Dagur - 31.03.1989, Page 14

Dagur - 31.03.1989, Page 14
14 - DAGUR - Föstudagur 31. mars 1989 Aðalfundur Akureyrardeildar KEA verður haldínn á Hótel KEA þriðjudaginn 11. apríl kl. 20.00. Deildarstjórnin. Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubankans hf. verður hald- inn í Sóknarsalnum, Skipholti 50A, Reykjavík, laugardaginn 8. apríl 1989 og hefst kl. 13.30. Dagskrá: a) Venjuleg aðalfundarstörf í samræmi við ákvæði 32. gr. samþykkta bankans, þar á meðal breytingar á samþykktum og ákvörðun arðs. b) Tillaga um heimild til bankaráðs um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. c) Tillaga um heimild til bankaráðs um nýtt hluta- fjárútboð. Aðgöngumiðar að fundinum og atkvæðaseðlar verða afhentir í aðalbankanum, Laugavegi 31, dagana 5., 6. og 7. apríl næstkomandi. F.h. Bankaráðs Alþýðubankans, Ásmundur Stefánsson, formaður. Orlofsferð Verkalýðsfélagsins Einingar 1989 verður farin til Færeyja dagana 20.-27. júlí ef næg þátttaka fæst. Frá Akureyri verður farið með rútu snemma morg- uns fimmtudaginn 20. júlí til Seyðisfjarðar og þaðan með M/F Norröna til Þórshafnar í Færeyjum. Gist verður á Hótel Smyrilline í Þórshöfn og verður farið í skoðnunarferðir um Færeyjar. Brottför frá Þórshöfn með M/F Norröna verður miðvikudaginn 26. júlí og er áætluð heimkoma til Akureyrar að kveldi fimmtudagsins 27. júlí. Hámarksfjöldi í ferðina er 40 manns. Verð kr. 27.000,- pr. mann. Innifalið í verði er ferðir, hótelgisting og morgunmat- ur. Þátttöku ber að tilkynna til skrifstofu félagsins á Akureyri í síma 23503 sem allra fyrst, vegna tak- markana á sætafjölda, en þó eigi síðar en 15. apríl n.k. Ferðanefnd Einingar. Samviskufangar Mannréttindasamtökin Amn- esty Intcrnational vilja vekja athygli almennings á máli eftir- farandi samviskufanga. Jafn- framt vonast samtökin til að fólk sjái sér fært að skrifa bréf til hjálpar þessum föngum og sýna þannig í verki andstöðu sína gegn því að slík mannrétt- indabrot séu framin. íslands- deild Amnesty gefur einnig út póstkort til stuðnings föngum mánaðarins. Hægt er að gerast áskrifandi að þessum kortum með því að hringja til skrifstof- unnar, Hafnarstræti 15, virka daga kl. 14-16 í síma 16940. Eþíópía: Bræðurnir Wossen-Seged, Michael og Bede-Mariam Mek- onnen hafa verið í haldi í 14 ár án dóms og laga vegna frændsemi við fyrri stjórnvöld ríkisins. Wossen-Seged (einnig þekktur undir nafninu Paul), 39 ára gamall, Michael, 34 ára gamall og Bede-Mariam, 29 ára, eru ætt- menn fyrrum Eþíópíukeisara. Þeir hafa verið í haldi án ákæru og án þess að mál þeirra hafi ver- ið dómtekið allt frá því að ríkis- stjórn Haile Selassie keisara var steypt árið 1974. Allir, sem tengj- ast fyrri stjórnvöldum og voru handteknir í byltingunni 1974, hafa verið látnir lausir, að bræðr- unum undanteknum, þar með talin móðir þeirra, Sara Gizaw og sex aðrar konur. Þær voru látnar lausar í maí 1988. Engin skýring hefur verið gefin á varðhaldi bræðranna og yfirvöld láta ekkert uppi um hvenær þeir verði látnir lausir. Wossen-Seged, Michael og Bede-Mariam Mekonnen eru í haldi í Alem Bekagne (þýð.: Heimsendir) öryggisdeild Aðal- fangelsisins í Addis Ababa. Þeir hafa allir þjáðst af heilsuleysi, sem að hluta til má rekja til lélegr- ar læknisþjónustu og ómannúð- legs aðbúnaðar í fangelsinu. Það var ekki fyrr en á þessu ári, sem þeim leyfðist að fara í reglulega læknisskoðun og fá viðeigandi meðferð. Núna er þeim heimilt að fá vikulegar heimsóknir og láta færa sér mat og aðrar nauð- synjar. Vinsamlegast skrifið kurteis- legt bréf og krefjist þess að bræð- urnir verði látnir lausir tafarlaust til: H.E. President Mengistu Haile-Mariam President of the People’s Democratic Republic of Ethiopia Office of the President Addis Ababa Ethiopia Kólombía Tacisio Medina Charry, 21 árs gamall stúdent var handtekinn fyrir ári og síðan hefur ekkert til hans spurst. Félagar í Kommún- istaflokki Kólumbíu og nokkrir stúdentar úr Sur Kólumbíu háskóla voru stöðvaðir á götu þann 19. febrúar í borginni Neiva í Mið-Kólumbíu. Lögreglan var að kanna persónuskilríki vegfar- enda. Skilríki Tarcisio Medina voru í lagi, en lögreglan kom auga á að hann hélt á eintaki af dagblaði kommúnista La Voz. Fyrirliða lögreglusveitarinnar var gert viðvart, og hann heyrðist skipa svo fyrir, að Tarcisio skyldi fluttur á lögreglustöðina í Neiva til „F-2“ deildar leynilögreglunn- ar þar. Vitni sagði síðar, að Tarcisio Medina hefði strax orðið viðskila við hina handteknu eftir að komið var á stöðina. Þeir, sem handteknir voru um leið og hann, voru látnir lausir síðar um kvöldið, en til hans hefur ekkert spurst frá því farið var með hann á deild „F-2“. Lögregluyfirvöld bera því við, að þeim sé ókunn- ugt um afdrif hans. Kommúnista- flokkurinn er löglegur í Kólumbíu, en engu að síður hafa margir flokksmenn verið drepnir og ýmsir „horfið'* á síðustu árum. Fjöldskylda Tarcisio Medina hóf rannsókn á „hvarfi“ hans. Dómari í borgaralegum dómstóli vísaði máli hans til herdómstóls, en general prokúratör, sem fer með mannréttindamál, vísaði málinu til baka til borgaralegra dómstóla. Málinu var enn á ný vísað til herdómstóls og þar ligg- ur það í salti. Háskólastúdentar og kennarar hafa mótmælt hvarfi Tarcisio Medina og hafa verið sakaðir um „niðurrifsstarfsemi" og ýmsir stúdentaleiðtogar hafa að undanförnu sætt varðhaldi um stundarsakir. Vinsamlegast skrifið kurteis- legt bréf og farið þess á leit að afdrif hans verði könnuð: Senor Presidente Vigilio Barco Palaci Narino Bogotá Colombia Kína Song Yude er 34 ára gamall og predikar mótmælendatrú í Kína. Hann afplánar nú átta ára fang- elsisdóm fyrir trúariðkun sína. Song Yude var predikari í Tongbo í héraðinu Henan í mið- Kína. Þar var hann í tengslum við hóp kristinna manna, sem neitaði að ganga í Hina sjálf- stæðu kínversku trúarhreyfingu, sem er ein af nokkrum þjóðleg- um trúarhreyfingum sem stjórn- völd stofnuðu á sjötta áratugnum með það fyrir augum að stjórna trúmálum í landinu. Samkvæmt stefnu stjórnvalda í trúmálum, ber að skrá hópa mótmælenda, sem hittast til bænagjörða á einkaheimilum („Hús kirkjum"). Opinbert leyfi þarf til að boða fagnaðarerindi, predika eða dreifa bókum með trúarlegu efni. Á árunum 1982 til 1984 voru margir kristnir menn handteknir fyrir að stunda trúariðkanir án leyfis og sérstaklega kvað að þessu í Henan héraði. Song Yude var handtekinn 16. júlí 1984. Hann var í haldi til 29. janúar 1986, en þá kom hann fyr- ir dómstól ákærður fyrir „and- byltingaráróður og múgæsingu". Hann var meðal annars sakaður um að dreifa afturhaldssömum trúarritum að utan og standa fyrir ólöglegum trúarsamkomum stofnuðum til höfuðs Hinni sjálf- stæðu kínversku trúarhreyfingu. Hann var sekur fundinn um að „koma af stað afturhaldsskoðun- um“, „kynda undir andspyrnu við lög ríkisins og tilskipanir", og „andmæla Hinni sjálfstæðu trúar- hreyfingu“. Amnesty telur, að réttarhöldin yfir Song Yude hafi verð óréttmæt. Honum var ekki skipaður verjandi og áfrýjun á máli hans til æðra dómstóls var hafnað í apríl 1986. Samtökin láta sig varða að hann er fangels- aður fyrir trúariðkun sína ein- vörðungu og enginn veit um afdrif hans. Vinsamlegast skrifið kurteis- legt bréf og farið fram á að hann verði látinn laus tafarlaust og án allra skilyrða: Prime Minister Li Peng Guowuyuan Beijinshi People’s Republic of China. Útílutningsráð og Iðnlánasjóður: Upplýsingarit um vörusýningar Alþjóðlegar vörusýningar eru einn mikilvægasti vettvangur íslenskra fyrirtækja til að kynna framleiðslu og þjónustu sína. Tii að auðvelda starfs- mönnum fyrirtækja, sem hér um ræðir, að skipuleggja og undirbúa starfið á sýningum, hafa Útflutningsráð Islands og Iðnlánasjóður gefið út vandað fræðslurit sem heitir Vörusýn- ingar - markmið, skipulag, framkvæmd, en útgáfan er kostuð af Iðnlánasjóði. Ritið, sem er 60 blaðsíður, er fyrst og fremst vinnubók með minnislistum yfir öll þau atriði, sem þarf að uppfylla og fram- kvæma þegar sýning er undirbú- in. Auk þess eru starfslýsingar á allri þeirri vinnu sem starfsmenn þátttökufyrirtækis á sýningar- svæðinu þurfa að hafa í huga. Auðvelt er að aðlaga minnislist- ana að þörfum flestra fyrirtækja og nota þá við áætlanagerð og framkvæmd sýningarstarfsins. Mikið er í húfi að árangur af þátt- töku vörusýningar sé í réttu hlut- falli við þá fjármuni og vinnu sem fyrirtækin verja til þeirra. Þegar fræðsluritið var samið, var stuðst við danska ritið Effek- tiv Messedeltagelse, sem gefið er út af Industrirádet í Kaupmanna- höfn, en Danir búa yfir mikilli og góðri reynslu á þessu sviði. Hulda Kristinsdóttir, viðskipta- fræðingur, þýddi og staðfærði rit- ið á íslensku. í inngangi þess seg- ir Ingjaldur Hannibalsson, fram- kvæmdastjóri Úí, m.a.: „í þessu riti er byggt á reynslu og þekk- ingu fyrirtækja og þjónustuaðila, innlendra og erlendra, sem hafa unnið að sýningum með góðum árangri. Leiðbeiningar eiga að auðvelda fyrirtækjum sem litla eða enga reynslu hafa af sýning- arstarfi að meta hugsanleg tæki- færi og árangur af sýningum þeg- ar ákvarðanir eru teknar um þátt- töku.“ Bæklingurinn Vörusýningar er annar í ritröð leiðbeiningarita Útflutningaráðs. í janúar í fyrra kom út ritið Til að byrja með, en þar er að finna leiðbeiningar um fyrstu skrefin í útflutningi. „Allir þeir sem stunda eða starfa við út- flutning þurfa að lesa og eiga þessi rit í gagnasafni sínu,“ segir í fréttatilkynningu frá útgefend- um.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.