Dagur - 31.03.1989, Page 2
2 - DAGUR - Föstudagur 31. mars 1989
Félagsmálaráð Sauðárkróks:
Samþykkir styrki
til félagasamtaka
- alls upp á rúm 1 milljón króna
Félagsmálaráð Sauðárkróks
samþykkti á fundi sínum fyrir
skömmu að leggja til að nokk-
ur félagasamtök í Skagatirði
verði styrkt. Samtals nema
þessir styrkir rúmri 1 milljón
króna. Erindi félagsmálaráðs
verður vísað til síðari umræðu
fjárhagsáætlunar í bæjar-
stjórn. Þá samþykkti félags-
málaráð á sama fundi að
hækka leikskólagjöld frá 1.
apríl.
Þau félagasamtök sem félags-
málaráð lagði til að fengju styrk
voru Leikfélag Sauðárkróks, kr.
435 þúsund, Safnaðarheimilið,
kr. 219þúsund, Skagfirðingasveit
SVFÍ, kr. 200 þúsund, Skagfirð-
ingasveit SVFÍ vegna bátakaupa,
kr. 100 þúsund, Skátafélagið
Eilífsbúar, kr. 60 þúsund, Sam-
band skagfirskra kvenna, kr. 17
þúsund, Sjálfsbjörg, kr. 10 þús-
und og Landvernd sömuleiðis kr.
10 þúsund. Beiðnum Kvenna-
athvarfs, Krísuvíkursamtakanna,
S.Á.Á. og Vinnuhóps gegn sifja-
spellum um styrk var hafnað.
Leikskólagjöldin í leikskólun-
um Furukoti og Glaðheimum
hækka frá 1. apríl. Eftir hækkun
mun 4ra tíma gæsla kosta 4600
krónur á mánuði, 5 tímar 5750
krónur og 6 tímar kr. 6900. Fyrir
einstæða foreldra munu 8 tímar
kosta 8000 kr., 9 tímar 9000 kr.
og 10 tímar 10 þúsund kr. Fyrir
aðra munu 8 tímar kosta 9000
krónur, 9 tímar kr. 10125 og 10
tímar kr. 11250. -bjb
Bflahöllin flutt á Óseyri
Bílasalan Bílahöllin flutti fyrir skömmu úr Strandgötu á Akureyri í hús-
næði að Óseyri 1, Stefnishúsið. Þar er úrval notaðra bíla til sölu og boðið
upp á margvísleg skipti og kaup. Á myndinni er Björn Pálsson, sölumað-
ur, við einn sölubílinn. Mynd: tlv
Atvinnutryggingarsjóður búinn að ráðstafa 800 milljónum
af ráðstöfunarfé sínu fram til 1991:
Búið að lána og skuldbreyta fyrir
röska 2,2 milljarða í 70 fyrirtækjum
Gunnar Hilmarsson segir að megináherslu þurfi nú að leggja á
Af rösklega 2,2 milljöröum
króna sem Atvinnutryggingar-
sjóður hefur lánaö út hafa tæp-
ar 400 milljónir farið til fyrir-
tækja á Norðurlandi. Það
kjördæmi sem mest hefur ver-
ið lánað til er Austurland en
fyrirtækjum þar hafa verið lán-
aðar um 570 milljónir króna,
þ.e. bein lán eða skuldbreyt-
ingar. Samtals eru nú komnar
um 210-220 umsóknir um lán
úr Atvinnutryggingarsjóði og
hefur sjóðurinn lánað röska
2,2 milljarða til 70 fyrirtækja,
63 fyrirtækja í sjávarútvegi og
7 fyrirtækja í iðnaði.
Fram til 15. mars sl. voru
afgreidd hagræðingarlán, þ.e.
peningalán og lán til hlutafjár-
aukningar fyrirtækja, að upphæð
274 milljónir króna. Þessi lán
skiptast á milli 15 fyrirtækja og
þar af eru 13 í sjávarútvegi en tvö
í iðnaði.
Skuldbreytingarlán voru hins
vegar að upphæð 1988 milljónir,
þar af 584 milljónir í peningum
og 1404 milljónir í skuldabréfum.
Atvinnutryggingarsjóður hefur
ráðstafað 860 milljónum af þeim
2 milljörðum sem sjóðurinn hef-
ur til ráðstöfunar á yfirstandandi
ári og því næsta. Gunnar Hilm-
arsson, formaður stjórnar
Þórsarar hafa augastað á
grassvæði við Síðuskóla
- sem aðstöðu fyrir leikja- og íþróttanámskeið
íþróttafélagið Þór á Akureyri
hefur farið þess á leit við
skipulagsnefnd Akureyrarbæj-
ar að félaginu verði úthlutað
grassvæði í Síðuhverfi í því
skyni að efna þar til leikja- og
íþróttanámskeiða. Félagið vill
þannig koma til móts við kröf-
ur íbúa í hverfinu um bætta
þjónustu auk þess sem tölu-
verð vegalengd er frá Síðu-
hverfi að íþróttasvæði Þórs við
Glerárskóla og hættulegar
umferðargötur á leiðinni.
Aðalsteinn Sigurgeirsson, for-
maður Þórs, sagði að félagið
hefði augastað á grassvæði vestan
Síðuskóla í þessu sambandi.
Hann sagði jafnframt að Árni
Ólafsson skipulagsstjóri hefði
tekið erindi félagsins vel, svo og
Árni Steinar Jóhannsson garð-
yrkjustjóri sem hefur umsjón
með þeim hluta svæðisins sem
hugsaður er sem útivistarsvæði í
framtíðinni.
„Skipulagsstjóri vísaði okkur á
Jón Baldvin Hannesson, skóla-
stjóra Síðuskóla, og hann var
mjög jákvæður. Hann sagði það
koma til greina að félagið fengi
einnig aðstöðu inni í skólanum
og næsta skref hjá okkur er að
kanna vilja bæjaryfirvalda til að
leggja fé í framkvæmdir við að
slétta þetta grassvæði," sagði
Aðalsteinn.
Hann sagði að meiningin væri
að vera með mörk á vellinum og
bjóða bæði upp á knattspyrnu- og
leikjanámskeið fyrir yngstu
börnin. Þarna yrðu leiðbeinend-
ur frá Þór sem hefðu umsjón með
krökkunum og ef aðstaða fengist
inni í Síðuskóla væri alltaf hægt
að koma börnunum undir þak ef
illa viðraði.
Aðalsteinn gat þess að lokum
að hann hefði frétt að leiksvæði á
borð við þetta væri einmitt á
óskalista íbúasamtakanna í Síðu-
hverfi og áhugi íbúa í hverfinu á
framgangi málsins því mikill. SS
að ná vöxtum niður
sjóðsins, segist reikna með að á
árinu verði lánaðar út um 1400
milljónir. Nú sé kominn jafn
skriður á útlán en úr dragi á ný
þangað til þau fyrirtæki komi til
meðferðar sem farið hafi í gegn-
um aðgerðir Hlutafjársjóðs.
Fram til 15. mars hafði 43
umsóknum verið hafnað en
Gunnar segir að reikna megi með
að 5-10 þessara fyrirtækja komi
aftur til meðferðar þegar þau
hafa farið í gegnum hagræðingar
í einhverri mynd.
Eins og áður segir hefur stór
hluti lána sjóðsins runnið til fyrir-
tækja á Austurlandi, eða 574.7
milljónir króna. Röð kjördæma
eftir upphæðum lítur annars svo
út: Vesturland 362.5 millj.,
Suðurland 342,9 millj., Reykja-
nes 272,2 millj., Norðurland
eystra 232.6 millj., Reykjavík
166.5 millj., Norðurland vestra
166.4 millj. og Vestfirðir 144.5
milljónir króna.
Gunnar Hilmarsson segir að
nú þurfi að leggja megináherslu á
að koma vöxtunum niður og í
framhaldi af því og samhliða
þurfi að snúa sér að þeim 12-15
fyrirtækjum út um allt land sem
heil byggðarlög standi og falli
með. „Það verður að grípa þarna
inní áður en þetta verða margfalt
dýrari byggðavandamál. Og hvað
varðar bréfin þá lít ég svo á að
þau verði ekkert vandamál þegar
vöxtum hefur verið náð niður,“
segir Gunnar. JÓH
Ásláksstaðir
- leiðrétting
í gær birtist forsfðumynd í Degi
frá Ásláksstöðum í Glæsibæjar-
hreppi. Þau mistök urðu hins
vegar að í texta fyrir neðan
myndina segir að hún sé tekin á
samnefndum bæ í Arnarnes-
hreppi. í annan stað er rang-
hermt að systkinin sem sitja í
sleðanum séu börn Marenar
Árnadóttur. Þetta leiðréttist hér
með og eru hlutaðeigendur beðn-
ir afsökunar.
Framkvæmdastjórn Sjálfsbjargar:
Funda á Akureyri
og Húsavík
Framkvæmdastjórn Sjálfs-
bjargar, landssambands fatl-
aðra, heldur fund á Akureyri á
laugardag. Á sunnudag mun
framkvæmdastjórnin fara til
Húsavíkur og heimsækja
stjórn og félagsmenn Sjálfs-
bjargar þar.
í framkvæmdastjórninni eru
fimm menn og er einn þeirra,
Valdimar Pétursson, búsettur á
Akureyri. Jóhann Pétur Sveins-
son, lögfræðingur, er formaður
framkvæmdastjórnarinnar, en
Theodór A. Jónsson er fram-
kvæmdastjóri. Aðrir í stjórninni
eru Friðrik Ársæll Friðriksson,
varaformaður, og þær Guðríður
Þorsteinsdóttir og Pálína Snorra-
dóttir.
Á Akureyri mun framkvæmda-
stjórnin halda fund með stjórn,
varastjórn og nefndum Sjálfs-
bjargar að Bjargi klukkan 15.00.
Ekki er um almennan félagsfund
að ræða en stutt er í aðalfund
Sjálfsbjargar á Akureyri. Fund-
urinn á Húsavík liefst klukkan
13.30, sömuleiðis með stjórn
félagsins og nefndum. EHB
Ólafsfjörður:
■ Fiskmar hf. hefur óskað
eftir því að Iðnþróunarsjóður
Ólafsfjarðar veiti einfalda
ábyrgð vegna tveggja lána,
annars vegar að upphæð kr.
2.300.000,- og hins vegar kr.
2.800.000.- sem fyrirtækið tek-
ur hjá Iðnlánasjóði. Bæjarráð
hefur samþykkt að veita ein-
falda ábyrgð enda fáist að mati
ráðsins og bæjarstjóra ftill-
nægjandi trygging og ábyrgð-
artfminn verði sem stystur.
■ Á fundi umferðarmála-
nefndar fyrir skömmu var
Helga Jónsdóttir kjörin for-
maður nefndarinnar og Þor-
steinn K. Björnsson ritari.
■ Á sama fundi var tekið fyr-
ir erindi frá byggingarnefnd.
Umferðarnefnd telur að ekki
verði um neitt umferðartækni-
legt vandamál að ræða vegna
hugsanlegrar byggingar bensín-
stöðvar á horni Ægisgötu og
Aðalgötu en ncfndin vill vekja
athygli á því að gæta verður
þess að fjarlægð verði nægjan-
leg frá Aðalgötu að nyðri inn-
keyrlsu að stöðinni. Þá hefur
nefndin óskað eftir því að sjá
fullmótaðar teikningar áður
en þær verða samþykktar.
■ Uinferðarnefnd hefur lagt
til að hraðahindranir verði
settar upp á eftirtöldum
stöðum: Á Ægisgötu sunnan
Bylgjubyggðar. Á Aðalgötu á
móts við Magnús Gamalíesson
hf. Á Aðalgötu við Aðalgötu
2-4.
■ Á fundi skólanefndar
nýlega korn fram að skóla-
stjórar vita ekki urn neinar
breytingar á kennarastöðum
utan eina stöðu í Grunn-
skólanum, staöan felur í sér
kennslu í dönsku, eðlisfræði
og tónmennt.
■ Formaður almannavarnar-
nefndar lagði til á fundi nefnd-
arinnar fyrir skömmu að sam-
in yrði ályktun um að fá sem
fyrst neyðarlýsingu á flugvöll-
inn.
■ Á fundi bæjarráðs nýlega,
var tekið fyrir bréf frá Karls-
krona í Svíþjóð en þar kemur
fram að Karlskrona býður 5
unglingum á aldrinum 16-20
ára til dvalar á tímabilinu 10.
júlí til 4. ágúst 1989. Jafnframt
var lagt fram bréf frá Thisted
þar sem haldið verður upp á
50 ára afmæli vinabæjakeðju á
Norðurlöndunum 3.-11. júlí í
sumar.
■ Á fundi bæjarráðs nýlega
var lagt fram til kynningar bréf
frá Félagsmálaráðuneytinu,
dags. 27. febrúar 1989. f því er
vísað til bréfs Almannavarna
ríkisins dags. 10 feb. sl. en þar
er lagt til að Ólafsfjarðarbæ
verði veittar kr. 1.794.726,- úr
Ofanflóðasjóði, vegna fram-
kvæmda við varnarskurði.
Upphæðin er 80% af heildar-
kostnaði við verkiö, sem var
kr. 2.243.408.-.