Dagur - 31.03.1989, Síða 3

Dagur - 31.03.1989, Síða 3
Föstudagur 31. mars 1989 - DAGUR - 3 Staðsetning skoðunarstöðvar enn óákveðin í Skagafirði: „Erfitt að finna húsnæði“ - segir Karl Ragnars hjá Bifreiðaskoðun íslands hf. ar íslands í samtali við Dag. Skoðunarstöð á vegum Bifreiða- skoðunar íslands hf. hefur ver- ið opnuð á Blönduósi fyrir Húnavatnssýslur og ráðinn starfsmaður, Þórólfur Óli Aadnegaard. En fyrir svæðið austan Yatnsskarðs hefur ekki verið ákveðið hvar skoðunar- stöð verður staðsett, en einna helst kemur til greina að hún verði á Sauðárkróki, þó illa hafí gengið að fínna húsnæði. „Það er afar erfítt að fá hús- næði á Sauðárkróki, lítið um húsnæði sem hentar okkur,“ sagði Karl Ragnars fram- kvæmdastjóri Bifreiðaskoðun- Karl vonaðist til að staðsetning skoðunarstöðvar yrði ákveðin í vor en vildi ekki fullyrða neitt um það. „Það verður að sjálfsögðu skoðað í Skagafirði eins og ann- ars staðar. Ef stöðin verður ekki komin upp í vor, þá skjótast menn bara á Blönduós," sagði Karl. Á Sauðárkróki hefur einn staður verið orðaður fyrir skoð- unarstöð, syðri helmingur Vél- smiðjunar Loga, þar sem Nýja bílasalan var áður til húsa. Um þann stað sagði Karl aðeins: „Ég hef heyrt þann stað nefndan.“ í framtíðinni er gert ráð fyrir að tvær skoðunarstöðvar verði á Norðurlandi vestra. Ekki er alveg ákveðið hvað gerist með Siglfirðinga, þeir hafa lýst yfir óánægju með að þurfa að fara til Sauðárkróks að láta skoða bíl- ana. Karl sagði að möguleiki væri á því að fara þyrfti til Siglufjarðar sérstaklega, og þá með færanlega skoðunarbílinn. Orðrómur hefur verið á kreiki um að sá bíll kæm- ist ekki í gegnum Strákagöngin. „Hver segir það? Ég ætla ekki að úttala mig um það, ég hef ekki mælt göngin sjálfur,“ voru orð Karls, þegar þessi orðrómur var borinn undir hann. -bjb Breytingar á siglingum skipa Sambandsins til Evrópu og Norður-Ameríku: Samstarf tekið upp við tvö erlend skipafélög Skipadeild Sambandsins hefur gert sanminga vegna vöru- flutninga við tvö erlend skipa- félög, Seatrade og Nedlloyd. Þessir samningar hafa í för með sér aukna þjónustu á flutningaleiðum til og frá Norður-Ameríku og Evrópu. Jafnframt því að Skipadeildin hefur nú tekið upp alþjóðleg flutningaviðskipti hafa verið gerðar breytingar á flutningum með almenna stykkjavöru á milli Helsinki í Finnlandi og Islands. Siglingar þangað eru nú vikulega en voru áður á þriggja til fjögurra vikna fresti. Seatrade er eitt af stærstu fyrir- tækjum í heiminum í rekstri frystiskipa. Samningur Skipa- deildarinnar við fyrirtækið felur í sér samsiglingu Jökulfells og Nidaros, sem er leiguskip í eigu Færeyinga. Skipin munu sigla frá Hollandi til hafna í Danmörku, Noregi, Færeyjum og íslandi og áfram til Gloucester í Bandaríkj- unum. Á austurleiðinni munu skipin hafa viðkomu í höfnum í Bandaríkjunum, Kanada, Grænlandi, íslandi og Hollandi. Að sögn Arnar Gústafssonar, forstöðumanns sölu- og markaðs- deildar Sambandsins, koma þessi skip ekki til með að eiga viðkomu á Norðurlandshöfnum en Arnar- fell mun áfram lesta freðfisk á Norðurlandshöfnum og flytja til Reykjavíkur þar sem honum verður umskipað í Nidaros og Jökulfell. Þessi skip munu lesta í Reykjavík á þriggja vikna fresti. Samningur Skipadeildarinnai við Neldlloyd skipafélagið hljóð- ar upp á vikulega flutninga á stykkjavöru í gámum frá Boston, New York, Norfolk og Jackson- ville til Rotterdam þar sem gám- utn er umskipað í skip Skipa- deildarinnar. Samkomulagið gildir einnig um flutninga frá ís- landi til þessara staða og verða siglingar vikulega. JÓH Fjórðungssamband Norðlendinga: „Vanhugsaðar reglur geta leitt íjár- hag sveitarfélaga í tvísýnu“ í greinargerð sem Fjóðungs- samband Norðlendinga sendi frá sér varðandi áhrif grunn- skólaframlaga vegna væntan- legra breytinga á verkaskiptinu milli ríkis og sveitarfélaga kemur fram að verulegt og aukið misræmi yrði á milli sveitarfélaga hvað grunnskóla- framlög snertir ef tillögurnar ná fram að ganga í óbreyttri mynd. í greininni segir ennfremur: „Ljóst er, ef hugmyndir þessar verða að veruleika, að fjárhag margra sveitarfélaga er stefnt í hættu, ekki vegna verkefnatil- færslunnar sjálfar, heldur fyrst og fremst vegna reglustikuaðferða við útreikning grunnskólafram- laga. Af þessum ástæðum hefur Fjórðungssamband Norðlend- inga komið á framfæri eftirfar- andi atriðum sem úthlutun grunnskólaframlaga skuli byggj- ast á: 1. Við útreikning grunnskóla- framlaga verði miðað við skóla í stað sveitarfélags. 2. Reikniregla við grunnskóla- framlag miðist við 3 km akstur og síðan eftir fjarlægðarþrepum eft- ir aksturslengd. 3. Grunnskólaframlag nemi aldrei hærri fjárhæð en 85% dreifbýliskostnaðar. 4. Nægi grunnskólaframlagið ekki til að bæta upp 85% kostn- aðar og munurinn verði það mik- ill að heildardreifbýliskostnaður viðkomandi sveitarfélaga verði hlutfallslega hærri en meðaltal hliðstæðra sveitarfélaga, megi bæta muninn upp allt að meðal- tali þessara sveitarfélaga. 5. Sérstök framlög til hag- ræðingar í skólastarfi til að gera skólarekstur hagkvæmari fyrir sveitarfélögin. Dæmi um óréttlæti þeirra hug- mynda sem fyrir liggja um úthlut- un grunnskólaframlaga eru t.d. að Skútustaðahreppur fengi greidd grunnskólaframlög kr. 1.727 þús. umfram kostnað, en eftir sömu reglu vantaði Aðal- dælahrepp kr. 1.146 þús. til að mæta dreifbýliskostnaði. Árskógshrepp vantar kr. 1.122 þús. og Hrafnagilshrepp kr. 1.170 þús. Reykjahreppur myndi fá 735 þús. kr. umfram dreifbýlis- kostnað og Tjörneshreppur kr. 455 þús. Á þetta er bent til að sýna hvernig vanhugsaðar reglustiku- reglur geta leitt fjárhag sveitar- félaga í tvísýnu og það í nafni réttlætis og jöfnunar." EHB __kóteJl_ STEFAMÍA Restaurant ★ Bar Höfum opnað nýjan veitingastað í hótelinu Fallegt umhverfi Stórvel búinn bar Sýnishorn af kvöldverði: Rjómasoðin stórlúða með kavíarsósu kr. 1.045.- Stebbasteik að hætti hótelstjórans (nautalund) kr. 1.560.- Sinnepsmarineraður hörpuskelfiskur kr. 625,- og margt margt fleira. Eftir kl. 22.00, ostabar og ídýfur. _Jtátei._ STEFAHÍA Staöur hinna fullorðnu Háskólinn á Akureyri Opinn fyrirlestur í heimspeki verður í sal Verkmenntaskólans á Akureyri á Eyrarlandsholti laugardaginn 1. apríl kl. 14.00. Efni: Nytjastefna og fóstureyðingar. Fyrirlesari: Kristján Kristjánsson, kennari við Menntaskól- ann á Akureyri. Stundar nú doktorsnám í heimspeki viö St. Andrews háskóla. Staður: í sal Verkmenntaskólans á Akureyri á Eyrarlands- holti. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Háskólinn á Akureyri. SKAMMTIMABRÉF Hagkvæm ávöxtun skammtímafjár ★ 7-9% vextir umfram verðbólgu ★ Alltaf laus og án aukakostnaðar. Skammtímabréfin eru ætluö þeim sem þurfa að nota fé sitt innan skamms tíma en vilja jafnframt ávaxta það á sem hagkvæmastan hátt. KAUPÞING NORÐURLANDS HF Ráðhústorg 5 Akureyri Sími 96-24700 Gengi Einingabréfa 31. mars 1989. Einingabréf 1 3.687,- Einingabréf 2 . 2.061.- Einingabréf 3 . 2.410.- Lífeyrisbréf . 1.854,- Skammtímabréf .. 1,273 Skammtímabréf — skynsamleg fjárfesting.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.