Dagur - 04.04.1989, Síða 1
72. árgangur Akureyri, þriðjudagur 4. aprfl 1989 62. tölublað
\ úwau
\
'f
HERRADEILD
Gránufélagsgötu 4
Akureyri • Sími 23599
Hræringar hjá útvarpsstöðvunum:
Hljóðbylgjan styttir
dagskrána verulega
Miklar breytingar eru nú fram-
undan hjá útvarpsstöðinni
Hljóðbylgjunni á Akureyri
sem reyndar var búinn að
teygja sig til Reykjavíkur
einnig. Hljóðbylgjan mun nú
ganga til samstarfs við Bylgj-
una og verður stöðin nokkurs
konar svæðisútvarp sem sendir
út milli kl. 17 og 19 á senditíðni
Bylgjunnar.
Oddur Thorarensen eigandi
Hljóðbylgjunnar sagði að
útvarpsstöðvarnar yrðu væntan-
lega samtengdar í þessari viku og
þá tekur nýr útsendingartími
Hljóðbylgjunnar gildi.
„Þetta eru of margar stöðvar
miðað við auglýsingatekjur. Við
erum að bíta höfuðið hver af öðr-
um þegar markaðurinn er svona
lítill. Okkur þótti skynsamlegast
að gera þetta svona í stað þess að
berjast áfram og þetta var reynd-
ar eina raunhæfa lausnin að okk-
ar mati,“ sagði Oddur.
í kjölfar þessarar ákvörðunar
verða miklar breytingar á starfs-
mannahaldi Hljóðbylgjunnar
enda styttist útsendingartíminn
verulega og eðli stöðvarinnar
einnig.
„Við ætlum að reyna að sinna
svæðinu vel og höfða til eldri
hlustenda en verið hefur. Við
munum líta á bæjarmálin og það
sem er að gerast í kringum
okkur. Petta verður meira unnið
efni í stað tónlistar,“ sagði
Oddur.
Blómatími útvarpsstöðvanna
er því greinilega liðinn. Sem
kunnugt er hafa Stjarnan og
Bylgjan runnið saman og nú
minnkar Hljóðbylgjan umfang
sitt og verður svæðisbundinn angi
af Bylgjunni. Þá lagði útvarps-
stöðin Ólund á Akureyri upp
laupana fyrir skömmu. SS
Sjúkrahús Húsavíkur:
Samdráttur erfiður vegna
ijársveltis undaufariii ár
Starfsfólki Sjúkrahúss Húsa-
víkur voru kynntar aðgerðir
vegna samdráttar Iaunaliða um
4% sem stjórnvöld hafa fyrir-
skipað á sjúkrastofnunum, á
fundi sem stjórnendur og for-
stöðumenn Sjúkrahússins
efndu til sl. fimmtudag. Stjórn
Sjúkrahússins hélt fund á
föstudag um fyrirhugaðar að-
gerðir en eftir er að kynna þær
fyrir sveitarfélögum og rekstr-
araðilum Sjúkrahússins og
einnig verður óskað eftir við-
ræðum við heilbrigðisyfirvöld
um stöðu Sjúkrahúss Húsavík-
ur og hlutverk þess í heilbrigð-
isþjónustu héraðsins. Egill
Olgeirsson, stjórnarformaður
Sjúkrahússins sagði í samtali
við Dag að erfítt væri fyrir litla
stofnum sem þessa, og nánast
óframkvæmanlegt, að koma á
slíkum samdrætti, þar sem
Ijóst væri að undanfarin ár
hefði reksturinn verið í fjár-
svelti og þá reynt að beita ýtr-
asta aðhaldi. Þrátt fyrir það er
óbættur halli frá síðasta ári
sem nam 7,2 milljónum króna.
Stjórnvöld hafa skipað svo fyr-
ir að sjúkrastofnanir skuli draga
úr yfirvinnu, álagsgreiðslum, af-
leysinga og námsleyfum, boða
skuli stóraukið eftirlit með launa-
greiðslum og að óheimilt sé að
ráða í nýjar stöður nema fyrir
liggi heimild fjármálaráðuneytis
og að áætlun sé fyrir í fjárlögum.
Að sögn Egils hefur stjórn
Sjúkrahússins um skeið skoðað
hvað sé til ráða, en það sé fátt
vegna fjársveltisins undanfarin
ár. Þó hafi verið ákveðið að
reyna að sýna viðleitni til sam-
dráttar og samþykkt að endur-
skoða bakvaktarsamninga, herða
eftirlit með yfirvinnu, auka
aðhald í útköllum á stoðdeildum
og stefna að lágmarksráðningum
vegna afleysinga. Ef þetta dugar
ekki er ákveðið að draga veru-
lega úr starfsemi deildar á þriðju
hæð og loka deildinni í sex vikur
yfir sumartímann. Þar er um að
ræða langlegudeild fyrir aldraða.
IM
- Góður árangur norðlenskra skíðakrakka
á Unglingameistaramótinu
KA tryggði sér íslandsmeist- leik á mótinu í vetur. Hins veg-
aratitilinn í blaki með því að ar þarf lítið út af bregða til þess
leggja IS að velli 3:2 í spenn- að tapa titlinum í úrslitakeppn-
andi leik í íþróttahöllinni á inni og Stúdentar veittu KA-lið-
sunnudaginn. Fögnuður KA-
manna var mikill í lokin enda
er þetta fyrsti Islandsmeist-
aratitill félagsins í flokka-
íþróttum í meistaraflokki
karla.
KA hefur verið áberandi
besta liðið á íslandsmótinu og
hefur ekki tapað einum einasta
inu verðuga keppni á sunnudag-
inn. En KA-menn héldu haus
og unnu verðskuldaðan sigur.
Hou Xiao Fei, hinn kínverski
þjálfari KA-manna, átti stórleik
og leiddi sína menn til sigurs og
það var því ekki að furða að
leikmennirnir tóku hann eftir
leikinn og „tolleruðu" í sigur-
vímunni. Sjá nánar um leikinn á
íþróttasíðu.
Þess má líka geta að á Ungl-
ingameistaramótinu á skíðum
sem haldið var í Bláfjöllum um
helgina stóðu norðlenskir
skíðakrakkar sig vel. Ólafsfirð-
ingar komu nokkuð á óvart og
áttu sigurvegara í bæði svigi og
stórsvigi í flokki 15-16 ára. En
nánar er fjallað um mótið og
aðra íþróttaviðburði helgarinn-
ar á íþróttasíðum.
Arnþór og Sæþór lönduðu 151 tonni sl. laugardag á L.-Árskógssandi:
Nú er loksins líf í tuskunum!
- segir Rafn Gunnarsson, hjá G. Ben. sf. fiskverkun
„Nú er Ioksins líf í tuskunum,“
segir Rafn Gunnarsson, hjá
G.Ben sf. fískverkun á L.-Ár-
skógssandi, en bátar fyrir-
tækisins, Sæþór og Arnþór,
.lönduðu um 151 tonni af
skínandi góðum netafíski sl.
laugardag. Unnið var stíft um
helgina við að salta og hengja
fískinn upp og skaut Rafn á að
um 30 manns hafí lagt hönd á
plóg.
„Það er ekki fjarri lagi að við
höfum labbað í hús til þess að fá
fólk í vinnu,“ sagði Rafn. Venju-
lega vinna um 12 manns hjá
G.Ben. en þegar svo mikill afli
barst á land þótti sýnt að þyrfti að
fjölga vinnuhöndum.
Þessi 151 tonna afli fékkst fyr-
ir suðaustan land, nánar tiltekið
Fiskmarkaðurinn í Hafnarfirði:
Góð sala úr Sigluvíkinm í gær
Hraðfrystihús Ólafsijarðar hf. keypti eitt bflhlass af þorski
Sigluvík SI-2 seldi rúm 185
tonn á Fiskmarkaðnum í Hafn-
arfírði í gær. Verðmæti aflans,
sem var blandaður, var 6.09
milljónir króna.
Skipting aflans og verðmæti
var eftirfarandi: Þorskur 43 tonn
meðalverð á kíló 45.19 krónur,
ýsa 33 tonn, meðalverð 50.45
krónur, karfi 63.5 tonn, meðal-
verð 23.35 krónur og ufsi 43.2
tonn, meðalverð 18.79 krónur.
Að sögn Einars Sveinssonar,
framkvæmdastjóra Fiskmarkað-
arins, var gærdagurinn stærsti
söludagur í sögu markaðarins.
Auk Sigluvíkur seldi Hafnafjarð-
artogarinn Otur og nokkrir
smærri netabátar. í heildina voru
seld 404 tonn í gær og verðmæti
þeirra nam rúmum 14 milljónum
króna.
Einar segir að í vetur hafi verið
töluvert um að útgerðir á
Norðurlandi hafi keypt fisk á
Hafnarfjarðarmarkaðnum og
keyrt norður. Til dæmis hefur
farið fiskur til Hríseyjar og Dal-
víkur. Þá má í þessu sambandi
geta þess að Hraðfrystihús Ólafs-
fjarðar hf. keypti eitt bílhlass af
þorski á markaðnum í gær. óþh
við Hvalnes. Arnþór var með
rúm 65 tonn (tvisvar dregið) og
Sæþór um 85 tonn (þrisvar
dregið). Á þessum slóðum hefur
verið bullandi fiskerí að undan-
förnu og hafa tveir Dalvíkurbát-
ar, Sænes og Hafsteinn, einnig
verið þar og fengið góðan afla.
Til dæmis fékk Sænes milli 50 og
60 tonn í síðasta túr.
Eins og áður segir var afli
Arþórs og Sæþórs unninn í salt
og skreið. Rafn segir að um 60
tonn hafi verið hengd upp. „Jú,
það var mikið verk að moka
hjallana upp. Þeir voru bókstaf-
lega á kafi. En þetta gekk með
samstilltu átaki,“ sagði Rafn.
Það var ekkert gefið eftir á
L.-Árskógssandi um helgina.
Unnið var sleitulaust fram til kl.
4 aðfaranótt sunnudags og
þráðurinn var tekinn upp á
sunnudag og unnið fram á kvöld.
Lokið var við að vinna aflann í
gær. „Þetta er alveg úrvalsfiskur,
bæði í salt og skreið. Meðalvigtin
á honum var tæp 6 kíló,“ segir
Rafn Gunnarsson. óþh
KA Íslandsmeístari í blaki