Dagur - 04.04.1989, Side 3

Dagur - 04.04.1989, Side 3
Þriöjudagur 4. apríl 1989 - DAGUR - 3 Næg vinna á Dalvík: En óvissu gætir með vinnu fyrir skólafólkið í sumar - segir Valgerður Guðmundsdóttir, starfsmaður Verkalýðsfélagsins Einingar Að sögn Valgerðar Guðmunds- dóttur, starfsmanns Verka- lýðsfélagsins Einingar á Dalvík, gætir nokkurrar óvissu með atvinnu fyrir skólafólk í sumar. Hún segir að vinnan standi og falli með aflabrögð- um togara og báta og um þau sé erfltt að spá margar vikur fram í tímann. Frystihús Kaupfélags Eyfirð- inga á Dalvík er langstærsti vinnu- staðurinn á Dalvík, með um 80 manns á launaskrá. Þar hefui fjöldi unglinga fengið vinnu undanfarin sumur en Kristmann Kristmannsson, verkstjóri, segist ekki búast við að geta ráðið jafn- marga unglinga í sumar og oft áður. Ástæðuna segir hann fyrst og fremst vera þá að fast- ráðnir starfsmenn Frystihússins virðist ætla að taka sumarfrí í skemmra lagi á komandi sumri. „Það hefur ekki verið mjög mikil vinna og því má ætla að fólk hafi heldur litla peninga milli hand- anna. Það er þó ekki að fullu komið í ljós með fjölda unglinga í sumarafleysingar vegna þess að fastráðið starfsfólk hefur ekki endanlega gengið frá skráningu í sumarfrí," segir Kristmann. Þessa dagana er nóg að gera við frystingu og söltun hjá KEA. Björgvin landaði 160 tonnum af blönduðum fiski strax eftir páska og er nú verið að ljúka vinnslu hans. Reyndar fóru um 30 tonn aflans til Siglufjarðar til vinnslu hjá Þormóði Ramma. óþh Jöfnunarsjoður sveitarfélaga: Tekjur verði miðaðar við heildarskatttekjur ríkisins 44. fulltrúaráðsfundi Sam- bands íslenskra sveitarfélaga lauk á Akureyri á föstudag. Nefndir á vegum sambandsins skiluðu áliti í mörgum málum sem varða sveitarstjórnir og samskipti ríkis og sveitarfé- laga, fjármálastjórn sveitarfé- Iaga og tekjustofna, jöfnunar- sjóðsframlög, samstarf um at- vinnumál, staðgreiðslu- og at- vinnumál og innri málefni sam- bandsins. Verkaskipta- og tekjustofna- nefnd hafði til umfjöllunar frum- vörp þau er liggja fyrir alþingi um verkaskiptingu ríkis og sveitar- félaga og tekjustofna sveitarfé- laga. Nefndin lagði til að fulltrúa- ráðsfundurinn samþykkti frum- varpið með þeim breytingum að sjúkrastofnanir samkv. heilbrigð- islögum, kirkjur, skólar o.s.frv. verði undanþegin fasteignaskatti. Þá er lagt til að tekjur Jöfnunar- sjóðs sveitarfélaga verði miðaðar við heildartekjur ríkissjóðs af beinum og óbeinum sköttum. Mælt er með að frumvarp um verkaskiptingu ríkis og sveitar- félaga verði samþykkt með þeim breytingum sem koma fram í bréfi frá stjórn Sambands ís- lenskra sveitarfélaga í byrjun febrúar. Þessar tillögur voru sam- þykktar samhljóða á fulltrúaráðs- fundinum. Fjárhagsnefnd hafði til um- fjöllunar reikninga sambandsins fyrir árið 1988 og fjárhagsáætlun ársins í ár. Hvort tveggja var samþykkt samhljóða. Þá var samþykkt að stjórn sambandsins verði heimilað að ráða mann sem hefði með höndum eftirlit á skil- um staðgreiðslutekna sveitarfé- laga. Samþykkt var að láta fara fram könnun á fjárhagsstöðu sveitar- félaga almennt. Fulltrúaráðið lagði til að birtar verði ábending- ar til sveitarstjórna með viðmið- unartölum um hámarksskuldir og greiðslubyrði einstakra sveitar- sjóða miðað við tekjur. í þessum ábendingum komi fram hvar hættumörk séu talin liggja á þessu sviði. Allsherjarnefnd vildi leggja áherslu á að sem fyrst yrði kölluð saman nefnd sú sem kjörin var á síðasta landsþingi og gera átti til- lögu um breytingar á kjöri til stjórnar og fulltrúaráðs. Lagt var til að stjórn sam- bandsins hæfi þegar í stað við- ræður við stjórnvöld um aukin framlög til tekjujöfnunar milli sveitarfélaga, a.in.k. 50 til 60 milljónir króna, þannig að svip- aðri upphæð verði varið til auka- framlaga nú og á síðasta ári. Auk þess var ályktað um sam- starf um atvinnumál við stjórn- völd, staðgreiðslumál, gjald- heimtur, árbók sveitarfélaga, fjárhag sambandsins og samein- ingu sveitarfélaga. EHB Húsaleiga hækkar Leiga fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði sem samkvæmt samningum fylgir vísitölu hús- næðiskostnaðar eða breytingum meðallauna, sbr. lög nr. 62/1984, hækkar um 1,25% frá og með 1. apríl 1989. Reiknast þessi hækk- un á þá leigu sem er í mars 1989. Leiga helst síðan óbreytt næstu tvo mánuði, þ.e. í maí og júní 1989. DAGUR Revkjavík S 9M7450 Norðlcnskt dagblað Landssamband íslenskra vélsleðamanna Landsmót í Kerlingarfjöllum - helgina 7.-8. apríl Þeir félagsmenn á Norðurlandi sem ætla á mótið láti skrá sig hjá eftirtöldum aðilum: Þorsteinn 96-21509, Vilhelm 96-23900, Stefán 96-24913. Tómas Búi sími 96-21825. Dýnur fyrir alla í öll rúm Latex dýnan er eina dýnan á markaðnum úr ekta náttúrugúmmíi. Svampdýnur — stífar og mjúkar. Eggjabakkadýnurnar vinsælu. Saumum yfir gömlu dýnurnar. Sendum í póstkröfu. VersliÖ við fagmann. Svampur og Bólstrun Austursíða 2, sími 96-25137. /---------------------------------\ Tölvufrædslan auglýsir: PC — gnmnnámskeið Efni tiámskeiðs: Helstu hugtök tölvutækninnar Vélbúnaður PC-tölva Stýrikcrtið MS-DOS Ritvinnslukerfið Word Perfect Töflureiknirinn Multiplan Lengd: lSi klst. ★ ★ Ritviimsliikerflð WORD Efiii námskeiðs: Almennt fjallað um ritvinnslukerfi í tölvum Vinnuumhveríi WORD Helstu skipanir og valmyndir WÖRD Æflngar í notkun kcrflsins Uppsetning texta og útlitssíður rölvuíræðslan Akureyri hf. Glerárgötu 34 • sími 27899. V ________________________________/ JIUI IVUSUCg 3IVCIIIIIIUICJI u 27. apríl til 1. maí Misstu ekki af VerÖ í tvíbýli kr. 34.150,- ★ Amsterdam er einstök ★ (Aðeins tveir vinnudagar.) Drottningardagurinn er 29. apríl og þá breytist borgin í eitt iðandi partý. Fararstjóri Haraldur Ingi Haraldsson. FERÐASKRIFSTOFA REYKJAVÍKUR Umboðsaðili á Akureyri er Bókabúðin Edda

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.