Dagur


Dagur - 31.03.1989, Qupperneq 5

Dagur - 31.03.1989, Qupperneq 5
Föstudagur 31. mars 1989 - DAGUR - 5 Sverrir Pálsson: Mimiisbrestur varabæjarfulltrúans Hr. ritstjóri! í heiðruðu blaði yðar, 23. mars 1989, var forsíðufrétt með fyrir- sögninni: „Ekki ástæða til að ótt- ast um framkvæmdir við eldri skóla.“ Þessi frétt fjallaði um fund í bæjarstjórn Akureyrar, þar sem til umræðu var m.a. fundargerð skólanefndar Akur- eyrar frá 15. mars, en þar var bókuð samþykkt tillögu for- manns nefndarinnar þess efnis, að nemendur 7.-9. bekkjar, sem eiga heima í Síðuhverfi, skuli sækja Síðuskóla, „þar til annað verður ákveðið“. í fyrrgreindri frétt var staðhæft, að varabæjarfulltrúi, sem sat þennan bæjarstjórnar- fund og hafði jafnframt setið umræddan skólanefndarfund, hefði frætt bæjarstjórn um það, að skólastjórar grunnskólanna á Akureyri „hefðu allir, fyrir utan skólastjóra Gagnfræðaskóla Akureyrar, sem ekki hefði tekið þátt í umræðunni verið sammála skólastjóra og kennurum Síðu- skóla um að ekki þyrfti að hafa minnstu áhyggjur af þessu máli.“ Nú er það ekki vegna þess að ég haldi, að skoðanir mínar skipti hinu minnsta máli í þessu sam- bandi né orð mín hafi hin minnstu áhrif á ákvarðanir bæjar- yfirvalda, að ég rita þér bréfkorn þetta, heldur vegna hins, að mér leiðist að láta ósönn orð standa óleiðrétt um afstöðu mína í máli þessu, fyrst varabæjarfulltrúan- um þótti á annað borð taka því að minnast á hana. í fyrsta lagi er það alls ekki rétt, að ég hafi ekki tekið til máls á skólanefndarfundinum um þennan lið dagskrárinnar. Það hafði ég raunar ekki ætlað að gera, en lét til leiðast vegna beiðni eins skólanefndarmanns- ins um að við starfsbræður segð- um skoðun okkar á máli þessu. { öðru lagi vil ég taka fram, fyrst út í þetta er komið að farið er á annað borð að viðra í blöð- um skoðanir skólastjóranna í bænum á máli þessu og umræður á skólanefndarfundum yfirleitt, sem mér þykir í sjálfu sér vægast sagt mjög hæpið, að ég vísaði til skriflegrar álitsgerðar, sem ég lagði fyrir skólanefnd fyrir tveim- ur árum, þegar skólaskipan grunnskóla á Akureyri var til umræðu og síðan ákveðin. Tók ég fram, að afstaða mín væri enn óbreytt. - Ég sagðist enn fremur ekki draga í efa réttmæti orða formanns skólanefndar í greinar- gerð hans með tillögunni um frestun þessarar skólaskipanar, hvað varðar Síðuskóla, þar til annað verður ákveðið, og þannig hljóða: „Telja verður einsýnt, að sú breyting, sem hér er lögð til, hafi veruleg áhrif á framkvæmdir við aðra skóla en hér hafa verið nefndir og má ljóst vera, að með þessari ákvörðun er verið að seinka því að það markmið náist, að skólasókn geti sem víðast orð- ið samfelld hjá nemendum." - Hins vegar sagðist ég skyldu fagna því, ef menn sæju fram á það, að fjárhagur Akureyrarbæjar batn- aði svo á næstu árum, að þessi orð rættust ekki. í þriðja lagi þykir mér mjög leitt, að svo mikill minnisbrestur skuli hafa orðið hjá varabæjar- fulltrúanum, sem framangreind frásögn hans af skólanefndar- fundinum ber méð sér, ef rétt er eftir haft. Veit ég ekki, hvað veldur. Ég vona hins vegar, að aðrir fundarmenn geti vottað, að hér er rétt farið með. Virðingarfyllst. Sverrir Pálsson. /i lesendahornið Altarisganga í Akureyrarkirkju: Sóðalegt að láta alla drekka úr sama bikamum Lcsandi hringdi og hafði eftirfar- andi sögu að segja. „Ég var að láta ferma barnið mitt í Akureyr- arkirkju, sem er kannski ekki í frásögur færandi en mig langar að lýsa yfir óánægju minni með það hvernig altarisgangan fer fram í þeirri kirkju. Mér finnst fyrir neðan allar hellur að prestarnir skuli láta fleiri hundruð manns drekka vínið úr sama bikarnum. Nú á tímum er mikið talað um alls kyns smitsjúkdóma og að menn eigi að vara sig á hinu og þessu. Ekki síst þess vegna finnst mér þessi aðferð í Akureyrar- kirkju algjör tímaskekkja á árinu 1989 og hreinlega sóðaleg. Ég veit til þess að í nokkrum kirkjum eru notaðir litlir bikarar fyrir hvern mann og það er m.a. vegna þess að læknar hafa ráðlagt prestum að hafa þann háttinn á. Enda er það mun viturlegra en að menn séu að drekka úr sama bikarnum.“ Dagur hafði samband við séra Birgir Snæbjörnsson sóknarprest í Akureyrarkirkju og hann hafði þetta um málið að segja: „Ég reikna nú með að þetta breytist með tímanum. Það er farið að framleiða sérstakt altar- isbrauð sem dýpt er í kaleikinn og deilt þá út saman brauði og víni. - Og ég reikna með að þetta fyrirkomulag ryðji sér til rúms. En hins vegar hafa læknar lýst því yfir að t.d. eyðni geti ekki smitast í sambandi við altarisgöngu og mér finnst nú ákaflega einkenni- legt ef að fólk kemur til altaris með það hugarfar að vera hrætt við smitsjúkdóma. Því að þegar við prestarnir tökum til altaris með þessum bikar, þá þerrum við af barminum mjög vendilega með sérstökum servíettum, eftir að hver maður hefur bergt á bikarnum. Þessir litlu bikarar sem þarna er minnst á, eru til í nokkrum kirkjum en ég veit til þess að það eru margir óánægðir með þá aðferð. Þetta var orðið þannig að það minnti á þegar fólk var að skála. Þá kannski beið fjölskyld- an þar til allir voru búnir að fá í sinn bikar og drukku síðan allir af í einu. Það líkaði mörgum ekki, þannig að það eru einnig skiptar skoðanir um þá. En það hafa margir lýst yfir ánægju sinni með altarisgönguguðsþjónust- urnar í Akureyrarkirkju. Mér finnst persónulega alveg sjálfsagt að taka þessa athuga- semd til greina og jafnvel breyta núverandi fyrirkomulagi en mér finnst nú nokkuð langt gengið að tala um sóðaskap. Þetta mál var einmitt rætt á prófastafundi nýlega, þannig að kirkjan er með þetta mál í gangi og ég vona bara að það finnist á þessu lausn sem allir geti sætt sig við.“ Ósvífinn strætóbflstjóri Þrír ungir nemar skrifa. Um daginn áttum við leið upp á Brekku og tókum strætó. Þá vildi það til að við lentum á mjög ósvífnum strætóbílstjóra sem með hátterni sínu var stétt sinni til algjörrar skammar. Við borg- uðum okkar gjald (sem er orðið 50 krónur). Þá mælti karl: „Þið vitið að það er búið að hækka.“ Við játtum því og mælti hann þá: „Fæstir ykkar borguðu 50 kall,“ og bað hann okkur að telja. Við sögðum að við hefðum borgað og þá byrjaði hann bara með fúkyrði og dónaskap. Við töldum pening- ana og komumst að því að við höfðum greitt fullt gjald. Bíl- stjórinn lét sig þó ekki. Einn úr hópnum borgaði 10 krónur og svo gengum við burtu með flekk- að mannorð. Þakklæti til Akureyringa Halldór og Valur frá Hafnarfirði komu að máli við blaðið og vildu koma á framfæri þakklæti til Akureyringa fyrir hlýjar móttök- ur á öðrum landsfundi Bahu- safnaðarins. Sérstaklega vildu þeir koma á framfæri þakklæti til starfsmanns atvinnumálanefndar Akureyrar- bæjar, Þorleifs Þórs Jónssonar. Sögðu þeir Halldór og Valur að með jafn greiðvikinn og fjöl- fróðugan mann og Þorleif þyrfti Akureyringar engu að kvíða að fólk frá Hafnarfirði og nágrenni kæmi ekki til að njóta þess sem bærinn hefði upp á bjóða. Að vísu töldu þeir Halldór og Valur að bærinn ætti að bjóða upp á meiri skemmtanir yfir helgar, eins og t.d páskahelgina, en Akureyringar hefðu bætt þeim það upp með hlýlegum móttök- um í heimahúsum. HÓTEL KEA Laugardagur 1. apríl Dansleikur . . . ognú verður tvistað upp um alla veggi Hin frábæra stuðsveit Geirmundar Valtyssonar lætur lífsdansinn hljóma fram eftir nóttu ★ Húsiö opnað fyrir aðra en matargesti kl. 23.00. I Veriö velkomin jp ! Borðapantanir í síma 22200 Jazzdans - Ballet Námskeið hefjast 3. apríl. Jazzdans. Fyrir 7 ára og eldri. Byrjendur og framhald. Ballet. Yngst 7 ára. Jazzleikskóli fyrir börn 4-6 ára. Leikir, söngur, dans, leikræn tjáning. Skírteinaafhending sunnudaginn 2. apríl kl. 14-16. Innritun í síma 24979 frá kl. 15-20. Innritun laugardag frá kl. 14-18. Tryggvabraut 22 Akureyri Gleymið ekki að gefa smáfuglunum.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.