins
1987. Til að finna grunnskóla-
framlag hvers sveitarfélags þarf
að margfalda vikuframlag á
nemanda með starfsvikufjölda
skóla. EHB
Sjá nánar á bls. 3
ræddi meðal annars um fyrir-
hugaðar breytingar á verka-
skiptingu ríkis og sveitarfélaga
og endurskoðun á tekjustofn-
um sveitarfélaga. Sagði Jó-
hanna að miðað við þær undir-
tektir sem frumvörpin um
verkaskiptinguna og tekju-
stofnana hefðu fengið við fyrri
umræði á Alþingi, gerði hún
sér góðar vonir um að þau
yrðu samþykkt fyrir þingslit í
vor.
í máli Jóhönnu kom fram að
hún teldi nauðsynlegt að í félags-
málaráðuneytinu yrði unnið að
setningu reglugerðar sem kvæði á
um hvernig framlög úr Jöfnunar-
sjóði sveitarfélaga ættu eftir að
breytast í kjölfar breyttrar verka-
skiptingar ríkis og sveitarfélaga.
Tilgangurinn væri að efla framlög
úr sjóðnum til aðstoðar lítilla og
vanmegnugra sveitarfélaga.
Um þriðja stjórnsýslustigið
sagði Jóhanna að margir hefðu
litið svo á að breyting íslenska
stjórnkerfisins í þá veru hamlaði
gegn ójafnvægi í byggð og tekju-
dreifingu á landinu. Brýnt væri
að fólk spyrði sig þeirrar spurn-
ingar hvort þessu væri svo farið.
Á vegum félagsmálaráðuneytis-
ins væri unnið að athugun á
reynslu Norðurlandanna af slíku
stjórnsýslustigi og fyrirkomulagi
sveitarstjórnarmála ásamt verka-
skiptingu milli ríkis og fylkja.
Greinargerð verður samin af
starfshópi um þetta efni.
Kaupleigukerfið mun henta vel
til að skapa jafnvægi á lands-
byggðinni og Ákureyri væri gott
dæmi um sveitarfélag þar sem
kaupleigukerfið ætti að geta
blómstrað, að sögn ráðherrans.
Hún taldi vænlegt að nota bygg-
ingariðnaðinn og kaupleigukerfið
sem hagstjórnartæki til að koma í
veg fyrir atvinnuleysi á lands-
byggðinni, en atvinnuleysið væri
vissulega eitt af stærstu verkefn-
um ríkis og sveitarfélaga um
þessar mundir. Sameiginlegt átak
hins opinbera þyrfti til að snúa
vörn í sókn í atvinnumálum þjóð-
arinnar og til að byggja upp og
auka félagslega þjónustu. Rann-
sóknir Byggðastofnunar sýni að
byggja þurfi 1400 íbúðir árlega
frá 1988 til 1993 á landinu. Þá
þurfi að kanna áhrif kaupleigu-
íbúðanna á marga þætti í fjárhag
sveitarfélaga og aðrar aðstæður.
EHB
Ofaníburður í Aðaldai á sumardagskránni
- segir Rúnar H. Sigmundsson, umdæmisstjóri Flugmálastjórnar
Rúnar H. Sigmundsson, um-
dæmisstjóri Flugmálastjórnar,
segir það á dagskrá í sumar að
bera ofan í Aðaldalsilugvöll til
að fyrirbyggja að völlurinn
lokist vegna bleytu. „Við erum
að gæla við að blanda rauðum
hraunsalla, sem oft er nefndur
hraunbruni, saman við ofaní-
burðinn,“ segir Rúnar.
Ástand Aðaldalsvallar hefur
verið afleitt eftir páskana og ekki
reyndist unnt að fljúga þangað sl.
þriðjudag og miðvikudag. Eftir
frostnótt tókst loks að lenda
Fokkervél Flugleiða í Aðaldal í
gærmorgun og von var á annarri
vél í gærkvöld.
Borið var ofan í Aðaldalsflug-
völl haustið 1987 og kom í ljós í
fyrravor að sá ofaníburður hafði
ekki tekist sem skyldi. Hann lok-
aðist hvað eftir annað vegna
aurbleytu og sagan virðist ætla að
endurtaka sig nú. Rúnar segir
það vera algengt að fyrsta árið
eftir ofaníburð séu flugvellir
slæmir en síðar gangi fínefnið
niður og yfirborð flugvallanna
standi af sér veðrasviptingar. „En
á það ber að líta með Aðaldals-
flugvöll að tíðarfar bæði í fyrra-
vor og nú síðla vetrar hefur verið
alveg með eindæmum óhagstætt
og gert okkur erfitt fyrir,“ segir
Rúnar.
Hann segir ekki ákveðna fjár-
veitingu til úrbóta á Aðaldals-
flugvelli í sumar en gera megi ráð
fyrir að til þess arna verði varið
hluta framkvæmdafjár, sem til
ráðstöfunar er á árinu. óþh