Dagur


Dagur - 31.03.1989, Qupperneq 6

Dagur - 31.03.1989, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Fpstudagur 31,-mars 1989 Orlofsferðir Undirrituð verkalýðsfélög vilja minna á ódýru orlofsferðirnar á vegum launþega- samtakanna til Kaupmannahafnar og Saar- brucken. Kaupmannahöfn Verðdæmi til Kaupmannahafnar Flug ............... 11.500aukflugvallarskatts Flug fyrir börn .... 10.500 auk flugvallarskatts Bíll ............... frá 10.700,1 vika, ótakmark. akstur Hús í Karlslunde ... 20.350 vikan, hámark 5 manns (Verð miðað við staðgreiðslu og gengi 21.3. 1989) Brottfarardagar í 2-3 vikna ferðir: 1., 8., 18., 22. og 29. júní. 6., 13., 20. og 27. júlí. 3., 10. og 17. ágúst. Saarbrucken Verðdæmi til Saarbrucken Flug ........... 14.950 auk flugvallarskatts Flug fyrir börn . 10.000 auk flugvallarskatts Bíll ........... frá 8.510,1 vika, ótakmark. akstur Hús í Warsberg (VR og BSRB) ... frá 20.000 vikan, hámark 5 manns (Verð miðað við staðgreiðslu og gengi 21.3. 1989.) Brottfarardagar: 1., 8., 18., 22. og 29. júní. 7., 14., 21. og 28. júlí. 3., 10. og 17. ágúst. Söludagur verður þriðjudaginn 4. apríi frá kl. 17-21 hjá Samvinnuferðum-Landsýn, Skipagötu 14, Akureyri, sími 27200. Iðja, félag verksmiðjufólks. Verkalýðsfélagið Eining. Félag málmiðnaðarmanna. Félag verslunar- og skrifstofufólks. Sjómannafélag Eyjafjarðar. Trésmiðafélag Akureyrar. Leikfimi ★ Erobik i( Þrekhringur i( 6 vikna námskeið hefjast mánudaginn 3. apríl. Sem fyrr bjóðum við upp á úrval námskeiða fyrir byrjendur og framhald, konur og karlar. Þú finnur örugglega eitthvað sem hentar þér. Hringdu nú þegar og fáðu upplýsingar, við reynum að hjálpa þér að finna flokk við þitt hæfi. FLOKKAR: 1. Kvennaleikfimi. Rólegir tímar fyrir óþjálfaðar konur og þær sem vilja fara sér hægt. 2. Róleg músíkleikfimi. Rólegir tímar fyrir þær sem komnar eru af stað og eru í einhverri þjálfun. 3. Leikfimi og megrun. Styrkjandi æfingar fyrir þær sem vilja grennast. - Leiðbeint um mataræði. Vigtun, mæling, aðhald. 4. Magi, rass og læri. Mjúkt erobik. Styrkjandi og vaxtamótandi æfingar. Engin hopp. Fjörugir tímar, fjörug tónlist. Byrjendur og framhald. 5. Framhaldstími. Aðeins fyrir mjög vanar. Hröð og eldfjörug leikfimi - Púl! Dúndrandi fjör. 6. Erobik. Þolþjálfun fyrir konur og karla. Hörkupúl og fjör. 7. Þrekhringur. Erobik og tækjaleikfimi í sama tíman- um. Hörkutímar fyrir konur og karla. Fjör, hvatning með skemmtilegri tónlist. Leiðbeinandi stýrir hópnum. Innritun og upplýsingar í sima 24979 frá kl. 15-20. Innritun laugard. frá kl. 14-18. Skírteinaafhending sunnudaginn 2. apríl frá kl. 14-16. d. 'pmstudíó 'olice Sími 24979 Tryggvabraut 22 Akureyri Hvoð er oð gerost Akureyri: Samúel Jóhannsson í Gamla Lirndi í kvöld föstudaginn 31. mars kl 19.00, opnar Samúel Jóhannssor fjögurra daga sýningu á mynd verkum sínum í Gamla Lundi vií Eiðsvöll á Akureyri. Þetta er sjötta einkasýnin^ Samúels en auk þess hefur hanr tekið þátt í fjölmörgum samsýn- ingum, á Akureyri, Kjarvalsstöð- um og í Norræna húsinu. Flestar myndirnar eru unnar á þessu ári. Sýningin stendur yfir eins og áður segir í fjóra daga, í kvöld frá kl. 19-21, á ntorgun laugardag frá kl. 14-19, á sunnudaginn frá kl. 14-19 en sýningunni lýkur síðan á mánudag en þá er hún opin frá kl. 16-20. Rökkurkórinn 10 ára - söngskemmtun í Miðgarði í tilefni 10 ára afmælis Rökkur- kórsins í Skagafirði verður söng- skemmtun og veislukaffi í Félags- heimilinu Miðgarði laugardags- kvöldið 1. apríl nk. kl. 21.00. Stjórnandi Rökkurkórsins er Sveinn Árnason og undirieikari Rögnvaldur Valbergsson. Jón Olafsson mun ásamt hljóm- sveitinni Glaumum skemmta í Vík- urröst annað kvöld. Bítlavinur á Dalvík Hljómsveitin Glaumar með Jón Ólafsson „Bítlavin" í fararbroddi mun spila á stórdansleik í Vík- urröst á Dalvík á laugardags- kvöld. Glaumar hafa spilað í Sjallan- um að undanförnu við mjög góð- ar undirtektir og er ekki að efa að hljómsveitin ásamt „Bítlavinin- um“ Jóni Ólafssyni eiga eftir að trylla Dalvíkinga og nærsveitar- menn í Víkurröst annað kvöld. 40 ár frá því að ísland gekk í Nató: Þess minnst með fundi í Borgarbíói - á morgun laugardag kl. 14.00 Þann 30. mars 1949 gekk ísland í Nató og verður þess minnst með fundi í Borgarbíói á Akureyri á morgun laugardag kl. 14.00. Þekktar hljómsveitir mun spila, Ijóð verða lesin og Ragnar Arnalds og Benedikt Sigurðarson flytja ávörp, einnig munu lista- menn koma fram. Állir herstöðv- arandstæðingar og friðarsinnar hvattir til þess að fjölmenna. Dagskráin hefst sem fyrr sagði kl. 14.00 og er húsið öllum opið. Að dagskránni standa Alþýðu- bandalagið á Akureyri og Æskulýðsfylking Alþýðubanda- lagsins á Akureyri. l unduriun í Borgarbíói hefst kl. 14.00. Vinabæjasamskipti á Norðurlöndum: llálfrar aldar afmælí í júní Hálfrar aldar afmæli vinabæja- samskipta á Norðurlöndum verður haldið hátíðlegt í Thisted, Danmörku, dagana 3.-11. júní 1989, en slík vina- bæjasamskipti eru talin hefjast með heimsókn frá Uddevalla í Svíþjóð til Thisted fyrir 50 árum. Margrét Danadrottning mun setja hátíðina og búist er við um 10 þúsund gestum víðs vegar af Norðurlöndunum, sem heimsæki Thisted meðan á hátíðinni stendur. í undirbúningi er mjög fjölþætt dagskrá sem spannar yfir marga málaflokka, svo sem tónlist, myndlist, vísnasöng, golf, skák, bridge, ýmsar íþróttir og margt fleira. Á vegum Norræna félagsins á íslandi verður boðið upp á leigu- flug til Thistrup og aftur heim með áætlunarflugi. Verð á þessu flugi verður 16.500 kr. fyrir full- orðna og 10.000 kr. fyrir börn. Er þá um að ræða flug frá Keflavík og þangað til baka, en 35% af- sláttur býðst á innanlandsflugi í tengslum við utanlandsflug sem þetta. Þar sem heimferð er með venjulegu áætlunarflugi, þá er rétt að benda á, að fólk getur tengt heimsókn til Thisted víð- tækara ferðalagi um Norðurlönd eða Mið-Evrópu. Nánari upplýsingar varðandi þetta viðamikla hátíðarmót í Thisted liggja frammi hjá Nor- rænu upplýsingaskrifstofunni og á skrifstofu skóla- og menning- arfulltrúa Akureyrarbæjar, Strandgötu 19 B, eða í símum 96- 27599 og 96-27245.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.