Dagur - 31.03.1989, Page 8

Dagur - 31.03.1989, Page 8
8 - DAGUR - Föstudagur 31. mars 1989 spurning vikunnar i Ertu farin(n) að skipuleggja sumarfríið? (Spurt í vorveðri í Reykjavík.) Þórir Gunnarsson: Jú, ég fæ verkfall og sumarfrí og allt hvaö eina. Farinn aö skipuleggja? Nei, ég er ekki búinn að fá ákveðið svar um vinnu. Það verður bara unnið í fríinu. Bjarni Magnússon: Já, við hjónin erum farin að huga að Evrópuferð, erum að hugsa um að fá okkur bíla- leigubíl og keyra um megin- landið. Annars er maður ekkert farinn að kíkja áfjármálin, þetta ræðst mikið af þeim. Salome Bergsdóttir: Nei, ekki get ég nú sagt það. Jú, maður fær auðvitað sumar- frí en ég er ekkert farinn að skipuleggja ennþá. Ég ætla bara að nýta fríið vel. Kirsten Briem: Já, ég ætla að vera í hálfan mánuð í Brautarholti á Skeiðum þar sem ég ætla aö elda mat ofan í fólk sem verður í sumar- skóla í stærðfræði. Það verður mitt sumarfrí. Ómar Jóhannsson: Það er ekkert ákveðið ennþá hvað maður gerir í fríinu. En þó getur verið að maður skreppi norður í land. Framhaldsskól Draiimur á J< Einar Porbergsson leikstjóri: Gefur álíka mikið og heilt skólaár Það er í mikið ráðist að setja upp Draum á Jónsmessunótt með leiklistarklúbbi í framhaldsskóla. Einar Þorbergsson kennari við Framhaldsskólann er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hann er lærður leikari, lauk námi við Leiklistarskóla Þjóðleikhússins. Einar flutti austur á land 1973, vann sem kennari á Fáskrúðsfirði í tvö ár og í þrjú ár á Borgarfirði eystra, en flutti síðan til Húsavík- ur og þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann ræðst í stórvikri með ungum Húsvíkingum. „Fyrsta árið sem ég var hér setti ég upp Nýjársnóttina eftir Indriða Einarsson með krökkun- um við Gagnfræðaskólann. Að vissu leyti er það verk svipað og Draumurinn, það byggir upp á því sama, enda var Indriði undir áhrifum frá Shakespeare og margar persónur í verkinu líkar persónum í verkum hans. Næsta ár, 1980 setti ég upp Snegla tamin eftir Shakespeare með Gagn- fræðaskólanum og lék þá sjálfur með. Síðan hefur verið hlé þar til nú að við setjum upp Draum- inn.“ - Þú hefur sett upp Fiðlarann á þakinu og Gullna hliðið með Leikfélagi Húsavíkur. Hvað hef- ur þú sett upp mörg verk í heild- ina og hver eru þau helstu? „Ég hef ekki tölu á hvað ég er búinn að setja upp mörg leikrit allt í allt, þau eru vafalaust kom- in eitthvað á fjórða tug, síðast þegar ég vissi voru þau komin hátt á þriðja tuginn en það er nokkuð langt síðan. Ég setti mik- ið upp í Kennaraskólanum, lík- lega fimm sýningar meðan ég var að læra þar. Fyrsta verkið sem ég setti upp var Ys og þys út af engu eftir Shakespeare. Hann er minn uppáhaldshöfundur og það hefur ekki farið fram hjá neinum nemanda mínum.“ - Af hverju stafarShakespeare- aðdáun þín? „Það er svo rnikil viska í verk- um hans. Ef þú ert ekkert að skoða söguþráð leikritanna getur þú fundið í þeim svo mikla visku og heimspeki, en það er það sem flestir eru ekkert að leita eftir heldur horfa menn á hráan sögu- þráðinn. Það sem gerir það að verk hans hafa lifað eru þessir kaflar þar sem spekin kemur fram, en það eru iðulega þeir sem strikað er yfir við uppsetningu verkanna.“ - Nú setur þú upp alveg bráð- skemmtilega leiksýningu með ungu fólki. Er það almennur mis- skilningur að Shakespeare sé þungur og leiðinlegur? „Fólk fær tilfelli þegar minnst er á Shakespeare, jafnvel fólk sem starfar að leiklist og það er furðulegt. Tilfellið var, þegar við sýndum Snegluna, að krakkarnir sem sáu sýninguna skemmtu sér mjög vel, alveg eins og núna. Vanalega byrjar fólk á vitlausum enda, það byrjar á að lesa harm- leikina af því að þeir eru frægast- ir og mest um þá talað, en fólk á að byrja á því að kynna sér gam- anleikina því þá fær það síður þessa fóbíu.“ - Er ekki erfitt að halda utan- um svona sýningu sem sett er upp með ungu fólki? „Jú, það er einmitt erfitt að halda utanum þetta sérstaklega þegar æfingatíminn er eins langur og hjá okkur núna. Við æfðum auðvitað styttri tíma á dag af því að krakkarnir eru í fullu námi, og því er erfitt að halda utanum það að allir haldi einbeitingunni að þessu verki í tvo mánuði. Það kom tímabil sem var verulega erfitt en strax og þau fóru að fá búningana, leikmyndin kom og svo ljósin, þá skapaðist þessi ánægja á ný. Á tímabili áttu þau erfitt með textann en hann er fljótlærður af því hann er svo mikið í ljóðum. Þau náðu merki- lega vel að skilja textann strax í upphafi, en við byrjuðum æfingar með því að sitja saman og velta fyrir okkur textanum." - Hvað finnst þér krakkarnir fá út úr því að taka þátt í þessu? „Það að starfa saman og að vinna saman að heilli leiksýn- ingu. Þessi samvinna krefst að hver og einn gefi ákveðið af sér og fórni hinu og þessu til þess að þetta geti orðið að veruleika, það er kannski það sem þau fá mest út úr. Segja má að það að setja upp heila leiksýningu eins og þessa gefi krökkum álíka mikið og heilt ár í skóla.“ - Ertu þreyttur eftir törnina? „Já, mjög svo. Ég sást eigin- lega ekki heima hjá mér síðustu vikuna nema frá þrjú á nóttunni til sjö á morgnana. En ég er ánægður með útkomuna. Ég var nokkuð viss um að leikararnir mundu skila þessu vel og svo var ánægjulegt hvað leikmyndin tókst vel, hún tókst eiginlega bet- ur en ég þorði að vona. Ég er þakklátur krökkunum fyrir að hafa fórnað tíma sínum í þetta, ánægður með undirtektir sem verkið hefur fengið og vona að þetta veki hvöt til að vinna meira með Shakespeare.“ IM Leikui >akka< Demei Eymui Þorbjörg Björnsdóttir, Hörður Harðarson, Bj hlutverkum sínum.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.