Dagur - 31.03.1989, Page 11

Dagur - 31.03.1989, Page 11
Föstudagur 31. mars 1989 - DAGUR r 11 Aðalfundur Osta- og smjörsölunnar sf.: Ostasala jókst um 3,8 prósent í fyrra - en smjörsalan dróst saman um 8 prósent FJORÐUNGSSJUKRAHUSIÐ Á AKUREYRI íbúðir óskast til leigu fyrir starfsmenn okkar. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofustjóra síma 22100. Aðalfundur Osta- og smjörsöl- unnar sf. var haldinn í húsakynn- um fyrirtækisins við Bitruháls í Reykjavík 10. mars 1989. Fund- inn sóttu 29 fulltrúar frá eigend- unum, 17 mjólkursamlögum og Sambandi íslenskra samvinnufé- laga. Sambandið hefur nú ákveð- ið að selja hlut sinn í fyrirtækinu. Árið 1988 var 30. starfsár Osta- og smjörsölunnar. Horfur á að lítið eða nær ekkert verði flutt út 1989 Til umræðu á aðalfundinum voru einkum framleiðslu- og sölumál mjólkurafurða. í ræðu forstjóra, Óskars H. Gunnarssonar kom fram, að vegna jafnvægis á milli framleiðslu og eftirspurnar innanlands eru horfur á því að lítið eða nær ekkert verði flutt út af mjólkurafurðum 1989. Árið 1988 voru flutt út 715 tonn af ostum. Hins vegar fer verð er- lendis hækkandi, vegna minnk- andi mjólkurframleiðslu hvar- vetna. Fyrirséð er að ekki verður skortur á mjólkurafurðum í ár, en erfitt er að spá um horfurnar fyrir mars og apríl 1990, en á þeim árstíma eru birgðir að jafn- aði lægstar. Tapaðar viðskiptaskuldir 25 milljónir króna Rekstur Osta- og smjörsölunnar sf. var hagstæður árið 1988 og greiðsluskil til mjólkursamlaga viðunandi. Heildarsala Osta- og smjörsölunnar 1988 nam rúmum 2.5 milljarði króna. Tíðindum sætir að afskrifaðar eru tapaðar viðskiptaskuldir að upphæð 25 milljónum króna, en skuldatöp hafa verið óveruleg hjá fyrirtæk- inu fram til þessa. Eignir Osta- og smjörsölunnar eru metnar á 556,7 milljónir króna, skammtímaskuldir nema rúmum 280 milljónum en lang- tímaskuldir tæpum 2 milljónum kr. Eigið fé fyrirtækisins var 274 milljónir í árslok 1988. Ostasalan jókst um 3,8% en smjörsalan dróst saman Ostasala jókst um 3,8% árið 1988 og er meðalársneysla á íbúa hér- lendis nú 10,6 kg á ári. Smjörsal- an dróst saman um 8%, en sala á öðru viðbiti eykst enn. Viðbit úr mjólk hefur náð sífellt betri markaðsstöðu undanfarin ár á kostnað jurtafeiti- og smjörlíkis- tegunda. Ef feitmetisneysla landsmanna er skoðuð í heild kemur í Ijós að markaðshlutdeild Osta- • og smjörsölunnar hefur stöðugt ver- ið að aukast síðan 1985, en hlutur smjörlíkis og afurða úr jurtafeiti minnkað að sama skapi. Innra eftirlit mjólkuriðnaðar- ins er mjög sterkt. Auk þess eftir- lits og rannsókna sem fram fara hjá öllum mjólkursamlögum og Rannsóknastofu mjólkuriðnað- arins í Reykjavík voru rúm 9000 sýni athuguð á rannsóknastofu Osta- og smjörsölunnar árið 1988. Gæðastaðall mjólkur- afurða reyndist að jafnaði mjög hár. Ostabúð opnuð í Kringlunni í Reykjavík sl. ár Ostabúð var opnuð í Kringlunni í Reykjavík á árinu og hefur hún notið mikilla vinsælda. Aðrar ostabúðir eru á Bitruhálsi og við Snorrabraut. Starfsemi Veislu- þjónustunnar hefur aukist og margar nýjar tegundir osta litið dagsins ljós. Bragðsterkir ostar eru lagerað- ir í Ostakjallara Osta- og smjör- sölunnar fyrir ostabúðir og þá neytendur sem slíkt kjósa. Osta- kjallarinn er talinn liður í þróun ostamenningar á íslandi Vísitala fram- færslukostnaðar Kauplagsnefnd hefur reiknað vísitölu framfærslukostnaðar miðað við verðlag í marsbyrjun 1989. Vísitalan í mars reyndist vera 117,4 stig (maí 1988 = 100), eða 2,7% hærri en í febrúar. Samsvarandi vísitala samkvæmt eldra grunni (febrúar 1984 = 100) er 287,8 stig. Af einstökum verðhækkunum á tímabilinu má nefna að 12,8% verðhækkun áfengis og 15,1% verðhækkun tóbaks 13. febrúar síðastliðinn hafði í för með sér rúmlega 0,4% hækkun vísitöl- unnar. Gjaldskrárhækkun ýmissa opinberra stofnana að undan- förnu olli alls um 0,5% vísitölu- hækkun. Par má til dæmis nefna 28,2% hækkun afnotagjalda RÚV 1. mars síðastliðinn sem leiddi til 0,2% vísitöluhækkunar og tæplega 6% hækkun raf- magns- og hitunarkostnaðar sem olli um 0,2% hækkun. Hækkun á verði bensínlítra um 4,6% 1. mars síðastliðinn hafði í för með sér 0,2% hækkun á vísitölunni og 3% hækkun á verði nýrra fólks- bíla olli einnig 0,2% hækkun. Verðhækkun mjólkur og mjólk- urafurða 1. mars, en þessar afurðir hækkuðu að meðaltali um 6,1% olli um 0,2% hækkun. Húsnæðisliður vísitölunnar hækkaði um 1,9%, sem olli tæp- lega 0,3% hækkun á vísitölunni en sú hækkun stafar fyrst og fremst af hækkun viðhaldskostn- aðar og annarra kostnaðarliða, sem fylgja breytingum á bygging- arvísitölu. Pá má nefna að verð- hækkun á fatnaði olli 0,1% hækkun vísitölunnar. Verðhækk- un ýmissa annarra vöru- og þjón- ustuliða olli alls um 0,8% hækkun á vísitölu framfærslukostnaðar. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala framfærslukostnaðar hækkað um 21,2%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 6,0% og jafngildir sú hækkun um 26,4% verðbólgu á heilu ári. Bókin Ostalyst hefur notið gríðarlegra vinsælda Bókin Ostalyst, sem út kom fyrir jólin 1988 hefur notið gríðarlegra vinsælda, seldist nær upp og er nú komin út í annarri prentun. Að venju dreifði Osta- og smjörsalan einnig ýmsum matreiðslu- og kynningarbæklingum ókeypis og telur brýnt að sinna þjónustu við neytendur þannig og með rekstri á tilraunaeldhúsi. Osta- og smjörsalan heldur árlega mörg námskeið fyrir starfsfólk verslana auk þess sem haldnar eru vörukynningar fyrir neytendur í verslunum. Um 4000 manns komu í heimsókn í fyrir- tækið eina dagstund í tilefni Norræns tækniárs. I stjórn Osta- og smjörsölunn- ar sf. voru kosnir: Ólafur Sverris- son, formaður, Birgir Guð- mundsson, varaformaður, Þór- ólfur Gíslason, ritari, Vífill Búa- son og Þórarinn E. Sveinsson. Forstjóri Osta- og smjörsöl- unnar sf. er Óskar H. Gunnars- son. J £þ/0E Sala getraunaseöla lokar á laugardögum kl. 13:45. 13. LEIKVIKA- 1. APRÍL 1989 1 xn 2 Leikur 1 Aston Villa - Luton ! Leikur 2 Charlton - Middlesbro i Leikur 3 Derby - Coventry — — Leikur 4 Everton - Q.P.R. Lalkta’ $li NorwJiph - Liverpool Leikur 6 Shetf. Wed. - Millwall Leikur 7 Southampton - Newcastie Leikur S Tottenhaih - West Ham Leikur 9 Wimbledon - Nott. For. —i Leikur 10 Brighton - Man. City Lelkur 11 Leeds - Bournemouth Leikur 12 Swindon - Blackburn Símsvari hjá getraunum á laugardögurr kl. 16:15 er 91-84590 og -844<&. Ath. brevttan lokunartím; i efl 3 tir Ef 1. vinningur genjgur ekki út næst, verður sprengivika 8. apríl. HVER ER STAÐA FYRIRTÆKIS ÞÍNS? Skilar reksturinn ágóða; gengur dæmið ekki upp, eða er staðan óljós vegna upplýsingaskorts? OVISSA? Við teljum að hjá of mörgum íslenskum fyrirtækjum ríki óvissa um rekstrarlega stöðu, afleiðingin verður óvissa um verðlagningu og tilboðsgerð, óvissa um áætlanagerð, óvissa um greiðslustöðu o.s.frv. o.s.frv. VIÐ HÖFUM ÁHUGA Á AÐ GERA UPPLÝSINGAVINNSLU BETRI SKIL Með skipulagðri og jafnri bókhaldsvinnu og með nútíma tölvunotk- un er hægt að meta stöðu fyrirtækisins hversu oft sem óskað er. Okkar skoðun er sú að bókhaldsuppgjör sé ekki aðeins árlegt fram- tal til skattyfirvalda, heldur rekstrarlegt stjórnunartæki. NÚ ER RÉTTI TÍMINN FYRIR NÝ VIÐHORF! Við skipuleggjum og vinnum: Bókhald, laun, reikningsskil, áætiana- gerð og ve:tum rekstrarráðgjöf eftir þörfum viðskiptavina okkar. Hefurðu áhuga á að kanna málið? Hafðu þá samband við okkur sem fyrst. f REKSTRARRÁÐGJÖF I REIKNINGSSKIL RÁÐNINGAR FELL HF. • TRYGGVABRAUT 22 • PÓSTHÓLF 748 • 602 AKUREYRI • SÍMI 96-25455 I

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.